Vísir - 02.06.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 02.06.1964, Blaðsíða 4
V1SIR . Þriðjudagur 2. júní 1964. Bíó í srnar og haust Þeir, sem .„rikjum hafa ráð- ið“ í elztu kvikmyndahúsum borgarinnar, Gamla Bíó og Nýja Bíó, hafa frá upphafi vega vandað til kvikmyndavals svo sem frekast var unnt á hverjum tíma. Þeir sem muna tíniana þá, er þessi kvik- myndahús voru að taka til starfa, og fylgzt hafa með val- inu sfðan, geta staðfest, að þessari stefnu hafi verið trúlega fylgt. Hafa elztu kvikmynda- húsin í þessu efni verið til fyr- irmyndar eins og þau líka eiga að vera. Og hvað hefir þá Nýja Bíó, næst-elzta kvikmyndahúsið upp á að bjóða á mánuðunum sem framundan eru? Þeirra meðal eru „The cond- emned of Altona“, mynd frá 20th Century Fox, með Sophiu Loren, Maximilian Soheli, Frederic March og Robert Wagner í aðalhlutverkum. Framleidd af Carlo Ponti, en leikstjórn hafði með höndum Vittorio De Sica. í myndinni sem gerð er eftir leikriti Jean Paul Sartre leikur karakterleikarinn heimsfrægi Frederic March iðjuhöld í nú- tíma Þýzkalandi. Hann hefir fengið vitneskju , um, að hann þjáist af ólæknandi krabba- France Nuyen meini, og hefir ásett sér að ganga frá öllu áður en hann deyr. Kveður hann á sinn fund son sinn, ungan lögfræðing, Robert Wagner, en hann er kvæntur leikkonu, sem leikin er af Sophiu Loren. — Sonurinn hafnar tilboði föður sfns um að verða yfirframkvæmdastjóri iðnfyrirtækjasamsteypu hans, og gerir það sumpart vegna jess, að honum er boðið þetta laudia Cardinale og Alain Delon. eins og þeim, sem næstur er til rikiserfða að konungsefni látnu, en eldri bróðir hans hafði beð- ið bana nokkru eftir að hann hafði verið leiddur fyrir strfðs- glæparéttinn í Niimberg. Það var einnig af hugsjónaástæðum, sem Werner vildi ekki taka við starfinu. Og nú kemst kona hans — Joanna — að þvi, að eldri bróðirinn er ekki dáinn, heldur er hann hafður í haldi í húsinu, og er hann vitskertur (leikinn af Maxmilian Schell). Joönnu tekst að vekja traust hans á sér. Af þessum úrdrætti úr inngangi að sögunni geta menn séð, að hér er um efnis- mikla mynd að ræða, sem gefi aðalleikendum mikil tækifæri til að sýna getu s’lna. Sophia Loren og Maximilian Schell fengu Oscarsverðlaunin fyrir leik sinn í þessari mynd, sem var tekin i Hamborg, þar sem sagan gerist. Þá sýnir Nýja Bíó aðra mynd frá 20th Century Fox sem mjög er fræg, „The Leopard", og hlaut hún fyrstu verðlaun — sem „bezta kvikmyndin 1963“ á kvikmyndahátíðinni f Cannes. Hún er framleidd af Goffredo Lombardo, en leikstjórn hafði með höndum Luchino Visconti. Kvikmyndin er gerð eftir samnefndri sögu Giuseppe di Lampedusa, en það þótti bók- menntaviðburður, er sagan kom út 1958. Hún er sögulegs efnis. Ságan varð metsölubók — en það er vanalega eitthvað annað en bókmenntagildi, sem er undirstaða metsölu — en í þetta skipti fór þetta saman. Sagan gerist á Sikiley og fjallar um langa-langafa höfundar, sem sjálfur er Sikileyjarprins og lýsir því, er afinn, stórlynd- ur og stoltur aðalsmaður verð- ur að lftillækka sig fyrir mið- stéttarfólkinu, á tfma samein- ingar Italíu. Með aðalhlutverk fara Burt Lancaster, hin fagra ítalska leikkona Claudia Cardinale og franski leikarinn Alain Delon. Þá er að geta kvikmyndar Sophia Loren og Maximilian Schell. innar „Adventures of a young Man“, sem gerð er eftir sögu Hemingway’s, um Nick Adams, sem sumir telja að sé ævisaga höfundar. Hún hefst f Wiscon- sin, en gerist vfðar, á tíma fyrri heimsstyrjaldar. Á heimssýningunni í Seattle var myndin valin „bezta mynd ársins 1962“ og valin fyrst af öllum bandarískum myndum á tékknesku kvikmyndasýning- inguna. Margt ágætra leikara kemur fram í myndinni ,en með aðalhlutverk fara Richard Beymer og Diane Baker. Af léttara taginu er kvik- mynd Rodgers og Hammerstein „New State Fair“ eða „State Fair“ — í nýrri útgáfu — söngva- og gleðimynd með Pat Boone og Bobby Darin í aðalhlutverkum. Kvikmyndin „SATAN NEV- ER SLEEPS" gerist er komm- únistar hafa vaðið yfir Kína og kvik,. myndir náð þar öllu á sitt vald. í myndinni leikur William Holden írsk-bandarískan klerk, sem ætl- ar að bjarga sléttarbróður (sem leikinn er af Clifton Webb), er fögur kínversk stúlka verður á vegi hans, leikin af France Nuyen, efnismikil og vel leikin mjmd, gerð eftir sögu Pearl S. Buck. Rúm leyfir aðeins að nefna að þessu sinni: „Les Freres Corses“, með Andreo Nazzari og Emmu. Laniel f aðalhlutverk um, gerð eftir sögu Alexander Dumas og „Doucc Violence" með Elke Sommer, Pierre Brice, Vittoria Prada og Christ- ian Pezey í aðalhlutverkum og af sumum talin engu síðri en La Dolce. Seinast en ekki sfzt ber að nefna „THE LONGEST DAY“, sem hlaut „Laurel- verðlaunin 1963“, Leikendur Richard Burton, Henry Fonda, Peter Lawford, Robert Mitchum og John Wayne. Fjallar um innrás bandamanna í Normandí — er „sagan um D-dag“. kvik 1 H kvik myndir[ EBJMÍ mvndir kvikl myndir| kvik myndir kvik myndir kvik £$^fflW.mynri,rjkí ’V :;.uiynd:r Nýskátamerkiá24. vormóti Hraunbúa Hlutafélag <ar ísl. verzlun / USA í tilefni þess að dagana 4.—7. ' júní n.k. verður haldið 24. Vormót skátafélagsins Hraunbúar i Hafn- : firði, sem jafnframt verður fyrsta i Frumbyggjamótið, að Höskuldar- i völlum skammt frá fjallinu Keili í á Reykjanesskaga, verður höfð þar I um hönd af skátum sérstök þjón- usta um flutning á bréfum og kort- um frá mótinu. Að þessu tilefni hafa verið gefin i út sérstök skátamerki sem verðá til sölu á mótinu og fyrir það. Er þarna um að ræða merki í bláum og grænum lit með mynd móts- merkisins. Er upplag hvors merkis ■ aðeins 2.500. Auk þessa hafa verið gefin út ; sérstök kort með mynd af Keili 1 og áletruninni „Póstlagt á Vormóti Hraunbúa 1964“. Er þar aðeins um að ræða 1500 númeruð kort. Er ekki nokkur vafi að safnarar munu færri fá en vilja a.m.k. kortin. Hafnarfjarðarlögreglan hefur handtekið 5 unglingspilta, sem brotizt höfðu inn og stolið ýmis konar verðmætum aðfaranótt sJ. laugardags. Höfðu tveir þessara pilta brotizt inn í Bæjarbíó í Hafnarfirði og stolið verðmætum sem nema um 3 þúsund krónum. Þrír aðrir piltar fóru sömu nótt um borð í m.b. Guðrúnu og stálu þar sjónauka og rakettum. Lögreglan handsamaði alla þjóf- Skátar munu síðan sjá um flutn- ing á þessum pósti sem kynni að verða afhentur á bréfhirðing(t mótsins til næstu póststöðvar þar sem hann verður stimplaður og sendur áfram til móttakenda. Þetta er í fyrsta skipti er gefin eru út sérstök vormótamerki og sérstök póstkort gefin út og þjón- usta veitt við flutning þeirra, af skátum. Merkin og kortin verður hægt að fá keypt fyrir mótið í Skátabúð- inni við Snorrabraut og Frímerkja- miðstöðinni Týsgötu 1. ana, 5 að tölu skömmu sfðar og er mál þeirra enn í rannsókn. Piltarnir eru á aldrinum frá 16 ára til tvítugs. Þá hefur Hafnarfjarðarlögreglan tjáð Vfsi að framhald sé á skemmdarverkum á sumarbústöð- um í Mosfellssveit. M.a. höfðu verið unnin mikil spjöll á sumar- bústað skammt frá Lögbergi með grjótkasti. Engu hafði verið stolið, aðeins skemmdarfýsn ráðið aðgerð- um. Nýútkomið hefti af íslenzkum iðnaði skýrir frá því, að stofnað hafi verið hlutafélag um íslenzka verzlun í New York. Eins og Vísir hefur áður skýrt frá hafa iðnrek- endur hug á því að koma á fót verzlun f New York með íslenzkar iðnaðarvörur. Hafa 17 iðnfyrirtæki stofnað hlutafélag um málið og nefnist það „Icelandic Arts and Crafts“. Islenzkur iðnaður skýrir frá því, að tveir menn hafi farið vestur um haf til þess að athuga möguleik- ana á því að fá húsnæði leigt fyrir umrædda verzlun. Voru það þeir Ásbjörn Sigurjónsson forstjóri, Áiafoss, og Kristján Friðriksson, forstjóri Ultima, er fóru vestur þessara erinda. Ræddu þeir við allmarga aðila í New York um húsnæði. Verð á þvi er mjög hátt, eða iy2— 2y2 milljón kr. á ári leigan. Greiða verður hálft ár fyrirfram og banka- ábyrgð fyrir tveggja ára greiðslu er skilyrði fyrir því að samningur um leiguhúsnæði fáist. Munu fulltrúar hins nýstofnaða hlutafélags hafa rætt við íslenzka banka undanfarið um ábyrgð en ekki mun hafa fengizt niðurstaða í þær viðræður enn. TUNÞÖKUR BJÖRN R. EÍNARSSON 'SÍMÍ 2.085G __t. •. -iif ' .**► e i' '" I Fimm þjéfar teknir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.