Vísir - 22.06.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 22.06.1964, Blaðsíða 1
VÍSIR 54. árg. - Mánudagur 22. júní 1964. - 139. tbl. ALLAR SÍLDARÞRÆR FULLAR AUSTANLANDS Sl. sólarhring, eða frá kl. 7 í gærmorgun til kl. 7 í morgun fengu rösklega 50 skip samtals 46 þúsund mál síldar, og var Stikker (t. v.), Ásgeir Ásgeirsson forseti Islands (t. h.) Myndin er tekin á skrifstofu forseta í morgun. öll ve'iðin á Héraðsflóa, á svo nefndu Litla-Grunni og bar í grennd, 20-40 sjómílur undan landi. Veður var gott og síldin er falleg, en löng ferð fyrir hönd um hjá öllum, sem nú fá sild. Flest skipin verða að sigla a'Ia leið austan af Héraðsflóa ncrð- ur á Siglufjörð og til Eyja- fjarðarhafna með aflann eða bíða á Austfjörðum og Raufar- höfn, en hjá öllurn verksmiðj- um á Austurlandi og Raufar- höfn eru nú allar síldarþrær fullar. Þessi skip fengu yfir 500 n ák Hólmanes 600 mál, Steinunn gamla 800, Heimaskagi 500, Guðbjörg GK 1300, Dofri /00, Hrafn Sveinbjarnarson III. 2200 Sunnutindur 1500, Sigrún AK 1100, Sigurður AK 1100, St.iarn- an 700, Seley 1100, Jón C-unn- laugs 650, Mímir 600, Þorgeir 1100, Huginn II. 1200, Stein- Framh. á bls. 6 Bíll fer át a f brúnm á Aðfaranótt sunnudagsins ger- | eyðilagðist bíll, sem lenti út af brúnni á Bugðu f Mosfellssveit og á hvolf niður í ána. Hrein mildi var að ekki skyldi hljótast af stór- slys, eftir öllum aðsíæðum að dæma. Klukkan iangt gengin þrjú eftir miðnætti barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um að bif- reið lægi á hvolfi og mjög illa farin niðri í ánni Bugðu á Þing- | vallaleið. Eftir útreið bílsins að dæma hefði sennilega orðið slys á fólki. Lögreglan sendi menn og krana- bifreið áj staðinn og var enginn maður þá staddur þar. Hins vegar lá bifreiðin á sínum stað á toppn- um niðri í ánni og svo illa farin að ekkert virtist hægt að gera við hana annað en flytja á sorphauga. Nokkru seinna kom ökumaður Framhald á bis. s HeMur fund með bluðumönnum í dug Dirk Stikker framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins kom til Islands i gærkveldi í stutta kveðjuheimsókn, en hann lætur af störfum hjá Atlantshafs- bandalaginu 1. ágúst n. k. Ræð ir Stikker við forseta fslands, blaðamenn og ýmsa aðra í dag, en í fyrramálið lýkur hinni stuttu heimsókn hans hér. Stikker kom með flugvél Flugfélags íslands til Reykja- vikurflugvallar seint í gærkveldi Fyrir hádegi í dag ræddi Stikker við forseta íslands í skrifstofu hans í Alþingishús- inu. Einnig gekk hann á fund dr. Bjarna Benediktssonar for- BLADID I DAG sætisráðherra og dr. Gylfi Þ. Gfslasonar, er gegnir störfum utanríkisráðherra f fjarveru Guðmundar í. Guðmundssonar. Um hádegið sat Stikker há- degisverðarboð utanrfkisráð- herra í ráðherrabústaðnum og var þar margt gesta. Síðdegis í dag heldur Stikker fund með blaðamönnum á Mímisbar i Hótel Sögu og strax á eftir hefur utanríkisráðuneytið mót- töku fyrir ýmsa gesti vegna komu Stikkers. Heimsókn .Stikkers til ís- lands er liður í för hans til Framh. á bls. 6. ' -4 u 4' - Hér sést Draug á strandstað, í baksýn er Siglunes. Norskt herskip Draug strandaði í blíðuveðri á Hellunui í Siglufirði Seint á laugardagskvöld strandaði norska eftirlitsskipið „Draug" á „Hellunni“ svoköll- uðu í mynni Siglufjarðar. Hér virðist hafa verið um alger og ástæðulaus mistök að ræða, þvf að allir þeir sem til þekkja eða lfta á sjókort vita af Hellunni, sem er undan Siglunesi, svo að siglingaieiðin inn á fjörðinn er vestast f mynninu. Það hefur oft komið fyrir áður, að skip hafi strandað þama, en þá jafn an fyrir vanþekkingu, eða alger mistök, svo var t. d. þegar far- þegaskipið ísland strandaði þar 1931. Engar upplýsingar er hægt að fá um það, hvemig stóð á þessu strandi „Draug“, ræðis- maður Norðmanna vissi ekkert um það og skipherrann á Draug mun ekki mæta fyrir sjórétti á Siglufirði, bar sem um her- skip er að ræða. Sírandið varð í blíðskaparveðri og birtu lengstu nætur ársins. Seint f gærkvöldi tókst að ná !; Frh. á 6. bls. &

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.