Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V1SIR . Föstudagur 21. júní 1963.
WM
Afkastin hafa jafnazt
JÆ

Á síðasta ári vartek-
in upp í frystihúsum sú
nýjung, að greiða eftir
af köstum f yrir vinnu við
pökkun á fiski til fryst-
ingar. Hef ur þetta ár ver
ið tilraunatími, en heita
má að þetta haf i að f ullu
verið tekið upp um ára-
mótin 1963. Er fyrir-
komulag á þessu þann-
ig, að stúlkunum er
tryggt tímakaup, en fari
þær fram úr tilteknum
afköstum fá þær bónus
fyrir. Er þetta í daglegu
tali kallað bónuskerfið.
Til að heyra hvernig þetta hef
ur gefizt, þegar nokkur reynsla
er komin á þetta, höfðum við
tal af Sigurjóni Auðunssyni,
verkstjóra hjá ísfélagi Vest-
mannaeyja. Sigurjón hefur verið
verkstjóri þar á annan áratug
og er formaður verkstjórafélags
Vestmannaeyja.
— Hvernig er ákvarðað hve
mikið þarf að vinna áður en
fólk fær bónus?
— Það er gert með útreikn-
ingum, sem framkvæmdir eru af
frystihúsunum og verkalýðsfé-
lögunum í sameiningu. Þegar
náð er hinum eðlilegu afköstum
á klilkkutíma, sem samið hefur
verið um, er greitt aukalega fyr
ir allt sem fer fram yfir það.
—  Hafa afköstin aukizt við
þetta?
—  Þau hafa aukizt talsvert.'
Það hefur fyrst og fremst skeð
þannig, að þau hafa jafnazt. Áð
ur var oft mikill munur á þeim
borðum sem mestu afköstuðu
og þeim sem minnstu afköst-
uðu. Hann er nú miklu minni.
Þær, sem voru duglegastar áð-
ur, þurftu engu við sig að bæta
til að hafa talsverðan bónus.
— Er erfitt að ná þessu marki,
sem sett hefur verið, áður en
bónus fæst?
— Ég álít að það sé létt að
ná því og að það þurfi enginn
að pína sig til að halda því.
Hvort það er of hátt eða lágt,
skal ég ekki segja um, en stöð-
ugar athuganir og mælingar
fara fram á því. Engar breyt-
ingar hafa þó verið gerðar á
því enn.
— Eru líkur til að bónuskerfi
verði tekið upp á fleiri sviðum?
—  Mér virðist það vera al-
menn þróun, að tekið verði upp
bónuskerfi eða ákvæðisvinna á
ýmsum fleiri sviðum. Á Suður-
nesjum hefur þetta verið reynt
á fleiri sviðum, svo sem við að-
gerð, og þá er ekki fjaríægt að
ímynda sér að það verði einnig
hér. Handflökun er þegar kom-
in á bðnuskerfi, en hér má heita
að allt sé flakað í vélum. Það
er alls ekki óhugsandi að koma
því við með vélflökun, vinnu í
frystitækjum og fleira.
— Eitthvað hefur heyrzt um
það, að óánægju hafi orðið vart
meðal karlmannanna yfir þess-
um miklu tekjum kvenfólksins
og að þetta hafi aukið vinnuna
hjá karlmönnunum. Er þetta
rétt?
— Útkoman hefur orðið sú,
að við höfum náð sömu afköst-
um og áður, með færri stúlk-
um, þannig að erfiði þeirra, sem
vinna við að koma fiskinum til
þeirra og frá þeim, hefur raun-
verulega ekki aukizt. Þetta hef-
ur komið sér vel, vegna þess
hve erfitt hefur verið að fá fólk.
— Hvaða áhrif hefur'þetta á
nýtinguna?
Sigurjón Auðunsson: „Þær.duglegustu þurfa engu við sig að bæta".
— Hún hefur ekki breytzt.
Bæði fyrr og nú hefur hún lítið
farið eftir afkðstum. Núna'er
s~á háttur hafður á, að bæði
pakkarnir og úrgangurinn eru
vigtaðiró Ef stúlkurnar ná ekki
vissri nýtingu af heildarmagn-
Rætt við verkstjóra í Vestmanna-
eyjum um „bonuskerfið"
inu, fá þær ekki bónus. Annars
gætu þær skorið úr eins og þeim
sýndist, til að flýta fyrir sér.
— Fara stúlkurnar hátt í tekj
um?
— Ég vil sem minnst um það
segja. Ég gét þó fullyrt, að þær
hafa það gott og eru ánægðar
með þetta fyrirkomulag.
— Telur þú þetta hafa gefið
góða raun?
— Það tel ég og er hlynntur
bónuskerfinu. Það hefur valdið
meiri jöfnuði í afköstum og svo
'tel ég það eðlilegt að fólk fái
laun eftir afköstum.
67
entar frá M.A.
Menhtaskólanum á Akureyri var
slitið f 83. sinn 17. jiíní. Skólinn út-
skrifaði að þessu sinni 67 nýja
stúdenta, 42 úr máladeild og 25
úr stærðfræðideild. Tíu ára, tuttugu
og fimm ára og þrjátíu og fimm
ára stúdentar voru viðstaddir skóla
uppsögnina auk fjölda annarra
gesta. Skólameistarinn, Þórarinn
Björnsson, stjórnaði athöfninni.
í upphafi samkomunnar minntist
hann Sigurðar Guðmundssonar,
stúdents frá Flateyri, sem fórst af
Geimfararnir
aftur é jörðu
Valerij Bikovskij fór 82 hring-
ferðir um jörðu og Valentina
Tereshkova 49. Þau lentu geimför-
um sfnum — Vostok V og Vostok
VI — í gær, svo sem getið var
í Vísi.
Valentina lenti kl.. 11.06 um 620
kílómetrum fyrir norðan Kara-
ganda í Kashaksstanlýðveldinu óg
Valerij 540 km. fyrir norðan sama
bæ 3 klst. síðar — eða bæði geim-
förin, þar sem fyrirfram hafði
verið ákveðið, að þau skyldu
lenda.
Þau voru bæði hress og kát og
hafði ekki orðið neitt meint við
qeimferðirnar, en Valerij var yfir
5 sólarhringa á lofti og Valentina
vfir þrjá.
Mikill fögnuður ríkir um öll
Sovétríkin og . mikill viðbúnaður
iv í Moskvu að fagna þeim, en
'yrst munu þau hvílast og undir-
T;angast I æknisskoðun í Kashak-
stan.
slysförum á föstudag, en Sigurður
útskrifaðist frá MA fyrir ári síðan.
Þá sagði skólameistari frá skóla-
árinu í nokkrum orðum. í MA voru
í vetur 444 nemendur. Þetta er í
fyrsta sinn, sem enginn fyrsti bekk-
ur er í skólanum, og mun mið-
skóladeildin nú verða lögð niður á
næstu tveimur árum. Kennarar
voru 25 talsins. Heilsufar í skól-
anum var gott og félagslíf með
óvenjulega miklum blóma.
Þá brautskráði Þórarinn Björns-
son nýstúdenta:  Tveir úr hvorri
deild fengu ágætiseinkunn: Mála-
deildíi-Rafn. Kjartansson frá Djúpa-
vogi', fl.26 og H3iiraís^Daníelsd.ét;jt!Ír
frá Hvammstanga 9.13. í stærð-
fræðideild: Ingvar Árnason frá
Skðgum 9.24 og Valdimar Ragnars
son frá Akureyri 9.08.
Því næst voru afhent verðlaun
fyrir góða frammistöðu í námi og
félagsmálum.
Þá tóku fulltrúar jubil-stúdenta
til máls. Haukur Þorleifsson, aðal-
bókari, afhenti f. h. 35 ára stúd-
enta málverk Örlygs Sigurðssonar
af Guðmundi Bárðarsyni, sem
kenndi um skeið náttúrufræði við
Jskólann. Árníann Snævarr háskóla-
rektor afhenti glæsilegan ræðustól
fyrir hönd 25 ára stúdenta og
Hreinn Bernhardsson kennari af-
henti frá 10 ára stúdentum fræði-
bókasafn um íslenzka tungu og
peningaupphæð til eflingar þessu
safni.
Skólameistari þakkaði gjafir og
árnaðaróskir og ávarpaði síðan ný-
stúdentana. Lauk athöfninni með
ræðu hans.
Pétur Sigurðsson ritstjóri:
œnnivínsverkfalliS næstum hann
TVTargt hefur nú verið ritað í
Noregi og Svíþjóð um
brennivínsverkfallið þar. Norska
blaðið Folket hefur eftir Nya
Wermlands-Tidningen þessi orð:
,,Ef til vill verður niðurstaðan
sú, að við sannfærumst um, að
bezt hefði verið að brennivíns-
verkfallið hefði orðið varan-
legt". Með öðrum orðum, bann.
Svenska Dagbladet fór um
þetta svofelldum orðum: „Aug-
ljóst er það, að þjóðin er ékki
eins háð áfenginu eins og árleg
áfengisneyzla hennar gæti bent
til. Flestir telja áfengið ekki
neitt veigamikið atriði í lífi
sínu". Ennfremur segir í blað-
inu, að búast hefði mátt við alls
konar vandræðum varðandi of-
drykkjumenn, t. d. ásókn í ým-
islegt enn skaðlegra en áfengið,
en reynslan hafi ekki orðið
þessi. Þvert á móti hættu sumir
drykkjumenn, annað hvort að
nokkru leyti eða alveg, segir
einn forustumaður bindindis-
mála í Svíþjóð, og að margar
konur hafi blessað verkfalls-
tfmabilið og sumir drykkjumann
anna kunnað vel að meta það.
Gunnar Lundquist, dósent, yf-
irlæknir áfengissjúkradeildar
Karólinsku stofnunarinnar, seg-
ir, að auðvitað hafi brennivíns-
verkfallið þjáð nokkuð einstöku
langt leidda ofdrykkjumenn, en
margir drykkjumenn hafi undr-
azt, hve léttbært þeim var að
vera án áfengisins. Það var alls
ekki eins erfitt og þeir höfðu
búizt við. Þeir komust einnig að
því, að heilsa þeirra og líðan
varð betri og fjármál þeirra á-
nægjulegri, segir yfirlæknirinn.
"pftir Göteborgs-Tidningen hef-
ur Folket eftirfarandi setn-
ingar:
„Ölvun á götum úti hvarf,
fangageymslurnar tæmdust, af-
brotum fækkaði mjög og ofbeld-
isglæpir hurfu næstum alger-
lega. Konum drykkjumanna
auðnaðist að lifa ánægjulegu lífi
einnig á föstudögunum, verk-
smiðjurnar gátu reitt sig á
komu eins margra til vinnu
mánudagana sem aðra daga. Á
læknastofum áfengissjúkra rann
upp vinnufrl, og á geðveikra-
deildunum fengu menn svigrúm
til að sinna öðrum sjúklingum
en drykkjumönnum og ölæðis-
tilfellum.
Gegn vilja sínum hafði sænska
þjóðin svarað já við hinni anu-
ars erfiðu spurningu: Geta menn
verið mánuðum saman án á-
fengis?
Þetta var Göteborgs-Tidnin-
gen. í sambandj við vitnisburð
þess blaðs segir Folket: „Um
sex vikna skeið fékk sænska
þjóðin að kynnast Hfinu eins og
það er, án næstum allra
skemmdarverka áfengisneyzl-
unnar, og eftir landlækni Svía,
Arthur Egel, hefur blaðið þessi
orð: „Nú virðist mér að krafan,
frá heilsufarslegu og félagslegu
sjónarmiði, um áfengisskömmt-
un, hafi orðið æ sterkari ár eftir
ár, og að fram hjá henni verði
ekki komizt".
k r eftir ár hefur íslenzka þjóð-
in hneykslast á frásögnum
blaða og útvarps, af ofboðslegu
drykkjusvalli bæði unglinga og
fullorðinna manna við viss tæki-
færi. Ýmist hafa frásagnirnar
verið frá Þingvelli, Hallorms-
staðaskógi, Þórsmörk, Þjórsár-
dal eða öðrum stöðum. Þá hafa
menn endurtekið hver i kapp
við annan þessar setningar:
„Eitthvað verður áð gera" og
„hvað á að gera?" Flestum verð
ur svo svarafátt við síðari spurn
ingunni. Getum við nú ekki lært
eitthvað af brennivínsverkfall-
inu í Svíþjóð og látið. okkur
skiljast hvað það er, sem mest
dregur úr vandræðunum og
kemst næst að bjarga þeim, sem
veikastir eru fyrir. Veltum nú
þessu rækilega fyrir okkur áð-
ur en næstu fylliríis-rosafrétt-
irnar skella á okkur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16