Vísir - 04.12.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 04.12.1962, Blaðsíða 1
Eiríkur í brezka sjónvarpinu Á föstudagskvöldið talaði Eiríkur Kristófers son til brezku þjóðarinn- ar í gegnum brezka sjón- varpið. Er Eirikur kora me8 freigát- unni Russel til Rosyth við norð- anverðan Forthfjörð biðu hans margir blaða- og sjónvarps- menn. Þar voru og komnir Barry Anderson, yfirmaður flotadeiid- ar tundurduflaslæöara og aðmír ál flotastöðvarinnar. Var Eiriki fagnað með mikilli viðhöfn. Við þetta tækifæri voru tekn- ar sjónvarpskvikmyndir fyrir brezka sjónvarpið, af komunni og þá einkum fyrrnefndum þremur mönnum og einnig C. A. Snell skipherra á Russel. Sögðu þeir þar nokkur orð. Vísir hefir fengið þær fréttir frá Snell skipherra, að búizt hafi verið við því að þættinum frá landgöngu Eiríks á skozka storð yrði sjónvarpað þá sama kvöldið. Eiríkur býr hjá Ander son og fjölskyldu hans í flota- stöðinni í Forth. Hingað til lands mun hann koma 8. desember. Loftleiðir í sænska sjónvarpinu í gær ísland og Loftleiðir voru á dagskrá i sænska sjónvarpinu í gærkvöldi og hefir Vísir sann- spurt að íslendingar i Sviþjóð hafi verið hinir ánægðustu með þessa dagskrá. Alfreð Elíasson forstjóri hélt uppi hluta Loftleiða með festu og rökum. Hann leiðrétti aðal- lega ýmsar tölur um rekstur og farþegatölu Loftleiða, sem SAS hafði rangfært i málflutningi sínum á Norðurlöndum og að síðustu var hann spurður þeirr- ar spurningar hvers vegna SAS myndi vera að öilu þessu um- stangi. Alfreð svaraði þvi til að nær myndi vera að spyrja forstjóra SAS þessarar spurningar. En að sínu áliti myndi SAS vera að finna átyllu fyrir umsókn til ríkisstjórna sinna urá nýja rekstrarstyrki vegna hins mikla taps félagsins. Umboðsmaður Loftleiða í Gautaborg, Björn Stenstrup, kom einnig fram f þessari sjón- varpsdagskrá, sem var undir- búin hér á landi í síðustu viku. Sjónvarpsmennirnir ferðuðust nokkuð um Suðvesturland a. m. k., tóku myndir af landi og þjóðháttum og af starfsemi Loft leiða sérstaklega með tilliti til þessa mikla umtals sem hún hef ir vakið á Norðurlöndum. Alfreð Elíasson. rV"* •. - ■< Hér er verið að hjálpa einum fargeganna á m. s. Esju frá borði og út í bátinn, sem flutti farþegana til Iands. ESJA á suðurleið Blundu flæddi yfír Norður- lundsveginn / gær Akureyri í morgun. í gær eftir að Esja hafði náðst út af strandstaðnum í Eyjafirði og henni verði siglt inn til Akur-, eyrar fór athugun á botnskemmd- um hennar fram. Kafari, sem fenginn var til að athuga botn skipsins, gaf þær upplýsingar að loknu verki, að botninn væri mikið laskaður, en ekki fann hann samt orsakir lek- SJÓPRÓF í REYKJAVÍK ans. Skipaskoðun ríkisins taldi lekann ekki það mikinn að skipið væri ekki einfært um að komast til Reykjavíkur og gaf út haffæris- skírteini fyrir það frá Akureyri og suður. Esjan mun þó ekki hafa viðkomu á neinum höfnum á leið- inni eins og ráð hafði verið gert fyrir áður, heldur halda beint vest-! ur um land til Reykjavíkur. Hún i fór seint í gærkveldi frá Akureyri, | en flestir farþeganna munu hafa! farið af skipinu áður, enda mun meiri hluti þeirra hafa ætlað til Siglufjarðar. Sjópróf í strandmáli Esju fara fram í Reykjavík þegar skipið kemur þangað. Fyrri hluta dags í gær kom jaka- stífla f Blöndu í ofanverðum Langadal, og varð það til þess að hún flæddi yfir bakka sfna og yfir veginn fyrir neðan Æsustaði, þannig að hann varð ófær öllum bifreiðum. Var aðvörun komið á framfæri f Ríkisútvarpið til bifreiðarstjóra að vegurinn um Langadal væri ó- fær. Urðu þeir, sem voru á norður- eða suðurleið, að fara um Blöndu- brú hina efri og um Ása. Orsökin fyrir stíflunni mun hafa verið sú, að mikill jakaburður kom úr Svartá f gærmorgun. Þeg- ar hann barst niður á eyrarnar fyrir neðan Æsustaði eru þar viða- miklar grynningar fyrir, svo að jakahrannimar hlóðust upp og stífluðu ána. Er þetta ekki óal- gengt fyrirbæri á þessu svæði og næsta oft sem Blanda hefur flætt , yfir bakka sína og upp á veginn j fyrir neðan Æsustaði. Seint í gærkveldi bárust fregnir ! norðan úr Langadal um það að jflóðið f Blöndu væri tekið að sjatna. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð rikisins í morgun var ekki vitað um að aðrir vegir hafi teppzt af völdum vatnavaxta. Hins vegar var tekið að bera á því á sumum vegum að slörk væru tekin að myndast í þá vegna þess að frost er að fara úr jörðunni. Fregnir hafa borizt af því að Hvalfjarðarleiðin og eins Krýsu- víkurleiðin væru orðnar slæmar yfirferðar af þessum sökum. 8 þúsund tunnur á feið tilReykjuvíkur Margir bátar fengu síld í nótt í ir komnir, en aðrir koma í dag. KoIIuál — ágæta síld. Þar af munu f Hæstan afla þeirra hafði Halldór hafa verið upp undir 20 bátar, er Jónsson 1400 tunnur. Ieggja upp í Reykjavík, eru sum- _____ Kl. 9,30 í morgun var kunnugt ' um 18 báta á leið til Rvíkur með Fjárlögin afgreidd fyrir jó! Fjárlögin verða afgreidd frá Alþingi fyrir jól sagði fjármála- ráðherra Gunnar Thoroddsen við Vísi f morgun er blaðið spurð- ist fyrir um frumvarpið. Við höldum áfram fram á Þorláks- messu, sagði ráðherrann, ef nauðsyn krefur. Fjárveitinganefnd, sem haft hefir frumvarpið til meðferðar mun væntanlega ljúka afgreiðslu þess nú um helgina. Kemur það þá til annarrar umræðu i þingi í næstu viku og verður svo endanlega afgreitt fyrir jólin. Er hér fylgt venji undanfar- inna ára um afgreiðslu frum- varpsins, en áður dróst oft að afgreiða frumvarpið alllangt fram á næsta ár á eftir með öllum þeim óþægindum sem af slikum drætti stafar. 8000 tn. og allir nema 1 fengu afl ann í Kolluál. Fleiri kunna að hafa bætzt við síðan. Fara hér á eftir nöfn þeirra báta er fengu 350 tn.: Arnkell 350, Jón á Stapa 550, Skarðsvík 700, Halldór Jónsson 1400, Reynir VE 500, Ásgeir 700, Hafþór 600, Steinunn 500, Gjafar 400, Akraborg 600, Guðm. Þórðar- son 550. Heildarhaustsíldaraflinn var sl. laugardag 121.289 tn. þar af komu 4.838 tn. til Rvfkur, 39.836 tn. til Akraness og 18.124 tn. til Keflavfkur. Alls hafa verið skráð- ir á síldveiðar 90 bátar. VISIR 52. árg. — Þriðjudagur 4. desember 1962. — 273. tbl. r T k'f . i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.