Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIR  .  Laugardagur 6. október 1962.
U
Styðjum sjúka til sjálfsbjargar
Berklavarnardagurinn 1962
Merki og blöð dagsins
verða á boðstólum á
götum og í heimahúsum.
TÍMARITIÐ
REYKJALUNDUR
kostar 15 kr.
MERKI DAGSINS
kostar 10 kr.
Merkin eru öll tölusett.
Strax að loknum sölu-
degi mun borgarfógeti
draga út 15 númer.
Þessi útdregnu númer
hljóta vinning:
Ferðatæki að verðmæti
írá 2 upp í 5 þúsund
krónur hvert.
Vinninganna sé vitjað í
skrifstofu SÍBS, Bræða-
borgarstíg 9, Reykjavík.
Vinningarnir verða aug-
lýstir í blöðum og út-
varpi.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir:
„Löngum verður um það deilt, hvað helzt eigi að sitja í fyrirrúmi í sókninni fram á við.
Þvi miður er ýmislegt, sem enn er svo aftur úr, að veruleg átök þarf til að kippa því í lag.
En þó aö mörgu öðru þurfi að sinna, má aldrei láta það merki, sem S.l.B.S. hefur hafið til
vegs, sakka aftur úr, hejdur halda því fram, sem horfir."        N
Forustugrein í tímaritinu „Reykjalundur" 1961.
Það fé, sem safnast á
Berklavarnardagmn, mun
opna dyr Reykjalundar og
Múlalundar fyrir öryrkja,
sem áður voru atvinnu-
lausir.
Takmarkið  er,  allir  ör-
yrkjar í arðbæra vinnu.
Utrýmið berkaveikinni
á íslandi.
Sölufólk í Reykjavík er beðið að mæta í skrifstofu
S.Í.B.S., Bræðraborgarstíg 9, klukkan 10 f. h.
Anna Borg
Framhald af bls. 9.
fossinn. En fyrst átti ég að liggja
kyrr og þá var hætt við að ég
sofnaði raunverulega, svo ég hélt
áfram að segja við sjálfa mig:
— Gættu þín nú að sofna ekki,
því að bráðum áttu að vakna og
æpa.
Ég hef verið á þessum sama
aldri, þegar ég lék fyrst í leik-
riti Molieres „Imyndunarveikin",
þar var ég litla stúlkan sem er
refsað. Mamma lét mig hafa litla
brúðu í kjól úr sama efni og
kjóllinn sem ég var sjálf í. Ég
var mjög hrifin af dúkkunni og
af þeim möguleikum, sem hún
gaf mér til að stækka hlutverk
mitt á sviðinu. Nú hafði ég eitt-
hvað til að „leika". Þegar ég
hafði úttekið mína refsingu, tók
ég brúðuna varlega upp af gólf-
inu og þrýsti henni að mér um
leið og ég hvarf út af sviðinu.
'É'g óx upp í leikhúsheimi og
T^ég óx upp í landi Islendinga-
sagna. Enginn útlendingur getur
skilið hvað Islendingasögurnar
hafa mikla þýðingu í lífi hvers
Islendings. Við erum vaxin upp
í heimi þeirra, alin upp í þeim
og þær eru eðlilegur hluti I allri
tilveru okkar. Við erum svo
sterklega tengd þeim að okkur
finnst sögupersónurnar vera nú-
lifandi menh, en ekki fjarlægar
eða þokukenndar er lifðu fyrir
þúsund árum. Þegar drengirnir
slðgust í skólaportinu voru það
hinar gömlu íslenzku ættir, og
kappar, sem héldu þar áfram
baráttu sinni, þeir voru ekki að-
eins drengir að leika sér.
Frá skólaárunum man ég
glöggt eftir einni kennslustund í
Islandssögu. Kennarinn spurði,
hvort við hefðum öll lesið Njálu
og ég varð að viðurkenna og var
sú eina í bekknum, sem hafði
ekki lesið hana. Allur hópurinn
starði á mig með fyrirlitningu og
kennarinn spurði » hranalega,
hvers vegna í ósköpunum ég
hefði ekki lesið hana, en ég
hristi aðeins höfuðið og roðnaði
vegna augnatillita bekkjarfélaga
minna. Hvort ég ætlaði kannski
ekki að lesa hana? — Kennarinn
varð enn harðari í rómnum og ég
roðnaði enn meir þegar ég hvísl-
aði út um samanbitnar varirnar:
— Nei. En jafnframt var ég
mótþrðafull.
Þvl að ég vildi ekki lesa
Njálu. Ég hafði að vísu byrjað
á henni fyrir Iöngu, en þar sem
ég gat ekki þolað Bergþóru konu
Njáls hafði ég skellt bókinni aft-
ur. Hún olli mér vonbrigðum.
Hún sem sat við góð kjör sem
húsfreyja á Bergþórshvoli hefði
getað verið göfuglyndari, fannst
mér og ég varð eins og móðguð
út í hana, alveg eins og ég gat
orðið móðguð af einhverri kunn-
ingjastúlkunni.
"CVrir mér var Bergþóra ekki
kona úr fornum bðkménnt-
um, hún var engin sögupersóna,
heldur ljóslifandi og lifði á sama
tíma og ég.                  '
Seinna las ég að sjálfsögðu
Njálu til enda en álit mitt á Berg-
þóru breyttist ekki við það.
En Njála fjallar einnig um
aðra persónu, sem er hin göfug-
asta, hugrakkasta og dásamleg-
asta persóna í öllum íslendinga-
sögunum, Gunnar á Hlíðarenda.
Honum dáist ég að.
Eitt sumar dvöldumst við á
sveitabæ skammt frá þeim stað
þar sem sagan segir, að Gunnar
á Hlíðarenda sé heygður. Mamma
tók okkur börnin með sér inn að
Hlíðarenda og við gengum hvert
á fætur öðru, eitt í einu upp á
'hauginn, slógum krossmark yfir
honum og lögðum blóm á hann.
Nóttina eftir dreymdi mömmu,
að Gunnar kæmi til hennar og
þakkaði henni fyrir með drápu
í reiðtúr í Fljótshlíðinni. Frú Stefanía dvaldist að sumaiíagi með dætur
staar i Árkvörn í Fljótshlíð. Hér sést Anna á hestsbaki,' á Haka gæð-
ing frú Þórunnar í Árkvörn. Á bak við sést gamli bærinn í Háamúla.
I greininni segir Anna Borg fija heimsókn að Hlíðarenda.
sem hann flutti á forníslenzku.
Draumurinn var svo lifandi, að
þegar mamma vaknaði mundi
hún hvert orð og skrifaði dráp-
un'a niður. Ég kann hana ennþá
utan að.
tjetta var dásamlegt sumarfrí í
" héraði sem var fullt af dýr-
mætum minningum. Hér hafði
Gunnar lifað og barizt. Hér
streymdi áin að litlu eyjunni
Gunnarshólma, þar sem hann
hafði snúið við og sagt: „Fögur
er Hlíðin",------- og hér rís hlíð-
in enn upp frá fljótinu fögur og
græn. Og þó áin breyti um far-
veg og bylti landinu stendur
græni hólminn óhaggaður eins
og ósýnileg verndarhönd sé yfir
honum.
Dag nokkurn riðum við með
fram fljótinu inn I hlíðina og
þégar við snerum til baka um
kvöldið hafði fljótið breytt sér
svo að stígurinn sem við höfðum
riðið eftir um morguninn var
horfinn og í stað þess urðum við
að ríða upp I hlíðina eða fara
yfir kvíslar úr ánni. Ég gleymi
aldrei þeirri einkenmlegu til-
finningu að ríða á vaði yfir
strauminn, þegar maður missir
staðarskynjuninna og finnst eins
og maður berist burt með
straumnum.
Ég elskaði að riða á hestum
um landið. Ég elskaði firðina og
hinar grænu hlíðar Islands. Út-
lendingi finnst landið hrjóstrugt
og eyðilegt en fyrir mér var
jarðyegurinn blóm og loftið ang-
andi af birkiilmi. Hvergi hef ég
komizt nær náttúrunni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16