Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR. Miðvikudaginn 25. ágúst 1965.

V estmzku 'W,L)þf útítfi;:'
///. HNÍFSDALUR VIÐ
ÍSAFJARÐARDJÚP
Ef haldið er út með
ströndinni frá ísaíjarðar
kaupstað, er fljótlega
komið að litlu kauptúni,
sem íiggur aðkreppt í
mjóum dal fyrir utan
Eyrarhlíð. Þar er smá
vík inn úr fsafjarðar-
djúpi, sem heitir eftir
þorpinu, — Hnífsdals-
vík.
Há fjöll kreppa að þorþinu £
báða vegu, þar sem það liggur í
lægð við sjóinn og í brekkunni
sunnan við  lægðina.  Snjóflóð
salerni og fundarsalur. Þetta á
að klárast 1 næsta mánuði. Hús-
ið er teiknað af Gísla Halldórs
syni.
Óvenjulegir þurrkar
og vatnsleysi.
— Það hafa verið alveg 6-
venju miklir þurrkar hér í sum
ar og talsvert borið á vatns-
leysi. Við verjum í ár 300.000
krónum til vatnsveitu. Raunar
var byrjað á vatnsveitufram-
kvæmdum árið 1960. Þá var
byggð stór þró nokkuð fyrir
vestan þorpið við uppsprettu-
vatn framan úr Fremri-Hnífs-
dal, sem er eyðibýli hér innj 1
dalnum. Vatnið er tekið úr Bæj-
ará og leitt rúma tvo kílómetra
Myndin er tekin suður yfir Hnífsdalsvfk og Hnifsdal. Yzt til vinstri sést inn í Skutulsfjörð.
I
i
hafa verið tíð í Hnífsdal og er
mönnum enn minnisstæður
hinn hörmulegi atburður, er snjó
flóð úr Buðarhyrnu sópaði vet-
urinn 1910 húsum og mönnum á
Hnífsdal á sjó Ut og 18 manns
fórust. Nú er byggt úr traustari
efnum ,en gert var í þá daga.
Sjófang er aðalatvinnuvegur
þorpsbúa. Landbúnaður er ekk:
stundaður að neinu ráði. enda
er ekkert undirlendi til slíks í
kauptúninu eða við það.
Oddviti á Hnífsdal er athafna-
maðurinn Einar Steindórsson og
átti blaðið fyrir stuttu tal við
hann um kauptúnið og aðstöðu
þess. Sagði Einar m. a.:
Nýr brunabíll —
Nýtt félagsheimili.
— Hreppurinn fær tæpar tvær
milljónir króna í kassann. Þar af
eru 1.451 þúsund krónur í tekju
útsvör, 47 þúsund í eignaútsvör
og 428 þúsund i aðstöðugjald.
Þetta fer mest I föstu liðina, og
lítið eftir til nýrra framkvæmda.
— 160.000 krónur fara í nýjan
brunabíl, sem við erum að fá
hingað. Það er Land Ro'ver bíll
með öllum nauðsynlegum tækj-
um, svo og vatnsgeymi. Hann
er kominn til ísafjarðar og kem
ur hingað einhvern næstu daga.
Hingað til höfum við notazt við
brunavagn, sem hefur verið
hægt að tengja aftan i bíla. Nýi
bíllinn kostar alls 240.00 krónur,
en við vorum búnir að veita fé
til hans að nokkru leyti áður.
—  Félagsheimilið hér er i
byggingu og er nú svp langt
komið, að það verður hægt að
byrja að nota hluta þess I haust.
Við höfum varið 300.000 krón-
, um til byggingar þess f ár. Það
liggur mikið á að koma því i
notkun, því gamla samkomuhús
ið brann í sumar, skemmdist
mikið og er ónothæft. Við byrj
uðum á nýja húsinu árið 1959 og
á það að verða gríðarmikið hús.
1 haúst verður tekinn I notkun
kaffisalurinn, sem tekur um 120
< manns við borð en aðalsalurinn
verður að bíða. f haust verður
líka tekið í notkun eldh., búrið,
til kauptdnsins. Það er byrjað
á stíflunni og búið að panta rör
in. En það er ekki víst, hvenær
þessu verki lýkur.
—' Svó er verið að byggja
skólastjórabústað hérna. Hann
var kominn undir þak á síðast-
Iiðnu ári og verður haldið áfram
að vinna við hann í haust
fyrir 150.000 krónur. Hann á að
vera tilbúinn haustið 1966, því
ríkisframlagið -á móti okkar
framlagi kemur ekki fyrr en
það ár.
—Við höfum ekki höfn hér,
bara bryggju, sem er dálítið fyr
ir innan þorpið á leiðinni til
ísafjarðar. Við erum alveg rétt
frá ísafjarðarkaupstað, 10—15
mínútna akstur og því f áum við
aldrei höfn hér. Bryggjan var
lengd síðast árið 1950 og þá um
20 metra og er nú um 80 metrar.
Vestfjarðaáætlunin gerir ekki
ráð fyrir neinni fjárveitingu í
höfn hér.
ICWBWiyW ¦¦¦tillHWi.......
Talað við
Einar Steindórs-
son oddvita
Sækja þjónustu til
ísafjarðar.
— Nú er Vegamólastjöri að
láta byggja hér nýja brú á ána.
Hnífsdælingar byggðu gömlu
brúna árið 1921 og er hún nú
hætt að þola álagið af umferð-
inni. Nýja brúin á að verða til-
búin i haust. Hún hefur raunar
aðallega gildi fyrir Bolvfkinga,
því hún er á þjóðveginum þang
að. Sjálfir hðfum við ágætar
samgöngur til ísafjarðar, þenn
an kortérs-spotta, og er hann
alltaf mokaður ef hannverðUr
ófær á veturna vegna fannkomu,
sem kemur stöku sinnum fyrir.
Vegurinn verður alltaf að vera
fær, þv' við höfum hér hvorki
lækni né yfirsetukonu. Svo er
nú orðið allur fiskur frá Bolung-
arv. fluttur hér í gegn til ísafj.,
sem er útflutningshöfn fyrir
þessa staði.
— Héðan ganga þrír stórir
bátar, tveir 200 tonna og 264
tonna báturinn Guðrún Guðleifs
dóttir. Svo eru hér tveir 100
tonna bátar. Allir eru þessir
bátar á síld nú. Þeir koma hing-
að í haust þegar þeir taka lin-
una, og verða hér áfram þegar
þeir taka net í febr. Þeir landa
hér á vertíð. Hér er mesta
erfiði með allar framkvæmdir,
þvl menn eru á síld og úti um
hvippinn og hvappinn, en ekki
nema börn og gamalmenni
heima fyrir. Frystihúsið er að
fá sér tæki eins og flökunarvél
til að spara vinnuaflið.
21 hús býggt í skorpu
- Það er búið að byggja hér
mikið á undanförnum árum.
Síðan 1950 er búið að byggja
hér 21 hús, en þá hófst mikil
hyggingaalda hér. Þetta eru allt
stórar hallir. Nú eru hér tvö í-
búðarhús í byggingu.
—  Árið 1925 voru hér 437
fbúar, en sfðan setti staðinn nið
ur á löngu tímabili. Fólk flutt
ist í f jölmennið á ísafirði. En nú
er sú þróun jafnvel að snúast
við, — ísfirðingar eru farnir
að flytja hingað. íbúatalan er
byrjuð að vaxa aftur, þótt hægt
fari. Nú eru hér 308 íbúar, en
á timabili var íbúatalan komin
töluvert niður fyrir 300 íbúa.
— J. Kr.
Þorpið farið að rétta við
Á 13  FETA SKIPI
YFIR ATLANTSHAF
Tinkerbelle er ekki minnsti
seglbátur, sem siglt hefur ver-
ið yfir Atlantshaf og er þó að-
eins þrettán ensk fet á lengd,
en hið minnsta sem
siglt hefur verið yfir Atlantshaf
frá Bandaríkjunum til Bret-
lands, eins og frá var sagt hér
i blaðinu fyrir stuttu. Og svo
er hér mynd af Manry sjálf-
um, er hann var kominn til Fal-
mouth að aflokinni 5000 km.
siglingu, sem tók 79 daga —
og er að „drékka fyrsta tesop-
ann" hjá Bretanum.
#

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16