Vísir - 21.06.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 21.06.1963, Blaðsíða 9
V ISIR . Föstudagur 21. júní 1963. 9 Daglega > (Mlingar fvrir 6-7o o manns / / Haraldur Hjálmarsson. FYRIR RÉTT rúmu ári var opnaður í Reykjavík, veitingastað ly* fyrir verkamenn. — Staður þessi var nefnd- ur „Hafnarbúðir“ og skyldi taka við því hlut- verki sem verkamanna- skýlið alræmda hafði gegnt um árabil hér í höfuðstaðnum. Hafnar- búðir vöktu geysiat- hygli og aðdáun, þegar það var opnað, enda myndarlegt og reisulegt hús, bæði að utan og inn an. Töldu margir að hér væri í of mikið ráðizt, hér of vel til vandað og höfðu þá útgang og um- gang verkamannaskýlis ins gamla í huga. Nú þegar eitt ár er liðið frá opnun staðarins, var þess að vænta að nokkur reynsla hefði fengizt af rekstrinum, og hægt væri um að dæma, hvort sú stefna hafi verið rétt, að reisa verkamönnum þennan mynd- arlega veitingastað til notkunar. Fréttamenn Vísis heimsóttu því framKvæmdarstjóra, eða veit- ingamann Hafnarbúða, Harald Hjálmarsson og inntu hann frétta af rekstrinum og reynsl- unni. Það var auðsótt mál að fá viðtal við Harald, og það var sömuleiðis auðsótt mál að fá upþi álit hans á fyrrgreindum spursmálum. Hans álit var reyndar svo afdráttarlaust, að við höfðum jafnvel áhyggjur af því, að láta okkur detta nokkuð annað í hug. „T Tmgengni þeirra sem stað- inn sækja er í einu og öllu óaðfinnanleg. Menn gæta yfirleitt sóma síns í því að koma ekki hingað í óhreinum vinnufötum ef vinnufötin eru fram úr hófi óhrein, og sóða- skapur þekkist ekki. Sú reynsla sem fengizt hefur af þvl að byggja slíkan stað, er hin bezta, og munurinn á því að reka þennan stað og skýlið gamla er eins og svart' og hvítt“. Þetta ér dómur Haralds, og þegar géngið er úm hæðir og sali, þá bendir allt I sömu átt. Hreint og þrifalegt er í hús- inu, hvar sem Iitið er. Þar gengur maður jafnvel inn í setustofu, sem fyllilega væri samboðin hvaða fyrsta flokks hóteli sem væri. Einmitt í þann mund sem við rákum and- litið þar inn, sat risastór þjóð- hátíðarnefnd þar á rökstólum og lét fara vel um sig. Haraldur Hjálmarsson bar á borð kaffi- veitingar lystilegar og þar grip-^ um við hann og teymdum hann inn á skrifstofuna og röktum úr honum garnirnar. „JÉ'g hef ósköp lítið að segja ykkur. Hér er unnið myrkranna á milli, upp kl. 6 á morgnana og langt fram á kvöld — ég er að verða geggj- aður. Kvarta samt ekki, nema síður væri. Reksturinn gengur bærilega, að vísu erum við í erfiðleikum, með að láta hann bera sig, en það gera böðin. Við höfum böð hér á neðstu hæðinni og þar eru tveir bað- verðir. Böðin eru þjónusta sem nauðsynleg er, en allkostnað- arsöm. Að öðru leyti er þetta ágætt. Ég held ég ýki ekki, þegar ég segi að matsalan hér niðri sé sú stærsta I borginni. Hér borða og drekka daglega 6—700 manns. Við höfum opið frá kl. 6.30 á morgnanr til kl. 9 á kvöldin. Samtals starfa hér, einkum í eldhúsinu og við af- greiðslu, um 30 manns. Nú þá höfum við gistiher- bergi hér á efstu hæðinni, 9 herbergi samtals, eins, þriggja og fjögurra manna. Þau eru aðallega ætluð sjómönnum, en hér dvelur ólíklegasta fólk. 1 vor vorum við t. d. með sænsk- an íþróttaflokk, hándknattleiks- lið. Annars er nýtingin ekki nógu góð — um 37% í fyrra. í vor hafa þó herbergin yfir- leitt verið fullnýtt." „Jgn hvernig hefur ykkur tekizt að halda uppi röð og reglu hér? Því verður ekki neitað að ýmis konar fólk lagði Ieið sína í Verkamannaskýlið, sem setti miður gott orð á það, iðjuleysingjar og drykkjusjúk- Iingar.“ „Já, við Iokum hér alltaf á kvöldin kl. 9. Það hefur góð á- hrif. 1 fyrstu höfðum við einnig ávallt 3—i lögreglumenn við dyrnar til að bægja frá slíku fólki, og ég tek nú svo strangt á ölvun hér inni, að yfirleitt voga menn sér ekki til þess ama. Þetta hefur leitt til þess að verkafólkið fær að vera í friði fyrir þessum gikkjum." „Tjað var talað um það, á sínum tlma, að Hafnar- búðir væru illa staðsettar fyrir hafnarverkamenn, því langt væri fyrir þá að fara hingað í kaffitímanum." „Já, það er rétt, það er full- langt fyrir þá menn sem starfa á austurbryggjunum, en hins vegar er mikill hægðarauki fyr- ir starfsmenn úr Slippnum, Hamri og fleiri verksmiðjum hér I kring, og einnig þá sem eru á aðalhöfninni, að koma hingað. Staðsetning hússins hefði vart getað verið á betri stað. Það er mín skoðun." Rabbað við Harald Hjálmarsson, framkvæmd arstjóra Hafnarbúða INDLAND Vönduð júníbók AB Ot er komin hjá AB bók mán- aðarins fyrir júnlmánuð. Er það INDLAND eftir Joe David Brown I þýðingu Gfsla Ólafssonar. Er þetta 6. bók félagsins I bóka- flokknum Lönd og þjóðir. Indland mun íslenzkum lesend- um um flest lttt kunnugt land og framandi, en hér gefst kostur á greinargóðu og fróðlegu yfirliti um land og þjóð, sögu Indlands og glæstan og stundum blóði drifinn feril indversku þjóðanna. Áherzla er lögð á stöðu Indlands I dag og hina öru þróun, sem þar hefur orðið eftir frelsistöku landsins, og sérstakir kaflar eru helgaðir leið- togum Indverja á þessari öld, Gandhi og Nehrú. 1 öðrum köflum er m. a. rætt um hina fornu menn- ingu Indverja og andlega arfleifð, trú, heimspeki og listir. Höfundur bókarinnar, Joe David Brown, starfaði um árabil sem fréttamaður Time og Life I Nýju Delhí og kynntist þá landi og þjóð náið. Frásögn hans er, eins og annarra höfunda þessa bókaflokks, ljós og skýr og mjög læsileg, og henni fylgja á annað hundrað vai- inna mynda af landi og þjóð I daglegri önn og á hátíðastundum, fomum og nýjum mannvirkjum og listaverkum. Myndir bókarinnar eru prentað- ar I Veróna á ítalfu, en prentun alls lesmáls hefur prentsmiðjan Oddi annazt. Bókin er bundin í Sveinabókbandinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.