Vísir - 28.07.1964, Blaðsíða 9
VÍSIR
BIBMW
Þriðjudagur 28. júlí 1964
Bíll ferðalanga við skálann i Jökulheimum.
Það var aðeins tekið
að rökkva þegar við
börðum á dyr skála
Jöklarannsóknarfélags-
ins í Jökulheimum s.l.
laugardagskvöld. Ekki
leið löng stund þar til ein
búinn í Jökulheimum,
Pétur Sumarliðason,
kennari opnaði og bauð
okkur inn fyrir. „Það er
alltaf gaman að fá gesti,
enda liðnar um 3 vikur
frá því að ég hef fengið
heimsókn, en nú fer víst
að vera lítill friður úr
þessu“, bætti kann við,
um leið og hann strauk
skeggið, sem hann hefur
safnað frá því 30. maí.
Það var í fyrrasumar sem
Jöklarannsóknarfélag íslands
réði sérstakan mann til þess að
annazt veðurathuganir og
senda daglega veðurskeyti frá
Jökulheimum. Nú í sumar hef-
ur Veðurstofa íslands greitt
Iaun veðurathugunarmannsins,
en Jöklarannsóknarfélagið lagt
skálann til. Veðurathugunar-
maður í Jökulheimum nú i
sumar er Pétur Sumarliðason
kennari, en Pétur dvaldi einnig
um hálfsmánaðarskeið við veð-
urathuganir í Jökulheimum í
fyrrasumar.
Stuft rubb
við Pétur
Sumarliðuson
sem dvelur
inni ð
JökuSbeimum
við veður-
ufhugunir
Dvelur 3 mánuði
í Jökulheimum.
Þegar Pétur hefur helt upp
á könnuna og boðið okkur upp
í gærdag sem ég gat unnið úti
við að bika húsin. Það fer
prýðilega um mig hér í skálan-
um og ekkert skortir mig af
vistum og öðru því sem Veður-
stofan leggur til.
— Nei, ekki get ég sagt það,
hér kann ég prýðilega við mig.
Maðurinn er varla hann s.jálfur
I margmenninu, heldur þver-
summan af því umhverfi sem
hann dvelur í.
EINBÚINN
í
tfníi
^ .BflfítÍBJÍg IjðwjtííSSí]
• ®
á kaffisopa með 3ja vikna
gamalli hyrnumjólk út í, sem
var líkust því að hún hefði ver-
ið keypt fyrir stuttu í mjólkur-
búð, byrjum við á því að spyrja
Pétur um dvölina i Jökulheim-
um.
— Hér hef ég ekki yfir neinu
að kvarta, nema þá kannski
veðrinu, því það var fyrst nú
— Hvað er langt síðan að þú
settist að hér í Jökulheimum
til sumardvalar?
— Hingað kom ég 30. maí og
meiningin er að ég dvelji hér 3
mánuði, eða þar til í septem-
ber.
— Er ekki hálfleiðinlegt að
dvelja hér einsamall við rætur
Vatnajökuls?
Veðurathuganir á 3
tíma fresti.
— Og hvernig er svo veður-
athugunum háttað?
— Veðurathuganir eru gerðar
hér á 3ja tíma fresti, frá því
klukkan 9 á morgnana fram til
: ::: : ■ ■ " : : :
12 á miðnætti. En veðurskeyti
sendi ég héðan klukkan 9 á
morgana og 6 á kvöldin. Starfs-
dagurinn er því þannig, að ég
verð að vakna rúmlega 8 á
morgnana og get svo lagst i
koju eftir miðnætti.
— Hver er svo meiningin með
þvl að hafa hér sérstakan veð-
urathugunarmann?
— Ég held að mér sé óhætt
að segja, að til þessa hafi okkur
skort upplýsingar um veðurfar
á hálendinu og veðurathugun-
arstöð staðsett hér við rætur
Vatnajökuls hlýtur að gefa góð-
ar og nýtar upplýsingar. í
þessu sambandi má geta þess,
að Jöklarannsóknarfélagið er
nú með í smíðum skála fyrir
vetrarsetumann hér. En skál-
inn sem nú er hér er ekki nógu
vel einangraður svo að hægt
sé að búa í honum yfir vetra-
mánuðina.
Fær matarbirgðir einu
sinni í mánuði.
— Hvað færðu oft sendar
matarbirgðir?
— Veðurstofan sendir mér
hingað matarbirgðir einu sinni
í mánuði og er allur viðurgern-
ingur af hennar hálfu til fyrir-
myndar. Svo slæðast ferðamenn
hingað öðru hvoru og þá fæ ég
stundum smásendingar. Hér
skammt frá skálanum er nið-
urgrafinn blikkkassi, þar sem
ég geymi mjólk og aðrar vistir,
sem hætta er á að skemmist,
ef þær eru geymdar hér lengi.
,Þetta hefur gefið mjög góða.
raun og ég get rétt fundið mun
á mjólkinni eftir að hafa geymt
hana hér í 3 vikur.
— Er mikið um heimsóknir?
— Hingað til hefur ekki verið
mikið um heimsóknir, en úr
þessu má ég búast við að ferða
menn fari að koma hingað. Ég
vil taka það fram, að ég er
ekkert á móti ferðamönnum, en
allt er bezt í hófi. Fyrir nokkru
kom hingað svissneskur ferða-
mannahópur og fékk að gista
hér í skálanum eina nótt. Um-
gengni þeirra var til sérstakrar
fyrirmyndar og ég get varla
sagt að þess hafi sést merki
að 30 manna hópur hefði sofið
hér.
Ekki veður til þess
að vinna úti?
— En hvernig hefur veðrið
verið?
— Það hefur varla viðrað
fyrir útivinnu síðan að ég kom
hingað. Það var fyrst í gær sem
veður var það gott, að ég gæti
byrjað á að bika skálann, það
getur því verið hálfleiðinlegt
að þurfa að hanga inni dögum
saman, í stað þess að svitna
svolítið við útivinnu.
— Já, og þú kemur þér ve)
við draugana hér í Jökulheim-
um.
— Ef eitthvað er um slíka
kumpána hér, þá eru það beztu
náungar, en ég held annars að
draugar séu ekki til nema þá
í manninum sjálfum.
— p.sv.
☆
I Tungnaárbotnum. Fljótið kemur kolmórautt undan Vatnajökli op beljar fram. (Ljósm. Valg. Emilss.)