Vísir - 02.06.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 02.06.1964, Blaðsíða 8
V1SIR . Þriðjudagur 2. júnl 1964. VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði. I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f. __________ Draumarnir rættust ekki f « \Jinningargreinarnar um Nehru eru nú að hverfa af síðum heimsblaðanna, og því er tilefni til að staldra við og hugleiða hvert var lífsstarf hans. Ekki leikur á iveimur tungum, að hann var mikilhæfur og einbeitt- ur stjórnmálaskörungur. Hátindi ævistarfs síns náði .íann þann dag sem Verkamannaflokksstjórnin brezka veitti Indlandi sjálfstæði að lokinni heimsstyrjöldinni. Hann hafði reynzt hinn ágætasti foringi í sjálfstæðis- baráttunni og verðugur arftaki Mahatma Gandhis. En á Nehru sannaðist það. að auðveldara er að vera í andstöðu, sækja til sjálfstæðis með sameinaða þjóð gegn erlendum fjandmanni, en vinna-orustur friðsam- egrar uppbyggingar. Þau tæpu tuttugu ár, sem Nehru síýrði frjálsu Indlandi, tókst honum ekki að láta draum ana rætast. Honum mistókst stærsta ætlunarverk sitt, bað ætlunarverk, sem hungur og harðræði ófrelsisár- anna hafði réttlætt: að leiða Indverja inn í öld fram- fara og friðar. '^ehru vann lokaorustuna við Breta, en hann tapaði ■eirri orustu, sem háð er daglega í hverju indversku borpi við hungur, fáfræði, hleypidóma og volæði. Hann kildi við ríki, sem enn situr í miðaldahlekkjum. Sú lálfshugar samblanda sósíalisma og landföðurstjórn- ar, sem hann kom á í Indlandi, hefir ekki megnað að útrýma sárustu fátæktinni úr landinu, hvað þá að iðn- /öeða það. Að vísu voru verkefnin ægistór, sem hann stóð andspænis og hleypidómar hluti hjartablóðs þjóð- arinnar. Því á Nehru sér eina afsökun. En megi sú saga verða arftökum hans að lexíu. f utanríkismálum mistókst Nehru meginverkefni sitt. Tveimur árum fyrir dauða sinn sá hann hugsjón sína um hlutlausan heim, þriðja aflið. hrynja til grunna undan fallbyssukúlum manna Maos í Himalayaf jöllum. Enginn maður var ótrauðari talsmaður hlutleysisins en hann og liðþjálfi hans, ofstækismaðurinn Krishna Menon. En Nehru gerði þá reginskyssu, sem svo marg ir aðrir mætir menn, að halda andstæðinginn jafn göf- ugán og sjálfan sig. Hlutleysisstefna Nehrus varð því indversku þjóðinni bitur kaleikur, sem hún reyndar hefir ekki enn bergt í botn. En eitt gott hefir hún þó haft í för með sér. Skipbrot hennar hefir sýnt öðrum þióðum skýrar en fyrr, hver tálvon hlutleysið er á al- Þjóðavettvangi. Og það er nokkur fengur. Digrir gjaldeyrissjóðir Xímanum finnst það afar merkilegt að erlendar skuld- ir-skuli hafa aukizt um 350 millj. króna á sex árum frá 1958- er vinstri stjórnin gafst upp við að stýra þjóðarskútunni. Hitt væri alvarlegra, ef gjaldeyrissjóð- irnir hefðu tæmzt, eins og var orðið á tíma vinstri stjórnarinnar. Hún skildi þannig við, að árið eftir brott- för hennar var gjaldeyrisskuldin 54 milljónir. Nú á þjóðin hins vegar meir en milljarð króna í gjaldeyris- sjóðum sínum. Það talar sínu máli um stjómarstefnu síðustu ára. Þann 15. maí s. 1. skrifaði listdómari Vísis, Kurt Zier, skólastjóri Handíðaskólans, grein hér í blaðið um Vorsýn- ingu Myndlistarfélagsins, sem haldin var í Listamannaskál- anum. Svo brá við, að formaður félagsins, Finnur Jónsson, greip til hins sjaldgæfa ráðs að svara umsögninni um Vorsýning- una. Var grein hans slíkt samsafn fúkyrða og siðleysis, að sjaldgæft er, sem betur fer, í íslenzkri blaðamennsku. Fann hann listdómara Vísis það þar m. a. til einna mestrar for- áttu, að „hann, útlendingurinn, sem ekki einu sinni hefur islenzkan borgararétt, leyfir sér að hafa í hótunum við Mynd- Iistarfélagið“. Hótanirnar, sem Finnur Jónsson virtist hafa lesið út úr grein Kurts Zier, voru ekki aðrar en þær, að dæma sýninguna síður lofsverða en Finnur Jónsson gerði. Bróðir Finns, Ríkarður, ásamt fimm mönnum öðrum, ráð- ast síðan nýlega fram á ritvöllinn í Tímanum vegna grein- arinnar og undrast Ríkarður, eins og bróðir hans, „að velmeð- farinn útlendingur sem hér hefur leitað húsa æ oní æ, skyldi dirfast að koma fram með þetta rætna orðagjálfur um ís- lenzka list og listamenn". Þannig bregðast tveir þeirra manna sem þátt tóku í sýningunni, við málefnalegri grein Kurts Zier. Enginn má skrifa um íslenzka list nema hann sé ís- lenzkur! Sem betur fer eru slík frumhlaup fágæt í íslenzk- um menningarheimi og bera órækan vott um það á hvaða þroskastigi þeir menn standa í umræðum um listir, er til slíkra vanmáttarvopna grípa. Kurt Zier hefir sent Vísi stutta grein í tilefni þessara skrifa, og birtist hún hér á eftir. jþyrlað hefir verið upp miklu moldviðri ásakana og mis- skilnings vegna greinar minnar um Vorsýningu Myndlistarfé- lagsins hér f Vísi 15. mai sl. Ég vil aðeins drepa hér á þau þrjú atriði sem mér virðast máli skipta í þessum skrifum. o Satt er að ég forðaðist I gagn- rýni minni um vorsýningu Mynd listarfélagsins að skilgreina ein- stök listaverk og leggja dóm á þau. Að þvi er listræn gæði þeirra verka snertir sem voru á sýningunni — (grein mín náði ekki til annars) — undirstrik- aði ég það er ég sagði um sýn- ingu sama félags í fyrravor. Þá skrifaði ég: „Vandamál Mynd- listarfélagsins virðist þannig vera á hvern hátt beri að sam- ræma frelsið og kröfur til gæða. Ef slík krafa til listræns kvalit- ets er ekki höfð í hávegum hrörna gæðin æ meira". Það hefur nú komið í ljós á vorsýningunni að svo hafi far- ið. Margir eru á sömu skoðun og ég, meira að segja hefur þekktur listamaður, er tók sjálf- ur þátt 1 sýningunni, tjáð mér að hann væri mér hjartanlega sammála. Fyrir kurteisissakir forðaðist ég að nefna einstök nöfn. Ég spyr: Ef hópur mynd- listarmanna virðir þráfaldlega að vettugi kröfur um listræn gæði, hvernig getur hann þá reiðst því, að honum sé vottuð sú staðreynd? © Þetta leiðir hins vegar af sér annað vandamál, sem ég vil gera nánar gréin fyrir. Margir hverjir eru söngelskir menn og raula l'ag sér til gamans. Þeim dettur þó ekki í hug að heimta Háskólabíóið svo að almenning- ur fari ekki á mis við „list“ þeirra. Músiksmekkurinn virðist vera á of háu stigi til þess að slíkt gæti gerzt. Því er þetta ekki sjálfsagt þegar um mynd- list er að ræða? Margir liverjir hafa gaman af að leika sér með liti og er þeim það vel unn andi. Öðru n*áli gegnir þó þegar þessir áhugamenn — sennilega í nafni frelsis og jafnréttis — þykjast eiga heimtingu á að sýna dægrastyttingu sína í Listasafni íslands (Bogasal) og á aðalkrýningarstað borgarinn- ar — eða ef áðurnefnt gæðaaf- sal veitir þeim fyrirhafnalausa inngöngu í viss félög. Um þetta verður ekki deilt, að hve^ og einn megi sýna eins oft og eins mikið af verkum sínum og hann kýs, en þó ekki að óverðskulduðu á þeim stöð- um sem þjóðfélagið hefur kom- ið sér upp til að kynna það sem af ber í myndlist. Hér er vanda- mál sem þarí að leysa. Tónlist- ar- og leiklistarmenningin hafa sýnt fram á það hvernig hægt er að finna lausn á því máli. Mikil bót væri, ef sýning, eins Eins og alkunna er hefir niik- ii mannekla verið á togurunum lengi að undanförnu. Hefir svo rammt að því kveðið að sum- um þeirra hefir verið lagt, m.a. af þeirri ástæðu. Reynt hefir verið að fá Færeyinga til starfa á skipunum, og eru þeir all- margir við störf á togurunum, en þeir leysa samt ekki vand- ann að fulíu. Nú er Útgerðarfélag Akureyr- inga að athuga hvort ekki reynist unnt að fá Skota til starfa á togurum Otgerðarfé- lagsins. Akureyrarblaðið íslend- MYNDLIST og Myndlistarfélagið hélt 1 vor, væri þegar frá upphafi auglýst sem „júrý-frjáls“ (án dómnefnd ar). Mundi það forða frá mis- skilningi og f jarlægja þann grun að hér sé krafizt meira en verk- in réttlæta. © Milli þess gamla og þess nýja meira að segja f brennidepli allra hugsanlegra stefna, felst verðandi nýs listskilnings. Al- þýðumaðurinn stendur á vett- vangi milli afla sem ýmist draga hann að eða hrinda hon- um frá sér. Eins og Páll Kolka segir, verður alþýðumaðurinn — frjáls og sjálfbjarga — að gera upp á milli þeirra afla til að öðlast skilning á list og menn- ingu síns tíma og á sjálfum sér. Traust á „innri frumskynjun líkt og barn“ mætti þar koma að góðu gagni, en meira finnst mér máli skipta, að hann megi njóta liðveizlu og aðstoðar þeirra stofnana, sem þjóðfélagið kem- ur sér upp í því skyni. Það eru söfn og forstöðumenn þeirra, skólar, kennarar, fræðimenn, rithöfundar, tímarit, bækur, ekki sízt dagblöðin og kannski jafn- vel — gagnrýnendur. Munu menn sammála um það, að sam- starfi allra þessara aðila sé á- bótavant. Eins og raun ber vitni tekst það misjafnlega. Fari hins vegar svo, að öfl séu að verki, sem með níði eða smjaðri — eða blátt áfram af þekkingar- leysi villa mönnum sýn, þá verður þessi vettvangur áfram í sömu órækt og nú er. í umdeildri grein minni geri ég ekki annað en að vísa á bug því tilkalli eins aðila, að hann túlkaði einn anda sfns tíma og setti svip á hann. Læt ég svo menn dæma um hvort það hafi verið /ívirðileg árás á ís- lenzka list og menningu — jafn vel á sólskin og fegurð þessa lands. ingur skýrir frá því á föstudag- inn að l'ígerðarfélagið sé að láta kanna hvort unnt muni að fá sjómenn frá Aberdeen til starfa á togurunum, en í Aber- deen ríkir nú atvinnuleysi. fiíun skozkur maður, sém vann við Hótel Akureyri, grennslast fyr- ir i þetta fyrir Otgerðarfé- lagið. Það hefir hins vegar síð- ar gerzt að taugaveiki er korn- in upp í Aberdeen og mun það væntanlega hafa þau áhrif að ráðningu sjómanna þeðan til Akureyrar verður frestað uni óákveðinn tíma. / Kurt Zier Skozkir sjémenn á Akureyrartogara?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.