Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VlSIR
Föstudagur 1. ofctöber 1965.
/5
hafði verið um nóttina, og mundu
spor hafa sézt, ef viðkomandi hefði i
ekki verið á ferðinni áður en dögg
in féll.
„Þú ert yngri og sjónskarpari en
ég", sagði Hardanger. „Hafa streng
irnir  verið  sagaðir  sundur  eða j
klipptir?"
„Klipptir. Og athugaðu hallann i
á sniðinu. Hann er ekki mikill, en I
þó sjáanlegur".
Hardanger athugaði klipptu end-1
ana. „Frá vinstri að framan til!
hægri að aftan. Þannig mundi örv-!
hentur maður halda á klippunum". i
„Örvhentur maður", varð mér að |
orði. „Eða rétthentur maður semi
vildi villa á sér heimildir. Viðkom j
andi hefur þvi annað hvort verið |
örvhentur eða slunginn og kannski'
hvoru tveggja".                I
Það brá fyrir andúð 1 svip Hard
angers, þegar hann leit á mig. Síð
an skreið hann á milli strengjanna
inn á milli girðinganna. Ekki var
þar heldur nein spor að sjá Innri
girð'ingin hafði verið klippt sundur
á þrem stöðum. Það leit út fyrir að
sá, semtá klippunum hélt, hafi álit-
ið sig öruggari þar sem hann var
fjær veginum. Við áttum því eftir
að ráða þá gátu, hvernig á þvi
stóð að hann hafði ekki neinn ótta
af víghundinum sem varði svæðið
& milli girðinganna.
Lágstrengirnir ósýnilegu innan
innri girðingarinnar voru órofnir.
Sá sem þarna var á ferðinni hafði
annað hvort verið svo merkilega
heppinn að detta ekki um þá, eða
hann hafði vitað nákvæmlega stað
setningu þeirra. Af því er séð
varð, var þessi kunningi okkar þó
ekki af þeirri manngerð, sem treyst
ir á heppnina fyrst og fremst.
Það sannaði líka sú aðferð, sem
hann hafði beitt við að komast
gegnum háspennugirðinguna. Af
hugvitsemi og þekkingu á raflögn
inni hafði honum tekizt að klippa
sundur lægstu strengina og tengja
þá þannig við þá næstu fyrir ofan,
að hvergi varð skammhlaup og
ekki kom heldur til þess að viðvör
unarbjöllurnar hringdu. Það sýndi
að klippurnar, sem hann notaði,
höfðu að minnsta kosti verið ein
angraðar fyrir háa spennu og að
hann hafði gert sér fyllilega ljóst
fyrirfram, að hverju hann gekk.
„Snjall náungi", varð Hardang-
er að orði. „Þetta bendir jafnvel
til að hanh afi ekk'i verið hér
allsendis- ókunnugur innan girðing
anna, eða hvað?"
„Hann getur líka hafa kynnt sér
fyrirkomulagið utan frá með þvi
að nota sterkan sjónauka. Það er
öllum frjálst að aka urh veginn áð
degi til, og því ekki neinum örð-
ugleikum bundið fyrir hann að sitja
í bll og kynna sér hvernig giröing
unum, þar á meðal háspennagirð-
ingunni, var hagað. Og ég þori að
fullyrða, að ekki er loku fyrir það
skotið, að hann hafi séð glitra
á „ósýnilegu" strengina I sólskini".
„Og ég þori að fullyrða", mælti
Hardanger með áherzlu, „að það
þýðir lítið fyrir okkur að standa
hérna og glápa á girðingarnar. Við
skulum hypja okkur inn og hefja
yfirheyrslurnar".
Allir þeir, sem Hardanger hafði
beðið liðsforingjann að boða til
fundar við okkur, biðu inni f mót-
tökusalnum. Þeir sátu þar á bekkj
um haldnir ókyrrð og eirðarleysj
Sumir þeirra voru syfjulegir, og
allir virtust þeir óttaslegnir. Ég þótt
ist vita, að það mundi ekki taka
Hardanger nema brot úr sekúndu
að sjá hvernig þeir voru á sig komn
ir andlega og haga sér samkvæmt
því. Það kom lfka á daginn. Hann
tók sér sæti bak við skrifborðið,
hvessti á þá kaldblá og stingandi
augun undan hnykluðum brúnum
Hvað leikhæfileika snerti, stóð
Martin honum jafnvel ekki á sporði.
! „Gott", sagði hann. „Eftirlits-
' mennirnir í jeppunum — fyrst þeir
| sem áttu I eltingarleiknum í nótt
er leið. Gangið fram".
Þrír menn ,einn liðþjálfi og tveir
óbreyttir, risu úr sætum sínum,
og heldur seinlega. Hardanger sneri
sér fyrst að liðþjálfanum og spurði
hann að nafni.
„Murfield, herra minn".
„Þér áttuð að sjá um eftirlitið
utan girðingarinnar í nótt er leið?"
„Já, herra minn".
„Segið mér hvað gerðist".
„Við hófðum ekið einn hring
meðfram girðingunni, staðnæmzt
við aðalhliðið og tilkynnt að allt
væri í lagi og vorum að leggja
af stað aftur. Það mun hafa verið
um fimmtán minútur yfir ellefu,
en getur þó munað um tvær mín-
útur, til eða frá. Þá gerðist það,
að við sáum stúlku bera fyrir I
bjarma jeppaljósanna í á að gizka
hundrað og fimmtíu metra fjarlægð
frá hliðinu. Hún var á hlaupum,
hárið flaksandi í allar áttir og
virtist á æðisgengnum flótta, grét
og hrópaði i senn. Það var ég, sem
sat undir stýri, þegar þetta gerð-
ist. Ég stöðvaði jeppann, stökk ut
og hinir komu á eftir mér. Vitan-
j lega hefði ég átt að skipa þeim
að sitja kyrrum, en það láðist
! mér ..."
„Við  skulum  láta  kyrrt  liggja
| hvað þér hefðuð átt að gera. Á-
fram með söguna, maður".
„Jú, við komum þarna að henni.
Það var mold á andliti hennar, káp-
an hennar rifin. Ég sagði..."
„Hafið þér séð þessa stulku áð-
ur?"
„Nei, herra minn"
„Munduð þér þekkja hana, ef þér
sæuð hana aftur?"
Hann hikaði við svarið. „Ég ef-
ast um það, herra minn. Það var
ekki sjón að sjá hana".
¦;.;„Hún talaði til
„Já, herra minn".
„Munduð þér þekkja rödd henn-
ar? Mundi nokkur ykkar þekkja
rödd hennar aftur?"
Þeir þögðu og hristu höfuðið.
„Einmitt það", mælti Hardanger
þreytulega. „Hún kvaðst vera I
nauðum stödd og allt það. Og á
nákvæmlega útreiknuðu andartaki
kom ,svo einhver náungi í ljós,
vitanlega á harðahlaupum. Og þið
tókuð sprettinn á eftir honum, all-
ir þrlr. Gátuð þið virt hann fyrir
ykkur?"
„Við sáum hann ekki nema brot
\ír andrá, herra minn. Og það var
j niðamyrkt..."
„Og hann hljóp upp I bíl og ók
á  brott skilst rriér.  Og það var
I eins með bílinn — þið sáuð hann
' rétt í svip og svo var hann horfinn
I út.í myrkrið ..."
I  „Já,  herra minn.  En  það  var
ekki fólksbíll. Sendiferðabíll. Bed-
ford". -
„Einmitt það?" - Hardanger
hvessti á hann augun. „Og hvern-
ig í fjandanum veiztu það?" Var
ekki niðamyrkur?"
„Það var Bedford", endurtók
Murfield. „Það heyrði ég á hreyf-
ilhljóðinu. Ég er bflvirki að at-
vinnu utan herþjónustunnar".
,Hann hefur á réttu að standa",
sagði ég. „Ganghljóð Bedfords
hreyfilsins er mjög sérkennilegt".
Hardanger reis úr sæti slnu. „Ég
kem strax aftur", sagði hann og
það þurfti ekki neinar dulargáfur
til að vita það að hann ætlaði rak
leitt þangað, sem næsta síma var
að finna. Hann leit til mín, kinkaði
kolli til hermannsins og hvarf úr
salnum.
Ég spurði vingjarnlega hver
hefði séð um víghundinn sem
átti að hafa vörzlu I viðkomandi
girðingarhólfj síðastliðna nótt.
Svæðinu á milli girðinganna var
nefnilega skipt niður I fjögur hólf
með lágri þvergirðingu úr tré, og
einn víghundur hafður til vörzlu
I hverju hólfi, ásamt gæzlumanni
sínum. „Þér, Ferguson?"
Dökkhærður og gildvaxinn ná-
ungi, óbreyttur hermaður, Fergu-
son að nafni hafði risið ur sæti
sínu. Ferguson þessi var atvinnu
hermaður — og fæddur hermaður
— harðsnúinn, aðgangsmikill og
ekki sérlega vel gefinn.
„Já, ég" svaraði hann. Það var
greinilegur þvermóðskuhreimur f
röddinni.
„Hvar voruð þér klukkan 11:15
síðastliðna nótt?"
„í fyrsta hólfi með Rollo. Það
er víghundurinn, sem ég sé um".
„Og  þér  urðuð  sjónarvitni  að
þeim  atburði,  sem  Murfield  lið
þjálfi var að segja frá?'
„Auðvitað".
„Fyrsta lygin, Ferguson. Og ef
j þér bætið annarri við, verðir þér
i sendur aftur til herdeildar yðar,
' áður en sól er af lofti"
„Ég lýg ekki". Það kom allt í
einu ljótur •svipur... á andlit harjs.
„Og þér skulu&«kki leyfa yður að
tala þannig til mln, herra Cavell.
Þér getið ekki haft I hótunum við
mig Iengur. Þér megið vita það
að okkur er öllum fullvel kunnugt
um að þér voruð rekinn úr stöðu
yðar hér".
Ég sneri mér að sendiboðanum.
„Farið og biðjið Weybridge höfuðs
mann að koma hingað tafarlaust",
sagði ég.
Sendiboðinn lagði af stað, en
tröllstór liðþjálfi reis úr sæti sfnu
og stöðvaði hann.
„Þess þarf ekki herra minn,"
sagði hann. „Ferguson er fífl. Það
getur ekki legið 1 láginni. Hann
var 1 slmaherberginu við hliðið.
Sat þar hjá símaverðinum, reykti
og drakk kókó. Ég var á verði. Sá
hann aldrei, en vissi hvar hann
var og hafði áhyggjur af því. Fergu
son hefur alltaf skilið Rollo einan
eftir 1 hólfinu, og þar sem sá hund
ur er svo grimmur að hann mundi
verða hverjum manni að bana, ef í
það færi, þá var það öruggt".
„En það reyndist ekki öruggt"
sagði ég, „Þér hafið lengi haft
þennan háttinn á, Ferguson, er ekki
svo?"
POM'T COMCEKM YOURSELF
A50UT SOMETHINS THAT ¦
^HfrSN'T YET HAFPEMEPÍ^
Heilsuvernd
Námskeið mín 1 tauga- og
vöðvaslökunar- og öndunaræf-
ingum fyrir konur og karla
hefjast mánudag 4. október. —
Uppl f slma 12240.
VIGNIR ANDRÉSSON
— Iþróttakennari —
Áður en mig fer að gruna einhvern ákveð
in um að hafa brennt kofana ætla ég að
tala við Kaanu — Ég er mjög óttafull út
af því sem kann að eiga eftir ag gerast.
Vertu ekki með áhyggjur út af þvi sem
enn hefur ekki gerzt. — Auðvitað, ég hugsa
bara að ég sé þreytt.
Þetta hefur verið mikið álag á þig, Na-
omi, J.Ú. ættir að fara inn að sofa og fá þér
nokkra hvfld.  -  Meðan  ég veit af þér
hérna get ég sofið róleg.
VÍSIR
ASKRIFENDAÞJÓNUSTA
Áskriftar-
Kvartana-
siminn er
11661
virka daga kl. 9 — 19 nema
laugardaga kl. 9—13.
VISIR
er
eina
síðdegisblaðið
kemur
út
alla
virka
daga
Afgreibslan
Ingóltsstræti  3
skráir
nýja
kaupendur
S'imi  11661
auglýsing
0
r
VÍSI
kemur
víða
við
VÍSIR
er
auglýsingablað
olmennings
AFGREIÐSLA
AUGLÝSINGA.
SKRIFSTOFUNNAR
ER t
INGÓLFSSTRÆTI 3
Slml 11663.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16