Vísir - 26.06.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 26.06.1964, Blaðsíða 1
VISIR 34. árg. - Föstudagur 26. júní 1964. - 143. tbl. Allar þrærfullarfráBreið- dalsvík tíl Raufarhafnar Sæmilegasta sfldveiði mál á svipuðum slóðum var í gærdag og í nótt. og undanfarna sólar- 65 skip fengu 40 þúsund hringa. Þær fréttir ber- ast jafnframt ,að allt upp undir sólarhrings löndunarbið sé á flestum Austfjarðahöfnum, allt frá Breiðdalsvík til Rauf arhafnar. — Fjölmargir skipstjórar grípa til þess ráðs að stíma til Siglu- fjarðar, sem er um 20 tíma leið af miðunum. í gærdag lönduðu 20 skip hjá SR og 10 skip hjá Rauðku. Hafa verksmiðjurnar á Siglu- firði nú tekið á móti rúmum 110 þús. málum síldar nær alít afli I sem veiðzt hefur út af Aust- fjörðum. Samkvæmt upplýsingum sem Sigurður Jónsson forstjóri hjá SR gefur, eru 3 flutníngaskip tvö norsk og eitt íslenzkt, væni anleg í næstu viku, og munu skip þessi annast síldarflutn- inga að austan og norður til Siglufjarðar, eða annars stað- ar, þar sem þörf krefur. SR hefur sl. sumur haft slík flutn- ingaskip, en þeirra hefur aldrei ver'ið þörf jafnsnemma og nú. Síldan'erksmiðjumar á Siglufirði hafa tekið á móti 110 þús. málum síldar af Austf jarðamiðum. Hér er Rauðka önnur tveggja verksm. j Dómur í frægu prófmáli í gær: Ein merkasta lagasetning siðari ira fjallar um stofnlánadeiid land- búnaðarins, sem núverandi landbún iðarráðherra, Ingólfur Jónsson, »eltti sér sérstaklega fyrir, er lána- ijóðir Búnaðarbankans höfðu ver- 0 þurrausnir fyrir daga núverandi stjórnar. Með stofnlánadeildarlög- unum er bændum gert að greiða 1% af söluverði landbúnaðarvara til deildarinnar, sem lánar síðan féð út til ræktunar og bygginga i sveitum. Það stórfurðulega gerðist að Framsóknarflokkurinn æsti bændur gegn því að greiða þetta gjald til sinna eigin þarfa. í fram- haldi af því stefndi Hermóður Guð- mundsson, bóndi i Árnesi í Aðal- dal, stjóm Búnaðarbanka íslands aðallega og landbúnaðarráðherra til vara, báðum fyrir hönd stofnlána- deildarinnar, til endurgreiðslu á kr. ^ 1036,66, auk 9% ársvaxta frá 1. janúar 1963 til greiðsludags, auk málskostnaðar að mati dómara. Stefndur krafðist algerrar sýknu og var sýknaður með dórni, sem Frh. á 6. síðu. Áætía kostnað við skipasmíða- stöð í Njarðvíkum 70 milljónir Póiska útfiutningsstofnunin CEK OP hefur gert 23 milljón króna til- boð f smfði skipasmiðastöðvar i Njarðvík, en áætlað er að slik stöð muni kosta alls um 70 millj. Stöðin ætti að geta byggt 1-4 skip, allt að 400 tonn á ári, en þar yrði auk þess dráttarbraut með 8 hliðarsporum til klössunar. Félag íslenzkra dráttarbrauta- eigenda boðaði fréttamenn á sinn fund í gær Formaður félagsins, Bjarni Einarsson, skýrði frá þvi, að félagið hefði undanfarnar vikur átt viðræður við fulltrúa frá pólsku útflutningsstofnuninni CEK- OP um hugsanlega smíði skipa- smíðastöðvar og dráttarbrautar fyr ir allt að 400 lesta stálskip, fyrir skipasmiðastöð Njarðvíkur. Það var í janúarmánuði sl. sem leitað var til Pólverjanna um hvort áhugi væri fyrir hendi um að senda hingað til lands tæknilegan ráðu- naut til skrafs og ráðagerða. Nokkru seinna tók skipasmlða- stöð Njarðvíkur ákvörðun um að óska eftir tilboði frá þeim. Um miðjan maí kom tilboðið frá Pó!- verjunum og nam það um 23 mi'.Ij kr. Af þessari upphæð bjóðast Pól- verjarnir til að lána allt að 60% til 5 ára með 6% vöxtum. Pól- verjarnir hafa nú um fimm vikna skeið rætt við íslenzka dráttarnraut areieendur on ásamt íslenzkum verkfræðingum unnið að því, að bera saman verðhugmyndir og ræða skipulag þessarar stöðvar. ^ið ræður þessar og athuganir leiddu í Ijós að alls mundi stöðin kosta um 70 milljónir króna. í þessum verðútreikningum er vaxtakostnað- ur sem greiða yrði af stöðinni með an hún væri í byggingu. Áætlað er að hægt yrði að byggja stöðina i þremur áföngum á 4 árum. Okkur varð það svo ljóst, sagði Bjarni Einarsson, að hér væri vio svo stórt verkefni að glíma, að það yrði dráttarbrautareigendum algjör lega ofviða, nema til kæmi sérstök fyrirgreiðsla ríkisvaldsins. Hefur málið fengið góðar undirtektir.hjá ríkisstjóminni og er nú í uthugun þar. r IsIendBngar við niðursuðunóm í Cuxhaven Við birtum hér mynd af sjö ungum íslendingum, sem stunda nú mjög gagnlegt nám. Þeir eru að læra niðursuðuiðnað úti í Cuxhaven. íslendingar hafa nú í áratugi verið að reyna að kom ast inn á markað niðursuðdvara f heiminum, en Iítt tekizt það ennþá. Hefur margt vcrið í ólagi en m.a. það að stundum hefur vantað nauðsynlega fagþekk- ingu og hana hefur verið erfitt að fá vegna þess að hinar stóm niðursuðuþjóðir hafa lítt kært sig um að kenna íslenzkum keppinautum leyndardóma þessa iðnaðar. En þá var það fyrir nokkrum árum, sem Þjóðverjar gerðust reiðubúnir til að aðstoða okkur og hafa þeir tekið unga íslenzka Framh. 1 bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.