Vísir - 06.10.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 06.10.1965, Blaðsíða 4
VISIR . Miðvikudagur 6, oktðber >l'96Su r •• SILDIN LOSAR I ORFIRISEY Myndin er tekin í gærmorgun, þegar skipað var síld úr tankskipinu Síldinni i g na síldarverksmiðjunnar f Örfirisey. Klettsverksmiðjan á Síldina og hefur skipið haft nóg að gera við að flytja síld til verksmiðj- anna tveggja í Reykjavík. Nokkur tankskip hafa verið í síldarflutningum i sumar og er líklegt, að þeir flutningar eigi eftir að vaxa næstu árin, þvi flutningar með tankskipum skapa ýmsa möguleika, t. d. i sambandi við sfldardælur, flutninga af fjarlægum miðum o. s. frv. Forsvarsmenn Klettsverksmiðjunnar eru mjög ánægðir me ðreynsluna af fyrsta sumri Sildarinnar í þessum flutningum. Vínlaust land i-jíju iujííu nuidiii öasrii9íá (1 ' ■ Þorleifur Gislason, maðurinn, sem má ekki gleymast XJami fæddist . . . Engu máli skiptir, hvar eða hvenær hann fæddist. Mergurinn máls- ins er, að hann lifir og hrærist á meðal vor. Ekki skiptir heldur máli, hversu margar hrepps- nefndir hann hefur prýtt né hversu mörgum öðrum trún- aðarstörfum hann hefur gegnt. Slíkar upptalningar eiga helzt við, um leið og menn eru til moldar bornir, en Þorleifur á eftir að lifa lengi. Persónuleiki hans verður hvorki veginn né metinn eftir orðum og titlum, heldur eftir athöfnum og skipt um hans við náungann. Þorleif- ur hefur — ýmsum öðrum frem ur — kynnzt háttsettum sem lágtsettum. Ber einkum tvennt til: Hann er mannblendinn — og hefur haft náin kynni af Bakkusi konungi. Náin tengsl við Bakkus og misjafn félags- skapur eru sjálfsagt ekki góð meðmæli ,enda geta fáir undir risið. 1 hópi þeirra er samt Þorleifur. Flestir Reykvíkingar þekkja Þorleif, en til glöggvunar þeim, er hafa ekki séð hann, má geta þess, að hann er meðalmaður á hæð. Augu hans eru móbrún, góðleg og gáskafull. Þessir speglar sálarinnar, sem komið er fyrir snyrtilega sínum hvor um megin við skakkt nefið og eru í góðu samræmi við hrjúft, karlmannlegt andlitið og silfur- grátt hárið, leyna þv£ eigi, sem í manninum býr. Röddin er hljómmikil og vekur ósjálfrátt grun um, að skaparinn hafi ætl að henni nokkurt hlutverk. Ekki hefur Þorleifur heldur sparað röddina. Hann hefur frá mörgu að segja, því að hann er bæði reyndur og víðförull. Ekki mun ofsagt, að fáir menn á íslandi hafi kynnzt á- fengi betur en Þorleifur, „kost- um þess“ og göllum. Hann er nánast vísindamaður f öllu, er að áfengi lýtur. Líf hans allt hefur mótazt af því. Blekking þess villti honum sýn framan af ævinni, en augu hans opn- uðust. Hann skynjaði voðann og hóf baráttu gegn mesta vágesti allra tíma, Bakkusi konungi. Þorleifur setti sér háleitt tak mark: vínlaust land, og stefnir að því af alefli. Vínlaust land er nafn á félagi sem Þorleifur hugðist stofna fyr ir nokkrum árum. Félagið er að vísu draumur einn ennþá en Þorleifur er ekki af baki dottinn. Til þessa hefur hann barizt einn fyrir hugmynd sinni og ekki legið á liði sfnu. Mættu mörg félög, sem meira fer fyrir en draumafélaginu hans Þorleifs vera hreykin af jafn miklum árángri og hann hefur náð á skömmum tíma. Þorleifur lætur einskis ófreistað til þess að' kynna mönnum hugmynd sfna, bæði í einkaviðtölum og á félagsfundum. Til þess er hann vel fallinn, þvf að ræðumaður er hann snjall, sem heillar hugi áheyrenda sinna með frumlegu orðavali, notalegri kímni heims borgarans og síðast, en ekki sízt alvöru málefnisins. Vínlaust land á djúpar rætur í hugskoti Þorleifs. Þetta er bar áttunafn, sem ekkert á skylt við bönn eða bindindi. Félaginu er ætlað að berjast á móti áfengi með fræðslu. Efni til hennar er óþrjótandi. Má þar til nefna lýs ingar á afleiðingum drykkju- skapar, sem oft eru hroðalegar og að dómi Þorleifs skætt vopn í baráttunni við áfengisbölið. Forsendur fyrir fráhvarfi hins lffsreynda manns frá áfengis- neyzlu eru rammar. Hann hefur séð glæsileg ungmenni, hlaðin lífsorku og full af fyrirheitum, breytast í óargadýr, komast á vonarvöl, ánetjast glæpamönn- um og enda sitt æviskeið sem úrhrök þjóðfélagsins — vegna áfengisneyzlu. Hann hefur séð heimili sundrast og ómálga börn rifin frá foreldrum af sömu sök um. Hann hefur séð menn fyrir fara sér í ölæði eða verða öðr- um að bana, En jafnvel það er ekkj eins átakanlegt og sár kvenna, sem sjá mega á bak eig inmönnum sínum, sonum og jafnvel dætrum á altari Bakkus- ar. í stríði sínu við Bölverk hinn mikla beitir Þorleifur fleiri vopnum en harmsögum. Hann kann margar fallegar sögur, og er þessi t.d. minnisstæð: „Ég hitti lítinn dreng og spurði hann, hvað hann ætlaði að verða, þegar hann yrði stór. „Mikílmenni", svaraði drengur- inn.' Nú, af hverju segir þú það?“ spurði ég. „Vegna þess, að hún mamma segir, að hann pabbi sé mikilmenni, af þvf að hann hætti að drekka. Ég ætla að verða eins og hann pabbi“.“ Já, satt er það. Ein leið af mörg um til þess að verða mikilmenni er drengileg barátta við ofurefl- ið. En enginn stendur óstuddur. Tökum því höndum saman, ís lendingar. Þorleifur Gíslason mun halda áfram baráttu sinni ótrauður Hann hefur lotið Bakkusi lágt, en haft kjark til þess að dusta af sér rykið og segja sannleik- ann. Megi dæmi hans og við- leitni verða til þess að opna augu einhverra þeirra, sem eiga í vök að verjast, og forða öðr- um frá glötun. Þorgrímur Einarsson. FRÉTTABREF FRÁ DANMÖRKU Herning þann 2. okt. 1965. Ceptembermánuður var ein- hver sá bezti, sem komið hefur í Danmörku í manna- minnum. Flesta daga hefur hit inn verið kringum 20 stig, og næturhiti sjaldan undir 10 stig um. í dag hefur heldur kólnað í veðri, hitinn er núna um hádeg ið aðeins 16 stig. í heilan mán- uð hafa ekki einu s'inni bændurn ir hérna í nágrenninu kvartað undan slæmu veðri, og er slíkt talið til nokkurra tíðinda hér um slóðir. Afbrotafaraldur sá, er gengið hefur yfir Danmörku að undan- förnu hefur að vonum vakið mikið umtal. Ekki er of mikið sagt, að flestir hafi verið skelf ingu lostnir morguninn, sem út varpið skýrði frá þvf að 4 lög- regluþjónar hefðu verið myrtir um nóttina. Eins og kunnugt er af blöðum tókst fljótlega að hafa upp á morðingjanum, sem var gamall glæpamaður, sem látinn hafði verið laus til reynslu. Þessi hryllilegi atburð- ur hefur orðið til þess, að menn ræða það f fullri alvöru hvort ekki sé tekið of m'ildum tökum á afbrotamönnum, sem ógna líff og eignum annarra, og hvort ekki þurfi að beita þá strangari hegningum en verið hefur. Bæði dómsmálaráðherran og einn hæstaréttardómarí hafa lýst þvf yfir, að nægar heimildir séu f dönskum lögum til að dæma í hversu stranga refsingu sem vera skal, að undanskilinni dauðarefsingu, en ekki virð'ist almennur áhugi á að innleiða dauðarefsingu á ný í Dan- mörku, þótt það kæmi aðeins t’il tals í sambandi við morðið á lögregluþjónunum. Hitt virðast flestir sammála um að taka beri harðara á hrein um bullum, sem eyðileggja eign ir annarra án þess að þjóna neinum tilgang'i öðrum en að eyðileggja hvað sem fyrir verð ur. Þetta sjónarmið kom m. a. fram í sambandi við fjöldaeyði leggingar á bflum nýlega. íy/Fargt fróðlegt hefur komið * fram í samband’i við þessar umræður t. d. benti einn þekkt ur dómari á, að æskulýðsfang- elsin væru varhugaverð, þar eð eins vel gæti verið að ungling ur, sem dæmdur hefði verið í slíkt fangelsi fyrir tiltölulega meinlaust afbrot kynntist þar forhertum glæpamönnum, sem ættu sinn þátt f að marka ung menninu lífsbraut meðal glæpa manna. Forstöðumaður eins æskulýðs fangelsis hefur lýst yfir, að þetta sjónarm'ið sé alls ekki frá leitt. Ósigur norska Verkamanna- flokksins vakti mikla athygli í Danmörku, sennilega svipaða og ef forsætisráðherra Indlands hefði slátrað nokkrum heilög- um kúm með eigin hendi. Raunar var það merkilegt að sjá norsku goðin hrapa af stöllunum og gera sér grein fyr ir hversu margir gerðust til að rita um þau miður vinsamleg eftirmæli. e'ins og blöðin hafa þó hrósað Gerhardsen og Lange á undanförnum árum. í Danmörku hefur ósigur norska Verkamannaflokksíns ýtt undir umræður um, að dönsku borgaraflokkarnir ættu ekki öllu lengur að láta krat- ana í Danmörku fara með völd in. Síðast í gær lenti danski efnahagsmálaráðherrann, Ivar Nörgaard, f miklum mótvindi vegna þess, að hann v'irðist ætla að reyna að háfa áhrif á vísitöluna, en það telja stjórnar andstæðingar einvörðungu verk Hagstofunnar. Bæði íhalds- menn og Vinstrf komu fram f sjónvarpinu í gær og hótuðu ráðherranum hörðu þegar þing kemur saman. Krag forsætisráðherra á held ur ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Yfirleitt þykir ekki eins mikið til hans koma og fyrirrennaranna og það sem ef til vill er tilfinnanlegra. Utan ríkisráðherrann Hækkerup virð ist njóta þess trausts sem ætti að réttu lagf að falla í skaut forsætisráðherranum ef hann væri maður til að vekja það. Hvað Hækkerup snertir hefur sýnilega skipazt veður í lofti Þegar Hækkerup kom fyrst fram í sjónvarpi, fyr'ir hönd krata, var talið að þeir hefðu tapað 40.000 atkvæðum á komu hans þangað, enda maðurinn ekki smáfríður. Nú vilja sjón- varpsnotendur Hækkerup í sjón varpið öðrum ráðherrum frem ur vegna þess, að hann þori að segja meiningu sína og fari aldre'i út um bakdyrnar. Annars virðist sjónvarp geta haft talsvert mikil áhrif á fylgi stjómmálanna. Almenning ur telur sig geta farið nær um kosti og galla stjórnmálamanna síðan sjónvarpið kom og eig'i því skapbresta- eða skapgalla menn litla framtíð á sviði stjórn mála héðan af. Danska æskan er yfirleitt ekki hrifin af sjónvarpinu e'ins og það er. Þar sem hægt er að horfa á þýzkar dagskrár mun það almennt gert Sem dæmi um áhugaleysið á sjónvarpinu má geta þess, að á lýðháskól- anum í Herning er sjónvarp, sem nemendur mega horfa á þegar þeir vilja i frístundum sfn um. Það kemur naumast fyrir að tækið sé opnað. Ólafur Gunnarsson <•>- <) 1 «• • iteo 'I ASKOV 100 ÁRA Þann 3. nóvember n. k. verð- ur Iýðháskólinn í Askov í Dan mörku 100 ára. Nokkrir fyrrver andi nemendur og velunnarar skólans hafa ákveðið að beita sér fyrir þvf að skólanum verði send afmælisgjöf. Fjöldi ís- lendinga hefur stundað nám við skólann, bæði á vetrar og sum arnámskeiðum og þá ekki sízt á norrænu kennaranámskeiðunum sem haldin hafa verið á vegum skólans á undanfömum áratug- um. Þeir sem myndu vilja ljá málinu lið tilkynni þátttöku sína skriflega sem fyrst, og ekki síðar en 15. nóv., til Magnúsar Gíslasonar, námsstjóra, Reykja- vik. •''s-<

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.