Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V1SIR . Föstudagur 7. júní 1963
*-:w2BE?T-3r ffi WPff¦'íBfflf flHÍBT V, Mff tt fIfflT
9
Gtf05ÁVS /
— Fyrsta verkefni við-
reisnarstjórnarinnar var
að skapa grundvöll í'yrir
sjávarútveginn til að
starfa með eðlilegum
hætti. Sá grundvöllur
hafði ekki verið fyrir
hendi í áratug. Allan
þann tíma hafði sjávar-
útvegurinn verið rekinn
með styrkjum og upp-
bótum, sem ákveðnar
voru af ríkisvaldinu, of t-
ast frá ári til árs, og
jafnvel tvisvar á ári, þeg
ar svo bar undir. Hagur
sjávarútvegsins var all-
an þennan tíma svo
naumur að hann gat
raunverulega ekki tekið
á sig minnstu áföll án
þess að fá þau bætt.
Flestum, sem fengust við
þennan atvinnuveg þótti þetta í
mesta máta hvimleitt. Auk þess
gerði þettá fyrirkomulag mönn-
um ókleift að hugsa nokkrar
framkvæmdir fram í tímann, þar
sem menn vissu aldrei hvað við
tæki á næsta leiti. Þetta fyrir-
komulag bauð lfka upp á mis-
munun milli eiristakra greina
sjávarútvegsins, að geðþótta,
stjórnarvaldanna og var raunar
þannig í framkvæmd. Mismun-
andi fiskverð til útgerðarmanna
og sjómanna skapaði tortryggni.
Og f mörg ár varð togaraút-
gerðin að sætta sig við lægra
• fiskverð en bátaútgerðin.
Frá sjónarmiði sjávarútvegs-
ins var þetta allt mjög ðeðlilegt
þar sem almenningur leit orðið
á hann sem ósjálfbjarga þurfal-
ing, ómaga á rikinu, enda þótt
öll  afkoma  manna  1  landinu
; byggðist á þessum atvinnuvegi.
Tjannig lýsti Davíð Ólafsson
fiskimálastjóri, í viðtali við
Vísi, ástandinu 1 sjávarútvegin-
um áður en viðreisnarstjórnin
komst til valda og haslaði hon-
um nýjan og heilbrigðan grund-
völl. Davið hélt áfram:
— Arið 1958 var ljóst, að
þetta fyrirkomulag hafði gjör-
samlega gengið sér til húðar.
Næsta ár fór fram gagngerð at-
hugun á þessum málum og
leiddi hún til efnahagsráðstaf-
ana viðreisnarstjórnarinnar í
febrúar 1960. Meginkjarninn í
þeim ráðstöfunum fólst i réttri
gengisskráningu eftir 9 ára ó-
raunhæfa skráningu krónunnar.
Ráðstafanirnar voru miðaðar við
að sjávarútvegurinn, sem aðal-
útflutningsatvinnuvegur þjóðar-
innar hefði, að óbreyttum að-
stæðum, heilbrigðan grundvöll
til að byggja á sinn rekstur.
— TTver vafð árangurinn?
— Ráðstafanirnar verk-
uðu eins og ráð hafði verið
fyrir gert. En árið 1960 var að
sumu leyti andstætt sjávarút-
veginum. Verðfall hafði orðið á
síldar- og fiskimjöli 1959 og fór
verðið hraðlækkandi 1960. Mun
jafnmikil verðlagsbreyting á svo
skömmum tíma vera riær óþekkt
fyrirbæri. I>á var hitt, að síld-
veiðarnar 1960 fyrir Norður-
Mandi urðu mönnum verulegt á-
fall vegna aflatregðu. En það,
sem olli þó mestu um þá erfið-
leika, sem við var að glíma, var
hversu fjárhagslega illa sjávar-
útvegurinn var undir það búinn
að standa á eigin fótum eftir
langt tfmabil styrkja eða upp-
bóta sem allar höfðu verið mið-
aðar við það minnsta, sem hægt
var að komast af með. Eigið fé
fyrirtækja hafði minnkað vegna
þess að láta varð það í rekst-
urinn í stað þess að nota það
til uppbyggingar og endurnýjun-
ar, þannig að menn höfðu alltaf
komizt í þrot, þegar eitthvað
bjátaði á. En sjávarútvegurinn
stóð þessa erfiðleika af sér þótt
þeir væru miklir. Og ef ekki
hefði komið til þeirra óeðilegu
kauphækkana, sem urðu á miðju
ári 1961, hefði ekki þurft að
grípa til frekari ráðstafana til
aðstoðar sjávarútveginum. Það
var ljóst, að sjávarútvegurinn
gat ekki staðið undir þessum
kauphækkunum. Var þá aðeins
um tvennt að velja: Taka upp
aftur það fyrirkomulag, sem
hafði reynzt óframkvæmanlegt
til lengdar, styrkja- og uppbóta-
kerfið eða leiðrétta gengisskrán-
inguna á nýjan leik. Fáir voru
£ vafa um hvor Ieiðin væri eðli-
legri. Að undangenginni gaum-
gæfilegri athugun var gengis-
lækkun framkvæmd 1. ágúst
1961. Þetta forðaðifrá stöðvun
í sjávarútveginum, sem ðhjá-
kvæmileg hefði orðið síðar á ár-
inu 1961.
meiri bátabyggingar á vegum
landsmanna en dæmi eru til
áður. Þessi tvö atriði snerta
mjög fjárhagsuppbyggingu at-
vinnuvegarins.  Svo má nefna
— Uppbyggingin hefur verið
mest í síldariðnaðinum. Þar
hafa verið sköpuð stóAaukin
skilyrði til móttöku sumar- og
vetrarsíldar. Og sú uppbygging
H!
Tvað er frekar um ráð-
" stafanir ríkisstjórnarinn-
ar að segja?
— Það er ljóst af þeirri
reynslu, sem fengizt hefur und-
anfarin þrjú ár, að efnahagsráð-
stafanir ríkisstjórnarinnar hafa
skapað mun fastari og öruggari
Rætt við Davíð Ólafsson, fiski-
málastjóra sem skipar sjöunda
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins-
í Reykjavík
grundvöll undir sjávarútveginn
en verið hefur til um langt ára-
bil. Fyrir atvinnuveg eins og
sjávarútveginn, sem á afkomu
sína undir duttlungum náttúr-
unnar, hefur þetta höfuðþýð-
ingu, að efnahagskerfið sé í sem
mestu jafnvægi.
— TJTvað hefur verið gert til
styrktar  sjávarútvegin-
um, auk hinna eiginlegu efna-
hagsráðstafana?
— Fyrst er að nefna stofn-
lánadeildarlánin. Lausaskuldum,
sem höfðu hlaðizt upp á upp-
bótarárunum, var breytt í lán til
langs tíma. Var það vafalaust
til stórmikilla bóta fyrir fjöl-
marga aðila. Fiskveiðasjóður
hefur verið efldur þannig að
hann getur nú betur en nokkru
sinni fyrr staðið undir endur-
nýjun bátaflotans, þótt nú séu
lögin um verðlagsráð sjávarút-
vegsins, sem komu fastri skip-
an á verðlagningu fisks, en
áður hafði það verið nær óleys-
anlegt deiluatriði milli aðilanna,
fiskkaupenda og fiskseljenda.
Loks má svo nefna útvegun
framkvæmdalánsins, en veruleg-
ur hluti af því rennur tií upp-
byggingar í sjávarútveginum og
til hafnarframkvrsmda, sem
hafa að sjálfsögðu grundvallar-
þýðingu fyrir fiskveiðarnar.
Lausnin á landhelgismálinu var
ómetanleg, sérstaklega fyrir
bátaútveginn, en ekki gerist
þörf fyrir að ræða þett;a atriði
nánar.
— T Tppbyggingin í sjávarút-
veginum hefur verið
mikil undarfarin ár. Hvað
telur þú markverðast i þessum
efnum?
heldur áfram eftir því sem þörf
krefur. í frystihúsunum hafa
átt sér stað miklar umbætur,
sem miða að aukinni hag-
kvæmni í vinnslukerfi húsanna.
Það hefur verið unnið merkilegt
starf, sem kemur fram í aukn-
um afköstum og hærri launum
starfsfólksins vegna ákvæðis-
vinnunnar. í síldarvinnslunni
hefur einig verið um verulega
uppbyggingu að ræða, einkum
í sambandi við síldarsöltunina.
Nýjar afurðir hafa orðið tölu-
verða þýðingu t. d. súrsíldin,
vestanlands. Þá hefur uppbygg-
ing og endurnýjun bátaflotaans
verið meiri en nokkru sinni fyrr.
Þær miklu framfarir sem átt
hafa sér stað í sjávarútveginum
sýna svo að ekki verður um
vilizt að menn hafa vel kunnað
að meta þau skiiyrði sem hafa
verið  sköpuð  með  efnahags-
ráðstöfunum rfkisstjórnarinnar.
Hins vegar er ekki því að
neita, að áður óþekkt og lang-
varandi aflaleysi togaranna
hefir skapað þeim sérstætt og
erfitt vandamál sem nú bíður
úrlausnar. Er það bæði tækni-
legt og efnahagslegt og verður
að vinna að lausn þess út frá
því sjónarmiði, en ekki eru tök
á að ræða það mál hér.
— TTvað vildir þú að lokum
segja um framtíðar-
verkefnin?
— Meginverkefnið er að
auka fiskiðnaðinn. Þar er mik-
ið óunnið, sérstaklega á sviði
síldariðnaðar. Með traustu efna-
hagskerfi skapast möguleikar
til að gera þetta, ef ríkisvaldið
veitir hæfilega fyrirgreiðslu á
ýmsum sriðum.
Eins og ljóst er hefur af-
koma sjávarútvegsins yfirleitt
farið batnandi og verður von-
andi framhald á því, meðan
honum verður ekki fþyngt með
óhæfilegum kaupgjaldshækkun-
um, en sú hætta vofir vissulega
yflir.
UM 250
BÁTAR
Á SÍLD
Um þessar mundir búa
síldveiðisjómenn sig óð-
fluga undir sumarsíld-
veiðarnar, sem væntan-
lega hefjast af fullum
krafti í næsta mánuði.
Nú þegar er vitað um
að síldarbátarnir verði
nokkru fleiri en í fyrra,
eða um og yfir 250 bát-
ar.
Munu aldrei fleiri bátar hafa
f hyggju að fara á síldveiðar en
einmitt nú í ár.
Eins og sagt var frá í blaðinu
í gær, eru litlar sem engar likur
til þess, að flotinn stöðvist
vegna ósamkomulags um síldar-
samninga aðila, eins og átti sér
stað f fyrra. Mikill hugur og
bjartsýni ríkir meðal þess fólks,
sem að síldveiðunum vinnur og
mikil eftirspurn er eftir skips-
rúmi á bátunum. Hefur það og
verið þannig undanfarin ár.
Hins vegar er það svo, að eng
in eftirspurn er eftir fólki á bát
ana, og þeir aðilar, sem hafa
haft fyrirgreiðslu fyrir báða að-
ila, eru á einu máli um, að slíkt
sé mjög óvenjulegt, og beri
glöggan vott um, hversu bjart-
sýnin'sé mikil.
Sérstaklega mikilsverðar eru
þær fréttir, að ,samkomuIag hafi
náðst milli utvegsmanna óg sjó
manna um kaup og kjör á vertíð
inni, en nú hefur þegar verið
samið alls staðar á iandinu ui-
an Vestfjarða. Töpuðust margir
tugir milljóna vegna þeirrar
stöðvunar f fyrra eins og.menn
minnast, og hlýtur það þvf að
vera öllum aðilum til góðs, að
samkomulag hefur náðst.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16