Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VlSIR . Föstudagur 17. apríl 1964.
*
/^ömul striðshetja er fallin
frá, MacArthur "'hershöfð-
ingi, sem var um tíma mesta
átrúnaðargoð bandarísku þjóð-
arinnar, síðan allt að því guð-
dómlegur einvaldsherra hinnaí
hersetnu og sigruðu japönsku
þjóðar í hálfan áratug, yfir-
stjórnandi herja Sameinuðu
þjóðanna í Kóreu og loks mað-
ur, sem varð að þola mikið
fall og niðrun, bar það karl-
mannlega, en lifði eftir það
einmana 1 ellinni, hátignarlegur
og þóttafullur eins og gamall
örn til hinztu stundar.
MacArthur er einn þeirra
manna, sem munu festast í
minni sem eins konar þjóðsagna
persónur. Hann var bráðgreind-
úr maður, strax er hann var
piltur í herskóla, bar hann af
öðrum félögum sínum. Hann
virtist vera það sem kallað er
fæddur foringi, skapríkur, stó^-
mælskur og fylgdu orðum hans
og athöfnum slíkur sannfær-
ingarþungi, frekja og kraftur
að þar stóðst sjaldnast neitt
fyrir.
En kannski var hann þó fyrst
og fremst stjarna. Hann varð á
strlðsárunum frægasta kvik-
myndastjarna Bandaríkjanna.
Fréttamyndir af þessum 'mynd-
ríkjamönnum á þeim árum,
líklega fyrst og fremst vegna
þess, að MacArthur kunni að
gera þetta eins og annað með
mikilleik. Kveðjuorðum hans
var utvarpað um öll Bandaríkin
og kvikmyndir af brottfararat-
höfninni sýndar. ..I shall re-
turn" Ég skal snúa aftur. Þau
urðu frægustu vlgorð Banda-
ríkjamanna í styrjöldinni.'
/~" agnsókn gat loks hafizt eftir
að Bandaríkjamenn höfðu
bugað japanska flotann í sjó og
flugorustum við Midway og
Salomonseyjar. Hægt og bítandi
stukku bandarísku landgöngu-
liðarnir af einni ey til annarrar
með tiltölulega- litlum liðsafla,
en notfærðu sér stöðugt vax-
andi yfirburði á sjó og í lofti.
Öllum herfræðingum ber saman
um að MacArthur hafi sýnt af-
burða hæfileika í þessu stríði
sem skipuleggjari og stjórn-
andi. En hann_ var líka feiki-
lega sjálfráður og hefur til
dæmis um það verið vitnað til
orða Roosevelts forseta: „Ef
hann vildi aðeins segja mér,
hvað hann er að gera!"
Og síðan fylgdu hinar miklu
sigurstundir MacArthurs þegar
hann efndi heit sitt um að snua
aftur til Filippseyja og steig á
land á eynni -Leyte í október
1944, en Ijósmynd af þéim við-
burði telst til hinna sögufræg-
ustu, síðan innreið hans f Man-
Douglas Mac Arthur.  Myndin er tekin í Kóreustríðinu.
Tj>að var auðvitað upplýst á
þeim tíma, að ágreiningur
MacArthurs og ríkisstjórnarinn-
ar var í því fólginn að Mac-
Arthur vildi svara innrás Kín-
verja með árás á Mansjúríu og
Kína. En það taldi ríkisstjórnin
ekki fært. Frekar var ekki á
þeim tíma skýrt frá einstökum
atriðum í ágreiningnum.
En nú við andlát haris, gerast
þau tíðindi, sem hafa vakið
mikla athygli, að tvö gömul
samtöl við MacArthur, sem
blaðamenn áttu við hann, en
voru þó ekki birt hafa nú verið
gefin út. Hafði MacArthur sjálf-
ur þá bannað birtingu þeirra,
en leyft að þau yrðu birt strax
að sér látnum.
í þessum samtölum er nú í
fyrsta skipti greint ýtarlega
frá tillögum þeim um hernað-
aðgerðir gegn Kíriverjum, sem
MacArthur hafði í huga. Upp-
lýsingar þessar verða nú mjög
til að skýra hina hörðu afstöðu
Trumans forseta. Allt bendir til
þess, að Truman hafi eigi aðeins
verið algerlega mótfallinn til-
lögunum, heldur hafi þær um
leið gefið honum ástæðu til a'ð
ætla að MacArthur hershöfðingi
hafi verið búinn að missa jafn-
vægið og að því gæti hann ekki
lengur treyst honum persónu-
lega til að fara með yfirstjórn
hersins.
Hkn stríísglaði hershöfBkgi
arlega, karlmannlega manni
hrifu þjóðina líkt og Holly-
wood kvikmyndir með Clark
Gable og Errol Flynn. Mac-
Arthur lék sitt hlutverk jafnan
með mikilleik. Hann var hinn
sanni kappi, styrjöld hans á
Kyrrahafinu varð ein lengsta
og áhrifamesta hetjusaga, sem
sögð hefur verið. Og merkilegt
er t.d. að þó hernaðurinn í
Evrópu væri miklu stórfenglegri
þá hlaut yfirstjórnandinn þar
Eisenhower hershöfðingi aldrei
neinn þvflíkan dýrðarljóma sem
MacArthur.
"MTacArthur komst ungur til
hinna æðstu metorða, varð
um skeið milli styrjalda yfir-
maður herforingjaráðs Banda-
ríkjanna, en lenti svo saman
við stjórnmálamennina, jafn
skapríkur og hann var hlaut
eina lausnin á því að verða, að
hann sagði af sér. Réðist hann
þá til Filippseyja sem þá voru
hálfsjálfstætt      verndarríki
Bandarfkjanna og varð yfir-
maður, marskálkur þessa aust-
ræna eyríkis. Hann var þar
fyrir til varna, þegar Japanir
réðust á Filippseyjar í árslok
1941 en fékk ekkert að gert
vegna Iiðsmunar. Hreiðraði
hann í fyrstu um sig með ein-
valaliði á eyvirkinu Corregidor
í mynni Manila-flóa. Þar varðist
hann í nokkra mánuði unz á-
kvörðun var tekin um það, að
hann og nokkrir helztu foringj-
ar hans skyldu yfirgefa vifkið
með hraðbát, halda til Ástralíu
og skipuleggja gagnsókn þaðan.
Hægt er að ímynda sér, að sú
ákvörðun yrði umdeild. For-
inginn var að yfirgefa Iiðsmenn
sfna í höndum óvinanna, það
minnti á skipstjóra, sem fer
fyrstur frá borði og bjargar
sér meðan allt er í óvissu um
örlög skipshafnar. En slík hugs-
un hvarflaði aldrei að Banda-
ila, höfuðborg Filippseyja og
loks sá mikilfenglegi atburður,
þegar vopnahléssamningar við
Japani voru undirritaðir um
borð í orustuskipinu Missouri á
Tokyo-flóa. Þar lék MacArthur
enn eitt stórfenglegt „kvik-
mynda"hlutverk, þar sem hann
stóð á þilfarinu fyrir framan
japönsku fulltrúana og 1 köld-
um þótta hans og fyrirlitningar-
svip mátti skynja hina sætu
hefnd fyrir árásina á Pearl
Harbour.
Eftir fylgdu hernámsár, þar
sem MacArthur fékk alræðis-
völd í hinu hernumda Japan.
Hlutverk hans skyldi vera að
innleiða með tfð og tíma vest-
rænt lýðræðislegt stjðrnarfar i
skýra markalínu. En þá var
Stalin við stjórnvölinn og
Vesturveldin skelfing afvopnuð
og veik.
Við sjáum nú, hve mikilvægt
það var að standa stíft á móti
f Kóreu og gera árásarseggjun-
um það ljóst, að hvergi yrði
hopað Hefði það ekki tekizt
mátti búast við að hinir sigri
hrósandi kommúnistar leituðu
sér að næstu bráð og svo koll
af kolli. Kannski hefðu þeir
næst leitað yfir. aðra skýra og
sambærilega markalínu sem lá
yfir Þýzkaland.
T Kóreu-styrjöldinni komu enn
fram  framúrskarandi  her-
stjórnarhæfileikar  MacArthurs.
S.Þ. aftur suður á bóginn að
þeirri markalínu, sem síðan
hefur gilt sem vopnahléslína.
Nú er almennt talið, að f
þessum síðasta þætti hafi Mac-
Arthur brugðizt bogalistin. Svo
virðist sem hann hafi ekki getað
ímyndað sér, að Kínverjar
myndu skerast beint í leikinn.
Þegar fregnin um innrás þeirra
barst til bækistöðva hans, varð
þar um tíma algert uppnám og
ráðaleysi.
TVTæstu daga og vikur reis svo
upp sú deila um hernaðar-
aðgerðir, sem leiddi til þess, að
Truman forseti neyddist til að
grípa til þess ráðs að víkja
MacArthur ur stöðunni.
Föstudagsgreimin
Japan og það gerði hann, þótt
hann hegðaði sér að vísu ekki
sjálfur eftir þeim reglum, held-
ur hæfi sjálfan sig ems og hálf-
guð eða eins konar keisari og
sólkonungur yfir hernumdri
þjóð.
Cíðasti þáttur starfsferils Mac-
Athurs var svo Kóreu-
styrjöldin, sem enn er rfk í
minni. A þessum austræna og
áður lítt þekkta skaga gerði
Stalins-vald kommúnismans ó-
svífnustu tilraun sína til út-
þenslu og landvinninga. Nú eru
tímar orðnir svo breyttir, að
menn gera sér vart ljóst, hvern-
ig kommúnistar gátu þá ímynd-
að sér, að ekki yrði snúizt hart
gegn  svo  grófri  atlögu  yfir
Hann lét fámennt herlið á
skaganum hörfa rólega undan
þar til það hélt aðeins litlum
bletti á suðurhorni skagans. Á
meðan safnaði hann að sér og
skipulagði innrásarflota. Síðan
lét hann til skarar skríða og
náði svo aftur svo að segja í
einu vetfangi ðllu því lands-
svæði, sem innrásarmennirnir
höfðu áður tekið. Ekki lét hann
þó þar við sitja, heldur stefndi
her sínum leifturhratt upp eftir
Norður-Kóreu. Hersveitir hans
voru komnar alla leið upp að
Jalú-fljóti, markalínunni við
Kína og sigur í Kóreu virtist
gefmn á næsta leiti, þegar ó-
væntir atburðir gerðust. Kin-
verskur milljónaher léðist suð-
ur yfir Jalú-fljót og hrakti her
Sú ákvörðun þðtti á þeim
tíma mikil og alvarleg, því að
svo dáður var MacArthur þá í
Bandarlkjunum, að Truman for-
seti var aðeins smámenni við
hliðina á honum I ímynd al-
mennings. Var meira að segja
svo, að fólk ímyndaði sér, að
MacArthur myndi risa upp I
fullu veldi gegn yfirboðara sín-
um og virða fyrirmæli hans að
vettugi líkt og rómverskir her--
stjórar á tímum veikra keisara.
Til þess kom þó aldrei, Mac-
Arthur lagði niður tign slna, en
þó með þeirri sæmd á yfirborð-
inu sem einstök mátti teljast,
þar sem hann fékk að ávarpa
Bandaríkjaþing sérstaklega og
var ekið eins og sigurhetju um
götur Washingtonborgar.
'T'illögur MacArthurs voru I
stuttu máli á þá leið, að
senda 400 þúsund manna her
kinverskra þjóðernissinna fram
til orustu I Kóreu. En ekki nóg
með það. Hann lagði einnig til,
að herbæli klnverskra komm-
únista meðfram landamærunum
í Mansjúríu yrðu eyðilögð með
30—50 atómsprengjum. Eftir
að Norður-Kórea hefði síðan
öll verið tekin, lagði hann til
að algert eyðusvæði yrði mynd-
að meðfram öllum norðúrlanda-
mærum Kóreu, með þvl að
dreifa þar geislavirku og ban-
vænu kóbalti. Þar sem geisla-
virkni þess efnis helzt í marga
áratugi, gerði MacArthur ráð
fyrir að með þvf yrðu allar
frekari innrásir Kínverja f
Kóreu a.m.k. næstu 60 árin
fyrirbyggðar.
Með þessum aðgerðum bjóst
MacArthur við að geta unnið
fullnaðarsigur 1 Kðreu á 10
dögum.
Eftir þessar upplýsingar verð
ur það vissulega skiljanlegra,
hvers vegna Truman greip til
hinna hlífðarlausu aðgerða
sinna að víkja MacArthur úr
stöðunni. Það má Imynda sér,
að stjórnmálamanninum hafi
fundizt þessar hugmyndir hers-
höfðingjans heldur óhugnan-
legar, — eða hvað, er þetta
nokkuð annað en það sem
kæmi, ef ný heimsstyrjöld með
kjarnorkuvopnum brytist út, —
og ennfremur, er þetta nokkuð
annað en einmitt það sem hinir
herskáu stjórnendur Klna I
dag prédika. Þeir hafa lýst þvi
yfir, að þeir kjósi heldur kjarn-
orkustrlð en friðsamlega sam-
biáð við vestræn rfki.
Þorsteinn Thorarensen.
*
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16