Vísir - 06.06.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 06.06.1964, Blaðsíða 1
VÍSIR 54. árg. - Laugardagur 6. júní 1964. - 127. tbl. TJALDBORG RIS SUNN- AN HAFNARFJARÐAR Það var óðum farið að fjölga í gær í skátabúðunum miklu á Höskuldarvöllum fyrir sunnan Hafnarfjörð. Fréttamaður Vísis var staddur þar í gær og fylgdist með því þegar verið var að reisa þar tjöld og smámsaman mynd aðist þama heil borg úr tjöld- um, — eins konar bæjarfélag — t. d. með pósthúsi, sjúkraskýli, og verzlun sem selur skátavörur, gosdrykki og mjólk. Þá voru þaraa liðsmenn úr hópi skáta, sem héldu uppi löggæzlu likt og Framh. á bls. 5. ástandi á Tjörninni Undanfarna daga hefur ríkt algert neyðarástand í heimi hinna fjölmörgu fugla á Revkja víkurtjöm. Þýzkur svanur, stór og fallegur, hefur valdið slík- um usla að dýra- og fuglavin'r menn eins og Kjartan Ólafs- son brunavörður, láta hafa eft- ir sér, „að annar eins ófriðar- seggur hafi aldrei sézt á Tjörn inni.“ Þessi þýzki svanur hefur und BLAÐID I DAG bls. 2 Krossgatan 3 Loftleiðir í nýju byggingunni 6 „Kúnninn hefur rétt fyrir sér“. — 7 Iþróttir — 9 Innrásin mikla í Nor- mándl. anfarna daga gert harða hríð að Iitlum andarungum og tætt þá til bana. Virðist það vera drápsfýsn ein, því ekki Ieggur hann bráðina sér til munns. í gærdag urðu menn vitni að því að svanurinn drap níu andar- unga og þótti flestum nóg um. Svanurinn hefur tekið saman við kvensvan þýzkan, sem fyrir var á Tjörninni og hafa þau skötuhjúin kom'ð sér upp tveim ungum. Færðist svanur- inn mjög í aukana eftir að.af- kvæmi hans fæddust og er fæst um fuglum líft í nærveru hans. Framh. á bls. 5. S Biörgvín 6uð« mundsson fréttu- stjöri við VÍSB Björgvin Guðmundsson va- í gær ráðinn fréttastjóri við Vísi. Hann er viðskiptafræðingur að mennt, en hefur í meir en áratug starfað við blöð og útvarp og l unnið á ritstjórn Vísis um nokk- » , urt skeið. Mun hann eftirleiðís t 1 gegna fréttastjórastörfum á rit- l stjóm blaðsins ásamt Þorsteini 1 Ó. Thorarensen. Viðræður við félögin í Reykjavík að byrja Búist er við því, að strax eftir helgina hefjist samningaviðræð ur við verklýðsfélögin í Reykja- vík og á Suðurlandi yfirleitt. En eftir er að ganga frá samning- um við þessi félög og verða þeir gerðir innan ramma samnings rikisstjómarinnar \dð verklýðs- hreyfinguna. Ekki er búizt við, að samning arnir við verklýðsfélögin syðra verði eins erfiðir og flóknir og samningarnir við félögin fyrir norðan og austan enda var þar um óvenju mikla samræmingu á kjörum að ræða. En ei að síður má telja víst, að samningarnir við verkalýðsfélögin í Reykja- vík taki nokkurn tíma enda fer ávallt talsverður tími í að yfir- fara samninga í heild. Telja má víst, að verkaiýðsfélögin í Reykjavtk svo sem Dagsbrún muni fara fram á hliðstæðar breytingar og félögin fyrir norð an og austan fengu enda þótt sumt eigi eingöngu við félögin á Norður- og Austuriandi. Sporhundurinn Nonni er orðinn gamall og þreyttur. Hann var við- staddur á skátamótinu á Höskuldarvöllum í gær og hafði prýtt sig með skátahatti og skátatrefli. Höfðu yngstu skátarnir gaman af því að heilsa upp á hann. Hér sést hann mcð 9 ára Ijósálfi, Ingibjörgu dóttur Marínós Jóhannssonar úr Hafnarfirði. - i Mikil Hstsýaing opnui á morgun Mikil sýning íslenzkr ar myndlistar verður opnuð kl. 4 á morgun í Listasafni íslands í Þjóð- minjasafninu. Er þetta yfirlitssýning um ís- lenzka list síðustu fimm ára. Er hún haldin í til- efni 20 ára afmælis lýð- veldisins og er einn þátt- urinn í listahátíðinni. Sýningin tekur yfir flesta Listasafnsins og þar em sýnd verk flestra kunnustu málara þjóðarinnar 68 talsins. Hlutur hinna yngri málara er þar til- tölulega stærstur þar sem aðeins eru sýnd verk frá sfðustu fimm árum. Af eldri meisturum má nefna Kjarval og Scheving og Júliönu Sveinsdóttur. Abstrakt listin er hins vegar í yfirgnæf andi meirihluta á sýningunni. Að sýningunni standa Bandalag íslenzkra listamanna og Félag is (enzkra myndlistarmanna, en ■ það er eina félag myndlistar- manna sem í Bandalaginu að því er formaður sýningar- nefndar, Jóhannes Jóhannesson listmálari tjáði Vísi f gær. Alls sýna 32 listamenn á sýning unni, en af þeim eru 9 mynd- höggvarar. Tveir gestir sýna með félagsmönnum, þeir Gunn- laugur Scheving og Júlíana Sveinsdóttir. Við opnun sýning arinnar mun Ragnar Jónsson í Smára flytja ávarp. Sýningin verður opin í 3 vikur. Listamenn liengja upp málverkið, Vomótt eftir Gunnlaug Scheving. Á myndinni em Steinþór Sig- urðsson uppi í stiganum, Eiríkur Smitfa, Hjörleifur Sigurðsson og Þorvaldur Skúlason. Þýzkur svanur veldur neyðar-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.