Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIR . Mánudagur 17. desember 196.
Svipmynd úr hinum æsispennandi leik milli Fram og Vikings í gær. Hér sést Ólafur Friðriksson skora fyrir
Vlking.
Óvænt úrslit á Hálogalandi
Mikla athygli vakti í gær,
er íslandsmótið í hand-
knattleik hófst, að tvö
efstu liðin í Reykjavíkur-
tnótinu töpuðu leikjum sín
um, I'R gegn KR 29:35,
en íslandsmeistararnir og
Evrópubikarlið Fram í
hörkuspennandi leik við
Víking með 21:26. FH vann
hins vegar auðveldan sigur
gegn nýliðum Þróttar, í 1.
deild með 34:13.
KR náði yfirhendinni fljótlega
gegn ÍR og tokst að komast nokk-
uð yfir. í hálfleik var staðan 18:
13 en svipað markahlutfall hélzt
út leikinn og KR vann 35:29, enda
sýndu KR-ingar með tvo nýliða
oft mjög góðan leik. Mikil harka
var á tíðum í leiknum og 5 leik-
mönnum var vísað út af um stund-
arsakir.
FH hafði greinilega undirtök í
leiknum gegn Þrótti og aldrei var
sigrinum ógnað. Þróttarar léku
hina lágkúrulegu „vagnhesta"-
,leikaðferð og skot þeirra voru
hvorki föst né beinskeytt. E. t. v.
hafa hinir ungu leikmenn Þróttar
verið taugaóstyrkir og er það skilj-
anlegt, en liðið hefur sýnt að það
getur gert betur en nú.
Leikur Fram og Víkings var síð-
astur þessara leikja og var eins og
rúsínan í pylusuendanum. Víking-
ur léku oft mjög vel og voru all-
an tímann betri aðilinn. í hálfleik
var staðan 12:7 fyrir Víking Og
svipuðum mun héldu Víkingar í
gegnum síðari hálfleik og komust
7 mörk yfir í 23:17. Framarar léku
í síðari hálfleik á köflum „maður
gegn manni" en virust ekki græða
á þeirri leikaðferð. Þórarinn, ný-
Ófærð —
FranJiald ai bls. 1
ur ekki smærri og kraftminni bíl-
um  að  fara  hana sem stendur,
jafnvel sumir kunna að geta brot-
;zt í gegn.
Fært var í morgun vestur á
Snæfellsnes og þaðan svo austur
á Skógarströnd og Oali. Frá
Stykkishólmi var hins vegar ófært
eða illfært i Grundarfjörð vegna
fanna.
liði í Víkingsliðinu, skoraði 7
mörk og má segja að þessi efnilegi
leikmaður hafi unnið félagi sínu
þarna 2 stig og sigur yfir Islands-
meisturunum með mörkum á rétt-
um augnablikum. Helgi markvörð-
ur Vfkings átti og góðan dag í
markinu og varði ótrúlegustu skot,
en gerði hins vegar ekki rétt í að
hlaupa fram völlinn og reyna að
skora mark hjá Fram, enda mark-
vörðum ætlað að gæta eigin
marks.
Dómarar voru þeir Magnús Pét-
ursson, Hannes Þ. Sigurðsson og
Gunnlaugur Hjálmarsson.
íslandsmótið var sett af for-
manni HSÍ, Ásbirni Sigurjónssyni.
Markahæstir í gær: Karl Jó-
hannsson KR 12, Reynir Ölafs-
son KR 11, Gunnlaugur Hjálm-
arsson ÍR 9 Ragnar Jónsson FH
9, Birgir Björnsson FH 9, Ingólfur
Óskarsson Fram 8.
Götuljósastólpar í
eykjavík nú 5
Götuljósastólpar hér í Reykjavík
voru rúmlega fimm þúsund talsins
í lok ársins JL961.
Frá þessu er skýrt meðal ann-
ars í ársskýrslu Rafmagnsveitu
Reykjavikur fyrir 40. starfsár henn
ar og Sogsvirkjunarinnar fyrir 24.
ár hennar, sem komu út ekki alls
fyrir Iöngu. Segir svo I formála
fyrir skýrslum þessum, sem Stein-
grímur Jónsson, fyrrum rafmagns-
stjóri hefir ritað, að þetta sé fyrsta
prentuð ársskýrsla Rafmagnsveit-
unnar, en fram að þessu hafa árs-
skýrslurnar aðeins verið vélritaðar
og stundum aðeins geymd drög að
helztu atriðum, sem gerzt hafa.
Það hefir verið meira aðkallandi að
vinna að ýmsum virkjunarfram-
kvæmdum og skýrslugerð frek
ar mátt sitja á hakanum.
Svo sem fyrr segir er margvísleg
an fróðleik að finna um þetta
mikla fyrirtæki, og meðal annars
það, að í lok síðasta árs voru alls
4997 götuljósastólpar í bænum,
með einum armi, en auk þe:; 51
með tveim örmum og 25 með þrem
örmum, eða samtals 5093 götu-
Ijósastólpar. Þess má og geta, að
um helmingur ljósastauranna er úr
tré 2513, og fá hvorki meira né
minna 2509 þeirra orku sína með
loftlínum, .en hinir með jarðstrengj-
um.
í lok sl. árs voru starfsmenn Raf
magnsveitu  Reykjavíkur  samtals
361, en þar af voru 38 starfandi
vegna Sogsvirkjunarinnar. Við
framkvæmdadeild voru flestir
starfsmenn, eru ' 148 talsins, við
aflstöðvadeild 83, í fjármáladeild
67, áætlanadeild (verkfræðimál) 32,
innlagnadeild 27 og skýrsludeild 4.
Uppsettir mælar á svæði Raf-
magnsveitunnar voru samtals
36,576, og löggiltir rafvirkjameistar
ar voru skráðir 121, þar af 63, sem
voru ,einyrkjar", en 58 höfðu
sveina í þjónustu sinni.
$valtB m bjart
Akureyri í morgun. —
Veður hefur verið gott á Norð-
urlandi undanfarna daga, svalt og
bjart, og frost  flesta  daga verið
10-12 stig.           '
Færð er enn góð víðast hvar,
jafnvel á fjallvegum, en þó hafa
litlir bílar verið aðvaraðir vegna
yfirvofandi umferðartruflana «f
skyndilega skyldi hvessa. Lausa-
mjöll er talsvert mikil og það má
ekkert út af bregða til að vegir
lokist, a. m. k. fyrir kraftlitla og
lága bíla.
Aðfaranótt sunnudagsins var
innbrot framið í Hressingarskálann
f Austurstræti og stolið þar nokkru
-'agni af sælgæti og tóbaksvörum.
Meðal þess sem saknað var,
voru m. a. 80—A~ pakkar Camel-
vindlingar, nokkuð af vindlum og
nokkrir pakkar af súkkulaði. Pen-
ingar fundust hins vegar engir.
ónlist
Styrkleikasvið
Hér á landi er okkur mikill
vandi á höndum, þegar setja á
saman efnisskrá helgaðri á-
kveðnu tímabili í tónlistarsögu
einhvers lands. Dæmi um þetta
er þessi efnisskrá frá tónleik-
um á vegum „Angliu" í Hafn-
arfjarðarkirkju „Kirkjutónlist
frá 17. öld" í gærkvöld.
Orgelleikur. Páll Kr. Pálsson:
Maurice Greene (1695 —
1755): . . . Voluntary
William Croft (1678-1727):
. . . Voluntary í D-dúr.
Einsöngur. Kristinn Hallsson:
Þrjú brezk sálmalög með
diskanti (fylgirödd).
Flautuleikur. Dveril Willims:
Maurice Grenne: . . . Fancy. -
John James (16??-1745):
. . . „Echo"-Voluntáry.
Henry Purcell (1659-1695):
... Minuet.
Orgelleikur:
Henry^Purcell: . . . Chaconne.
Einsöngur:
Þrjú brezk sálmalög með
diskanti.
Flautuleikur:
Michael Chr. Festing (1860-
1752): .  . . Largo, Allegro,
Aria Two Variations.
Orgelleikur:
Henry Purcell: . . . Toccata
I A-dúr.
Sakir þess að flytjendur hér-
lendis eru svo mikið á náð til-
viljana í hingaðkomu nótna —
ekkert nótnasafn til landinu —
nótnaverzlanir fáar og með af-
brigðum frumstæðar — þá eru
skörðin ósjaldan fyllt með efni,
sem lítið erindi á á efnisskrána.
Á þessa kirkjutónleika (17.
aldar tónsmíða) slæddust þvi
eitt „Fancy" — (til heima-
brúks) — lítil flautusónasta —
(til flutnings í veizlusal „með
matnum") — og menúett —
(til að dansa eftir) — og sumar
smíðarnar voru frá 18.— 20. ald
ar (sbr. diskantinn).
Frá sögulegu sjónarmiði er
tónlist Englendinga um 1600
einhver sú blæsilegasta í allri
tónlistarsögunni — en fer síð-
an hraðhnignandi fram eftir öld
inni — með einni undantekn-
ingu, þar sem Purcell var. Um
aldamótin 1700 er ensk tónlist
hins vegar í hinni mestu lægð
(sbr. alræði ítala þar í landi á
þessu sviði) og sem slík liggur
hún niðri (ef Handel er undan-
skilinn) fram á síðústu áratugi.
Það er því einlæg <5sk mín að
Anglia beiti sér á næstu tón-
Ieikum fyrir kynningu á því
bezta í enskri kirkjutónlist —
allt aftur að Dunstable — eða
fram til síðustu ára — f stað
þess, svo sem gefið var til
kynna, að snúa sér að hnign-
unarskeiði 18. og 19. aldar. Með
því móti ynni félagið afburða
þarft verk fyrir tónlistarlíf bæj
arins.
Þungamiðja hljómleikanna í
gærkvöldi var vafalítið „Cha-
connan" eftir Purcell — enda
viðamesta tónsmíðin og bezt
flutt af orgelverkunum. Þar
sýndi Páll markvisst hljóðfall,
fjölbreytileg og minnisverð blæ
brigðaskipti af stórmannlegum
orgelstíl. Þegar Purcell leitaði
að fjarlægustu hljómasambönd-
unum — í „blóra" við ein-
strengingslegan bassann sinn
— þá var það svo skýrt flutt,
að ekkert fór á milli mála —
áheyrendur sperrtu eyrun þar
til lausnin var fengin.
Mikil reisn var yfir . söng
Kristins á hinum einföldu
sálmalögum — og vantaði ekk
ert nema tilþrifameiri verkefni
handa hans ágætu rödd. Sðmu
kvartanir um „verkefnaskort"
eiga og við flautuleik frk. Willi
ams. Víðtækara styrkleikasvið
hefði verið æskilegra í Ieik
hennar — en vonandi kemur
það betur fram síðar —.
Þorkell Sigurbjörnsson.
Kópavogskirkja
Framh. af 1. síðu.
1958 hófust framkvæmdir sam-
kvæmt þeirri teikningu. Var kirkj-
unni valinn staður á svokölluðum
Borgum, sem frá 1946 hefur verið
haldið óbyggðum, sem stað fyrir
kirkju.
Húsameistari ríkisins gerði teikn
ingu og var fyrsti aðstoðarmaður
hans Ragnar Emilsson. Hörður
Ágústsson var ráðgjafi við litaval
og innanhússskreytingu. Almenna
byggingarfélagið annaðist alla
verkfræðiþjónustu. Byggingarmeist
ari var Siggeir Ólafsson.
Kirkjunni hafa gefizt margar
rausnarlegar gjafir og er ekki hægt
að geta nema fárra, þar sem heita
má að hver einasta fjölskylda hafi
látið eitthvað af hendi rakna.
Fyrsta stórgjöfin sem kirkjunni
barst, var frá verkamanni f Kópa-
vogi, sem ekki vill láta nafns síns
getið. í gær gaf hann svo kirkj-
unni aftur 10 þúsund krónur.
Bæjarstjórn Kópavogs gaf c'ugga
í tvo stafna kirkjunnar og kven-
félag Kópavofr fif glugga í einn
itafninn. Sex konur í Kónavogi,
undir forystu frú Helgu Sveins-
dóttur á Sæbóli, gáfu kirkjunni
tvo kertastjaka, högull og rykkilín,
auk alls silfurs til altarisþjónustu,
að undanskildum kaleik, sem var
gefinn af samkennurum Böðvars
Guðjónssonar frá Hnífsdal, til
minningar um hann. Þá hafa þess-
ar konur gefið stofn að klukku-
sjóði.
Ljóskross á austurstafni gáfu
ekkja og vinir Jóns Guðjónsson-
ar rafvirkjameistara til minningar
um hann. Börn Þórunnar Isaksdótt
ur í Fífuhvammi gáfu 25.000 krón-
ur sem stofn að orgelsjóði. Ekkja
Einars Sæmundsen gaf tvo fimm
arma kertastjaka. Ónefnd hjón
gáfu bíl frá verksmiðju erlendis.
Var veitt leyfi af fjármálaráð-
herra til að gefa eftir tolla á bíln-
um og greiddi söluverð hans nær
allan kostnað við bekki í kirkjuna.
Meðal þeirra sém gáfu vinnu
sína voru Oidtman, sem sá um að
setja upp glugga Gerðar Helga-
dóttur. Jón Gauti rafmagnsfraéð-
ingur gaf vinnu sína við að teikna
rafkerfi í kirkjuna, og Luther Sal-
ómonssor gaf vinnu slna við pípu-
'p^ningar í kirkjuna.
Kirkjukór Kópavogskirkju ann-
aðist söng við athöfnína, undir
stjórn Guðmundar Matthíassonar
organista.
-iii'.'^i- iíKjB
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16