Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
Miðvikudagur 17. apríl 1963.
Askenasi og Þórunn Jóhannsdóttir komu f heimsókn til íslands í
desember s. 1. el'tir hljómleikaför f Bandarfkjunum. Þessi mynd
var þá tekin á heimili ömmu Þórunnar.
Þórunn ætlar að sækja
um ísl. ríkisborgararétt
Það hef ur vakið f eyki-
lega athygli í Englandi
og raunar í öllum tónlist
arheiminum, að píanó-
leikarinn Askenasi og
Þórunn Jóhannsdóttir
hafa ákveðið að setjast
að í Englandi.
Þau hafa fengið að
gera þetta í friði við rúss
nesk yfirvöld, en þó þau
séu þannig ekki pólitísk-
ir flóttamenn, er ljóst af
öllu, að þau hafa eins og
svo margir aðrir rúss-
neskir ríkisborgárar kos
ið hið vestræna frelsi.
Endanlega ákvörðun um þetta
tóku þau, er þau komu bæði
til Englands og fengu að hafa
16 mánaða son sinn Vladimir
Stefán með sér. Það er Þór-
unn sem hefur sótt um og feng
ið landvistarleyfi fyrir sig og
barn sitt, og átti hún auðvelt
með að fá það, þar sem hún
hafði dvalizt svo lengi í Eng-
Iandi. Síðan fær Askenasi land-
vistarleyfið sjálfkrafa með
henni. Þórunn ætlar að sækja
um að fá aftur íslenzkan rikis-
borgararétt.
Vísir átti í morgun símtal við
Jóhann Tryggvason i London,
föður Þórunnar. Hann sagði að
fregn þessi hefði vakið feyki-
lega athygli í London og hefði
enginn friður verið í gærk'veldi
að heimili þeirra í Norður-
London, þangað hefðu komið yf
ir 20 blaðamenn og ljósmynd-
Framh. á bls. 3.
MIKILL ÁREKSTRADA GUR
í gærmorgun myndaðist mikil
hálka á götum Reykjavíkur, sem
orsakaði f jölmarga bifreiðkárekstra
þannig að þeir hafa ekki í annan
tima orðið fleiri á vetrinum.
Talið er að árekstrarnir hafi orð
ið um 20 talsins, en fæstir þó þann
ig að þeir hafi valdið miklu tjóni
og hvergi slysum. í einu tilfellanna
lenti bifreið á ljósastaur á mótum
Garðastrætis og öldugötu. Ein-
hverjar skemmdir urðu á bílnum og
hjálmur Ijósastaursins brotnaði.
Ökumaðurinn tilkynnti sjálfur 6-
happið til lögreglunnar.
Fram til dagsins 1 gær hafa orðið
MACMILLANI
NÝJUM VANDA
<*-
um 640 bifreiðaárekstrar frá ára-
mótum í Reykjavik. Það er um 50
færri árekstrar heldur en á sama
tíma í fyrra. Það undarlega var,
að einn af mestu árekstradögum í
fyrra var 17. apríl, en í ár 16.
apríl.
Mikil ölvun var í Reykjavík í
gærkveldi og fangageymslur lög-
reglunnar fullar í nótt.
1 gær vildi það óhapp til að
roskinn maður datt f Lækjargötu
og meiddist eitthvað í andliti, hlaut
m. a. skurð á augabrún.
Brezka stjórnin er í miklum
vanda stödd, vegna þess, að upp-
lýsingar, sem halda átti vandlega
Ieyndum, eru nú á allra vörum,
en þær eru úr leyniáætlun hennar
um borgaralegar varnir, ef til
kjarnorkustyrjaldar kæmi, en þau
mál heyra undir innanríkisráðherr-
ann — og öryggismálin alveg sér-
staklega undir forsœtisráðherrann.
Þegar Harold Macmillan forsæt-
isráðherra Bretlands var kominn til
Lundúna í gær að aflokinni páska-
dvöl með fjölskyldu sinni á sveit-
arsetri sínu I Essex, lét Henry
Framhald á bls. 5
Vígsla Súðavíkur-
kirkju á páskadag
r::~-:«m>> "            ";#;:;?>
¦m
1 framhaldi af frásögn Visis
í gær af hinni löngu og ströngu
ferð, sem biskupinn fór til að
vígja Súðavíkurkirkju á páska-
dag, birtist hér mynd af kirkj-
unni og safnaðarfólki, sem er
að flykkjast til vígslunnar í
páskasnjónum. Þetta er fyrsta
klrkjan, sem reist hefir verið í
Súðavík og eru viðir í henni úr
gömlu kirkjunni á Hesteyri,
sem tekin var ofan fyrir nokkru '
eftir að byggð lagðist þar nið-
ur. Kirkjan rúmar um 100
manns í sæti en í Súðavik eru
um 150 íbúar.
Myndin sýnir ljóslega hina
miklu fannkomu, sem var fyrir
vestan í dymbilvikunni. Þegar
biskupinn lagði af stað úr
Reykjavík var ætlunin að vígja
kirkjuna á skírdag, en vegna
veðrahamsins varð því ekki við
komið þar eð biskup- var teppt
ur á f saf irði og var þá vigslunni
frestað til laugardags.' En sök-
um mikillar fannkyngi á vegin-
um milli fsafjarðar og Súðavík-
ur varð aftur að fresta vígsl-
unni þar til á páskadag, og þá
rann upp hin Iangþráða og há-
tíðlega stund í þessu litla kaup
túni. Á annan í páskum var
fermt í nýju kirkjunni.
Ársþing iðn-
rekenda
liófsf í dag
Ársþing iðnrekenda var sett'
I kl. 12.15 f dag í Súlnasalnum að
Hótel Sögu. Jafnframt er hald-
inn aðalfundur Félags íslenzkra '
iðnrekenda. Formaður félagsins, I
Sveinn  Valfells forstjóri,  flyt-1
ur skýrslu stjórnarinnar á fund-1
inum og ræðir hag og horfur |
iðnaðarins.  Enn  fremur  mun |
stjórnarkjör fara fram og kjör i
starfsnefnda. — Framhaldsaðal-,
1 fundur verður haldinri síðar í.
1 vikunni, að líkindum á laugar-,
dag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16