Vísir - 14.03.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 14.03.1964, Blaðsíða 5
VlSIR . Laugardagur 14. marz 1964. 5 Tízkusýning - Framhald af bls. 7 félagsins. Það voru konur úr ýmsum stéttum, sem þau fluttu, og ágóðinn rann óskertur í styrkveitingasjóðinn." Ótrúlegar hæfileikakonur „Eruð þið ekki fjölmargar í félaginu?" „Allir kvenstúdentar á Is- landi, hvort sem þeim er það sjálfum ljóst eða ekki. Nema auðvitað áð þeim sé það sérstak lega á móti skapi.“ „Og er félagslífið ekki fjör- ugt?“ „Jú, jú, við höfum fræðslu- fundi einu sinni í mánuði og skemmtifund einu sinni á ári. Núna í vor sér árgangurinn 1939-40 um skemmtiatriði — við höfum það fyrirkomulag, að hver stúdentaárgangur af öðr- um tekur við að sjá um fundinn næsta ár verður það árgangur- inn 1941-42 o.s.frv. Allt verður að vera innan árgangsins, efnið helzt frumsamið líka, og aðeins flutt af viðkomandi stúdentum. Til allrar hamingju fyrirfinnast ótrúlegar hæfileikakonur innan félagsins!" „Og hvenær kemur að ykkur hér?“ „Ja, við erum nú af fleiri en einum árgangi." Sumar hafa tíu ár til stefnu en þær byrja strax að áætla fram í tímann. „Við skulum sjá, það veitir víst ekkert af tíu árum til að undirbúa þetta — bezt að drífa sig í spilatíma sem fyrst til að geta troðið upp árið 1974. Eða leiklistarskóla?" „Kannski ballett? Hvaða list grein skyldi henta mér bezt?“ „Ojæja, eitthvað hlýtur mað ur að geta lært á tíu árum — hvað ætti ég að leggja fyrir mig?“ Hugmyndirnar skortir ekki, og þær eru orðnar svo niður- sokknar í nýju tfu ára áætlunina að kaffisalan á sunnudaginn gleymist gersamlega. — SSB Sjónvarp - Framh. af bls. 16. Alexander Jóhannesson fyrrv. háskólarektor. Auðólfur Gunn- arsson stud. med., form. stúd- entaráðs Háskóla íslands. Bene- dikt Tómasson skólayfirlæknir, séra Bjarni Jónsson vígslubisk- up, Broddi Jóhannesson skóla- stjóri Kennaraskóla íslands, Brynjólfur Jóhannesson leikari, Einar ÓI. Sveinsson prófessor, forstöðum. Handritastofnunar ís lands, séra Eiríkur J. Eiríksson j þjóðgarðsvörður, sambandsstj. Ungmennafélags íslands, Finnur Sigmundsson landsbókavörður, Guðlaugur Rósinkranz þjóðleik- hússtjóri, Guðmundur Daníels-, son rithöfundur, Guðmundur G. Hagalín rithöfundur, bókafull- trúi ríkisins, Guðrún P. Helga- dóttir skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík, Gunnar Einarsson prentsmiðjustjóri, form. Bóksala félags íslands, Gunnar Guð- bjartsson bóndi á Hjarðarfelli, form. Stéttarsambands bænda, Gunnar Gunnarsson rithöfund- ur, Hákon Guðmundsson hæsta- réttarritari, Halldór Laxness rit- i höfundur, Hannes Pétursson skáld, Haraldur Björnsson leik- ari, Helga Magnúsdóttir hús- freyja á Blikastöðum, form. Kvenfélagasambands íslands Helgi Elíasson fræðslumálastjóri Hreinn Benediktsson prófessor, Indriði G. Þorsteinss. rithöfund ur, Jóhann Hannesson prófess- or, Jón Gíslason skólastjóri Verzlunarskóla íslands, Jón Sig- urðsson framkvæmdastjóri, for- maður Sjómannasambands ís- lands, Jón Þórarinsson tónskáld, form. Bandalags ísl. listamanna Klemens Tryggvason hagstofu- stjóri, Kristinn Ármannsson rektor, Kristján Eldjárn þjóð- minjavörður, Kristján Karlsson rithöfundur, Lára Sigurbjörns- dóttir frú, form. Kvenréttinda- félags íslands, Leifur Ásgeirs- son prófessor, Magnús Ástmars- son forstjóri Ríkisprentsmiðjunn ar Gutenberg, Magnús Magnús- son prófessor, Ólafur Þ. Krist- jánsson skólastjóri, stórtemplar, Óskar Þórðarson yfirlæknir, for- maður Læknafélags íslands, Páll ísólfsson tónskáld, Páll V. G. Kolka fyrrv. héraðslæknir, Ragnar Jónsson forstjóri Helga- fells, Herra Sigurbjörn Einars- son biskup, Sigurður Guðmunds son framkvæmdastjóri, form. Sambands ungra jafnaðarmanna Sigurður Líndal dómarafulltrúi, Sigurður A. Magnússon rithöf- undur, Sigurður Nordal prófess- or, fyrrv. ambassador, Sigurjón Björnsson sálfræðingur, for- stöðum. Geðverndardeildar barna, Símon Jóh. Ágústsson prófessor, Stefán Júlíusson rit- höfundur, forstöðum. Fræðslu- myndasafns rikisins, Stefán Pét ursson þjóðskjalavörður, Stein- grímur Hermannsson fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, form. Félags ungra framsóknarmanna, Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor, Styrm ir Gunnarsson stud. jur., form. Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna, Sveinn Einarsson leikhússtjóri, Sverrir Hermanns- j son, viðskiptafræðingur, form. j Landssambands íslenzkra verzl- unarmanna, Tómas Guðmunds- son skáld, Trausti Einarsson pró fessor, Vigdís Jónsdóttir skóla- stjóri Húsmæðrakennaraskóla Islands, Þórhallur Vilmundarson prófessor, Þorsteinn Sigurðsson bóndi á Vatnsleysu, form. Bún- aðarfélags íslands. Olav Gullvág Þau mistök urðu í hluta upplags- ins f gær, að rangt nafn stóð undir mynd af norska rithöfundinum 01- av Gullvág. Er myndin af Gullvág því birt aftur og biður blaðið vel- virðingar á þessum mistökum. Bílstjóri -- Framh. af bls. 16 allir þessir aðilar beðnir að huga að umræddum leigubíl. Félagar leigubílstjórans gerðu einnig út leitarleiðangur og eftir alllanga leit fannst bifreiðin uppi í Heiðmörk, en rriarinlaus. Hins vegar sáu þeir, sem fundu bifreið- ina, mann á harðahlaupum ekki ýkja langt frá, en misstu af hon- um, þrátt fyrir eftirför. Var nú hert á leitinni og leitað fram í myrkur, en sú leit bar ekki árangur þar efra. Hins vegar bár- ust böndin — eftir lýsingu að dæma — að ákveðnum manni, og var síðan leit gerð að honum í gærkveldi hér innan marka borg- arinnar, Þar fannst hann laust fyr- ir kl. 9, þá kaldur orðinn og renn- blautur, auk þess undir áhrifum áfengis. Hann játaði þegar á sig verknaðinn og kvaðst hafa framið hann í einhvers konar æði, sem hann gæti ekki gert sér grein fyrir sjálfur. Hann var fluttur f fanga- geymsluna í Síðumúla, þar sem hann hlaut gistingu í nótt. Afmælisfagnaður Sjálfstæðiskvennfélagið H V Ö T heldur afmælisfagnað sinn n. k. mánudag Í16. marz kl. 17.15 og hefst með sameiginlegu borðhaldi. Minnzt Davíðs Stefánssonar skálds: Guðrún Aradóttir prófessorsfrú les upp úr Ijóðmælum skáldsins. I Ýmis skemmtiatriði. AHar nánari upplýsingar hjá Gróu Pétursdóttur, Öldugötu 24, sími 14374, Maríu Maack, Þing- holtsstræti 25, og Kristínu Magnúsdóttur, Hellusundi 7, sími 15768. Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu niðri í dag' (laugardag) og sunnudag kl. 3-6 e.h. Stjómin. Skemmtikvöld Utsýnar Á sunnudaginn kemur efnir Ferðafélagið Útsýn til kvöld- skemmtunar í Súlnasal Hótel Sögu. Hefst skemmtunin kl. 9 um kvöldið, en húsið verður opið matargestum frá kl. 7 Fjöldi fólks hefur tekið þátt i hópferðum Útsýnar á Iiðnum árum og verða sýndar myndir úr ferðum um ýmis Evrópulönd og kvikmynd úr Austurlandaferð, sem Oskar Gíslason ljósmyndari tók. Hefur sú mynd ekki verið sýnd opinberlega áður. Sumaráætlun Útsýnar 1964 verður kynnt. Omar Ragnarsson flytur nýjan gamanþátt, þá verður verðlaunagetraun og dans til kl. 1 eftir miðnætti. Öllum er heimill að gangur að skemmtuninni. Kaffisala - Framh. af bls. 16. hentu þær félaginu á s.l. starfs- ári um 800 þús., en nokkrar deildir eiga eftir að gera endan- lega upp. Blaðamönnum var boðið að sjá kvikmynd, sem Slysavarna- félagið hefur keypt frá Noregi. Myndin er um blástursaðferðina við lífgun úr dauðadái og hefur hún hlotið viðurkenningu, sem sérstaklega góð kennslumynd. Myndin er bandarísk, tekin i lit- um og hin skilmerkilegasta í alla staði. Mynd þessi verður á næst unni sýnd hér í Reykjavík og síðan úti á landi. Tólf - Framh. af bls. 1 flugmenn. Þeir eru Pálmi Sig- urðsson, Júlíus Tómasson, Ás- mundur Olafsson, Þórir Óskars. son, Reynir Guðmundsson og Þórður Finnbjörnsson. Tólfmenningarnir verða sex vikur við bóklegt nám í Montr eal, fjórar þær fyrstu hjá Can adair-flugvélaverksmiðjunum en síðan tvær vikur hjá Rolls- Royce-verksmiðjunum, sem smíða hreyflana í Canadair- flugvélarnar. Þegar bóklega náminu lýkur má gera ráð fyrir að flugmenn irnir verði látnir æfa sig í vél- unum um tveggja vikna skeið áður en þeir koma heim aftur. Takið eftir Vér bjóðum Ódýr plastskilti svo sem HURÐARNAFNSPJÖLD, HÚSNÚMER, FIRMASKILTI, MINNINGARPLÖTUR o. m. fl. Plasthúðum pappír—Spraut- um flosfóðringu. SKILTI & PLASTHÚÐUN S.F. Vatnsstíg 4 Rvík. yður Framkvæmdamenn cf fe trániðýcj issod icý- $ Nú er rétti tíminn til að panta hjá okkur. Við tökum að okkur alls konar framkvæmdir, t. d. gröfum skurði og húsgrunni og fyllum upp. Lóðastandsetningar, skiptum um jarðveg. þekjum og helluleggjum. Girðum lóðir og lönd. Einnig margs konar verklegar fram- kvæmdir fyrir bændur. Útvegum allt efni og sjáum um allan flutning. AÐSTOÐ H.F. Lindargötu 9 3. hæð. Sími 15624 Opið kl. 9-7 alla virka daga og 9-12 á laugardögum. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að steypa upp golfskála á nýja golfvellinum austur af Grafarholti fyrir Golf- klúbb Reykjavíkur. Útboðsgögn verða afhent gegn 1000 kr. skilatryggingu á teiknistofunni Tómasarhaga 31. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11 f. h. 31. marz n. k. Heimdallur F.U.S. Klúbbur verður í Sigtúni í dag. Hefst hann klukkan 13.00. Geir Hallgrímsson borgar- stjóri mætir á fundinum. SJÁLFSTÆÐISFÓLK! Munið Varðar-kaffið í Valhöll í dag kl. 3—5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.