Vísir - 12.10.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 12.10.1963, Blaðsíða 9
■3 < 1SIR . Laugardagur 12. oktöber 1963. * Samtal við dr. Pál ísólfsson, hið sjö- tuga afmælisbarn Hvemig er hægt að hafa viðtal við mann, sem Matthías Johannes- sen er þegar búinn að spyrja um flest það, er frjótt ímyndunarafl get- ur fundið upp á, og birta árangurinn í bók upp á 231 blaðsíðu? Dr. Páll ísólfsson þarf tæplega að segja orð það sem eftir er ævinnar nema þá helzt öðm hverju: „Sjá blaðsíðu þetta og þetta í ,Hundaþúfan og hafið‘.“ Þar hljóta að fyr- irf innast svör við hér um bil öllu, sem venjulegu og jafnvel óvenjulegu organistastarfiö í kirkjunni. Ég hef enn nokkra orgelnemendur, og svo fæst ég viö tónsmlöar. Það er sitt af hverju, eins og gengur". „Hvernig llkar þér aö kenna?" „Vel, ég hef ánægju af þvl. Mér fannst gaman að kenna tónfræði og tónlistarsögu héma áður fyrr, en ekki á planó. Orgelið er annað mál". „Hvers konar tónverk ertu með I smlðum?" „í sumar hef ég mest verið að vinna að planóstykki, til- brigðum við stef eftir föður minn; það ætti að verða tilbúið I næsta mánuði. Auk þess hef ég verið með hljómsveitar- verk". Stundum æpir þögnin „Hvernig er vinnudagurínn hjá þér? Vinnurðu reglubundið á ákveðnum tímum?" Dr. Páll við píanóið. (Ljósm. Vísis B. G.). Ándinn er ekki alltaf ■ 1&3Í&A XTÍOíTI íli £ w. fólki getur hugkvæmzt að spyrja hann um. „Og seinni bókin er I smíð- um“, segir dr. Páll hinn róleg- asti. „Það stóð alltaf til, að þær yrðu tvær“. „Um hvað á hún eiginlega að I fjalla?" „Aðallega músíklífið á Islandi frá 1920 til þessa dags. Hún kemur varla út I vetur; þetta tekur langan tlma". „Geturðu orðið talað við nokkurn mann nema Matthías? Hann hlýtur að hafa einstakt lag á þér“. „Það er aldrei hægt að segja allt“. Og dr. Páll verður svo leyndardómsfullur á svipinn, að ekki leikur vafi á, að eitthvað leynist I innstu kimum hugans, sem enginn fær að heyra — meira að segja ekki Matthías. Setti auglýsingar fyrir Vísi „Þú veizt, að ég er gamall starfsmaður VIsis", segir hann svo. „Ég var að læra prentiðn og æfði mig á að setja auglýs- ingar fyrir blaðið. Það var skemmtiiegt starf. Ég var lið- ugur I fingrunum, skal ég segja þér". „Er það mögulegt?" „Það er langt síðan — þetta var 1911. Nei, kannske annars 1912. Þá var ritstjóri Júlíus Halldórsson læknir. Ég vann þar eitt ár, áður en ég fór út 1913. Jú, 1912 var það vlst". „En hvað er aðalstarfið núna?" „Ja, það eru m.a. messumar, „Ænei, þetta er mikið I Ihlaupum, ég tek þvl með ró. Annars er ég morgunmaður. Mér þykir gott að fara snemma á fætur og vinna á morgnana. Ég kompónera á öllum tlmum og hvar sem er, mér finnst oft gott að vinna innan um margt fólk, hávaði truflar mig ekki mikið, svo framarlega sem hann er ekki fram úr öllu hófi. Ekkert er eins hávaðasamt og einvera og þögn — stundum er eins og þögnin æpi og verði ógnvænleg, t.d. uppi á öræfum; maður verður svo undurlitill,, þá þarf að vera með öðrum. Jæja, sumir geta verið einir, aðrir ekki. Ég öfunda þá, sem geta verið einir uppi um fjöll og fimindi. Þ6 held ég, að ég sé ekki öfundsjúkur að eðlis- fari". „Hvers konar náttúru kanntu bezt við?" „Hafið". Dr. Páll leggur á- herzlu á orð sín. „Hafið og ströndina. Ég er líka hrifinn af ljúfu landslagi eins og vlða I Danmörku og Þýzkalandi. Og skógum. Stórum skógum. En ekkert kemst I samjöfnuð við hafið". „Og brimið við Stokkseyri". „Já, brimið". Páll fjölyrðir ekki um það. Þeir, sem vilja vita meira um ást hans á brim- inu, geta lesið „Hundaþúfan og hafið". Andinn Iætur ekki góma sig. „Þú sagðist kompónera á öll- um tímum - ertu kannske að þvl núna?“ ing,- reynir á hæfni og hug- myndaflug tónskáldsins". Listin má ekki verða tóm vinna. „Hvað um konserta? Kvíðirðu alltaf fyrir þeim?“ „Það er eins og að fara I flugvél — ég kvlði fyrir áður, en líður ágætlega, þegar ég er kominn upp I hana. Og I báð- um tilfellum hugsar maður ó- neitanlega talsvert um, hvernig lendingin muni verða. Ég er ó- rólegur fyrir konsert, en þegar ég er einu sinni byrjaður að spila, gleymi ég öllum tauga- óstyrk. Aðalatriðið er að reyna að vera nógu vel undirbúinn. Maður fær alltaf miklu meira út úr hlutunum, ef maður kast- ar ekki höndunum til þeirra. Listin má aldrei verða tóm vinna; hún verður að vera bor- in uppi af innri glóð — annars er hún ekki list, heldur hand- verk“. Bjartsýnn á framtíðina. „Hvernig finnst þér að líta fram I tímanrf?" _Ég er bjartsýnn á framtíð- ina. Mér þykir vænna um Is- land með hverju árinu sem líð- ur, og ég er sannfærður um, að betra land er ekki til I vlðri veröld. Ja, veðrið — það er þó a.m.k. aldrei leiðigjamt. ís- land á að vera sérstök heims- álfa; það er ólíkt öllu öðru, og hér gerast hlutir, sem aldrei koma fyrir annars staðar. Ég er líka bjartsýnn á framtið tón- listarinnar hér á landi. Hún er í góðum höndum, nýir og nýir gáfumenn koma fram á sjónar- sviðið, Sinfóníuhljómsveitin er orðin fastur þáttur I borgarlíf- inu, tónskáldin okkar fá tæki- færi til að heyra verk sln leik- in, og það hvetur til dáða ... ég er ósköp glaður yfir þeim miklu framförum, sem hafa átt sér stað I músíklífinu okk- ar, og ég hugsa með ánægju til framtíðarinnar". — SSB. Tónlisfarskóli stofn- aður í KÓPAVOGI „Nei, ekki I augnablikinu, en ég geri það iðulega meðan ég er að tala um allt annað. Til þess verður maður að geta hugsað kontrapunktískt, eins og ég kalla það, þ.e. að halda at- hyglinni á mörgum línum sam- tlmis“. „Hvemig finnst þér að semja eftir pöntun?“ „Ja, konan mín segir, að það þurfi að reka mig til að gera þessa hluti. Ég hef oft unnið eftir pöntun og stundum ekki ætlað að treysta mér út I það, eins og fyrir .Gullna hliðið'. En oft kemur það, þegar minnst vonum varir. Maður getur ekki setzt niður og sagt: ,Nú ætla ég að fá hugmyndir'. Það er vísasti vegurinn til þess að heilinn verði galtómur. Andinn er ekki alltaf tagltæk- ur. Nei, hann lætur sko ekki góma sig“. „Þegar þú færð hugmynd, heyrirðu þá fyrir þér, hvernig hún á að hljóma og I hvaða búningi bezt er að hafa hana?“ „Ég veit ekki, hvernig á að koma orðum að því. Oft finn ég ósjálfrátt, hvað hún passar bezt fyrir, en stundum kemur það á eftir. Músíkölsk hug- mynd er alltaf örstutt og bregð- ur fyrir eins og glampa. Það er um að gera að skrifa hana niður I hvínandi hvelli, ácfar en hún hverfur aftur, en góðar hugmyndir festast þó dálítið í manni. Þegar það er búið, byrj- ar sjálf vinnan, og þá fyrst læt- ur sköpunarmátturinn til sín taka. Hugmyndirnar gefur sér enginn sjálfur, en þegar að því | kemur að færa verkið I bún- B Nýlega var stofnað Tónlistarfélag Kópavogs, og var fyrsta verkefni bess að stofna tónlistarskóla sem taka mun til starfa 1. nóvember næstkomandi, I félagsheimili Kópa vogs. Kennslufyrirkomulag verður með svipuðum hætti og í öðrum íónlistarskólum á landinu, og skóla gjald það sama og I undirbúnings- deild Tónlistarskólans I Reykjavík. Aðalnámsgreinar I vetur verða píanó og strokhljóðfæraleikur, og einnig verður kennt á önn- ur hljóðfæri eftir þvl sem að- stæður leyfa. Kennsla I aðalnáms- greinum fer fram I einkatímum, og fá nemendur tvær klukkustundir I Frh. á bls. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.