Vísir - 09.07.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 09.07.1963, Blaðsíða 4
4 VISIR . Þriöjudagur 9. júlí 1963. I nmörgum tun UM ÞESSAR MUNDIR eru liðin 25 ár siðan útvarpað var á stuttbylgjum frá Islandi sex fyrirlestrum um ísland, á, 6 tungumálum til 6 landa. Tveir hinlr fyrstu voru fluttir 27. júní en hinir tvo sunnudaga í júlí. Það var frú Irma Weile Jónsson sem flutti fyririestrana og f til- efni af þessum tfmamótum kom hún nýlega við á ritstjómarskrif stofum Vísis og sagði okkur frá aðdragandanum að þessu og ýmsu fleiru. — Ég kom til íslands í fyrsta skipti I apríl árið 1938, sagði frú Irma. Ég kom til að halda hér söngskemmtanir eins og ég hafði gert 1 svo mörgum öðr- um löndum og samtímis að safna efni f greinar um ísland fyrir Trans Europa Press. Rétt áður en ég kom til lslands hafði hinn frægi stofnandi og 6- krýndi konungur danska út- varpsins, Emil Holm, beðið mig að halda fyrirlestra um Dan- mörku á sjö tungumálum — ég tala nú alls 8 — sem útvarpað var til 7 landa. Þessir fyrir- lestrar voru á mjög menningar- legum grundvelli og voru hin- ir fyrstu sinnar tegundar I út- varpsdagskrá Evrópu. Að söng- kona, sem þekkt var um alla Evrópu sem slík skyldi geta haldið fyrirlestra á 7 tungumál- imi vakti feiknalega athygli og var mikið um þetta rætt í blöð- um. Áður hafði ég sungið marg sinnis í danska útvarpið og reyndar í mörgum fleiri lönd- um. — Ég var búsett í Berlín og árið 1938, þegar ég kom hingað hafði ég auk Þýzkalands sungið í Frakklandi, Belgíu, Tékkósló- vakíu, Póllandi, ftalfu og Dan- mörku. Ég var sérstaklega þekkt sem túlkandi Zoltan Kod aly og frumflutti lög hans utan Ungverjalands. Söngskrá mfn var yfirleitt dálftið sérstök, þar sem ég söng mikið nýtfzku- músik. Þess vegna var það, þeg ar ég hélt fyrstu tónleika mfna í Berlín og söng eingöngu ný- tfzku músík og kennari minn Moratti — hann kenndi sfðar m.a. Else Mtihl — varð alveg fokreiður óg sagði: „Nú hef ég í mörg ár verið að undirbúa yð- ur með sfgilda tónlist og þá komið þér með nýtfzku músík, sem fólkið þekkir ekki, og sem gengur ekki f eyrun á þvf. Ég varð svo reiður að mig langaði mest til að stökkva út um glugg ann“. En eftir tónleikana, sem voru „success" kom annað hljóð í strokkinn. — Ég fór nú að ferðast mik- ið um og söng víða og er mér minnisstætt er ég söng f út- varpið f Prag með sinfóníu- hljómsveitinni þar. Þá voru engin segulbönd og sungið beint inn, en skyndilega kom hræði- legt óveður og útsendingin trufl aðist þannig að tfu dögum seinna varð að endurtaka hljóm leikana og fékk ég þvf tvisvar vel borgað fyrir þá. — Jæja, árið 1938 kom ég til Islands eins og ég sagði áð- an. Á hótelinu, sem ég bjó allt- af á þegar ég var í Kaupmanna höfn hafði ég hitt frú Bentfnu Hallgrímsson konu séra Friðriks og Matthías Þórðarson og frú og höfðu þau hvatt mig til að koma til Islands og halda tón- leika. Ég kom svo með gamla Gullfossi árið 1938. Á skipinu var m.a. Kristján Einarsson for- stjóri og ræddi ég mikið við hann og varð hann síðar ásamt Valtý Stefánssyni og Ragnari Italska erindið byggði ég að nokkru leyti upp á ferð Balbos og var mér ráðlagt að skrifa honum — en hann var þá f Norður Afríku — og segja hon- ' u-e w i ■> kr * Iúí ★ Rabhað við Irma ★ WeiJe Jónsson fyrr- ★ verandi söngkonu Kvaran upphafsmaður að því að ég talaði til útlanda eins og ég hafði svo oft gert f Dan- mörku. — Fyrstu erindin um lsland voru flutt á ensku og dönsku og voru þau flutt 27. júnf. Síð- ar flutti ég erindi á frönsku, hol lenzku, þýzku og ítölsku. — um af þessu. Hann sendi mér sfðan bréf og þakkaði mér fyr- ir og sagðist ætla að gera allt, sem hann gæti til að reyna að heyra fjnirlesturinn. Það bárust einnig bréf frá Englendingum, sem höfðu hlustað á þetta og vildu heyra meira. — Ég hélt tónleika f Gamla- Bíói og síðar í júlí söng ég f útvarpið ítölsk lög og þjóðlög og lék Páll Isólfsson undir. Að þessu loknu hafði ég nóg að gera við að ferðast um landið og kynnast því í sambandi við Trans Europa Press og vil ég þá sérstaklega þakka Jónasi Lár ussyni ,sem rak hótelið á Garði fyrir hjálpina. — Ég fór til Akureyrar og heimsótti þar. m.a. Björgvin Guðmundsson tónskáld og verð ur hann mér ógleymanlegur. Ég minnist þess er ég söng í tómri kirkjunni á Grund í Eyjafirði og Eggert Stefánsson lék undir. Ég var afskaplega hrifin af Akur- eyri og elska bæinn mikið. Og nú eftir öll þessi ár hef ég eina ósk — að komast til Akureyrar, Hóla og Mývatns. Bæði langar mig til að sjá landið og allar þær framkvæmdir, sem ég hef lesið um I blöðunum, þvf mér nægir ekki að lesa um þær. — Um haustið giftist ég Ás- mundi Jónssyni frá Skúfstöðum og var það séra Friðrik Hall- grfmsson sem gifti okkur. Við fórum til Danmerkur skömmu síðar og vorum þar stríðsárin. Árið 1946 kom ég hingað til lands til að safna fé og lýsi handa ungverskum börnum og voru lslendingar mjög rausnar- legir í gjöfum sfnum. —- Móðir mfn var ungversk, Stefania Barkany .systir hinnar heimsfrægu leikkonu Mariu Barkany, sem var primadonna við konunglega leikhúsið í Berlín en ferðaðist um allan heim. Faðir minn ,sem var pró- fessor í fornleifafræði við há- skólann f Piza á Italíu og sam- tfmis þýzkur konsúll var af dönskum og þýzkum ættum. Móðir hans var þýzk en faðir hans danskur, af ættum frá Ála- borg, sem rekja má til 1186. Þessi afi minn fór í ferðalag til Frakklands, Sviss og Þýzka- lands og kom þá til borgarinn- ar Celle sem er rétt hjá Hanno ver, mjög fræg miðaldaborg, einkum vegna hallar sem þar er. 1 þeirri höll sat Karólína Matthildur Danadrottning og systir Georgs 3. Bretakonungs í stofufangeisi og dó hún þar, 25 ára gömul. Þessa borg heim sótti einu sinni hópur íslend- inga fyrir mfna milligöngu. — En þetta er ekkert smáþorp, í- búamir eru um 75 þúsund. — Já, afi minn kom þangað á heimili langafa mfns og kynnt- ist þar ömmu minni. Hún bjó þar í „patrisía“-húsi frá 1630 en þar hafði margt merkilegt fólk búið og yfir dyrunum hangir kóróna Hannoverættarinnar. 1 Þjóðminjasafninu í Celle hang ir mynd af langafa mfnum. — Ég var í Hamborg árið 1951 og var mér þá ráðlagt að fara til útvarpsins, og var þar — án þess að ég vissi að hljóð- nemi væri í herberginu — haft við mig viðtal um ísland og var þvf útvarpað um kvöldið. Dag- inn eftir fór ég til Celle til að heimsækja frænku mína og ætl- aði ég að fara að sjá myndina af langafa mínum í safninu, en þá var safnið lokað. Ég komst nú samt inn en þá var myndin þar ekki, hún var í við- gerð og veggurinn auður. Þegar ég stóð þarna fyrir framan auð an vegginn kom til mín maður og sagði: „Ó, frú. Það hefur engill frá himnum sent yður hingað". Ég hélt að maðurinn væri vitlaus en þá sagði hann: „Ég er framkvæmdastjóri sam- göngumiðstöðvar í N-Saxlandi og þér eruð einasta lifandi mann eskjan af ætt, sem er frá Dan- mörku og Celle. Nú bið ég yð- ur að tala á dönsku og þýzku á hátíð, sem haldin verður á morg un f höllinni, á 200 ára afmæli Karolínu Matthiidar". — Það ætlaði að líða yfir mig og ég stamaði: Ég get ekki talað. Ég er söngkona. En hann hafði heyrt til mín í útvarpinu kvöldið áður svo að ég slapp ekki og hljóp nú beint á hár- greiðslustofu. — Daginn eftir var hátíðin haldin í litla leikhúsinu, sem byggt var í ítölskum stíl árið 1630 og rúmar 250 manns. Það er heil perla að fegurð. — Til hátíðarinnar voru mættir ráð- herrar og margt fleira fólk og ég talaði í 10 mínútur — er nú búin að gleyma öllu — en eftir þetta hafði ég varla frið og hef alltaf við og við haldið erindi hjá þýzkum útvarpsstöðvum — oftast um Island. — Á hátíðinni voru m.a. sung in lög frá tíma Karolínu Matt- hildar og var söngkonan f kjól af drottningunni, sem geymdur er í Þjóðminjasafninu í Celle. Þetta var hátíðleg stund og end urminningamar frá þessum degi eru dásamlegustu endurminning ar ævi minnar, sem annars hef ur verið mjög viðburðarík. Lögreglueftirlit án manngreinarálits „Mikilvægt væri ef lögreglu- eftiriit yrði raunhæfara en nú gerist og því framfylgt án mann- grelnarálits,“ sagði Ólafur Gunn arsson, sálfræðingur f erindi er hann fluttl f Ríkisútvarpið fyrir fáum dögum. Um þetta sagði Ólafur m.a.: „Áfengissala bflstjóra frá tveim- ur bílastöðvum í höfuðborginni hefur árum saman ekki aðeins verið bílstjórunum sjálfum til minnkunar, heldur ef tii vill fyrst og fremst löggæzlu og dómsvaldi. Þeir, sem kunnugir eru þessum málum telja að um 200 leigubílstjórar stundi meira og minna leynivínsölu í höfuð- borginni og nágrenni hennar. Dæmi er til að sami maður hef- ur verið kærður 7 sinnum fyrir leynivfnsölu, en mál hans eru ekki tekin fyrir hjá viðkomandi yfirvöldum, þaðan af sfður dæmt í þeim.“ Þá sagði Ólafur einnig: — „Sennilega yrði komizt hjá þvi að dæma þennan athafnasama sölumann til einhvers réttinda- missis, en gætu ekki yfirvöldin látið sér til hugar koma að beina honum og hans líkum inn á einhverjar hollari brautir? Menn hljóta að vera meira en lítið andlega truflaðir ef leyni- vínsala er eina starfið sem þeir geta hugsað sér að stunda, enda eiga þeir þá heima á geðveikra- hælum en ekki undir stýri á bfl. Sumargistihús að Hólum í Sumargistihús verður rekið að Hólum f Hjaltadal f sumar f skóla- húsinu og er nýbúið að koma fyr- ir nýtízku húsgögnum í íbúðarher- bergjum skólans. Árni Pétursson skólastjóri sagði Vísi frá þessu er hann átti viðtal við hann í morgun. Kvað hann skólann reka gistihúsið en skóla- ---—------------------- Augljóst ætti að vera að akst- ur er ekki áhugamál slíkra manna, sölumennskan hlýtur að vera ofarlega f hugum þeirra.“ Hjaltadal húsið hefði verið úrskurðað hæft til slíks gistihússhalds af Ferða- skrifstofu rfkisins og öðrum aðil- um. Ekki verður þarna heitur matur á boðstólum í sumar a. m. k., en morgunverður framreiddur og kaffi. Skólastjóri kvað ætlunina að fá nýtízku húsgögn í borðstofu og aðrar stofur gestum ætlaðar sfðar. Vísir spurði skólastjórann hvort þessi nýtfzku húsgögn yrðu aðeins Framh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.