Vísir - 12.06.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 12.06.1963, Blaðsíða 1
Skip rekst á ísjaka land Franskt skip var í morg un snemma í nauðum statt djúpt út af Húnaflóa og bað um aðstoð eftir að hafa rekizt á ísjaka. Franskt skip rakst á ísjaka djúpt út af Húnaflóa í nótt eða morgun snemma og kom að því leki, svo að skipshöfnin taldi sig í hættu, sendi út neyðarskeyti og bað um aðstoð. Sendi Slysavarnafélagið út tilkynningu undir eins og útvarpið byrjaði, greindi frá skipinu og stöðu þess og bað skip á nærliggj- Framhald á bls. 5. 53. fyrir norðan Rlchard Thors, formaður stjórnar Sölusambands íslenzkra fiskframlelðenda flytur skýrslu sfna á aðalfundi samtakanna í morgun. Aðalfundur S.I.F. hófst / morgun Þrítugasti aðalfundur Sölusam bands íslenzkra fiskframleið- enda var settur í Sjáifstæðishús- inu í morgun kl. 10. Formaður félagsstjórnar, Richard Thors, setti fundinn. Fundarstjóri var kjörinn Davíð Ólafsson, fiski- málastjóri, en fundarritari Gunn ar Hafsteinsson, lögfræðingur. í upphafi fundarins flutti formaðurinn skýrslu stjórnarinn ar. Þar kom meðal annars fram að á þessu ári hafa verið seld 15.500 tonn af saltfiski til ým- issa landa. Búið yrði að senda síðustu sendingar í júlí og þá mundi verða búið að greiða fyr- ir fiskinn. Formaðurinn gat þess að hægt hefði verið að setja mun meira magn. Saltfiskframleiðsla ársins 1962 var 31.736 tonn eða um 800 tonn um meiri en árið 1961. Salan gekk vel, enda sölumöguleikar víða meiri en við getum upp- fyllt. Þá voru reikningar afgreiddir Kjósa átti í nefndir svo og í stjórn samtakanna________________ Lík Jóns BjörnS" sonar finnst Laust fyrir kl. 10 í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um að lík hafi fundizt rekið þá rétt áður vestur í Selsvör. Samkvæmt upplýsingum frá rann sóknarlögreglunni í morgun reynd- ist þetta vera lík Jóns Björnsson- ar, Blönduhlíð 12, en hann var annar piltanna, sem hurfu heiman að frá sér aðfaranótt 15. maf s.l. og mest leit var gerð að þá skömmu sfðar. Líkfundur þessi staðfestir þann grun, að piltamir hafi farið út á báti frá Selsvör umrædda nótt og báturinn sokkið með báðum mönn- unum úti á víkinni. SULLF0SS kemur í fyrrumálið Gullfoss er væntanlegur á ytri höfnina klukkan 5—6 í fyrramálið og upp að bryggju kl. 8 — úr fyrstu ferð sinni heim eftir brun- ann og viðgerðlna f Khöfn. Hvert rúm er skipað og veður hefur ver fágætt alla Ieiðina heim. Þetta sagði Sigurlaugur Þorkels- son hjá Eimskipafélagi Islands Vísi í morgun, er hann spurði hann frétta af Gullfossi, en Sigurlaugur hafði þá nýfengið fréttir frá skip- stjóranum, Kristjáni Aðalsteins- syni. Á skipinu eru 210 farþegar og komu 134 þeirra um borð í Leith. Ailir ljúka miklu iofsorði á hve smekklega hafi verið gengið frá breytingunum í reyksal og borð sal — bæði að því er þægindi varðar og fegurðarauka. Sigurlaugur kvað allt upppant- að f sumar og jafnvel f fyrstu vetr arferðina — þar væri kominn lang ur biðlisti. Við lftum svo á, sagði Sigurlaug ur, að margir geti haft mikið gagn og ánægju af vetrarferðunum, og miðum þá m. a. við reynslu þeirra, sem fóru í slíka ferð í fyrra í stað sumarleyfis. Veðurskilyrði voru hagstæð að öðru leyti en því, að kalt var og fsalög, er langt fram á vetur kom. Vetrarferðimir gáfu góða raun og þeim verður haldið áfram. En — nú er Gullfoss að koma og sumarferðimar komnar í i fullan gang. Nýr bæjarfógeti Freymóður Þorsteinsson hefur verið skipaður bæjarfógeti í Vest- mannaeyjum frá og með 10. júní. Eins og kunnugt er lézt Torfi Jó- hannesson bæjarfógeti í Vest- mannaeyjum fyrr í vor. Freymóð- ur sem var fulltrúi við embættið í Eyjum, hefur verið settur bæjar- fógeti sfðan Torfi Jóhannesson, fyrrum bæjarfógeti lézt fyrr í vor. SÍLD NORÐVEST- .K&i ii Frá Sigiufirði er sfmað að Hannes Hafstein frá Dalvík hafi fengið 1500 tunnur norðvestur af Grimsey í morgun og þykja það góðar fréttir. Auk þess er blaðinu kunnugt um eftirtalin skip, sem fengu síid í gærkvöld og f nótt: Sipurpáll 1200 tunnur, Stíg- andi 700, Haffell 600, Sæþór 300 og Jón Garðar 250. Síidarleitin er ekki tekin til starfa fyrir norð an og austan og er þess vegna erfiðleikum bundið að afla ná- kvæmra frétta af sfldarmiöunum en hún mun taka til starfa um helgina. Akureyringar hefja viðræður við sáttasemjara / Reykjavík Eins og Vísis skýrði frá í gær, hafa verið boðuð verkföll fyrir norðan um og upp úr mánuðinum, á Akureyri, Siglufirði, Húsavík og Raufarhöfn. Akureyrardeilan er nú komin til Torfa Hjartar- sonar, sáttasemjara rík- isins, og kom fjölmenn sendinefnd frá Akureyri til Reykjavíkur í gær og hafði fund með sátta- semjara í gærkvöld og annar hefur verið boðað ur kl. 4 í dag. í sendinefnd þessari eru full- trúar frá 4 félögum á Akureyri, verkalýðsfélaginu Einingu, Iðju, félags verksmiðjufólks, Bílstjóra félaginu og frá félagi verzlunar- og skrifstofufólks á Akureyri. Ennfremur eru fulltrúar frá sam tökum atvinnurekenda á Akur- eyri og frá Vinnuveitendasam- bandi Islands og vinnumálasam bandi samvinnufélaganna á þessum sáttafundum. Kröfur verkalýðsfélaganna í þessari deilu, sem kommúnista- forystan í Alþýðusambandi Norðurlands og Alþýðusam- bandi Islands reynir að magna sem allra mest, eru gífurlegar, allt að 70—80% hækkun á eft- irvinnu t. d., eins og Vlsir sagði í gær. Fyrst er þess krafizt að almenn laun hækki um 20%. Þá er næsta krafa sú að verkafólk vinni ekki nema 44 stundir á viku en fái greiðslu fyrir eins og unnið hafi verið f 48 stundir, en það jafngildir 8,3% launa- hækku.n til viðbótar. Þá er enn Framhald á bls. 5. VISIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.