Vísir - 02.07.1965, Page 5

Vísir - 02.07.1965, Page 5
VÍSIR . Föstudagur 2. júU 1965. s utlönd í niorgun útlönd í morgun útlönd í.morgun utlönd í morguíi Viðræður hafuar til bjargar EBE en vafasamt uai árangur Franski ráðherrann Peyre- fitte sagði í gær, að horfast yrði í augu við þá sannreynd, að vegna þess að ekki náðist samkomulag um verðlagsmál landbúnaðarins £ Efnahags- bmdalagi Evrópu verði við efr '-)agslega og stjómmálalega e Ue’i'ka að etja og erfiðleika lagalegs eðlis. Hann kvað Frakka ekki mundu taka þátt í nemum samkomulagsumleit- unum innan sammarkaðarins á næstu mánuðum. í fréttum frá Bonn var hins vegar sagt, að af hálfu stjórnar Vestur-Þýzkalands væri neitað, að samkomulagsumleitanir hefðu farið algerlega út um þúfur. f NTB-frétt frá Briissel seg- ir, að þegar hafi verið hafnar tilraunir til þess að „endurlífga sammarkaðinn eftir að sam- komulagsumleitanirnar um verðlagsmál landbúnaðarins fóru út um þúfur“ í fyrrinótt. Hafnar vom viðræður til þess að reyna að finna leið til mála- miðlunar, sem öll aðildarríkin geti sætt sig við, en jafnframt er látinn £ ljós vafi á, að við- ræðumar beri árangur. Að áliti sérfræðinga f Brussel er hættan, sem nú vofir yfir EBE hin mesta í sjö ára sögu þess. Þó gera menn ekki ráð fyrir að EBE líði undir lok. 1 Brflssel'er ekki búizt við, að Frakkland taki um sinn þátt í ráðherrafundum EBE, ©n það þurfi ekki að boða, að Frakkar ætli að slíta samstarfi við hin aðildarlöndin. Bent er á, að ekkert land samtakanna hafi haft af eins miklum efnahags- legum uppgangi að segja og Frakkland — og það geti Frakk ar þakkað EBE. Þess vegna sé það ekki rökrétt afleiðing þess, að samkomulag náðist ekki, að snúa baki við EBE með ðllu, heldur stuðla með hrnum að samkomulagi sem öll aðildarlöndin geti sætt sig við. Yfir 30 féilu í Bone NTB-frétt hermir, að allt sé nú með kjrrmm kjömm í hafnar- bænum Bone í Alsír er hermenn með alvæpni á hverju götuhomi. Enn getur að líta á veggjum: Lifi Ben Bella, niður með Boume- dinne. Talið er, að 30 merm hafi beðið bana, er menn fóru í kröfu- göngur til stuðnings Ben Bella, og herlið skaut á mannfjöldann. Mest var manntjónið 22. júní. Fréttamaður hefir það eftir lík- húsverði, að „þar.væri allt fullt“, en margir ættingjar og vinir hefðu flutt lík fallinna heim til sín. Skorað á Adlai að segja af sér Um 180 menntamenn í New York skomðu í gær á Adlai Stev- enson aðalfulltrúa Bandaríkjanna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að segja af sér vegna Vietnamstefnu ríkisstjórnarinnar og íhlutun hennar um málefni Dominiku. Ambassador Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum Thomas Finletter hefir sent Johnson for- seta lausnarbeiðni sína. í tilkynn- ingunni frá Hvíta húsinu var að eins sagt, að forsetinn hefði fallizt á lausnarbeiðnina, en þætti miður að til hennar skyldi hafa komið. S-Kórea sendir heiit herfyfki til S- Víetnam Fréttir í morgun herma, að I Suður-Kóreustjóm hafi fallizt á I að verða við beiðni stjómar Suð-, ur-Vietnam um að senda henni heilt herfylki (15.000 menn) til þess að berjast með stjórnarhern- um. Um 500 i bandarískir hermenn gengu á land f gær á strönd S.V. til þess að hjálpa aðþrengdum stjórnarhersveitum. Var þetta í fjórða skipti, sem flotinn setur lið á land á ströndum S.-V. Á meðfylgjandi uppdrætti sýna örvarnar (nál. Saigon) hvar bandarískir, ástralskir og suður- vietnamskir hermenn eiga í hörð- um bardögum við Vietcong-her- flokka. ERLENDAR FRÉTTIR ► í gær kom til utaka í Montreal milli franskra skiln- aðarmanna og lögreglunnar. Um 1500 menn voru handtekn- ir. ► Harold Wilson forsætisráð- herra Bretlands sagði í gær, að ekki yrði litið á það sem „loka- svar“, þótt stjórnin í Norður- Vietnam hefði neitað að taka á móti friðarnefnd Samveldis- landanna. „Vér munum líta á neitun sem svar“, sagði hann. nllil $ 1 1 m 'íii mmmm * 7 Cr N A * i * V. ji uiiinuiHiti * * * i * BanoítSI Minning: Guðmundur J. Hlíðdai fyrrum póst- og símamálastjóri Guðmundur J. Hlíðdal, fyrrum póst- og símamálastjóri, var fædd ur 10. febrúar 1886 f Gröf á Vatns nesi, sonur hjónanna Jónasar Jón assonar, bónda í Hlíð, og Önnu Margrétar Guðlaugsdóttur. Guð- mundur lauk 4. bekkjar prófi frá Lærða skólanum í Reykjavik 1904 og prófi í rafmagnsfræði f Þýzka- laiidi 1907. Framhaldsnám stund- aði hann þar til 1909. Hann var verkfræðingur Vita- og hafnar- málastjórnar 1914 - 1920 og verk- fræðingur Landssímans frá 1924. Landssímastjóri varð hann 1931 og póst og símamálastjóri 1935 til 1956. Þá gegndi Guðmundur fjölda trúnaðarstarfa á ævi sinni og ritaði margar greinar í blöð og tímarit um verkfræðileg efni og póst- og símamál. Guðmundur var kvæntur Karólínu Þorvaldsdótt- ur, sem látin er fyrir nokkrum ár um. f Guðmundur Hlíðdal gerðist verkfræðingur Landssímans og bæjarsímastjóri í Reykjavfk í árs- byrjun 1924 og átti þá að baki sér margra ára reynslu v'ið fjölþætt skipulags- og verkfræðistörf hér á landi og erlendis. Var það sfma stofnuninni mikill fengur að fá í þessar stöður mann, sem þegar gat tekið á hinum margvíslegu, aðkalland'i vandamálum af mynd- ugleik, og ekki sízt fyrir það, að heilsa Ólafs Forbergs, landssfma- stjóra var þá tekin að bila. Á þessum árum voru viðfangs- efni símastofnunarinnar sízt vanda minni en nú. Símalínur vantaði um sveitirnar. Húsnæðisvandamál steðjuðu að — Reykjavík og aðrir bæir stækkuðu ört og gerðu meiri og meiri kröfur,- en fjármál- 'in voru erfið. Öll þessi úrlausnar- efni hvíldu þá á herðum tveggja manna, landssímastjórans og síma- verkfræðingsins. En það var þá lán stofnunarinnar og þjóðarinnar að þar voru engir miðlungsmenn að starfi, Mér er það minn'isstætt, þegar Guðmundur Hlíðdal hóf starf sitt hjá sfmanum. Það lá f hlutarins eðli, að félagssamtök okkar síma- manna myndu eiga mikil samskipti við hann. Það hafð'i farið orð af bví að hann væri harður í horn að taka, iafnvel óþjáll í viðskiptum. Hins vegar var hinn óþrjótandi dugnaður hans og starfsorka al- kunn. Sá ótti ríkti, að á ný mynd'i koma nokkur harka í sambúð símastjómarinnar og starfsfólks- ins, en þá var aðeins nýgróið um heilt mill'i þessara aðila eftir mik il átök. En reynslan varð önnur. Það varð strax ljóst, að Hlíðdal hafði fullan hug á að styðja að góðri sambúð. Sú afstaða hans breyttist aldrei, allan hans starfs- feril, að styðja að framgangi þeirra áhugamála, sem félagið barðist fyrir og hann sá, að stuðluðu að betri hag stéttarinnar. Hans fyrsta verk, eftir að hann varð landssímastjóri, var að stuðla að því af m'iklum áhuga, að símafólkið kæmi sér upp dvalar heimilum, vfðs vegar um land. Þess er þó ekki síður minnzt með al símamanna ,að einn árangurinn af góðri samvinnu milli hans og félagssamtakanna var útgáfa starfsmannareglna Landssímans, sem enga hliðstæðu áttu hér á landi og verið hafa fyrirmynd að löggjöf um réttindi og skyldur op inberra starfsmanna. Hitt er svo annað mál og eðl'i- legt, að oft færu ekki saman skoð- anir manns f þessari umfangs- miklu stöðu og skoðanir félagssam takanna. Símastofnunin er e'ins og lítið þjóðfélag. Þar er unnið að hin um ólíkustu viðfangsefnum — þar eru stórir starfshópar með ó- lík starfskjör og lífsviðhorf. Þess verður með engu móti kraf izt af ábyrgum forstjóra siíkrar stofnunar, að hann lfti sömu aug- um á leiðir og markmið starfs- manna samtakanna, eða kröfur ein staklinganna, sem forsvarsmenn þeirra gera eða verða að gera á stundum. Kröfuharður og skaprfk- ur maður í þeirrd stöðu hlýtur oft að verða á öndverðum meiði við þennan sundurleita hóp. Um sann girn'i eða réttlæti f viðbrögðum hans hljóta að vera skiptar skoð- anir, sé hann ekki gæddur þeirri 'hvumleiðu skapgerð að taka jafn an ákvarðan'ir með hliðsjón af lýð hylli. En það var fjarri skapgerð Hlíð- dals. Með þessum fáu kveðjuorðum var ekki ætlun mín að lýsa Guð- mundi Hlíðdal eins og efni standa til. En ég get, ekki látið hjá líða að geta að nokkru þess, sem mér er minnisstæðast úr þriggja ára- tuga nánu, daglegu samstarfi, þar sem oft bar mikið á m'illi um skoð anir. Honum var gefin sú sérstæða skapgerð að geta setið á fundi með fulltrúum félagssamtakanna um mikil hitamál, þar sem öldurnar r'isu stundum hátt, en geta svo að þeim fundi loknum setzt á annan fund með sömu mönnum til að ræða dagleg störf og úrlausnarefni stofnunarinnar, þar sem hann hafði lag á að samstilla kraftana aftur og skapa þægilegt andrúmsloft á þann hátt, að manni varð hlýtt til hans. En án þeirra sjaldgæfu hæfi- leika, verður þessari stofnun ekki stjórnað svo vel fari. Guðmundur Hlíðdal var gestris- inn svo af Isar. Á he'imili hans átt um við samstarfsmenn hans marg ar stundir, sem ekki gleymast. En þar átti líka hin góða kona hans, Karólína Þorvaldsdóttir, mikla hlut deild. Yfir heimili þeirra hjóna var mik il reisn í þeim gestaboðum. Á sama hátt var honum það rpik ið kappsmál, að yfir stofnun hans væri sú reisn, er bæri af og hæfði svo fjölþættri og áhrifamikilli stofnun. í dag minnast margir samstarfs menn hans þeirra stunda, er þeir áttu með honum í starfi og utan þess sem álltaf voru Iærdómsríkar Hann var persónuleiki, sem ekki gleymist. A.G. Þormar

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.