Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VlSIR  .  Laugardagur 6. október 1962.
*
Meðal leikenda í fyrsta
léikriti Þjóðleikhússins á
þessu ári er Stefán Thors,
13 ára gamall gagnfræða-
skólapiltur í fyrsta bekk.
Athygli áhorfenda beinist
að hontim ekki sízt vegna
geðþekkrar framkomu
hans, skýrrar og öruggr-
ar framsagnar. Svo er
hlutverkið ekki svo lítið
og finnst mörgum mikið í
fang færzt. En einhver
varð að gera þetta ef leik-
ritið átti að komast á f jal
irnar og það var engin til
viljun að Stefán var val-
inn.
Hann hefur leikið í mörgúm
Ieikritum, ekki aðeins í skólanum
heldur og í útvarpinu, bæði í
barnatíma og á laugardagskvöld-
um, og staðið sig með ágætum.
Undirritaður var 1 nokkrum
vafa um hvorthann ætti að bjóða
listamanninum á Mokkakaffi eða
Borgina I viðtalið, sem fyrir dyr-
um stóð. Borgin varð nú fyrir
valinu og reyndist það rétt valið
þegar til kom því pilturinn geng-
ur ekki með neinar grillur í koll-
inum.
Hann kom beint frá æfingu
f útvarpinu.
— Það er verið að æfa Ævin-
týradalinn fyrir barnatímann,
sagðí Stefán, sem leikur Jonna,
annað aðalhlutverkið.
Hallærisspádómar
hafa ekki rætzt
Stefán var úti í Hljómskálagarði, þegar ljósmyndarinn tók
þessa mynd. (Ljósm. Vísis I. M.)
13 ára á fiölum
ussms
—  Hvenær lékstu þar fyrst?
— Ég var 10 ára. Það hét Óli
vill líka fara í skóla. Þetta byrj-
aði allt saman þannig að ég las
pínulitla sögu í barnatímann og
svo þetta, sagði hann.
*- Og hvað næst?
—  Það var Anna Karenína.
— Þar lék Stefán son móður sinn
ííí í flóknum skilningi. Stefán
lék son Önnu, sem leikin var áf
móður hans frú Helgu Valtýs-
dóttur, leikkonu. Faðir hans er
kollega, Björn Thors, blaðamað-
ur við Morgunblaðið.
•  — Hvernig finnst þér að leika
á fjölum?
— Á f jölum? Ég er alltaf dá-
lítið nervus fyrst, en það lagast
þegar á líður.
Er þá betra að leika í útvarpi?
— Já, það finnst mér. Þar þarf
maður bara að Ieika með munn-
inum, en ekki með öllum skrokkn
um.
—  Hvernig er að leika jí út-
varpsleikriti?
—  Mér finnst það eiginlegá
aldrei eðlilegt. Mér getur ekki
fundizt það.
-— Finnst þér það kannske
broslegt?
-— Ja, það er þá helzt á æfing-
um. Maður lætur það koma á
æfingum — og sættir sig við það
í upptökunni.
—  Þarftu að kunna útvarps-
rulluna utan að.
,— Nei, en það er alltaf betra
að kunna sem mest í henni.
—  En áttu þá nokkuð erfitt
með rulluna í Þjóðleikhúsinu?
—  Það hefur nú komið fyrir
að ég hef gleymt, því sem ég átti
að segja.
—  Bjargaði hvíslarinn?
1
•  *  *  •
— Nei, það var eiginlega ekki
hún. Guðbjörg bjargaði mér. Og
Indriði einu sinni.
—  Gleymirðu því aldrei að þú
sért að leika?
—  Ja, einu sinni átti ég að
ganga út á eftir manni, en ég
gleymdi mér. Þegar ég áttaði
mig, þá var það orðið of seint.
— Ég á við hvort þú lifir þig
aldrei svo inn í leikinn að þú
gleymir þér alveg?
— Nei, ekki enn þá, sagði ljós
myndarinn, skilningsgóður. Þá
hló Stefán.   ^  ;
Stefán sagðist fara í leikhús
þegar hann - gæti. Skemmtileg-
ustu leikritin sem hann hafði séð,
sagði hann eftir nokkra umhugs-
un að væru Allra meina bót og
Allir komu þeir aftur.
—  Finnst þér þá meira gaman
af grínleikritum en alvarlegri
stykkjum?
— Já, ennþá, sagði Stefán.
Hann ætlar ekki að leika meira
í vetur, því það tekur of mikinn
tíma frá skólanum. Um framtíð-
ina vilcn hann ekkert segja.
Ætlarðu kannske í leikskóla?
—  Ég hef ekkert hugsað um
það.
á.e.
Hér birtir Vísir síðari
hluta ræðu Gunnars Guð-
jónssonar, formanns Verzl
unarráðs íslands. Ræðuna
flutti Gunnar á aðalfurtdi
ráðsins ,er hófst á föstu-
daginn.
Cú bráða hætta vofir yfir, að
skyndileg aukning þjóðarfram-
leiðslunnar ásamt almennum kaup-
hækkunum orsaki áður en langt
um líður óyfirstfganlega erfiðleika
þeirra sömu útflutningsatvinnu-
vega, sem öfluðu hinna auknu
verðmæta, og þeim sarha gjaldeyr-
isskorti, sem vér svo lengi bjugg-
um við. Við þurfum ekki annað en
renna augunum aftur til góðær-
anna 1947, 1955 og 1958 til þess að
sannfæast um, hvílík hætta efna-
hagskerfinu er búin undir slíkum
kringumstæðum, ef ekki eru þegar
gerðar ráðstafanir til þess að
hindra ofþenslu.
Þær ráðstafanir hljóta jafnan að
felast í þvf, að lánsstofnanir gæti
ýtrustu varúðar í útlánum, jafn-
framt því sem ríkisstjórnin hafi þá
stefnu, að ríkisbúskapurinn sé
ekki einungis rekinn án halla,
heldur með verulegum tekjuaf-
gangi, og að fyllsta hófst sé gætt
í öllum fjárfestingúm hins
óþinbéfar'Þetta er bráðnauðsyn-
legt, að allri þjóðinni sé gert skilj-
anlegt, jafnframt því sem hún átti
sig á, hvað í húfi er ,sé út af
brugðið.
v*        .V.'
"Vfær'i  í  því  sambandi  ekki  úr
vegi að rifja upp, hvernig
þessum málum var komið snemma
á árinu 1960, þegar hinar svo-
nefndu viðreisnaraðgerðir voru
framkvæmdar, til þess að menn
geti gert sér ljóst, hvað áunnizt
hefir með því að herða um stund
arsakir að sér mittisólina, og hvort
þeir teldu það þjóðinni og sér 1
hag, að sá árangur verði að engu
gerður með gálausu hátterni um
fjármál þjóðarinnar. í stuttu máli
var gjaldeyrisástandið þannig, í
lok febrúarmánaðar 1960, að
gjaldeyrisskuldir bankanna námu
samtals 216 milljónum króna, en
nú tveimur og hálfu ári seinna, eða
í ágústlok 1962, nam gjaldeyris-
eign þeirra 879 milljónum króna,
eða samtals hefir gjaldeyrisstaðan
batnað á þessu tímabili um 1095
milljónir króna.
"1%/Tenn munu minnast hinna á-
takanlegu hallærisspádóma
hinna óraunsæju andstæðinga við
reisnaraðgerðanna. Það hallæri
kom aldrei, þrátt fyrir það, að
fyrsta hálfa annað árið eftir fram-
kvæmd þeirra voru mjög erfið
vegna minnkandi fiskafla og lækk-
aðs verðs á síldarafurðum. Því var
haldið fram, að þau erlendu lán,
að upphæð samtals um 590 milljón
krónur, sem tekin voru til þess að
standa undir upphafi frjálsra gjald
eyrisviðskipta, mundu reynast
hrein eyðslulán. Þessi staðhæfing
reyndist heldur ekki á rökum reist,
því í síðastliðinni viku tilkynnti
Seðlabankinn, að þau hefðu þá ver-
ið að fullu greidd.
VHssulega hefir þaðkostað lands-
lýð talsverða erfiðleika, áð
þessi árangur hefir náðst, og munu
eflaust flestir hagsmunahópar
telja sinn hlut hafa verið verstan.
En hitt má fullyrða, að fólkið í
þessu  landi  hefir  ekki búið við
harðrétti af völdum þessara að-
gerða, því vart má telja að þjóð,
sem hefir efni á því að flytja inn,
á 8 fyrstu mánuðum þessa árs, bif-
reiðir fyrir 145 milljðnir króna,
eigi ekki til hnífs og skeiðar. Ekki
hafa spádómar um atvinnuleysi
heldur rætzt, því skortur á vinnu-
afli gerir nú mjög vart við sig,
sérstaklega í öllum gréinum iðn-
aðar, og mætti það vera mönnum
nokkur ábending um að siglingin
sé að verða of hröð.
Því væri það þjóðinni mikil ó-
gæfa, ef hún reyndist nú ekki
kunna fótum sínum forráð. Megn-
ið  af  sparifjáraukningu  lands-
Gunnar Guðjónsson
manna er nú bundið í gjaldeyris-
varasjóði þeim, sem þeim hefir tek
izt að koma sér upp með skynsam-'
legu hátterni.  Þó er þessi vara- i
sjóður eigi stærri en svo, að hann ,
tilsvarar  þeirri  þriggja  mánaða'
gjaldeyrisnotkun, sem hverri þjóð
er talið nauðsynlegt lágmark að
eiga, til þess að hún njöti f járhags-
legs trausts út á við, og til þess
að óvæntum  skakkaföllúm  verði
mætt.
Þessi varasjóður er þó uppurinn,
ef eitthvað bjátar á, hvað þá held-
ur ef þeirri stefnu er ekki strang-
Iega fylgt, að hindra ofþenslu í
efnahagskerfinu.
Tjví hefir mjög verið haldið á
lofti af hálfu hallæristruar-
manna þeirra, sem ég gat um áðan,
og gert að umkvörtunarefni, að
sparifé landsmanna hafi verið
fryst og búi nú við hina mestu
vosbúð í frystihvelfingum Seðla-
bankans í stað þess að leika laus-
um hala í efnahagskerfinu. Slfk
afstaða ber ekki vott miklum skiln-
ingi á meginatriðum fjármálakerf-
isins.
Að lokum, hver er svo afstaða
verzlunar og iðnaðar til efnahags-
málanna? Hún er £ stuttu máli sú,
að vér staðhæfum, að frjálst efna-
hagskerfi sé grundvöllurinn undir
nútíma vestrænu lýðræðisþjóðfé-
lagi. Vér berum fram þá kröfu, að
öllum tálmunum, sem ekki sam-
ræmast slíku þjóðfélagsformi eins
og það tíðkast í öðrum lýðræðis-
ríkjum vesturálfu, verði tafarlaust
rutt úr vegi, og Vér bjóðum fram
og æskjum samstarfs við öll sam-
tök launastétta til þess að vinna
að bættri skipulagningu og meiri
framleiðni, í þeirri öruggu vissu
að á þann hátt einan er að vænta
raunverulegra hagsbóta fyrir alla
aðila.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16