Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tölvumįl

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tölvumįl

						Gegnir

Yfirfærsla gagna úr
núverandi kerfum er
stórátak sem hófst á
vordögum 2001 og
mun standa yfir til árs-
ins 2005.
Kerfið var formlega
tekið í notkun 19.
maí 2003 en þá var
yfirfærsla gagna úr
Gamla-Gegni lokið.
urinn felur í sér að ANZA tekur fulla
ábyrgð á rekstri vélbúnaðar og uppitíma
kerfisins.
Tæknileg högun
Tvær uppsetningar eru af kerfinu. Annars-
vegar keyrsluumhverfi og hinsvegar próf-
unarumhverfi. Gegnir keyrir í keyrsluum-
hverfinu en prófunarumhverfið líkir eftir
raunumhverfinu en með mun minni
vinnslugetu. Báðar uppsetningarnar nota
tvo þjóna af IBM gerð. Gagnagrunnurinn
og viðfangsforrit eru hýst á stærri þjónin-
um en vefþjónustur á þeim minni. Vélarn-
ar eru af IBM pSeries gerð og keyra á
Unix stýrikerfi eða AIX5L. Gagnagrunns-
og viðfangsþjónninn fyrir keyrsluum-
hverfið er 6 örgjörva 750 Mhz RS64IV
með 6 GB innra minni. Öll gögn eru á ytri
gagnageymslu sem tengist í gegnum SAN
geymslukerfi. Aðrar vélar eru af minni
gerð. Vélarnar eru hýstar hjá ANZA hf. á
Akureyri og eru tengdar um Intemetið
með 100 Mbps tengingu Landssímans og
til vara er 10 Mbps varaleið hjá Línu.net.
Sjá netyfirlitsmynd Gegnis.
Innleiðing
Á íslandi hafa síðastliðinn áratug verið
rekin tvö stór bókasafnskerfi/samskrár,
Gamli-Gegnir og Fengur. Auk þessara
kerfa eru nokkur minni kerfi í notkun í
landinu.
Eftirtalin kerfi eru/voru í notkun hér-
lendis. Yfirfærsla gagna og innleiðing
bókasafnanna byggir á núverandi kerfum:
1. Gamli-Gegnir byggist á Libertas hug-
búnaði frá SLS í Englandi. Auk Lands-
bókasafns notuðu 10 önnurtTáskóla-,
rannsóknar- og stofnanasöfn kerfið.
Gamli-Gegnir samanstóð af þremur
kerfum;
a.  Gegnir var bókasafnskerfi 11 bóka-
safna, þjóðbókaskrá og hýsti ýmsar
samskrár eins og t.d. samskrá um er-
lend tímarit.
b.  Greinir var kerfi þar sem skráðar
voru tímaritsgreinar úr völdum ís-
lenskum tímaritum og greinar um ís-
land og íslendinga í erlendum tíma-
ritum.
c.  Gelmir var handritaskrá Landsbóka-
safns íslands - Háskólabókasafns.
2.  Fengur - Skýrr hf. rekur bókasafns-
kerfið Feng fyrir Borgarbókasafn
Reykjavfkur og um 70 önnur almenn-
ings-, skóla- og rannsóknarbókasöfn.
Fengur notar Dobis/Libis hugbúnað frá
Elias í Belgíu.
3.  Mikromarc er norskt bókasafnskerfi
sem notað er í u.þ.b. 30 söfnum.
4.  Bókver er notað í 3 stærri almennings-
bókasöfnum landsins. Þetta kerfi er
hannað og þróað hérlendis.
5.  Metrabók er íslenskt bókasafnskerfi
sem notað er í mörgum smærri söfnum
og munu vera um áttatíu uppsetningar í
notkun.Hönnun og umsjón með kerfinu
hefur Prím ehf.
6.  Embla er ástralskt kerfi (Alice) sem
notað er í nokkrum smærri söfnum.
Yfirfærsla gagna úr núverandi kerfum
er stórátak sem hófst á vordögum 2001 og
mun standa yfir til ársins 2005. Eins og
fyrr sagði byggir Aleph500 kerfið á ríkj-
andi stöðlum. Mikilvægasti staðall bóka-
safna er MARC (Machine Readable Cata-
loging). MARC-staðallinn tryggir staðl-
aða skráningu bókfræðiupplýsinga sem
stuðlar að samræmdum heimtum úr leitum
og gerir jafnframt kleift að sækja færslur í
önnur bókasafnskerfi. Eitt stærsta verkefni
þessarar innleiðingar er að flytja upplýs-
ingar úr 7 ólíkum kerfum sem nota 7 ólík
MARC-snið í nýjan og ríkjandi MARC
staðal sem nefnist MARC21 eða US-
MARC.
Gögn bókasafnanna verða yfirfærð eftir
stærð núverandi kerfa. Stærð kerfanna er
mæld í fjölda titla. Byrjað var á stærsta
kerfinu, Gamla-Gegni, og síðan verða
kerfin tekin inn eftir stærð eða í þeirri röð
sem er lýst hér að ofan. Kerfið var form-
lega tekið í notkun 19. maí 2003 en þá var
yfirfærsla gagna úr Gamla-Gegni lokið.
Núna er unnið að yfirfærslu Fengssafna
og lýkur henni um nk. áramót. Að því
loknu verða kerfin tekin í röð með þeirri
undantekningu að eftir yfirfærslu Fengs
munu koma inn söfn sem eru án kerfis eða
söfn sem kjósa að byrja upp á nýtt.. Yfir-
færslu úr einu kerfi verður að vera að fullu
lokið áður en vinna við næsta kerfi hefst.
Áætlað er að innleiðingu kerfisins ljúki
árið 2005.
28
Tölvumál
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44