Vísir - 09.03.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 09.03.1963, Blaðsíða 3
VÍSIR . Laugardagur 9. marz 1963. 3 Ósvaldur Knudscn sýniríGamla Bfó fjórar nýjar íslenzkar lit- kvikmyndir, sem hann hefur sjálfur gert. Þær eru Eldar i Öskju, Fjallaslóðir, Halidór Kiljan Laxness og Barnið er horfið. Myndsjáin að þessu sinni fjallar í stórum dráttum um efni þeirrar síðasttöldu, en mörgum mun minnisstæður þessi atburður. Fímm litlir labbakútar leggja upp í könn- unarleiðangur frá heimilum sfn- um vestur á Snæfelisnesi. Þeir eru að vísu ekki alveg vissir um, hvað á að kanna, svo að þeir rölta hálfstefnulaust út i hraunið. Vegurinn er ójafn og þeir velta um sjálfa sig. Litlu fætumir þreytast fljótlega og þeir halda heim á Ieið, fjórir. Sævar litli Pétursson liggur ó- sjálfbjarga ofan í djúpri holu, 7og enginn félaga hans veit af því. Sævari líður ósköp illa, holan er þröng og dimm og mamma svarar ekki, hvernig sem hann kallar. Skömmu eftir að drengirnir koma heim upp- götvar tnóðir Sævars, að hann er ekki með þeim. Fyrst f stað er hún róleg og fer ein af stað til þess að Ieita hans. En hún finnur hann ekki. Tíminn líður og ótti fer að gera vart vlð slg. Sfrena safnar saman fbúum þorpsins, og allir sem vettlingi geta valdið, fara að lelta. Ekið er um nágrennið með lúður, Framh. á bls. 5 ")< Myndir. Efst: móðir Sævars með son sinn skömmu eftir áð hann fannst. — Til vinstri: Sævar litli við barm holunnar sem hann féll ofan í. — Til hægri; Sporhundur Karlsens, sem tók þátt í leitinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.