Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIR . Laugardagar 5. jfinf IMS.
NYJASTA
KIRKJAN
Mikið er byggt hér á ísiandl
— og það er eðlilegt. Þjóðin í
örum yexti, sem er að flytja
flytja búferlum og skipta um
atvinnuhættí þarf mörg hús —
mörg ný hús — íbúðarhús og
verksmiðjur, hús til að hðndla
í og stunda margs konar annan
rekstur, og svo yfir alla þá sem
sjúkir eru — ekki má vanrækja
að byggja yfir þá. Og ekki tjóar
að gleyma skðlunum. Það ætti
engum að vera ókunnugt að til
skólanna og menntamálanna
fara fleiri krónur en til nokk-
urs annars þáttar í ríkisbúskapn
um.
En það verður ekki rætt um
neinar af þessum byggingum,
hvorki skólana, fbúðarhúsin né
spítalana í þessari grein. Þess
mun heldur ekki vera vænzt.
Þessi Vísis-síða hefur verið helg
uð kirkjunni og svo er enn. Og
því skal þess getið fyrst og
fremst, að fyrir utan allt ann
að, sem nú er verið að byggja
á íslandi, þá eru líka byggðar
kirkjur. Og það margar kirkjur.
Daglega höfunr við Reykvík
ingar fyrir augum tvær stórar
kirkjur, sem eru í byggingu.
Það er Háteigskirkja, sem senn
er nú Iokið. Það er verið að
setja í hana gluggana og mála
hana að innan. Söfnuður og
prestar í Háteigsprestakalli
munu gera sér vonir um að geta
tekið hana í notkun á þessu ári.
Og svo er það Hallgrímskirkja,
sem hægt og markvisst rfs í öll
um sínum voldugleik á Skðla-
vörðuhæð. En löngu áður en
Iienni er lokið, munu aðrar
kirkjar sem ekki er enn byrjað
á, hafa risið af grunni í Reykja
vfk. Það eru kirkjurnar í Ás-,
Bústaða- og Grensásprestaköll-
um.
Reykvíkingum verður eðli-
lega tíðræddast um sínar eigin
kirkjur, bæði þær sem í smíðum
eru og svo þær sem eiga eftir
að rísa f hinum nýju. presta-
köflum. En þess er sízt að dylj
ast, að víðar er Guð en í Görð-
um — viðar eru byggðar kirkj
ur en f höfuðstaðnum. 1
fJjótu bragði koma f hugann a.
m. k. átta kirkjur, sem nú eru
í byggingu víðsvegar um land.
Á sumum af þessum kirkjum
hefur verið byrjað fyrir all-
löngu, aðrar eru skemmra komn
ar.
Snæfellingar eru að byggja
tvær kirkjur. Önnur er í Olafs-
vfk og kemur í stað hinnar
gömlu kirkju þessa mikla út-
vegspláss, og er orðin aðkreppt
af salthúsum og síldarplönum.
Hin er í hinni snotru nýbyggð
Grundfirðinga — Grafarnesi —
mikið hús og móðins með sjálft
Kirkjufellið i baksýn.
Nú víkur kirkjubyggíngasög-
unni norður f ísi þakinn Stein
grímsfjörð. Þar byggja Hólm-
vfkingar kirkju sína á kletti
traustum ofan til í þorpinu. —
Senn mun hún vfgð, enda hefur
hún verið all-lengi í smíðum.
Þessi nýja kirkja mun að miklu
leyti taka sæti kirkjunnar á
hinu forna prestssetri  Stað  f
Stetogftasan, þar sem .Jntði
biskapimr*" fyrir etna tíð prtdk
aði yfir sofnofJí "^t***
En tð þess aS fata nogai fQótt
yfir er bezt að staCuæmast ekki
fyrr en á Ansturlaodi. Þar er
verið að byggja nýjar kirkjur
f stað hinna gömhi á tveim forn
frægum prestssetrum, Valþjofs
stað í Fljótsdal og Eydölum f
Breiðdal.
Austur f Hornaílrði eru að
gerast einstæðir atburðir í sögu
fslenzkra kirkjubygginga. Þar
eru i smiSum tvær kirkjur i
sama prestakailinu, önnur á
liinum ævaforna kirkjustað —
prestssetrinu Bjarnanesi, hin f
fallega þorpinu við Hornafjarð-
arós — Höfn.
Loks skal þess svo minnzt
hér, að a. m. k. eina kirkju hafa
••   I   •
.
og þjóðin
Sunnlendingar f smíðum. Hún
er í Stóradal undir Eyjafjöllum.
Og þá erum við komin lang-
leiðina kringum landið. Þá
er lfka loks lokið lðngum for-
mála að þessari litlu grein, því
að þetta, sem hér að framan
er ritað, er eiginlega allt inn-
gangur. Nú kemur greinarefnið
sjálft.
Þar er að minnast þeirr-
ar kirkju, sem sfðust hefur ver-
ið tekin f tölu helgra húsa á
landi hér.
Það er kirkjan á Laugardæl-
um í Flða sem var vígð 2. sd.
e. páska 2. maf s.l. af herra
biskupnum, Sigurbirni Einars-
syni, að viðstöddum klerkdomi
Árnesþings og miklu öðrii fjöl-
menni. Sóknarpresturinn, sr.
Sigurður Pálsson prófastur á
Selfossi, prédikaði við kirkju-
vígsluna, en allan söng annað-
ist kirkjukðr Selfoss undir
stjörn hins ágæta organista Guð
mundar Gilssonar.
Laugardælakirkja hin nýja á
sér merkilega sögu þótt ekki sé
hún löng. - AHar kirkjurnar,
sem nú er verið að reisa og
nefndar eru f hinum langa inn-
gangi þessarar litlu greinar, eru
kostaðar af söfnuðum sfnum
eins og eðlilegt er hjá hinni
einu og sönnu þjóðkirkju.
Allt öðruvísi er þess farið
með nýju kirkjuna á hinu mikla
höfuðbóli Flóans. Byggingar-
saga hennar er í sem fæstum
orðum þessi: Þegar gamla Laug-
ardælakirkjan var niður tekin
árið 1957, fannst mörgum stað-
urinn setja ofan, er hann var
sviptur kirkju sinni. Þar hafði
helgidðmur staðið öldum sam-
an.  Svo  leið og beið. Ölfusá
floOJ niíkSð vatn tB sjávar en
engin kirkja reis á þussari.mesru
bújörft MtÉaJÉ á bukkum henn-
ar — Lawgaetetan. En nú kom
til sflguunar Magnús Vigfússon
frá Þorleif.skoti, gamalli hjaleigu
frá Laugardæhun. Hann lét
byggja nýja kirkju á Laugardæl
um á sirm kostnað að mestu
leyti en systkini hans, Kristfn,
Ingveklur, Jóm'na, Þorhildur og
Snorri, lögðu þar lfka fé til.
Kirkjuna reistu þau systkin til
minningar um foreldra sína, Vig
fús Jónsson og Þolveigu Snorra
dóttur f Þorleifskoti og bræður
tvo, Guðjón bílstjóra f Reykja-
vík og Snorra sem lézt f æsku.
Öll hvíla þau í Laugardæla-
kirkjugarði.
Kirkja Magnúsar Vigfússonar
er ekki stðrt hús, en vel við
hæfi, falleg og reisuleg. Bjarni
Pálsson, skðlastjóri á Selfossi,
teiknaði hana, yfirsmiður var
Sigfús Kristinsson, húsameist-
ari, Gréta og Jón Björnsson
máluðu, altari er úr slfpuðum
steini, gert af ÁrsæJi ;steinhi?ggy,
ara Magnússyni en altaristaflj,.
an er eftir Matthías listmálara
Sigfússon. Ýmsir góðir gripir
hafa verið gefnir Laugardæla-
kirkju hinni nýju. Kaupfélag
Árnesinga gaf pfpuorgel til minn
ingar um kaupfélagsstjóra sinn,
Egil Thorarensen, og börn haiís
gáfu kaleik og patínu til minn-
ingar um föður sinn.    >
Systkinin á Dísastöðum gáfu
Guðbrandsbiblíu til minningar
um foreldra sfna, Þuriði Hann-
esdóttur og Guðjón Tómasson
Laugardælakirkja hin nýja. Myndin er tekin á vígsludaginn, 2.
mai s. 1. Ljósm. F. J.
,og''Í|tin>prft!þe|rra, .en Guðjón""
. á, X)|sastöðum(-, vfri, síðastt-fi^r-;^ (
haldári görhlu Laugardæla-
kirkju. Þá ber að nefna það, að
Kaupfélag Árnesinga lætur
kirkjunni f té ókeypis heitt vatn
til upphitunar, en á altari loga
Ijós í stjaka, sem er gjöf frá
prestsfrú Stefaníu Gissurardótt-
ur á Selfossi.
Að hinni nýju Laugardæla-
kirkju munu sækja allmargir
bæir úr hinni gömlu Laugar-
dælasókn og munu þeir mynda
sókn út af fyrir sig. En kjarni
hennar verða heimilin aðLaugar
dælum, staðnum þar sem nú ér
eitt stærsta bú á fslandi og fólki
mun f framtíðinni fara fjölgandi
við fjölþættan rekstur og marg-
háttað tilraunastarf Búnaðar-
sambands Suðurlands.
I framtíðinni munu margir
gestir heimsækja Laugardæli.
Og þegar þeim verður sögð
saga hinnar fallegu kirkju á
staðnum, getur dómur þeirra
ekki orðið nema á einn veg:
Þetta hús er reist af miklum
höfðingsskap.
LlFSVEGURINN
í hinni fyrstu hvftasunnuræðu, sem birt er f
2. kap. Postulasögunnar, vitnar Simon
Pétur á einn staS í Davfðssálm: Kunna gerðir
þú mér Mfsins yegu; þu munt mig með fögnuði
fylla fyrlr þfnu augliti. (Post. 2. 28).
Hvftasunnan er orSin mikil ferSahátíS. Þá
leggja menn land undir fót og fara víða. En
.......
þaB er sama hvert fariS er. Alltaf þúrfa menn
að hafa þaB í huga, aS heill þeirra og hamingja
er undir þvi komin aS þelr gangi LÍFSINS VEG,
þvf aS hann er gæfuleiSin. Því er svo mikils
vert aB þekkja hana. Er hún kunn? Hvar fáum
við upplýsingar um hana? I orSi GuSs f heilagri
ritningu, f bænum okkar og ákalli til skaparans,
f samfélagi okkar innan kristins safnaðar þegar
þaS er rækt f kirkju Krists.
Þetta gerSu hinir fyrstu kristnu menn. Þann-
ig er þessu lýst f Postulasögunni. Lesum 42.
verslS i 2. kapftluanum: Og þeir héldu sér stöð
uglega viS kenning postulanna. (fagnaðarerind-
18) samfélagið (samskonar og samstarf innan
safnaSarins um margvfsleg mál) brotning
brauBsins (altarissakramentið) og bænirnar. —
Þetta eru vörðurnar við lífsveginn, þetta leið
beinir okkur um hinn kristilega lifernismáta.
Með þessu eigum við að gera okkur hæf
til aS rata hann og halda honum, hversu
yillugjarnt sem oss annars virðist vera
um ævibrautina. — Það er ekki nóg að
ÞEKKJA veginn ^ það verður að FARA hann.
Og til þess verðum við að VILJA það, setja
okkur það — taka viljaákvörðun og halda okk-
ur við hana. En „veikur er vilji — veik eru
börn", kvað Jón Thoroddsen. Það á f þessum
efnum við okkur öll mannanna ólíku börn. —
Þess vegna er framhaldið líka alltaf timabært:
„Alvaldur, alvaldur, æ sé þér vörn". Biðjum
um þá vörn á lífsveginum, felum okkur vernd
og forsjá allsvaldanda Guðs á leið okkar frá
vöggu til grafar.
Biðjum góðan Guð að senda í hjörtu okkar
allra krafta hins heilaga anda ,til aS styrkja
vilja okkar, svo við getum staðfastlega þjón-
að honum, setn er lausnari okkar og leiðtogi —
Þvi legg ég veg og vilja minn,
á vald þér Jesús Kristur.
aCSMCe
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16