Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						ÍOBBBEZ
V í SIR . Föstudagur 7. júní 1963
Galdra Loftur
fórnaði öllu fyrir Rau<5-
skinnu — en missti af
henni
Galdra-Loftur seldi sálina fjandanum,
særði fram drauga og gerðist myrkur í andanum,
hrifsaði í Rauðskinnu. En hann var sterkari draugurinn
og hafðí betur. — Síðan Iokaðist haugurinn.
m
Nú reynir Eysteinn að vekja upp vinstri stjórnlna,   '*
vofuna rauðu, — og ekki sparar hann fórnlna.
Ráðherrastóllinn er „Rauðskinna" nýja meistarans,
en rökin sótt eins og áður til gamla freistarans.      jkif
Galdra Eysteinn
fórnar öllu fyrir von um
rábherrastól — en verbur
syigturþeirri von sinni
á sunnudaginn kemur

AFREKSMAÐUR Á SÓTTARSÆNG
Rætt við Stefán Stefánsson
skipstjóra  á  Halkion
¦¦¦":'-"í
CTEFÁN STEFANSSON, skip-
° stjóri á M.b. Halkion frá
Vestmannaeyjum og áhöfn hans
hlutu afreksverðlaun Sjómanna-
dagsins fyrir að bjarga áhöfn-
um af Bergi og Erlingi IV., en
báðum þessum skipum hvolfdi.
Auk þess höfðu þeir á Halkion
fundið vélbátinn Blátind, sem
var með bilaða vél við Færeyjar,
og dregið hann til lands.
Stefán Stefánsson, sem hef-
ur verið svo gæfusamur að
bjarga á tveim árum 24 mönn-
um, er 32ja ára. Hann er frem-
ur hár, grannur, með ljóst lið-
að hár og lítur út fyrir að vera
yngri en hann er.
Ctefán gerir Iitið úr sinum
þætti i þessum björgunum.
Segir hann svo frá björgun
áhafnarinnar á Bergi þann 6.
desember 1962:
„Bergur var á leið til lands,
með um 800 tunnur af síld, er
hann fékk á sig brotsjó og
hvolfdi. Veður var ekki sérlega
slæmt, en það er alltaf straum-
ur og slæmur sjór í kantinum
á Kollaál. Þetta gekk svo fljótt
fyrir sig að þeim gafst rétt tími
til að komast í talstöðina og
sögðu að bátnum væri að
hvolfa. Við heyrðum ekki hvað
þeir sögðu, en einn bátur heyrði
það og tilkynnti það flotanum.
Bergur hafði nýlega farið fram-
hjá okkur, svo að við vissum
hvaða stefnu hann hafði siglt,
og gátum því farið beint á eftir
þeim."
Enn frægari varð björgun
skipshafnar á Erlingi IV. þann
22. marz síðastl. og segir Stef-
án svo frá því:
„Þessa nótt ætlaði ég ekki
út. Netin voru á hrauni og veð-
ur það slæmt að ég taldi að
ekki myndi verða hægt að
draga. Það varð þó úr að við
fórum og get ég enga sérstaka
skýringu gefið á því. Við vor-
um um hálftíma á eftir Erlingi
IV., þegar honum hvolfdi. Það
er sérstök árvekni hjá mann-
inum sem var við stýrið að
taka eftir blysinu. Ég gerði
mér ekki grein fyrir þvi strax
að um neyðarljós væri að ræða.
Aldan var það mikil að þetta
sást eins og snöggur glampi.
Við vorum komnir til þeirra
eftir um hálftíma."
Ctefán segir frá björgun Blá-
tinds: „Það er varla hægt
að kalla það björgun, er við
fundum Blátind. Báturinn var
ekki I hættu að öðru leyti en
þvi, að hann fannst ekki. Við
vorum á leið til Englands, og
komnir langleiðina til Orkneyja,
þegar við snérum við. Sigldum
við svo í átt til Færeyja og
þegar við fengum Blátind jnn á
radarinn, sáum við að ekki
munaði nema hálfri gráðu að
við stefndum beint til þeirra.
Til gamans héldum við ó-
breyttri stefnu og þegar við
vorum eina mílu frá honum sá-
um við hann í þokunni. Við
drógum hann svo til Færeyjá".
Ctefán fór í Verzlunarskólann
'-' og útskrifaðist Ur fjórða
bekk 1951. Fór hann slðan í
lærdómsdeild skólans, en hætti
námi þar.
„Ég sá að ég var of góð-
hjartaður til að geta orðið
kaupmaður," segir Stefán bros-
andi. „Meginástæðan var þó sú,
að mig langaði alltaf á sjóinn.
Upphaflega fór ég í skólann af
Framh. á bls. 10
Stefán á spftalanum. (Ljósm.: S. J.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16