Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
Fimmtudagur 3. sept 1964.
Nýja sjálfvirka steypustöiin tekur
wmam til starfa í næsta mánuii
Nýja steypustööin. Efnið er flutt eftir rcnnunni  í blöndunarvél-
arnar. (Ljósm. Vfsis B.G.)
Hin nýja stöð Steypustóðvarinn
ar h.f. verður væntanlega byrjuð
að starfa af fullum krafti í byrjun
næsta mánaðar og mun þá geta
framleitt um 320 tonn af fyrsta
flokks steypu á klst. Nýja stöðin
er algerlega sjálfvirk, og er það
nokkurs konar rafmagnsheili sem
stjórnar og mællr hlutföllin — har
nákvæmt. Hlutföllin og magnið
sem óskað er eftir, er „gatað" inn
á sérstakt spjald, sem síðan er sett
í vélina sem stjórnar. Hún fer sið
an nákvæmlega eftir spjaldinu og
skilar því sem óskað er eftir.
Það þykir mikill kostur hve ná-
kvæm mælitækin eru, því að þá
verður þjálni steypunnar miklu
jafnari. Halldór Jónsson verkfræð-
ingur, sem sér um uppsetningu
stöðvarinnar tjáði fréttamanni Vfs
is að sjálfvirka stöðin ætti að
koma í stað þeirrar gömlu, sem
tekin var f notkun um 1947. Væri
mikill munur hvað hún væri stór
virkari og fullkomnari. M.a. er
fyrir hendi geysimikill gufuketill,
er notaður verður til þess að þíða
efnið eftir frost og verður því í
framtíðinni hægt að byrja að
steypa daginn eftir að fr,osthörk-
um lýkur, í stað þess að þurfa að
bíða nokkra daga eftir að efnið
biðni og verði viðráðanlegt.
Halldór gat þess einnig, að
það háði þeim helzt, að þeir
gætu ómögulega fengið sementið
í  lausri  vigt,  heldur fengju  allt
í pokum. Þetta hefði í för með miUj. kr. árlega. Væri það mjög
sér tafir, auk þess sem þeir svo aðkallandi fyrir þá að fundin yrði
brenndu  sementspokum  fyrir  2 viðunandi Iausn á þessu mftli.
AÐEIHS 30 TOGARAR
ERU NÚ GERÐIR ÚT
íslendingar gera nú ekki út
nema 30 togara og er það.tölu-
vert minni útgerð en um þetta
leyti í fyrra. Aflabrögð eru yfir-
leitt heldur' léleg svo og mark-
aðurinn í Þýzkalandi, og sá
fiskur, sem veiðist, hentar ekki
fyrir  brezkan  markað.  Margir
togarar eru nú við Suðurland,
4 við Grænland og margir eru
á útleið með afla eða á heim
leið.
Af togurum, sem voru á veið
um um þetta leyti árs í fyrra
en liggja nú bundnir inni, má
nefna Akureyrartogarann Hrím
bak, Patreksfjarðartogarann
Gylfa, svo og Hafnarfjarðartog-
arana Ágúst, Apríl og Júni. Sá
síðastnefndi hefur verið seldur
úr landi, auk Bjarna riddara,
sem hafði legið í höfn um
nokkurt skeið. Neptúnus er í
Reykjavfk vegna brunans á dög
unum.
Halldór Jónsson verkfræðingur við „nýjasta handlangarann". Þessi
vél stjórnar stöðinni (Ljósm. Vísis B.G.)
Kynning á starfsemi
heimssambandsins
í kvöld verður almenn samkoma
í Þjóðleikhúsinu, þar sem fölki
gefst sérstakt tækifæri á að kynn-
ast starfsemi Lútherska heimssam-
bandsins, sem kirkja íslands til-
heyrir, svo og öllum stjórnarnefnd
armönnum þess, sem verða kynntir
hver fyrir sig fyrir samkomugest-
«<S>-
Norskur /arigangasérfræiingur
fenginn til ráiageriar um Strákaveg
Siglfirðingar hafa ýmissa ástæðna
vegna mikinn áhugn á því að hafizt
verði sem allra fyrst — og helzt
í vetur — handa um jarðgangna-
gerð í gegnum Strákafjall.
Eins og kunnugt er, eiga Sigl-
firðingar við mjög erfiðar sam-
pöngur að búa, einkum á landi og
í lofti, en auk þess eru skipaferðir
fremur strjálar. Siglufjarðarskarð,
sem er eina samgönguleiðin á
landi, er lokuð vegna snjða meiri
hluta ársins, hefur meira að segja
teppzt hvað eftir annað í sumar.
Siglfirðingar eru að vonum orðn-
ir langþreyttir á þessu, en þar við
bætist mjög erfitt sumar, afla-
hrestur og atvinnuleysi. Þess vegna
ræddu þeir þann möguleika á borg
arafundi fyrir skemmstu, hvort
unnt myndi að byrja á jaðgöngun-
um í Strákafjalli I vetur, ekki að-
eins 'til að bæta úr samgöngumál-
unum, heldur og líka til að auka
atvinnu bæjarbúa, vegna lélegrar
afkomu eftir sumarið.
í tilefni af þessu sneri Vísir sér
til Sigurðar Jóhannssonar vegamála
stjóra í morgun og innti hann eftir
fyrirhuguðum framkvæmdum við
jarðgangnaborunina.
Vegamálastjóri sagði að Þorleif-
ur Einarsson jarðfræðingur hefði
unnið að því ásamt fleirum að
rannsaka berglögin f Strákafjalli.
Hafi þeir unnið að því í sumar og
Iægju niðurstöður þeirra fyrir Hins
vegar er eftir að gera allar áætl-
anir á grundvelli jarðfræði- eða
bergrannsóknanna um jarðgangna-
gerðina enda þótt byrjað sé á þeim.
f því sambandi' gat vegamálastjóri
þess, að hingað til lands væri vænt
anlegur norskur sérfræðingur f
jarðgangnagerð, sem norska vega-
málastjórnin hefur Iánað. Þessi sér
fræðingur kémiur um miðjan þenn-
an mánuð og verður hér nokkurn
tíma til skrafs og ráðagerða og að-
stoðar við áætlanir um Strákagöng
in fyrirhuguðu.                 | nær framkvæmdir  hæfust,  enda
Á þessu stigi kvaðst vegamála- frumskilyrði  að  áætlunum  um
stjóri ekkert geta sagt um það hve- gangnagerðina verði lokið áður.
um. Ennfremur  verða  ræðuhöld,
einsöngur  og  kórsöngur.
Samkoman hefst með þvf, að
biskup fslands, herra Sigurbjörn
Einarsson, flytur ávarp, Polyfon-
kórinn, syngur undir stjórn Ingólfs
Guðbrandssonar, dr. Rajah B.
Manikam, biskup frá Indlandi, flyt
ur ræðu, Sigurður Björnsson, ó-
perusöngvari, syngur einsöng og
dr. Sigurd Aske, stjórnandi útvarps
stöðvar Lútherska heimssambands-
ins i Eþíópfu, flytur ræðu, en síð-
an verða stjórnarnefndarmenn LUt
herska heimssambandsins kynntir
fyrir samkomugestum, en þeir eru
hér á fundi, sem kunnugt ér af
fréttum.
Að lokum munu þeir dr. Fredrik
A. Schiötz, forseti heimssambands-
ins, og dr. Kurt Schmidt-Clausen,
framkvæmdastjóri þess, kynna
starfsemi sambandsins með nokkr-
um orðum.
Nýtt fjársvikamál upplýst
Uppvist er um fjársvikamál
fasteignasala nokkurs, og hefur
mál hans verið sent saksóknara
ríkisins til afgreiðslu. Mun pað
f þann veginn vera að koma frá
saksóknara til dómsmeðferðar
hjá sakadómara.
Fasteignasali þessi hafði tit
vörzlu tvö skuldabréf að upp-
hæð 660 þúsund krónur. En bar
af var búið að borga vexti og
afborganir að fjárhæð 90 þús
kr., sem viðkomandi maður
hafði ekki staðið skil á þegar
kært var.
Við rannsókn upplýstist það
að fasteignasalinn hafði sett
bréfin að handveði fyrir tveini
víxlaskuldum samtals 310 þús.
krónum, og jafnframt heimilað
vixlaeiganda að svo fremi sem
víxlarhir yrðu ekki greiddir £
tilskildum gjalddaga, sem var í
júníbyrjun, að selja skuldabréi-
in til lúkningar víxilskuldinni.
Víxlana hafði fasteignasalinn
ekki borgað, en eigandi þeirra
var þó ekki búinn að selja
skuldabréfin, heldur gert útgef-
anda þeirra aðvart um að sala
bréfanna stæði fyrir dyrum.
Málið liggur í öllum atriðum
ljóst fyrir og er bú'izt við aS
sakadómur fjalli um það fljót-
lega.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16