Vísir - 02.06.1964, Blaðsíða 11

Vísir - 02.06.1964, Blaðsíða 11
/ 5HE IS PYINS, MR. KIRBY, EXACTLY AS SHE ^ PE5ERVES TO PIE p" FOR PARINS TO . PEFY ME/ V1SIR . Þriöjudagur 2. júnl 1964. fyrir hálfri öid“ eftir Bar- böru Tuchmann, IV. 22.30 „Kysstu mig Kata,“ lög úr söngleik eftir Cole Porter. 23.15 Dagskráríok. Sjónvarpið Þriðjudagur 2. júní 16.30 Tennessee Brnie Ford show 17.00 Encyclopedia Britannica 17.30 Wonderful World of Goif 18.30 Alumni Fun 19.00 Afrts news 19.15 The Telenews Weekly 19.30 The Dick Powell Theater 20.30 The Jimmy Dean show 21.30 Combat 22.30 Science Fiction Theater 23.00 Afrts Final Edition News 23.15 The Bell Thelephone Hour Tilkynning Frá menningar og minningar- sjóði kvenna: Á þessu ári hafa sjóðnum borizt eftirtaldar gjafir: Til minningar um Guðrúnu Jóns- dóttur Þrándarstöðum kr. 1500, frá dóttur hennar. Til minningar um Guðrúnu Sigurðardóttur frá Stokkseyri kr. 2500 frá eigin- manni hennar og dætrum. Til minningar um Jóhönnu Kr. Briem kr. 10.000 frá börnum hennar. Til minningar um Guðrúnu Tómas- dóttur og Sigríður Benediktsdótt ur kr. 10.000, frá Gunnari Stef- ánssyni stórkaupmanni. Auk þess hefur borizt til viðbótar við fyrri minningargjafir. Til minning- ar um Kristínu Stefánsdóttur Ás- um kr. 1000, frá Guðrúnu Guð- jónsdóttur. Til minningar um El- ínu R. Briem Jónsson kr. 10.000 frá nokkrum systkinabarnabörn- um hennar. Miruiingarspjöld Minningarspjöld Kvenfélags Nes- kirkju fást á eftirtöldum stöðum: Verzl. Hjartar Nilsen, Templara- sundi. Verzl. Steinnes Seltjarn- arnesi, Búðin mín, Víðimel 35 og hjá frú Sigríði Árnadóttur, Tóm- asarhaga 12. leikið sér að því að selja 100 eintök á dag), Þröstur Hjörleifs son (9 ára,— hann var þeirra þöglastur). — Sérlegur ambassa dor frá Vísi beið sölumannanna á afgreiðslunni í Ingólfsstræti — það var Steinþór Haraldsson, sonarsonur Steinþórs Guðmunds sonar kennara. ,,Er gaman að búa hérna?“ spurði Gunnar Þórgrétarson, áð- ur en þeir stigu upp í bilinn. (Hann átti við Reykjavík). Þessu var ekki hægt að neita. Þeir létu vel af sölu Vísis í Vestmannaeyjum kváðu seljast þar 400 eintök daglega, þegar bezt léti. Þeim var boðið í skemmti- akstur um borgina, og virtust hrifnir af ýmsu. Þeir snæddu há degisverð i Múlakaffi undir hand leiðslu SteinþórS, og kl. 3 um daginn sáu þeir „Mjallhvít" í Þjóðleikhúsinu. Um kvöldið flugu þeir heim til sín. Spáin gildir fyrir miðvikudag- ínn 3. júní . Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Reyndu að vinna bug á uppgjafar tilfinningu, sem oft fylgir morgunstundunum. Forð- astu sjálfsmeðaumkun. Þú get- ur leyst vandamálin með því að einbeita huganum að þeim. Nautið, 21 aþr'íl til 21. mal: Þú virðist hafa nokkrar áhyggj- ur út af fjármálunum eða efna- hagsmálunum fyrri hluta dags- ins. Þú ættir að ræða við kunn- ingjana, því þeir kynnu að verða þér að íiði. Tvíburarnir, 22. mai til 21 júní: Þú kynriir að þurfa að leysa af héndi einhver verkefni varðándi foreldra þlna, eldri per sónu eða yfirmann. Gerðu þetta eins vel og þér er unrit. Krabbinn, 22 júní til 23, júlí: Þér er talsverð varúðar þörf í samskiptum þínum við hitt kyn- ið og fólk í áhrifastöðum. Góð- ar fréttir í vændum er kvölda tekur. Ljónið, 24 júlí til 23 ágúst Þú kynnir að lenda I erfiðleik- um í samskiptum þínum við fólk yfirleitt. Gefðu nánar gæt- ur að fjármálunum, sérstak- lega ef þú átt útistandandi skuldir. Meyjan, 24. ágúst til 23 sept.. Þér er n-,uðsynlégt að sýna ein- arðleika við framkvæmd þeirra skyldna sem þú þatjft að leysa af hendi í dag. Vertu samtaka félögum þínum síðar; hluta dagsins. Vogin, 24. sept ti) 23. okt.: Talsverð áherzla er á málefni varðandi vinnustað þinn og at- vinnu yfirleitt. Þú ættir ekki að ieita eftir greiðasemi hjá öðr- um fyrri hluta dagsins. Drekinn, 24 okt til 22. nóy.: Talsverðar hindranir vérðá á vegi þínum í dag við að ná því markmiði, sem þú stefnir að. Afstöðurnar góðar til skemmt- ana eða tómstundaiðju er kvölda tekur. Bogmaðurinn, 23 nóv. til 21 des.: Talsverðar horfur eru á að spenna ríki á sviði heimilis ins og fjölskyldunnar fyrri hluta dagsins, en þér ætti að reynast kleift að koma málun- um á réttan kjöl síðar. Steingeitin. 22 des ti) 20 jan.: Ýmsar blikur eru á lofti í dag og erfitt að átta sig á hvað framundan er. Þú ættir að geyma samræður við aðra eða samskipti þangað til síðari hluta dagsins. Vatnsberinn, 21 jan til 19 febr.: Þér er nauðsynlegt að gæta nokkurrar varúðar í með- ferð þinni á fjármunum og eign um. Fiskarnir 20 febr ti) 20 marz: Afstöðurnar benda til nokkurrar spennu heima fyrir fyrri hluta dagsins. Þú ættir að bíða þangað til síðari hluta dags ins með ákveðnar aðgerðir. Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni, ungfrú Amdís Ellertsdóttir og Mats Wibe Limd yngri. Mats Wibe Lund er íslenzkum blaðales- endum af góSu kunnur fyrir fjölmargar fróðlegar og skemmtilegar greinar sem hann hefur ritað í Vísi. Hann hefur og ritað margar grein- ar um ísland í erlend blöð og haldið fyrirlestra um landið. Myndina af brúðhjónunum og tengdafólki tók ljósm. Vísis I.M. Á henni eru frá vinstri foreldrar brúðarinnar Ellert Magnússon og Anna Ársælsdóttir. Þá era brúð- hjónin, Arndfs og Mats og svo foreldrar brúðgumans: Edit og Mats Wibe Lund eldri. ■; Stórt bandarískt fyrir- tæki, sem framleiðir fána, jltók eftir því að flutningurinn í til Liberiu hafði vaxið lygi- I" lega mikið. Málið var auð- N vitað rannsakað, því að það ■; var eingöngu „stars and :■ stripes" (ameríski fáninn), \ sem menn vildu. Og það I; kom í ljós, að í þessu afri- ;■ kanska lýðveldi, var það •: kömið í tízku að nota fán- ann fyrir sæng. Og enginn J maður með nokkra virðingu ■' fyrir sjálfum sér, svaf með % annað en „stars and strip- í; es.“ Og nú eru menn að velta því fyrir sér hvort ■: þetta sé móðgun við fán- :■ ann eða ekki. Á augardaginn var komu þrjár litlar skyttur með flugvél- inni Gljáfaxa frá Vestmanna- eyjum til Reykjavíkur. Þetta voru sölumerin Vísis í Eyjum, í kurteisisheimsókn til Reykja- víkur. Þeir stigu út úr vélinni, stífpússaðir, með Tyrolhatta og á blankskóm, enda orðnir auð- ugir á því að selja Vísi nú í ár. Maður frá blaðinu var staddur af hendingu á vellinum, þegar þremenningarnir komu og tók þessa mynd af þéim. Talið frá vinstri: Gunnar Þórgrétarsson (11 ára — sem hefur gaman af bíómyndum og frímerkjum). Stefán Jónsson (10 ára — hefur Það var í litla franska bænum. Bóndi nokkur kom út úr kirkjunni. og þegar hann gekk framhjá „betli- bauknum" lét hann fimm franka seðil í hann. Prest- urinn tók eftir þessu og sagði: — Vinur minn, það er auðséð að þú ert að hjálpa einhverjum ættingja út úr hreinsunareldinuni. Bóndinn leit hugsandi á sálusorgarann. — Erað þér vissir um að hann muni losna úr eldinum fyrir þetta? spurði hann. — Al- veg viss, svarar presturinn. - Hmm sagði bóndinn. Vilduð þér þá gera svo vel að Iáta mig hafa pening- inn til baka. i by stekkur að hlið hennar rýpur á kné. Hreyfðu þig ekki, Penni, skipar hann. Púlsinti er veikur, segir hann við glæpa- manninn. Hvað kom fyrir hana? Hún er að deyja, svarar hinn glottandi. Eins og hún á líka skil ið fyrir að reyna að svíkja mig. Nú er alltaf verið að draga fram í dagsljósið gamlar Chaplin myndir og í því sambandi væri ekki úr vegi að rifja upp gamla sögu um Chaplin. Hann var einu sinni spurður um hvemig hann gæti hugsað sér að vera alltaf á bíó á kvöldirí eftir að vera búinn að eyða löngum þreytandi degi í kvikmyndaverinu. Og Charlie svaraði. — Það er nú einföld skýring á því, kvikmyndahúsin eru eini staðurinn á þessari jörð, þar sem maður getur séð það undur gerast, að kona opnar munninn án þess að tala.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.