Vísir - 30.04.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 30.04.1964, Blaðsíða 1
'■vvv v j ■■; ■ lilii : ■ ■''/' ' ■ ■ • ■ ■ Næturgisting og hópferð ursakir. Bar þeim öllum saman um, að dvölin í eynni að nætur lagi hefði verið stórkostleg en gos var í gígnum nær allan tím ann og glóandi hraun, sem rann til sjávar. Þegar Haraldur sótti þessa næturvistarmenn út í Surtsey, flutti hann þangað í leiðinni tvo íslendinga, sem hyggjast dvelja þar í einn eða tvo daga til kvik myndatöku. Hér var á ferðinni Ósvaldur Knudsen sem frægur varö m.a. fyrir hinar frábæru myndir sínar af Öskjugosinu. Hefur hann haft auga með Surti síðan hann fór að bæra á sér og hyggst gera kvikmynd um mynd un eldfjallaeyjunnar. Einn útlendinganna, sem dvöldust í eynni ákvað að verða þar eftir m.a. til þess að aðstoða Osvald og stendur annað tjaldið sem þeir reistu í Surtsey enn og má því segja, að þetta tjald sé fyrsta gistihúsið í Surtsey. Ef veðurblíða helzt, má búast við að æ fleiri haldi út í Surts ey og veitir eigandi bátsins Haralds góða þjónustu við flutn ing á fólki út í eyna. VÍSIR Vísir kemur ekki út á morg- un, þar sem ekki er unnið í prentsmiðjunni 1. maí. Á Iaug- ardaginn kemur blaðið út kl. 10 fyrir hádegi. Myndir þessar voru teknar í Surtseyjarferð í gær. Vinstra megin útlendingamir sem dvöldust í eynni, komnir um borð í Harald. Hægra megin er verið að róa með Ósvald Knudsen í Surtsey. út i SURTSEY Ferðum út í Surtsey fjölgar nú mjög og er það nýjast að á morgun, 1. maí ætlar starfsfólk Fiskiðjunnar, á 2. hundrað manns, að nota frídaginn til að fara út að eynni og ef gott verður í sjóinn hyggjast menn stíga á land. í gærkvöldi Iuku 8 af 9 út- lendingum dvöl sinni í Surtsey, en þeir höfðu dvalizt þar heil- an sólarhring og verið þar næt- VISIR Lagt hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrum- varp, sem nefnist lög^ senn, að 25% af öðrum verðbréfa- og víxlakaup- um félaganna skuli varið á sama hátt. í greinargerð segir, að með þessum ákvæðum svo og öðrum, sem eru í frv., sé gert ráð fyrir, að ríkissjóður fái ráðstöfunar- rétt á 20 millj. króna lánsfé á ári miðað við núverandi lána- starfsemi félaganna, og þar af sé fjörðungur frá líftryggingum. í fyrstu grein frv. er skýrt frá til hvaða tryggingastarfsemi lögin nái ekki, þ. e. almanna- trygginga, lífeyrissjóða, atvinnu leysistrygginga o. fl. I næstu grein eru ákvæði um hvernig líf tryggingar skuli ávaxtaðar, þ. e. í ríkisskuldabréfum, í skulda- bréfum með ríkisábyrgð, í bönk um og sparisjóðum, í skuldabréf um tryggðum með veði í hús- eignum o. fl. í greinargerð segir um þessa grein, að líftryggingar tryggingafélaganna séu hliðstæð Framh. á bls. 9. um ávöxtun fjár trygg- ingafélaga. — Segir þar m. a., að 25% af ráðstöf- unarfé tryggingasjóðs líftrygginga skuli notuð til kaupa á íbúðalána- bréfum Húsnæðismála- stofnunar ríkisins. Enn fremur geti félagsmála- ráðherra ákveðið með reglugerð fyrir eitt ár í Bls. 3 Afmælisviðtal við Jón Leifs. — 4 Hátiðisdagur verka- lýðsins 1. maí. — 6 Síða Heimdallar. — 7 Viðtal við Iistmálar- ann Pétur Friðrik. — 8 Kvikmyndin „Ævin- týrið“. — 9 Grein Gunnars Thor- oddsens fjármála- ráðherra. Veiði- og fiskiræktarfélag stofnað um Elliðavatn og vatnasvæði þess Bændur og aðrir eigendur jarða umhverfis Elliðavatn og jarða, sem Iiggja að þeim ám o • lækjum, sem í það renna, héldu nýlega með sér fund og stofnuðu Veiði- og fiski- ræktarfélag. Meðal þessara aðila er Reykjavíkurborg, sem á þarna jarðir. Formaður félagsins var kjörinn Hjörleifur Hjörleifsson, skrifstofustjóri hjá Rafmagnsveit- unni, en framkvæmdastjóri Einar Sæmundsen, vörzlumaður Heið- merkur. Tilgangur þessa félagsskapar er að friða vatnssvæði Elliðavatns, stofna til silungsræktar í vatninu og koma skipulagi á veiðina þar. Félagsstofnunin var undirbúin í samráði við veiðimálastjóra. Mikil silungsveiði var áður i Elliðavatni, og einnig laxveiði áður en Elliða- árstíflan við vatnið var byggð. Sið an hefir laxi ekki verið hleypt upp í vatnið, og silungsveiðin þar er mjög að ganga til þurrðar, vegna þess að menn hafa veitt í vatninu án mikils eftirlits. Nú á þetta allt að breytast til batnaðar, það er markmið hins nýja félags, og verða seld veiði- leyfi þarna í sumar og eftirlit jafn framt aukið. Hugsanlegt væri síð- ar að koma einnig upp laxaklaki í Elliðavatni. Hólmsá og Suðurá renna í Elliðavatn, og af bæjum á vatnasvæði hess má nefna Vatns- enda, Elliðavatn, Lögberg, Geitháls og Gunnarshólma. Illfært um Húsavík sökum snjóa Stanzlaus hríð hefur inn, nema þær götur, ferðar, og algerlega ófær til Akureyrar, en Vaðla- verið á Húsavík tvo síð- sem ruddar hafa verið. ir litlum bílum. heiði er nú orðin mjög ustu sólarhringana, og Vegir allir í nágrenni Mikið kapp er lagt á þungfær. orðið nær ófært um bæ- þorpsins eru illir yfir- að halda opinni leiðinni Frs. á bis. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.