Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 29

Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 29
Kjallargrein Ríkisstjórnir heimsins berja ó Microsoft Ritstjórn Tölvumála hefur ákveðið að vera með reglubundna pistla þar sem ýmsum aðilum er boðið að skrifa um margskonar mál sem tengjast upplýsingatækni og notkun hennar. Höfundarnir njóta nafnleyndar og skrifa allir undir höfundarheitinu Eyður. Þess- um pistlum er ætlað að ýta við umrœðu um málefni sem kalla má dœgurmál upplýsingatœkninnar, málefni sem venjulega er ekki fjallað um íformlegum faggreinum eða tœknilýsingum. I pistlunum má búast við að höfundar setji fram skoðanir sínar á ýmsum umdeildum málum og er það von okkar að þeir hvetji til umrœðu og umhugsunar. Eyður skrifar Ríkisstjórnir, pólitíkusar og opinberir embættismenn um víða veröld dragast nú í auknum mæli inn í umræðuna um ágæti þess að notast við frjálsan hugbúnað sem byggir á opnum stöðlum („open source software") frernur en hugbúnað frá upplýsingatækni- risanum Microsoft. Hið sama gildir um önnur hugbúnaðarfyrirtæki sem vemda frumkóða og grunnviði búnaðar síns af álíka hörku og Microsoft. Ástæðan er í fyrsta lagi sú að ríkis- stjórnir era stöðugt á höttunum eftir að minnka útgjöld sín á sviði upplýsinga- tækni og auka jafnt skilvirkni sem hag- kvæmni, án þess þó að fórna afli eða áreiðanleika. í annan stað hugnast hinu opinbera lítt að leggja öll sín egg í sömu körfu og vera í heljargreipum eins sölu- aðila þegar kemur að upplýsingatækni- búnaði. Þriðja ástæðan er sú að ríkis- stjómin era undir auknum þrýstingi um að taka þátt í því að aflétta algjörri ein- okunarstöðu Microsoft á sviði notenda- hugbúnaðar og stýrikerfa. I fjórða og síðasta lagi má nefna að oft taka ríkis- stjórnir þátt í að innleiða Linux og frjálsan hugbúnað til að örva þekkingariðnaðinn innanlands og berjast jafnframt á þennan hátt við ólöglega notkun á hugbúnaði. í sumum Iöndum, eins og til dæmis Þýskalandi, hefur stýrikerfmu Windows og ýmsum öðram Microsoft-búnaði hreinlega verið skipt alfarið út í stóram stíl og þá er Linux vanalega fyrsti valkostur- inn í staðinn. Mörg önnur lönd sigla nú á svipuð mið, þótt enn sé stuðningur við Microsoft, Windows og hefðbundinn skrifstofuhugbúnað víðast hvar við góða heilsu. Hér á eftir verður tæpt á því helsta sem nokkur lönd eru að fást við í þessum efnum. Bretland Stórhækkanir á áskriftargjöldun fyrir notkun á Microsoft-hugbúnaði leiddu til þess að breska ríkisstjómin sagði upp öllum samningum við fyrirtækið hvað snertir eina 500 þúsund opinbera starfsmenn. Microsoft og hið opinbera sömdu síðan upp á nýtt og sá samningur mun spara ríkinu offjár á nokkurra ára tímabili. Ráðuneyti og opinberar stofnanir verður eftir sem áður fullkomlega heimilt að fjárfesta í frjálsum hugbúnaði eins og Linux í stað Microsoft-búnaðarins. Þess má geta að breska lögreglan er nú að velta fyrir sér að keyra Linux á um sextíu þúsund einkatölvum sem lögreglumenn í Englandi og Wales nota. Filipseyjar Ríkisstjómin á Filipseyjum er með svipað átak í gangi og kollegarnir í Tælandi, því ríkisstyrkti starfshópurinn Advanced Science and Technology Institute, sem heyrir undir ráðuneyti tækni og vísinda, hefur sent frá sér Linux-vöndul fyrir opinberar stofnanir. í pakkanum, sem er í rauninni einungis einn geisladiskur, er að fmna útgáfu af Linux-stýrikerfmu og - skrifstofuhugbúnaði. Svipað átak á vegum ráðuneytisins leiddi af sér gagnagrunn sem National Computer Center notar og byggir á opnum stöðlum. Enn sem komið er hafa engar opinberar stofnanir verið skyldaðar til að nota Linux eða annan búnað sem kemur úr umhverfi frjáls hugbúnaðar. Finnland Heimaland skapara Linux, Linusar Torvalds, hefur þegar hafið opinberar tilraunir með að nota frjálsan hugbúnað. Nýlega luku 28 starfsmenn frá 13 opin- berum stofnunum (sem á heildina litið eru um 100 talsins) við verkefni sem fólst í að prófa hinn frjálsa skrifstofuvöndul Open Office og viðskiptaútgáfuna af honum, sem nefnist Star Office, frá Sun Micro- systems, en þessi vöndull af skrifstofu- hugbúnaði er byggður á opnum stöðlum. lölvumál 29

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.