Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIR . Þriðjudagur 2. júní 1964.
Byggingarþjónusta arkitekta
Fyrir um það bil 30 árum
var rituð grein í Vísi um
byggingarmál og þeirri hug
mynd komið á framfæri, í
fyrsta skipti opinberlega hér
á landi, að stofnað yrði í
Reykjavík þjónustufyrirtæki
fyrir almenning og iðnaðar-
menn f byggingariðnaði.
1 5 ár hefur slík stofnun
verið starfrækt hér í Reykja-
vík af Arkitektafélagi Is-
lands og heitir Bygginga-
þjónusta A.t
Byggingaþjónusta Arki-
tektafélags Islands hóf starf
semi sfna 18. aprfl 1959 að
Laugavegi 18a.
Hugmynd arkitekta, með
stofnun og starfrækslu Bygg
ingaþjónustunnar er að
stuðla að eðlilegri þróun í
byggingarmálum      lands-
manna með því að hafa á ein
um og sama stað stöðuga sýn
ingu  á  sem  fjölbreyttustu
úrvali byggingarefna og upp
lýsinga, og standi fyrir hvers
konar kynningu nýrra efna,
byggingartækja, tækni og
byggingaraðferðum.
Kvikmyndasýningar og fyr
irlestrar hafa verið á vegum
stofnunarinnar í Reykjavík,
Akureyri, Akranesi. Hafnar-
firði. Isafirði, Keflavík, Sel-
fossi  og  Vestmannaeyjum.
Fyrirlestra hafa flutt þeir
Gústaf E. Pálsson, borgar
verkfræðingur, Haraldur Ás-
geirsson verkfræðingur og
Jóhannes Zoega hitaveitu-
stjóri Reykjavíkurborgar.
Bekkjadeildir úr ýmsum
skólum hafa heimsótt Bygg
ingaþjónustuna og er t.d. fast
ur liður hjá Iðnskólanum í
Reykjavík.
Um síðustu áramót flutti
Byggingaþjónusta A.í. í nýtt
og stærra húsnæði að Lauga-
vegi 26 III. hæð. 1 þessum
Ólafur Jensson fulltrúi, t. v., lelðbeinir tveim viðskiptamönnum.
nýju húsakynnum hefur skap
azt betri aðstaða til aukinn-
ar kynningarstarfsemi í rúm-
Hluti af sýningarsalnum. Fremst má sjá vörur framleiddar að Reykjalundi.
góðum og björtum fundarsal
sem auk þess gefur mögu-
leika til að halda hvers konar
sérsýningar
1 stjórn Byggingaþjónust-
unnar hafa verið arkitektarn
ir Gunnlaugur Halldórsson,
sem hefur verið formaður,
Gísli Halldórsson og Gunn-
laugur Pálsson — Á síð-
asta aðalfundi baðst Gísli
Halldórsson eindregið uridan
endurkjöri vegna anna og var
Jörundur Pálsson arkitekt
kjörinn í hans stað.
Framkvæmdastjóri hefur
verið frá upphafi Guðmund-
ur Kr. Kristinsson arkitekt
en Ólafur Jensson hefur ver
ið fulltrúi Byggingaþjónust-
unnar og sá sem annast hef-
ur daglegan rekstur hennar
og fyrirgreiðslu.
Vísir hóf að birta greinar
um byggingarmál á sl ári f
samvinnu við Byggingaþjón-
ustuna og verður væntanlega
haldið áfram á þeirri'braut.
Afli Breta við ís-
land sami og fyrir
12 m landhelgina
1 ársskýrslu Félags Lrezkra
togaraeigenda kemur fram að á
síðasta ári var meir en íielming-
ur úthafsveiða Breta stundaður
á fslandsmiðum. Fiskveiðar
skipa félagsins námu í fyrra
169.700 tonnum og er það svip-
að aflamagn og brezku togararn
ir veiddU á Islandsmiðum 1957,
árið áður en landhelgin var færð
út f 12 mllur. Sýnir þessi stað-
reynd að 12 mílna útfærzlan hef
ir ekki valdið Bretum þeim
skakkaföllum sem þeir sjálfir
bjuggust við.
Skýringin er að vísu að
nokkru fólgin í því að nú veiða
fleiri brezkir togarar hér við
land en áður. Eru margir tog-
aranna hættir veiðum í Norður-
sjónum og við Skotland og farn
ir að veiða við ísland. Stærstu
togararnir veiða nú einnig á Is-
landsmiðum. Er það að nokkru
leyti vegna minnkandi afla á öðr
um miðum, t. d. við Bjarnarey í
Hvltahafi.
Samanlagður afli allra brezku
togaranna var 1963 alls 406 þús.
tonn. Er það heldur minna afla
magn en árið 'áður. En aflinn
varð hins vegar heldur verð-
meiri vegna hækkaðs fiskverðs.
Ýsumagnið var fjórðungi minna
en 1962 en flatfiskmagnið meira.
Judy Garland hættu-
lega sjúk í Hong Kong
Bandaríska sðngkonan heims-
fræga Judy Garland liggur lífs-
hættulega veik 1 sjúkrahúsi í Hong
kong. 1 NTB-frétt í gær var sagt,
að hún hefði verið meðvitundar-
laus í 20 klukkustundir.
Hún var flutt f sjúkrahúsið af
völdum hjartabilunar. Eins og getið
Judy Garland
var 1 grein um kvikmyndir, sem
birt var í blaðinu í gær, fór Judy
nýlega misheppnaða söngför til
Ástralíu, og var hrópuð niður, og
mun ekki hafa náð sér síðan.
Judy er tilfinninganæm kona, sem
mjög hefir mætt á, eiturlyf hafa
reynst henni hættuleg, og oft hefir
hún verið 1 öldudalnum, en jafn-
oft hafið sig upp svo að undravert
þykir, en nú mun hafa syrt í ál-
inn meir en nokkurn tíma fyrr.
^HAPPDRŒTTIj
m
VÖRÐUR
Skrifstofan f Sjálfstæð-
ishúsinu opin f dag frá
kl. 9-22. Sími 1-71-04.
AuðveldiS uppgjör f
hnattferðarhappdrætt-
inu með því að gera skil
f dag eða sem allra
fyrst.
Ls^tf5I£iílL§Ei2EySS.|Ns.j
'JTTJBll
0 Þögn Tímans.
Tfmanum er verðbólgan
mjög hugstæð þessa dagana. Á
eitt drepur blaðið þó ei, held-
ur þegir sem vandlegast um:
upphaf verðbólguskriðunnar
eftir að viðreisnin tók völdin.
Þá hafði verðbólgan verið sett
niður, þar til „svikasamning-
arnir" svonefndu voru gerðir
á Akureyri vorið 1961. Hver
gerði þá kauphækkunarsamn-
inga, fram hjá samtökum
vinnuveitenda og í fullri vit-
und þess að verðbólguskriðan
mundi hefjast á nýjan leik?
Það voru engir aðrir en SlS
forkólfarnir á Akureyri, sem
jafnframt eru framsóknarfor-
ingjar staðarins. Til þeirra má
rekja orsakir ófarnaðarins síð
ustu misserin. En auðvitað
stendur ekki einn stafur um
það í Tímanum.
£ Húsnæðisleysi
að gróðalind.
. í síðasta blaði íslendings á
Akureyri segir:
„í nýlega liðnum útvarpsum
ræðum um almenn stjórnmál,
einskonar eldhúsdagsumræður,
komu margar fáránlegar kenn
ingar og staðhæfingar fram t
hjá stjórnarandstöðunni, svo
sem flestir er hlýtt hafa á,
munu minnast. Einn ræðu-
manna, Geir Gunnarss., taldi
aukna vinnu sem kjarabót vera
blekkingu. Þessi ungi maður
hefði átt að vera uppi á Fram-
sóknarstjórnarárunum 1934—
'37 og sækja þá vinnumarkað.
Það er mjög lítið á því að
græða fyrir hlustendur að
senda unga menn i útvarpið til
að tala um lífskjörin f dag,
því að þeir eiga engan saman
burð aftur í tímann.
Oss minnir að sami maður
ympraði á þvf, að vissar stéttir
í landinu gætu nú gert húsnæð
isleysið að gróðalind fyrir
sjálfa sig. Mun hann hafa átt
við leigu  íbúðarhúsnæðis.
Nú vitá allir landsmenn, að
þess eru sárafá dæmi í seinni
tíð, að menn ráðist í bygg-
ingar íbúða til að leigja úr.
Smáfbúðirnar, sem efnt var
til að forgöngu Sjálfstæðis-
manna fyrir meira en áratug,
voru spor í þá átt, að sem
flestir ættu sitt húsnæði sjálf-
ir. Enn þann dag í dag er
svo mikil eftirspurn eftir lóð-
um til slíkra bygginga, að eng
in leið er að fullnægja þeim,
og það jafnt fyrir það, að með
hverju ári sem líður er erfið-
ara að afla nauðsynlegs láns-
f jár til slíkra átaka. 1 stað þess
að verulegur meirihluti alþýðu
fólks bjó fyrir fjórðungi aldar
í leiguhúsnæði, hefur nú veru-
legur hluti þess komið upp
sínu eigin húsnæði, byggðu við
þess hæfi og að mörgu leyti
eftir þess fyrirsögn, en þeir,
sem ekki hafa farið þá leið-
ina, eiga erfitt með að fá þak
yfir höfuðið, vegna þess, hve
fáir byggja íbúðir til útleigu.
Málflutningur ræðumanns um
þetta efni er þvf firra ein".
<amȣr*M
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16