Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						4
Tvær ritgerðir
«•&¦
Vfsi hafa borizt tvær ágætar
sérprentaðar ritgerðir eftir dr.
Richard Beck, háskólakennara.
Hin fyrri birtist upphaflega í
Tfmariti Þjóðræknisfélags ís-
lendinga, sem ætti skilið miklu
meiri útbreiðslu en það hefur
fengið hér á landi, og fjallar
um dr. Viihjálm Stefánsson og
nefnist: „Skáld athafnanna.
Ævi- og starfsferill dr. Vil-
hjálms Stefánssonar i megin-
drflttum".
I upphafi ritgerðarinnar drep-
ur dr. Beck á hina sögufrægu
byggð Islendinga á strönd
Winnipegvatns í Manitoba,
Nýja Islands. „I fyrsta lagi er
það nýlendunafnið sjálft, sem
ávallt heillar hug minn, og
þessu næst saga byggðarinnar,
er segja má, að liggi þar i loft-
inu. Hún grípur mig sterkum
tökum, jafnminnisstæð og hún
er og áhrifarík hverjum þeim,
sem eitthvað þekkir til hinnar
raunaþungu og hörðu, en jafn-
framt hetjulegu og að lokum
sigursælu brautryðjendabar-
áttu, sem Islendingar háðu þar
og alkunn er. Ekki er því að
furða, þótt merkilegir og kjarn-
miklir kvistir hafi sprottið úr
jarðvegi þess byggðarlags, enda
eru þeir orðnir margir, og víð-
kunnir fyrir manndóm og afrek
á ýmsum sviðum, að talað sé í
táknrænum skilningi um sonu
byggðarinnar, að dætrum henn-
ar ógleymdum, sem einnig hafa
átt sinn þátt í að gera garðinn
frægan.
Öllum mun þó koma saman
um það,  að í þeim hópi beri
hæst dr. Vilhjálm Stefánsson,
landkönnuðinn, vísindamanninn
og rithöfundinn heimsfræga,
því að það var hann allt í senn,
og jafnframt óvenjusnjall fyrir-
lesari, sem flestum mun lifa í
minni, er á hann hlýddu".
Dr. Beck bendir réttilega á,
að þrjú lönd — Kanada,
Bandaríkin og ísland, hafi og
geti af góðum og gildum á-
stæðum eignað sér hann, en
Nýja ísland geti gert það með
alveg sérstökum hætti, því að
þar var hann fæddur í Hulduár-
hvammi í Árnesbyggð.
í þessari ritgerð dr. Becks,
sem er yfirlitsgrein um æviferil
og helztu störf Vilhjálms Stef-
ánssonar, er vitanlega stiklað
á stóru, en það hygg ég, að
ekki verði um deilt, að þar sé
Tjaldbúðir skáta.
I sumar, frá 4.—7 júlí. verður
haldið skátamót fyrir skáta af
Suð-Vesturlandi, í Botnsdal. Það
eru Akranesskátar sem standa
fyrir mótinu, samkvæmt beiðni
Bandalags ísl. skáta.
TjaldbUðasvæðinu     verður
skipt í þrennt: Drengjabúðir,
kvenskátabúðir og svo fjöl-
skyldubúðir. í fjölskyldubúðun-
um er ætlazt til að eldri skátar
sem þess óska dvelji ásamt f jöl-
skyldu sinni, ýmist allt mótið
eða hluta af því. Þátttökugjald
fyrir hverja fjölskyldu er kr.
50.00 og er matur ekki innifal-
inn í því gjaldi, en brauð, mjólk
og fisk verður hægt að kaupa
á staðnum.
Fjölskyldubúðir voru í fyrsta
sinn skipulagðar á landsmóti
skáta á Þingvöllum s.l. sumar
og gafst mjög vel og var mikið
um að fjölskyldan nyti mótsins
í sameiningu, og væri óskandi
að sem flestir eldri skátar geti
notfært sér þetta tækifæri nu.
Mótsgjald fyrir skáta er kr.
200.00 og er þar innifalið öll
mjólk, bratið og kex, ein kjöt-
máltíð, fiskmálið og skyr.
Einnig er olía innifalin í g.jald-
inu og svo mótsmerkið. Dag-
skrá mótsins er í stórum drátt-
um þannig:
Fimmtudagur 4. júlí: Komið
á mótsstað eftir hádegi og tjöld
reist og mótsetning og varðeld-
ur um kvöldið kl. 20.00.
Föstudagur 5. júlí: Ýmsar
æfingar og leikir í skátaíþrótt-
um fyrir hádegi, en eftir hádegi
verða gönguferðir á ýmsa staði
í nágrenninu, t. d. Botnssúlur,
Þyril, að Glym (hæsta foss
Iandsins), og Hvalstöðina. Um
kvöldið kl. 21.00 verður varð-
eldur og síðan næturleikur.
Laugardagur 6. júlí: Ýmsar
æfingar og leikir fyrir hádegi
en eftir hádegi hefjast keppnir
í skátaíþróttum. Kl. 16.30 hefj-
ast heimsóknir almennings og
er óskað eftir því að fólk komi
helzt ekki á öðrum tímum. —
Fara þar fram ýmis hópsýning-
aratriði. Kl. 20.30 verður aðal
varðeldur mótsins og reynt
verður að vanda sérstaklega til
hans. Þennan dag verður einnig
heimsóknardagur fyrir ljósálfa
og ylfinga.
Sunnudagur 7. júlí: Skáta-
messa f. h. en mótinu verðúr
slitið kl. 16.00 og halda skátar
heim fljótlega eftir mótslit.
Botnsdalur er annálaður fyrir
fegurð og kunna skátar vel að
meta það, því að þetta er í
þriðja sinn sem Akranesskátar
standa fyrir slíku móti þar:
1957 — 1960 — og nú 1963.
Það er vonandi að sem flestir
skátar geti notfært sér það að
dveljast í Botnsdal 4.—7. júll
'n. k. Þátttökutilkynningar þurfa
að berast sem fyrst til Sig. B.
Sigurðssonar á Akranesi. Sími
512 og 599.
Mótstjórn skipa: Birgir Þórð-
arson, Málfríður Þorvaldsdóttir
og Sigurður B. Sigurðsson.
Dagskrárstjóri verður Lúðvík
Jónsson.     Tjaldbúðarstjórar:
Kjartan Trausti Sigurðsson, Álf-
dís Gunnarsdóttir og Eva Sig-
ríður Guðnadóttir, en varðelda-
stjóri Svavar Sigurðsson.
Búizt er við góðri þátttöku
þvi á fyrri mótum hafa verið
400 til 500 skátar víðsvegar af
Suð-Vesturlandi, en skátar
annars staðar að eru velkomnir
líka.
Vilhjálmur Stefánsson.
V1SIR . FöstudagUr 21. júní 1963,
iwhhu—jiniiiiawiiwiMiji •mm<mswm^—m
en ferill hans sem ljóðskálds
hófst áður en hann fluttist
vestur. Eftir Einar hafa komið
ut Ijóðabækurnar Öræfaljóð
(Winnipeg 1915) og á vegum
ísafoldarprentsmiðju 1944 nýtt
safn ljóða hans, Sólheimar.
Dr. Beck nefnir mörg dæmi
með tilvitnunum um sanna og
einlæga ættjarðarást Einars '
Pálssonar ¦—• minnist „hress-
ahdi heiðríkju" kvæða hans, og
trúar á íslenzku þjóðina og
framtíð hennar, „sem átti sér
djúpar rætur í þekkingu skálds-
ins og skilningi á sögu þjóðar
sinnar, þrautþungri en að lokum
sigursælli baráttu hennar — og
að hann eggjaði jafnan landa
sína vestan hafs lögeggjan um
að varðveita og ávaxta íslenzka
tungu og aðrar menningaerfð-
Hafi dr. Beck hinar beztu
af mikilli þekkingu, á glöggan þakkir fyrir báðar þessar ágætu
og greinargóðan hátt, farið ritgerðir. - A. Th.
með mikið efni. Við samningu
hennar kveðst höfundurinn
einkum hafa stuðzt við bækur
Vilhjálms sjálfs á frummálinu
og í íslenzkum þýðingum og
sérstaklega haft mikið gagn af
prýðilegri bók Earls P. Hanson:
Stephanson, prophet of the
North (1941), „sem er hin ör-
uggasta heimild svo langt sem
hun nær". Einnig nefnir hann
sérstaklega bók Guðm. heitins
Finnbogasonar um Vilhjálm,
sem kom út á Akureyri 1927.
Hin ritgerðin fjallar um
Ættjarðarljóð Einars Páls Jóns-
sonar, en hún birtist í hátíðar-
útgáfu Lögbergs-Heimskringlu
sem kom út í tilefni af 75 ára
afmæli Lögbergs 24. jan. 1963.
Einar Páll Jónsson var um
langt skeið  ritstjóri  Lögbergs
Einar Páll Jónsson.
Ný gerð vörubíla
til landsins
Nýlega er byrjað að flytja til
landsins vörubíla, frá M.A.N.
(Maschinenfabrdk Augsburg
Niirnberg) verksmiðjunum i
Vestur-Þýzkalandi, og er þegar
búið að selja 7. M.A.N. vélar
hafa lengi verið notaðar, í yfir
70 löndum, og síðan 1955, tölu-
vert í Danmörku og Svíþjóð.
Vörubílarnir eru knúnir
vatnskældri díselvél, sem er í
ýmsu frábrugðin öðrum dísel-
vélum, meðal annars vegna
þess, að öll sprengingin fer
fram í sérstökum „bolla" í
stimplinum. Með þessu fæst
meðal annars mun þýðari og
skemmtilegri gangur, og auð-
veldari gangsetning.
Húsið er á sérstakri grind,
sem er laus við undirvagninn,'
er það til þess að hindra sem
mest hristing, Drifið, er svo-
nefnt jarðýtudrif, þá er sérstök
hásing  fyrir  hlassþunga,  en
drif og öxull sérbyggt.
Bílarnir eru taldir vel fallnir
til aksturs í snjó, sökum þess
hve hátt er undir öxulinn. Þeir
eru fáanlegir í ýmsum stærð-
um og gerðum, allt frá 4%
tonni upp í 35, og frá 123 hest-
aflavél í 225. Einnig er hægt að
fá notaða. bila sem ekið hefur
venið 30 til 80 þúsund kíló-
metra, með 48 til 60 prósent af-
slætti.
Þeir bílar eru áður yfirfarnir
og í ábyrgð hjá verksmiðjunum.
Varahlutalager er ekki neinn
eins og er, en þegar fleiri bílar
koma til landsins verður hann
væntanlega settur upp. Eins og
málin standa núna tæki það
10—12 daga að fá varahluti
afgreidda frá verksmiðjunum.
Afgreiðslufrestur á M.A.N.-
vélum, er hálfur mánuður til
þrjár vikur. Umboð fyrir
M.A.N.verksmiðjurnar hefur
Króm og stál h.f.
Tvær gerðir af M.A.N.-vörubifreiðum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16