Vísir - 29.06.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 29.06.1964, Blaðsíða 1
Tryggvi Helgason fær Jbær fil Akureytar í fyrrasumar fékk Tryggvi Helgason, flugmaður á Akur- eyri, leyfi til að kaupa fjórar flugvélar af ameríska fiughern- um í Bandaríkjunum. Hann seldi tvær aftur en lét breyta tveimur og undirbúa til innan- landsflugs hér heima. Þær eru nú á leið til fslands, hófu ferð- ina í Alabama, voru í New York í gær, — flugmennirnir að skoða heimssýningufia þar, — fljúga síðan um Kanada og Grænland og að líkindum það- an beint til Akureyrar. Ameriskir flugmenn fljúga flugvélunum til landsins. Þetta eru 8-9 sæta Beechcraftvélar, tveggja hreyfla, og mun Tryggvi ætla að nota þær til sjúkraflugs og annars leiguflugs, jafnvel eitthvað í áætlunarflugi til Grímseyjar, sem er á hans veg- um og eru .þær ferðir mikið not- aðar. Ekki er enn vitað upp á dag hvenær flugvélarnar koma til Akureyrar, en þær fara hægt yfir, enda eru flugmennirnir i sumarleyfi og líta á ferðina hingað sem skemmtiferð fyrir sig. FRAMMISTAÐA ÍSL STÚLKN- ANNA VEKUR FEIKNA A THYGLI Frammistaða íslenzka kvenna- landsliðsins f handknattleik hef- ur vakið feikna athygli meðal alls almennings. Það er ekki á hverjum degi, sem íslenzkt í- þróttafólk stendur með pálmann í höndunum eftir viðureignir við frændur okkar frá Norður- Iöndum. Fólk fagnar því þess- um sigrum og því meir þar sem í hiut eiga ungar og niyndar- legar stúlkur. Sigrar yfir Svi- þjóð og Finnlandi og jafntefii gegn dönsku stúlkunum hafa rækilega undirstrikað getu okk ar stúlkna og það jafnvel þótt þær bfði lægri hlut fyrir Norð- mönnum. Eitt enn er athyglisvert og lærdómsríkt fyrir okkur Islend- inga f þessari keppni. Flnnska landsliðið, sem kemur Iengstu og dýrustu ferðina hefur tapað stórt fengið á sig 27 mörk gegn 7 í aðeins tveim leikjum. Eng- inn hefur þó hneykslazt á getu- leysi þeirra hér og ekki þykja þær finnsku minni mannesajur á eftir. Hlutskipti þeirra er nú hið sama og íslenzkra íþrdtta- manna er svo oft. Er þá dregið dár að okkar íþróttafólki hér heima og spurt hvert erindi það •eigi á alþjóðleg íþróttamót. Sigrarnir eru sætir — en alls ekki aðalatriðið. ' Myndin, sem hér fylgir undir- strikar þetta vel. Það er barátt- an og Ieikgleðin, viljinn til að gera vel, sem skiptir máli. Það dylst varla neinum hversu vel þessi íslenzka Iandsliðskona leggur sig fram í þessu kasti. VISIR 54. árg. — Mánudagur 29. júní 1964. 145. tbl. Tvær flugvélar é leið tíl landsins BÓNDISAFNAÐINÆR MILLJ: TIL SJÚKRAHÚSS 'á/Á Júlíus Bjarnason bóndi á áttræðisaldri safnaði milljón. H I gær bauð stjórnarnefnd sjúkra- hússins á Akranesi ýmsum forustu- mönnum og fulltrúum bæjar- og sveitarfélaganna í Borgarfirði til fundar á Akranesi. Á þeim fundi bárust sjúkrahúsinu, tvær miklar peningagjafir, sem eiga að ganga til stækkunar sjúkrahússins. Á fundi þessum voru m.a. Páll Gísla- son yfirlæknir, Jón Ámason, alþm. og forseti bæjarstjórnar Akraness og Björgvin Sæmundsson, bæjar- stjóri á Akranesi. Þarna afhenti bóndi einn, Júlíus Bjarnason á Leirá, sjúkrahúsinu 950 þús. kr. að gjöf, sem er sam- skot er hann hefur sjálfur persónu- lega safnað. Hefur hann með því unnið mjög merkilegt starf, sem mun vera nær því einstakt. Júlíus hefur ferðazt um allar sveitir Borg- arfjarðar og Mýrasýslu, komið á nærri hvern bæ og skorað á fó'k að gefa fjárhæðir til sjúkrahúss- ins. Undirtektirnar hafa verið svo góðar, að hann getur nú lagt fram þennan digra sjóð, sem nálgast milljón krónur. En til viðbótar því gerðist það á fundinum í gær, að kaupfélags- stjórinn í Borgarnesi, Þórður Pálma son .tilkynnti, að Kaupfélag Borg- firðinga hefði ákveðið að gefa hálfa milíjón króna til sjúkrahússbygg- ingarinnar. Þessar gjafir allar sýna, hve vakandi áhuga héraðsbúar hafa á sjúkrahúsi' sínu. Slys við Dettifoss Á laugardaginn varð bílslys \ > skammt frá Dettifossi. Þar slas- | aðist Jón Helgason rafveitu- i stjóri Grímsárvirkjunar og son- < 1 ur hans, svo að flytja varð þá á | J sjúkrahús á Húsavík. Hvorugur < (er þó alvarlega slasaður. Jón var þar á ferð með konu J ! sinni og syni á Renault-leigubíl, > frá bílaleigunni Brandi á Seyð- < | isfirði. Þau voru að aka frá ] ' Grímsstöðum út í Axarfjörð. Á , 1 beinum vegi rétt fyrir ofan < Dettifoss, fór bifreiðin út af og J i hvolfdi. Bls. 6 Horfur i Þýzka- landsmálum. 7 Samt. við Thor Vil- hjálmss um Kjarvals bókina. 13 Philipus prins á ísl. im 14 Kveöja t<l drottning- ar Breta. 16 Samt. við brezka sendiherrann og fjölbreytt efni annao í tilefni heiinsóknar Ver*jr síldarsöltun leyfð í dag? Formaður Síldarút- vegsnefndar, Erlendur Þorsteinsson, skýrði Vísi frá því í morgun, að nefndin kæmi saman á fund kl. 1,30 í dag til að fjalla um það mál, hve- nær leyfa skuli söltun Austur- og Norðurlands sfldar. Eins og getið er á öðrum slað f blaðinu í dag ákvað Verðlags- ráð sjávarútvegsins verð á síld til söltunar og frystingar i fyrra kvöld. Af þeirri og fleiri ástæð um draga margir þá ályktun að síldarsöltun muni ve 'ða Icyfð á fundi nefndarinnar f d ig Eins og Vísir ský rði frá • á laugardaginn er víða gífurlegur áhugi á því að fá að salta þá síld, sem nú veiðist, á það ekki sízt við á Siglufirði. Þar var m. a.s. söltuð síld í óleyfi fyrir helgina og reyndist hún vera 22% feit. Sú síld var flutt ís- kæld af Austurlandsmiðum og gafst flútningurinn mjög vel.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.