Vísir - 12.06.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 12.06.1964, Blaðsíða 1
VISIR 54. árg. — Föstudagur 12. júní 1964. - 132. tbl. BRANN OFANAF FJOL- SKYLDUNNIÖDRU SINNI Laugavegur 165 ónýttist af eldi í nótt Snemma í morgun var slökkviliðið kvatt út að Laugavegi 165, gömlu íbúðarhúsi ofarlega við Laugaveginn. Þegar þangað kom, var kjallar inn allur alelda og íbú- amir aiiir komnir út á götu. Húsið brann ekki til kaldra kola, en er engu að síður gjörónýtt. „Klukkan fimm í morgun vöknuðum við upp við hróp í konunni í kjallaranum, Elínu Valdimarsdóttur, um að eldur vaéri f húsinu. Fundum við strax brunalyktina, hröðuðum .okkur út á götuna og mátti ekki tæp- ara standa. Húsið eyðilagðist allt af eldi og allt, sem inni var. Framh. á bls. 5. Húsið að Laugavegi 165 eftir brunann. Dauðaslys á silJarskipi SI. þriðjudagskvöld varð bana- slys um borð í vélbátnum Heimi frá Stöðvarfirði á síldarmiðunum 100-115 sjómílur norðaustur af Hraunhafnartanga á Sléttu. Há- seti á skipinu, Karl Stefánsson frá Skriðu í Breiðdal, beið bana með þeim hætti að brjóstlínan frá nót- inni, sem liggur yfir línuspilið, hrökk út af spilinu hjá honum þeg ar var verið að snurpa og í höfuð honum. Er talið að Karl hafi látizt samstundis. Hann var um tvítugt og ókvæntur, foreldrar hans eru Svava Einarsdóttir og Stefán Magn ússon á Skriðu í Breiðdal austur. Heimir sigldi með líkið til Stöðvarfjarðar, kom þangað í gær og fór síðan beint til Neskaup- staðar, þar sem sjóréttur hófst i málinu. Rannsókn var ekki lokið þegar Vísir hafði tal af Ófeigi Ei- ríkssyni bæjarfógeta i morgun, en bæjarfógetinn taldi augljóst af fram burði skipstjóra og annarra, að hér hefði verið um hreint óhapp rð ræða og ekki um neina óvarkárni að sakast Karl Stefánsson var van- ur sjómaður og var við línuspilið þegar verið var að snurpa og hefir með einhverjum hætti misst af brjóstlínunni úr nótinni, sem lék um gróp á spilinu svo að hún fór út af því með þeim hörmulegu af- leiðingum sem fyrr greinir. Á myndinni sést húsmóðirin, Gyða Sveinsdóttir, halda á dóttursyni sínum, eins og hálfs árs gömlum, og við hægri hönd hennar situr sonur hennar, 15 ára gamall. Fólkið átti ekki annað eftir en flíkurnar, sem það klæddist. Þriðjmgur ÍSLENDINGA þjuist af geðvoiklun fyrir 61 árs aldur Prófessor Tómas Helgason ver doktorsrifgerð við Árósahóskóla Það kemur fram í dokt- s. 1. mánudag, að 10. orsritgerð próf. Tómasar hver karlmaður á fs- Helgasonar, er hann landi hefur einhvem varði við Árósaháskóla tíma verið áfengissjúkl- ingur, en aðeins ein kona af hverjum hundr- að. En um það bil helm- ingur áfengissjúkling- anna þjáðist auk þess af einhvers konar geðveikl un. Rannsókn, er prófessor Tóm- as Helgason hefur framkvæmt á tíðni geðveiklunar hér á landi Ieiðir í ljós, að 32.47 af hundraði karla hafa þjáðst af geðveiklun fyrir 61 árs aldur en 35.34 af hundraði kvenna. Um það bil 10 af hundraði karla eru taugaveiklaðir en tauga- veiklun kvenna er tvisvar sínn um algengari. Þessar stórmerku upplýsingar koma fram í doktorsritgerð próf. Tómasar Helgasonar, er hann varði við Árósaháskóla sl. mánudag. Ritgerð Tómasar fjallar um tíðni geðveiklunar á íslandi og nefnist Epidemiiogy of Mental Disorders in Iceland. Er ritgerð- in komin út hjá Munkgaard Frs. á bls. 5. BLAÐIÐ I DAG BIs. 3 Myndsjá: Sildarskipin. - 6 Heimdallarsiða. - 8 Ungur í anda og hraustur, 159 ára gamall. - 9 Föstudagsgreinin: Er búið að kveikja á tundrinu? S/LDIN KOMIN NÆR 200 MÍL- UR ÚT EN BA TNANDI VEÐUR Minni síldveiði var sl. sólarhring en í fyrradag og síldin gengur stöðugt utar og austar, flest skip- in eru 190-200 mílur norð-austur ar Raufarhöfn. Síldar hefir ekki orðið vart svo teljandi sé á öðr- um slóðum, en leitarskipið Pétur Thorsteinsson er þarna fyrir norð- austurlandinu. Veður er nú ágætt fyrir norðan og miklu betra uppi undir landi en undanfarna daga. Verksmiðjan á Raufarhöfn bræðir nú með fullum afköstum, að þvf er síldarleitin á staðnum tjáði blaðinu' í morgun, en þó mega all ar þrær heita fullar vegna þess hve bræðslan hófst seint og því fara skipin vestur til Húsavíkur, Siglufjarðar og Eyjafjarðarhafna. Frá kl. 7 í gærmorgun til kl. 7 í morgun tilkynntu 15 skip um afla, alls 13.700 mál, að því er síldar- leitinni á Raufarhöfn er kunnugt um. Skip þessi voru: Bára KE 300 mál, Guðbjartur Kristján ÍS 600, Sigurður Bjarnason EA 1100, Odd- geir ÞH 800, Hólmanes 800, Hannes Hafstein EA 1000, Faxi GK 1400, Jón Kjartansson SU 1400, Arn- firðingur RE 1100, Kópur KE 400, Hamravík KE 900, Rifsnes RE 900 Helga Guðmundsdóttir BA 1400, Helga Björg HU 400 og Haraldur AK með 1200 mál.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.