Vísir - 06.10.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 06.10.1962, Blaðsíða 3
WsYÍR . Laugardagur 6. október 1962. -» ★ Það er tímanna tákn, að um sömu mundir og Eiríkur Kristófersson, sá þjóðkunni skipherra læt ur af störfum, tekur Landhelgisgæzlan í þjón ustu sína nýtt flugskip, gljáandi hraðfleygt og hentugt. Nú fljúga þeir skipunum og hafa fljúg- andi skipherra enda er aðbúnaður gæzlunnar orðinn slíkur að „togara skipstjórarnir þora ekki einu sinni lengur að koma nálægt línunni“ og er þa mikið sagt. Áður var það svo að erlendir aðilar, vinir okkar Danir, gættu landhelginnar, en nú er svo komið að við erum farnir að kenna stórveldunum aðferðirn- ar. Bretarnir nota t. d. ennþá skeiðúrið til að mæla staðsetn- ingar togara, aðferðin sem land helgisflugvélin Rán notaði fyrir 10 árum! Við hlógum að þessu, frétta- menn Vísis, þegar við heyrðum þessa sögu í gær. Okkur var boðið um borð í nýju landhelg- isflugvélina Sif, og kynntumst þar á skammri stundu herbrögð um gæzlunnar. Við fengum að fara fram í, og skoða kortið hjá siglingafræðingnum og hlusta á Pétur Sigurðsson útlista þá aðstöðu sem landhelgisgæzl- unni væri búin með nýju vél- inni. Þeir á vélinni gerðu meira að segja heiðarlega tilraun til að sýna okkur vinnuaðferðirnar út í yztu æsar, en togararnir reynd ust hinir leiðinlegustu og héldu sig á löglegum slóðum. Hafa líklega fengið hugboð eins og Eiríkur eða „ömmuskeyti“ úr landi. Þrjá sáum við, alla lengst út I hafi. Skipherra á Sif er Garðar Pájsson, og hann hefur f áhöfn sinni 5 árvaka gæzlu- menn. Vélin flýgur 180 sjómílur. á klukkustund, á móti 105 þeirrar gömlu. Leitað að línunni. Flugferðin tók þrjá tíma og hálfan. Við lögðum fyrst á Hellisheið ina og þræddum nýja Þrengsla- veginn og hugleiddupi hvers vegna ábyrgir aðilar væru eig- inlega að leggja langa og leiðin- Iega vegi, þegar hægt væri að fara sömu leið á ekki lengri týna en við gerðum. Eða hvað finnst ykkur? Við tókum stefnuna til Eyja og síðan til Eldeyjar og drang- ans. Við gláptum niður í sjóinn leituðum að línunni og togara fyrir innan — en fundum hvor- ugt. Skrítið það! Nú var stefnt til iands aö nýju, Reykjanesið, Akranes, Mýrarnar, Breiðafjörður og Snæ fellsnesið. Ég hirði ekki um að lýsa leiðinni ,það þekkja þetta allir. Hrjóstrug hraunin, háus- litirnir og sveitabæirnir á víð og dreif, rétt eins og þeirh hefði verið dritað niður af smekk- lausri kríu. Snæfellsjökullinn skartaði sínu fegursta og bauð okkur byrginn, góðlátlegur og yfirlæt- islaus — svona séður að ofan. Kíkt yfir fósturjörðina. Rétt þegar við skriðum yfir jökulbunguna, lýsti Pétur Sig- urðsson fyrir okkur viðbrögð- um togaranna, fyrst þegar land- helgisflugvélin kom til skjal- anna. „Þeir áttuðu sig ekki á Garðar Pálsson skipherra með sextantinn. Leitað að landhe/gislínu því í fyrstu, við fórum varla svo I flugferð að við næðum ekki togara i landhelgi. Þegar þeir sáu aö okkur var alvara, hættu þeir áð fara inn fyrir á daginn, en læddu sér frekar á nóttinni. Nú fara þeir helzt hvorki á mk. né degi. „En það er athyglis- vert," hélt Pétur áfram, „hvern- ig viðbrögðin hjá togurunum eru, þegar þeir sjá vélina koma. v Þeir snúa undantekningarlaust 'alltaf stafninu á haf út, eins og þeir séu í sakleysi sínu að Stíma á miðin.“ Við Wktum enn niður á fóst- urjörðina, þegar við renndum yfir Borgarfjarðarbóndabæina og leituðum að fólki, sem sæ'i okkur. Ég veit nefnilega sjálf- ur, hvernig ég fyllist öfund, þeg- Þarna var einnig Eiríkur Kristófersson, og sést hann hér ræða við Garðar Pálsson skipherra á Sif. ar ég teé fagurtimaða flugdreka renria’ ýfir höföi mér og njóta útsýnisins. Vonandi hefur einhver Borg- firðingur litið öfundsjúkur upp til Sifar í gær. „Þaö er aC mörgu leyti merki- legir menn, þessir togaraskip- stjórar. Eitt sinn átti Landhelg- isgæzlan að framfylgja sam- þykktu frumvarpi og útbúa fiski kort. Hún leitaði til togaraskip- stjóranna og þeir voru jú allir sammála um hversu bráðnauð- synlegt væri að útbúa fiskikort. Það versta var bara, að enginn þeirra hafði neinar upplýsingar um fiskimið!" Og Pétur hélt áfram: 80 togarar við landið. „Það fer líka mikið eftir veðr- inu hvar togararnir halda sig. Þeir eru úti í hafi þegar vel Framhald á bls. 5. í vélinni er 30 manna farþegarými og þar var mönnum boðið upp á kaffi. Sjást hér þeir Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgis- gæzlunnar og Torfi Hjartarson tollstjóri. Um borð í Sif: í stýrisklefanum, frá vinstri: Henning Bjarnason, frá F. í. Ingi Loftsson vélamaður, Guðjón Jónsson fiugmaður vélarinnar. 0

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.