Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIR . Föstudagur 21. júni 1963.
Að utan —
Framh. af 8. síðu
í framhaldi þess, sem þegar hef-
ir sagt verið er þessa að geta:
Fundur þingmannanefndarinnar
varð mjög stuttur. Fundarforseti,
Morrison ofursti bað menn forðast
miklar deilur og ræður, — um
undangengna atburði, — það væri
sama og bera málin á torgin, en
Derek-Walker Smith ,sem flutti
einu ræðuna auk setningarræðu,
sagði, að ef Macmillan væri knú-
inn til þess að biðjast lausnar,
ætti hann kannske ekki ánnars úr-
kosta en snua sér til drottningar,
og leggja til, að þing yrði rofið og
nýjar kosningar látnar fram fara.
Þingmenn urðu þannig að horfast
í nugu við það, að efna yrði til
n >ira kosninga, er flokkurinn að
all.-a dómi mundi standa miklu
verr að vígi en ella vegna Profumo
málsins. Voru þingmenn líka sem
furðu lostnir vegna yfirlýsingar
Dereks-Walkers-Smith um hina
„stjórnarskrárlegu hlið málsins",
og fóru sumir af fundi stoltir af
að tekist hafði að bera vopn á klæð
in, en aðrir æfir af þvf að málið
hafði verið lagt á hilluna, eins og
sagt var í brezka útvarpinu — en
samt er litið svo á, að mesti hit-
inn fari nú úr mönnum í fhalds-
flokknum um það hvort Macmill-
an eigi að segja af sér.
Viðhorfið hefur þvi breytzt
skyndilega, eins og sagt var í fyrri
hluta þessarar greinar.
Það var sagt í fyrri hluta þess-
arar greinar, að viðhorfið í þess-
um málum gæti breyzt frá degi til
dags. Það er það, sem nú hefur
gerzt, en hyggilegast að spá engu
um það, sem næst gerist. — En
spyrja mætti hver áhrif það hefði,
að í aukakosningu í kjördæmi Gáit
skells, er fram fer vegna andláts
hans, urðu úrslit þau að jafnaðar
menn juku fylgi sitt um 4% en
íhaldsflokkurinn missti fylgi sem
svaraði 11%, miðað við almennu
þingkosningarnar. Úrslitin voru
gerð kunn f gærkvöldi. — A.Th.
íþróttir  —
Framhald af bls. 2.
9 2:0 á 26. mínútu og enn
fallega unnið mark frá KR. Gunn-
ar Felixson hélt upp kantinn
vinstra megin, þar sem fátt var
fyrir um mótspyrnu eftir fall Guð-
jóns. Skot Gunnars frá markteig
utarlega var mjög gott, efst í
hornið fjær honum.
KR-liðið var nú á köflum mjög
gott og er greinilegt að hið mikla
veldi KR þolir ekki að sitja lengi
á botninum eins og verið hefur
undanfarið, verður liðið án efa
skeinuhætt í keppninni um sigurinn
í ár. Heimir Guðjónsson var aftur
í marki og var ágætur. Ungur bak-
vörður, Ársæll Kjartansson, syst-
ursonur Hreiðars Ársælssonar tók
þarna við stöðu frænda síns og
verður ekki annað sagt en að þar
sé góður afleysingamaður í sum-
arfríi Hreiðars. Hörður Felixson er
aftur að koma til eftir langt æf-
ingaleysi. Framverðirnir Ellert og
Sveinn voru góðir einkum í seinni
hálfleik og voru afgerandi menn
fyrir sóknaraðgerðir sem færðu
sigurinn í þetta skiptið. Framlfn-
an var góð með Gunnar Felixson
sem langhættulegasta leikmanninn,
en Sigurþór var ágætur á köflum.
FRAM skipar enn toppsætið í
I. deild eftir þennan leik en verður
að teljast heppið. Leikur framlfnu
liðsins er að verða beittari og má
þar þakka tilkomu Björns Helga-
sonar, sem var nú mjög góður, og
Baldvins Baldvinssonar hins ötulá
miðherja, sem aldrei gefst upp.
Hrannar Haraldsson styrkir liðið
og mjög mikið en vörnin missti
mikið er Guðjón fór út af. Geir í
markinu verður sakaður um fyrra
markið í þessum leik, þvl þótt
skalli Jóns væri góður hefði jafn-
snjall maður og Geir átt að sjá
fyrir að halda markinu hreinu.
Dómari var Haukur Óskarsson
og dæmdi allvel, en hefði mátt vera
strangari oft á tíðum, t. d. var
greinileg vítaspyrna á KR í seinni
hálfleik, er Þorgeir Lúðvíkssyni
var hrint fruntalega innan víta-
teigs.
—• jbp —
Sýninigardöniur —
Framhald af bls 16.
skóla Coryse Salomé, íslenzkum
konum frá Ieyndardómum snyrt
ingarinnar.
Guðni Þórðarson forstjóri
Sunnu tjáði Vísi í morgun að
margar fyrirspurnir hefðu borizt
um, hvort ekki yrði unnt að
kaupa þessi föt að sýningum
loknum, og hafði fengizt leyfi
til þess. Þá mun á hverju borði
í Súlnasalnum verða pakki með
snyrtivörum frá Coryse Salomé.
Sýningarstúlkurnar tvær, Dom
inique, sem er hávaxin og dökk
hærð, og Michele, sem er lág-
vaxnari og frekar ljóshærð,
komu til landsins í gærkvöld frá
París og munu þær dveljast á
Hótel Sögu meðán þær standa
við. Vísir hitti þær snöggvast að
máli f morgun í anddyri Hótel
Sögu, er þær voru á leið til að
máta fötin, sem þær eiga að
sýna.
— Við vitum enn ekki hvern-
ig fötin eru, sem við eigum að
sýna, því að við höfum ekki séð
þau, sögðu þær. Við vitum held
ur ekki hve mikið við sýnum
hvert kvöld.
—  Starfið þið eingöngu við
tízkusýningar?
— Nei, við erum einnig ljós-
myndafyrirsætur — en annars
erum við ekki fastráðnar, vinn-
um hjá ýmsum. Ég, sagði Dom-
inique, vinn t. d. mikið fyrir
sagði Michele, hef t. d. unnið
tízkuhús Jacques Heim, og ég,
fyrir Dior.
— Ferðizt þið mikið um?
— Já, við höfum sýnt víða,
t. d. í Svíþjóð, Noregi, Þýzka-
landi, Englandi, Sviss, ítalíu og
á Spáni.
rt- Hvar finnst ykkur bezt að
sýna?
— Það er ósköp likt alls stað-
ar og löndunum kynnumst við
ekkert, því að við stönzum ekki
nema tvo til þrjá daga á hverj-
um stað. Hér verðum við t. d.
ekki nema þrjá 'daga, förum á
mánudag.
Sijurður —
Framhald af bls  16.
loknu lagði Sigurður stund á lög-
fræðinám og lauk embættisprófi
1914. Hann hefur auk einkamál-
flutningsstarfa gegnt margháttuð-
um embættisstörfum, m. a. Iög-
reglustjórastörfum á Siglufirði,
fulltrúastörfum í fjármálaráðuneyt-
inu, bæjarfógetaembætti í Vest-
mannaeyjum, en í ársbyrjun 1924
var hann skipaður sýslumaður í
Skagaf jarðarsýslu og / gegndi þvl
embætti þar til hannlét af störf-
um 'við aldúshámark.
Sigurður sýslumaður naut mik-
illa vinsælda í héraði, bannig að
hann varð hvers manns hugljúfi
þeirra sem kynntust honum, hrók-
ur alls fagnaðar hvar sem hann
kom og fór og naut virðingar og
álits jafnt í embættisstörfum sem
einkalífi. Hann gegndi fyrr og síð-
ar fjölmörgum trúnaðarstörfum og
naut þar sama trausts og álits sem
f embættisfærslu sinni.
Kvæntur var Sigurður Guðríði
Stefaníu Arnórsdóttur frá Hvammi
í Laxárdal og varð þeim margra
mannvænlegra barna auðið.
Kvikmyndasýning D-listnns
D-Iistinn efnir til kvikmyndasýningar fyrir unglinga er aðstoð- ;'
uðu á ýmsan hátt við kosningastarfið við alþingiskosningarnar.
Kvikmyndasýningin verður í Gamla liíöi n.k. laugardag kl. 3. Miðar
verða afhentir í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins við Austurvöll f dag
og fram til hádegis á Iaugardag.
>í
\
Persónulegt níð.
Umtalið á opinberum vett-
vangi að undanförnu um það
að blaðadeilur séu persónulegri
hér á landi en vfðast hvar
annars staðar virðast hafa
snert Kúbu-Magnús heldur ó-
notalega.
í Austradálki sínum í Þjóð-
viljanum f morgun heldur hann
því fram í fullri alvöru að í
nágrannalbndunum séu „ádeilur
á stjórnmálainenn miklu per-
sónulegri en hér". Þetta er
undarleg röksemd og allir sem
búsettir hafa verið t .d. á Norð-
urlöndum vita að hér er réttu
ináli hallað Persónulegt nfð
hefir lengi verið soramark á ís-
ienzkri blaðamennsku og stjórn
málaskrifum og mönnuni er það
í fersku minni hvernig málgagn
Mþýðubandalagsins hefir hagað
ér á því sviði. Skemmst er að
-ninnast ásakana á síðum þess
eins og þjóðníðingur, föður-
landssvikari. kúgari alþýðunn-
ar, rándýr auðmaen«ins og er
þá vitanlega átt vlð fslenzka
stjórnmðlamenn sem ekki hafa
borið gæfu til bess að fvlgia
lífsspeki Þjóðviljans og Magn-
úsar.
Slæm samvizka.
Sannleikurinn er sá að lang
illskeytnasti og meinfýsnasti
blaðamaðurinn á fslandl er rit-
stjóri Þjóðvilians. Við því er í
sjálfu sér ekkert að segja, ef
menn kiósa sér slfkan rithátt
og telja hann sér sambnðinn
„Hver maður sinn smekk". elns
og Elsa Sigfúss sagði f Leður-
blökunni. En skörin færist ó-
neitanletia nokkuð langt upp f
bekkinn begar blöð sem slikt
orðbragð temja sér um and-
stæðíngana rfsa upp reið við
dogg að baki kosningum. berip
sér á brióst og seeja hað fjarri
¦igi að stjórnmálabaráttan á ís-
landi sé oersónnlegri en f nð-
¦jrannaHridunum!
Lensi má leita með logandi
liósi af gler-ri merki um slæms
samvizku en bessari land-fiður-
legu yfirlýsingu málgagns Al-
þýðubandalagsins í morgun.
Ósökkvandi
bátur
I dag kl. 4 verður sýndur í
Nauthólsvik, norskur björgun-
arbátur, sem ekki á að geta
sokkið. Norska útflutningsráð-
ið hefur í samvínnu við fyrir-
tækið Walter Tangen og G.
Helgason og Melsteð undirbúið
sýningu á bát þessum, sem
nefndur er „Tlie Floating Iglo".
Bátur þessi er sagður einstakt
öryggistæki sem fátt geti grand-
að. TU dæmis hafa, að sögn,
alls konar efni 'sem koma frð
sökkvnndi skipum, svo sem
benzfn, benzol og olía c.igln á-
hrif á efnivið bðtsins. Það er
Walter Tangen skipstjóri sem
sýnir bát sinn í Nauthólsvfk
kl. 4 f dag.
Hitove!t£n —
Framhald -J bls. I.
Framkvæmdir í fyrsta áfanga
Múlahverfis hefjast jafnskjótt
og samningar hafa verið undir-
ritaðir. eða upp úr miðjum júlí.
Á að vera lokið við stokka og
brunna o gtilheyrandi jarðvinnu
í nóvember 1963 og öllu verk-
inu lokið í ágúst 1964.
Fjarhitun s.f. hefur gert teikn
ingar og unnið að útboðslýsihgu
ásamt Innkaupastofnuninni.
Rómur
Framhald af bls  16.
hafnaði þar á steinvegg og var öku
ferðinni þar með lokið. Bifreiðin
skemmdist nokkuð og voru
skemmdirnar metnar 'á 5 þús.
krónur. Það tjón bætti hinn
drukkni ökumaður bifreiðareigand-
anum áður en dómur féll i málinu.
I sakadómi hlaut maðurinn
tveggja mánaða varðhald skitorðs-
bundið í 3 ár, sviptur ökuréttind-
um í 18 mánuði og gert að greiða
sakarkostnað.
Bílkeyrsla - piltur
Ungur maður óskast til útkeyrslu í þvotta-
húsi. Reglusemi áskilin. Tilboð sendist blað-
inu merkt „Útkeyrsla" fyrir 30. þ. m.
Nýjung hiáANDRÉSI
Höfum opnað nýja deild, sem býður yður úrval af karl-
mannafötum frá kr. 875.00 — kr. 1975.00.
Vegna mjög hagstæðra ínnkaupa á  erlendum  fötum
getum við boðið þessi kostakjör. Einnig verða þar seld
föt, sem saumuð eru á verkstæði okkar, eldri Iitir, en
þó nýtizku snið.
Eins og undanfarín ár höfum við ávallt fyrirliggjandi
mikið úrval af karlmannafatnaði.
Saumum einnig eftir máli, bæði handsaum og vélsaum.
Róma. og Napolisniðin vekja aðdáun.
Þökkum af alhug samúð og vinarhug við andlát og útf ör
P^tmhs HOFFMANNS MAGNÚSSO'-'
fyrrv. bankaritara.
Tove Jantzen
Guð-ún Pétursdóttir        Magnús Karl Pétursson
Guðmundur Guðmundsson    Ingibjörg Pétursdóttir
og barnabörn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16