Vísir - 19.06.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 19.06.1964, Blaðsíða 1
54. árg. - Föstudagur 19. júní 1964. - 137. tbl. Silungsrannsókn- ir í Kleifarvatni Silungurmn vunnærður? í vor var gerð athug- un á silungastofninum í Kleifarvatni, en þar veiddist þá mjög horað- ur fiskur. Alexander Guðjónsson, form Stang veiðifélags Hafnarfjarð- ar, sagði í morgun, að þeir félagarnir, sem hafa undanfarin ár staðið fyr- ir fiskrækt í Kleifarvatni séu bjartsýnir á að hér sé ekki um neitt alvar- legt mál að ræða. Mjög mikið fiskmagn er í Kleifarvatni, en svif og annar grðður takmarkaður. 1 vor þeg- ar horaða bleikjan veiddist, var farið fram á við veiðimálastjóra að hann rannsakaði málið. Voru sýnishorn tekin úr vatninu og er fiskurinn, sem þá veiddist ald ursgreindur og rannsakaður að öðru leyti, m. a. til að athuga hvort um bakteríur er að ræða eða vannæringu. Tilraunir til fiskiræktar í Framh. á bls. 6 jT Afhentu forseta Islands íslemlingasögur á sænsku Á þjóðhátíðardaginn 17. júní ' seta íslands og afhentu honum röð. Það er heildarútgáfa á ís- gengu tveir Svíar á fund for- ritsafn, sem er einstakt í sinni lendingasögunum þýdd á sænsku. Sögurnar eru í fimm bindum og voru forseta Islands NÆRRI400MANNS LOGÐUHOND AÐ VERKIÁ USTAHÁTÍÐINNI Jón Þórarinsson forseti Bundalags listamanna ónægður með órangurinn í dag lýkur listahátiðinni með Iokasamkvæmi listamanna sem haldið verður að Hótel Sögu. Er þess vænzt að sem flestir listamenn komi þar til að skemmta sér við iok þess- arar miklu hátiðar, sem hefur tekizt vei. Hófið situr m. a. for- seti íslands herra Ásgeir Ás- geirsson, og Tómas Guðmunds- son skáld mun halda ræðu. Þar slítur Jón Þórarinsson forseti Bandalags íslenzkra listamanna listahátíðinni. Vísir átti í morgun tal af Jóni Þórarinssyni og spurði hvort BLAÐID ! DAG hann væri ánægður með lista- hátíðina eins og hefði tekizt til. — Já, við erum mjög ánægðir með hana i heild, margt hefur gengið mjög vel, eftirá sér mað- ur að visu, að i sumu hefði bet- ur mátt gera. En það er einnig þýðingamikið að við erum reynslunni ríkari ef við vildum halda slíka hátíð siðar. — Hefur yður fundizt, að menn væru í hátiðaskapi og að menn hafi haft á tilfinningunni, að hinar mörgu dreifðu skemmt anir hafi skapað eina heild. — Það var dálítið um það, að menn keyptu heildarmiða á listahátíðina, og mjög margir hafa sótt þorra skemmtiatrið- anna. Ég held að okkur hafi tekizt að gefa þennan heildar- | svip. Fólk fann að það var ekki aðeins að fara á þetta ákveðna skemmtiatriði, heldur á lista- hátíðina. Meðal þeirra sem lögðu hönd að verki varð og viða vart sérstaks áhuga og hrifningar. — Hvað eru það margir ein staklingar, sem lagt hafa lista- hátíðinni lið með starfi sínu og verkum? afhentar þær í skrautbandi. Var það ætlun útgefandans að þetta yrði gjöf í tilefni 20 ára afmælis lýðveldisins. En stærst er sú gjöf hans, að ef þetta verk tekst vel, fá íslendingasögurnar nú meiri útbreiðslu í Svíþjóð en í nokkru öðru landi. Myndin sem hér fylgir var tekin er þeir Sviarnir afhentu forsetanum verkið. Eru bæk- urnar á borðinu fyrir framan þá. Vinstra megin er þýðandinn dr. Ake Ohlmark, hægra megin útgefandinn Bjarne Steinsvik. — Þeir skipta hundruðum, senniiega nálægt fjórum hundr- uðum. Auðvitað hefur það fólk lagt misjafnlega mikið til, þar eru taldir t. d. allir kórsöngvar- ar og léikarar. Frarnh á bls. 6 BIs. 3 Myndsjá úr stúdentahófi. — 5 Kvikmyndaþáttur. — 7 Viðtal við Lúðvíg Guðmundsson skólastjóra. — 8 Verzlunarskólanum slitið. 9 Föstudagsgreinin Umfangsmiklar geimrannsóknir frá MÝRDALSSANDI I „Eldflaug skotið upp í ógúst/# segja Frakkarnir Eins og kunnugt er af fréttum, hykkjast fransk ir vísindamenn stunda geimrannsóknir frá Mýr dalssandi í sumar og senda þaðan eldflaugar út í himingeiminn. { gær kvöldi kom til landsins verkfræðingur sá, sem yfirumsjón hefur með öll um verklegum fram- kvæmdum geimrann- sóknanna, og í kvöld kemur Selá hlaðin tækj- um og öðrum útbúnaði. Fréttamaður Vísis átti stutt tal við verkfræðinginn. de Vill- epin, en með honum er einnig Lefévre, en báðir eru þeir frá byggingarfyrirtækinu Sud Aviat ion, sem sér um uppsetningar sem þessar. „Tilgangur þessara rannsókna sagði de Villepin, „er að mæla segulmagn jarðar í hinu svo- kallaða Van Allen belti. Við verðum að vera á sextugustu breiddargráðu, innan vissrar fjarlægðrar frá norðurpólnum, á ca. sextugustu breiddargráðu, og því erum við hér. Mýrdals- sandur þótti heppilegur staður fyrir tilraunastöðina, vegna fá- mennis í nágrenninu og annarra ytri skilyrða“. „Rannsóknir sem þessar“, hélt de Villepin áfram, „eru ein göngu gerðar á vegum Frakka, þ.e. ekki annarra þjóða, og geta að sjálfsögðu komið að marg- víslegum notum. Gagnsemi þeirra kemur vitaskuld ekki í Frarnh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.