Vísir - 08.10.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 08.10.1964, Blaðsíða 9
V í S I R . Fimmtudagur 8. oiUóber li>64, 9 Gangnamenn úr Biskupstungum binda trúss upp á hesta sína áður en lagt er af stað frá Hveravöllum. Þórður Kárason hefur farið í göngur um 60 ára skeið, en aldrei og suður f Þjófadali. Þar skal gist næstu nótt. brennivínsiaus. Hér er hann að blanda á pelann. KONUNGURINN A KILI Norður á Kili hitti ég á dög- unum hálfáttræðan öldung. Hann hafði legið fyrir dauðan- um í allt vor, en núna fleng- reið hann um Kjöl þveran og endilangan, allt frá Hofsjökli og vestur f Langjökul og kenndi sér einskis meins. Hann sagði að fjallaloftið læknaði öll mein, og nú væri hann á- kveðinn f þvf að verða allra karla elztur. Þessi maður er konungurinn á Kili og heitir Þórður Kárason frá Litla Fljóti I Biskupstung- um. Um tuttugu ára skeið hefur hann borið konungsheitið á öræfunum mill’i Langjökuls og Hofsjökuls og öll þessi ár í annarri heiðarleit. Þótt Þórður sé ókrýndur konungur bera þegnar hans og hirðmenn virðingu fyrir honum og ekki hef ég heyrt þess getið að nokkur hafi möglað, eða 6- hlýðnazt fyrirskipan hans. Og hvergi í byggð eða óbyggð kann Þórður betur við sig heldur en á svipmiklum Kili. Senn’ilega hefur honum batnað sóttin frá f vor vegna þess að hann ætl- aði sér í göngur í haust. Sterkur vilji getur gert kraftaverk. Sextfu ár í göngur. — Þú hefur verið orðinn kunnugur á Kili, þegar þú varst skipaður fjallkóngur, sagði ég við Þórð þegar ég hitti hann á Hveravöllum, ásamt fylgdarliði hans á dögunum. — Það er ekki laust við það, svaraði Þórður og brosti sínu hægláta og kímnifulla brosi, sem kom manni ævinlega í gott skap þegar maður var i návist hans. — Hvað hefurðu oft farið f göngur? — Eitthví. í kringum sextíu ár. Fór í fyrsta sinn árið 1904, svo það eru liðnir sex áratugir frá íyrstu göngur.um mínum. — Og þá inn á Kjöl? — Ailtaf inn á Kjöl. Ég íór jú — af því að mér var skipað það — f nokkur ár á annað leitasvæði. En mér leiddist það. Ég kunni ekki við mig og var ekki í rónni fyrr en ég fékk að fara hingað inneftir aftur. Ég kann hvergi betur við mig en inni f faðmi Kjalarfjalla. Maður verður í návist þeirra að öðrum og betri manni. Hituðu kaffi á hlóðum. — Hvað eru margir leitar- menn í göngum hjá ykkur Tungnamönnum? — 1 fyrstu göngum 28. En meir en helmingi færri f þeim næstu. Hér er þó eingöngu átt við leitarsvæðið á Kili. Auk þess er leitað landið upp af Biskupstungum og suður af Langjökli. En það eru ekki göngur — það er smala- mennska. Ekkert púður í því. — Hvað eruð þið lengi f göngunum? — Sjö daga i hverri leit inn á Kjöl. — Þið gistið í sæluhúsum Ferðafélagsjns? — Eftir að þau komust upp gistum við allar næturnar í þeim nema síðustu nóttina, þá gistum við austur undir Blá- felli. — En áður en sæluhúsin voru byggð? — f tjöldum. Það var fyrst fram eftir kaldsamt, einkum áður en menn tóku að hafa hitunartæki meðferðis, fyrst olfuvélar og síðan prímusa. Áður hituðu menn sér kaffi á hlóðum úti á víðavangi, þar sem helzt var afdrep eða skjól. f úrfellum og vondum veðrum gekk þetta brösótt. En það var hitað í hvaða veðri sem var Undu fötin og fóru svo í þau aftur. — Hvernig var aðbúnaðurinn í tjöldunum? — Við sváfum í fötunum sem við stóðum í, og hver mað- ur hafði venjulega eitt brekán og eitt gæruskinn til að breiða ofan á sig. Ef við Ientum í rigningu og blotnuðum áður en komið var í tjaldstað, þá fóru menn úr fötunum og undu þau, en fóru að því búnu í þau aftur áður en lagzt var til svefns. Manni var stundum hrollkalt þegar leið á nóttina, en ég veit ekki dæmi þess að menn hafi veikzt. Það var ekki um annað að ræða en duga, og maður blygðaðist sín fyrir að kvarta eða skjálfa. Það var skammarlegt að vera kveif. Fer ekki í göngur án brennivíns. — Var ekki oft, gripið til pelans í hrásfagavéðVi?! - — Það fór nú eftir atvikurp. Margir drukku úr nestispelan- um á leiðinni inneftir og áttu ekki dropa eftir. — Hafðir þú sjálfur vin i göngum? — Alltaf, og hef ennþá. Ég myndi aldrei láta mér koma til hugar að fara í göngur án þess að hafa áfengi meðferðis. Hitt er svo annað mál að mér er ekki sama um hvernig þess er neytt. Ég var 14 ára strákhvolpur þegar ég fór i fyrstu leitina á ævinni. Rétt áður en ég lagði af stað stakk húsbóndi minn brennivínspela í vasa minn, en gat þess að ég skyldi fara varlega í að neyta innihaldsins. Hann sagðist ekki ætla að gera mig að drykkjumanni, en það gæti komið sér vel fyrir mig að eiga einhverja lögg á glasi ef í nauðirnar ræki. Ég skyldi ekki bragða á brennivlninu nema ef mér yrði kalt og teldi nauðsyn bera tU. — Og þér hefur náttúrlega orðið kalt? — Já, við lentum í hrakviðri í þessum göngum. Mér varð svo kalt að ég tolldi ekki á hest inum, en gekk og teymdi til að reyna að fá í mig hita. Þá datt mér allt I einu í hug að ég skyldi reyna þetta meðal, sem stungið hafði verið í vasa m'inn. Ég greip til pelans og saup á. Mér sjóðhitnaði og Ieið ágæt- lega eftir það. Síðan hef ég aldrei farið án áfengis í göng- ur. Sundlögðum fé og hesta. — Þið getið farið ríðandi um mest allt leitarsvæðið? — Já, sem betur fer. Það eru aðeins nokkrir staðir aust- an undan Langjökli, sem hest- um verður ekki komið við. — Hvað eruð þið lengi úr byggð og inn f Hvítárnes? — Venjulega 7 — 8 klst. Við förum nú orðið Iausríðandi, en farangur allan, viðleguútbúnað og nesti sendum við á bíl inn- eftir. Á bflnum flytjum við líka hey handa hestunum, svo þeim geti liðið sæmilega vel og þurfi ekki að svelta. — Áður en brúin kom á Hvítá hafið þið orðiö að reka bæði féð og hestana í ána. — Það var ekki um annað að ræða. Við sundlögðum hest- ana, en ferjuðum sjálfa okkur Framh. ð 10. sfðu. Hvor gangnamaður heíur sinn seppa. Þeir eru að vonum göngu- móðir og þreyttir eftir langan og erfiðan dag og mikil hlaup. Og j>egar þeir koma f áfangastað leggjast þeir til hvíldar hjá reið- tygjum og farangri húsbóndans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.