Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V1SIR . Miövikudagur 6. október 1965,
ALMANNAVARNIR
—  dót  J  skúr  v/ð  Mývatn  eðo  alvöruvarnir?
TjMnn helzti árangur af þriggja
ára starfsemi stofnunar-
innar „Almannavarna" er sá, að
safnað hefur verið í skúr við
Mývatn ýmsu dóti, sem sagt er,
að gott geti verið að grípa til á
örlagastund.
Skömmu eftir stofnun Al-
mannavarna, lentu þær f eld-
línunni vegna leyniskýrslu, sem
formaður stofnunarinnar samdi,
og sem miður vinsamleg blöð
konjMSt í og birtu úrdrætti úr.
Var m. a. lagt þannig út af
þessari frægu skýrslu, að hún
sýndi fram á, hve hættuleg
væri seta erlends herliðs hér á
landi, því hún byði heim atóm-
árás.
Þessi óvænta frægð varð til
þess, að dregið var úr starfsemi
Almannavarna, miðað við það
sem áður hafði verið gert ráð
fyrir, og farið var í felur með
starfsemina, eins og um eitt-
hvert feimnismál væri að ræða.
Hinum lærða kjarnorkuverk-
fræðingi, sem stjórnaði Al-
mannavörnum, tok að leiðast
þófið, og hvarf hann úr landi.
Síðan hefur verið heldur
hljótt um almannavarnir á Is-
landi og hafa háðfuglarnir fyllt
upp í þá þögn með nöprum grin-
sögum á borð við þá, að hlut-
verk Almannavarna væri að sjá
ríkisstjórninni fyrir neðanjarðar
byrgi í kjarnorkustríði.
Nú um nokkurt skeið hefur
verið látið í veðri vaka, að starf
semi Almannavarna miðist ekki
fyrst og fremst að atómvörnum
heldur að vörnum gegn náttúru-
hamförum. Vondi maðurinn f
spilinu er ekki lengur Rússinn
heldur Surtur.
JJér er mjög miður farið, því
almannavarnir eru hvorki
feimnismál né gamanmál, held-
ur fúlasta alvara og einkum í
sambandi við atómvarnir.
Við búum um stundarsakir í
frekar friðsælli veröld síðan
Bandaríkjamenn og Rússar
komust á sðmu bylgjulengd og
fóru að gera sér ljósar afleið-
ihgar uppgjörs sfn á milli, —
atómstriðs.
Því miður er það stundarfyr-
irbrigði, að atómvopn séu f
höndum siðaðra þjóða, Breta,
Frakka, Bandaríkjamanna og
Rússa. Þekking á atómvopnum
breiðist ört út. Kína er þegar
byrjað á tilraunum. Talið er, að
á næsta ári geti Kanada og Ind-
land framleitt sfnar fyrstu at-
ómsprengjur og síðah fylgi fast
á. eftir Vestur-Þýzkaland, Sví-
þjóð, Japan, ítalfa, ísrael, Sviss
og Astralía. Þá er vitað, að
Egyptaland og Indónesía leggja
ofurkapp á að efla vísindastarf-
semi, sem beinist að framleiðslu
kjarnorkuvopna.
Það er mjög líklegt, að innan
tfu ára verði kjarnorkuveldin
ekki fjögur eða fimm, heldur ein
sextán talsins. Allir eru sam-
mála um, að frekari dreifing
kjarnorkuvopna auki stórlega
líkurnar C atómstríði, og ekki
bætir úr skák, að stöku forustu-
menn meðal framangreindra
þjóða eru illa siðaðir.
Við getum hugsað okkur af-
leiðingarnar af því. ef' f járkúg-
unarmeistari á borð við Nasser
Egyptalandsforseta hefði kost á
atómvopnum. Hann mundi ein-
faldlega banka upp á hjá stór-
þjóðunum og hóta að missa eina
sprengjuna á stórborg í við-
komandi landi, ef hann fái ekki
svo og svo marga milljarða í
Asswan-stíflur sinar. Einnig eru
vopnabúr stórveldanna orðin
svo mikil og dreifð, að stöðugt
aukast líkurnar á því, að flokk-
ar ótfndra glæpamanna ræni
sprengjum í fjárkúgunarskyni.
T^nn nærtækari hætta stafar af
því að menn eins og
mandarínarnir í Kína skilja
ekki atómsprengjuna. Maó Tse-
Tung sagði í Moskvu árið 1963:
„Ég tel persónulega, að helm-
myndir um hættuna af geisla-
virku öskuregni. Hann gerði
alltof lítið úr hættunnl. Mis-
skilningur Maós er að mestu
leyti Bandaríkjamönnum að
kenna, en þeir hafa til skamms
tíma gert sem minnst úr hætt-
unni af geislavirku öskuregni.
Nú hafa þeir snúið blaðinu við
og telja hættuna jafnvel enn
meiri en dr. Linus Pauling pró-
fessor og fleiri atómvopnaand-
stæðingar höfðu haldið fram
fyrir nokkrum árum og voru þá
kallaðir kommúnistar fyrir.
Vesturlandabúar verða að
gera sér grein fyrir, að Mað og
mandarfnar hans eru andlega
lasnir menn, eins og tftt er um
Kínverjar hafa þegar komið sér upp kjamakljúfum og eru byrjaðir
á tilraunum. Myndin er af kínverskum kjarnakljúf.
I
ingur mannkyns farist i atóm-
stríðinu. Þar með verður heims-
valdastefnunni útrýmt og helm-
ingur mannkyns eftir til að bera
sósíalismann til sigurs f heim-
inum". Árið 1957 sagði Maó við
júgóslavneska sendinefnd: „Við
ir sfðustu vikna sýna, að Asía
er röð af púðurtunnum, sem
geta sprungið í loft upp, hve-
nær sem er. Hins vegar er erf-
itt að gera sér grein fyrir,
hversu afmörkuð verði atóm-
strfð, sem þar kunna að fara af
stað, hvort líkur séu fyrir því,
að þau berist til Vesturlánda,
hvort þau kunni að berast hing-
að til lands.
Fyrsti forstöðumaður Al-
mannavarna gerði í skýrslu
sinni góða grein fyrir afleiðing-
um atömárásar á ísland, en ég
veit ekki, þar sem skýrslan hef-
ur þvf miður ekki verið birt,
hvort hann hefur rakið þar og
rökrætt ýmsa möguleika á at-
ómárás á ísland. Það er komið
fram á 11. stund að birta, eða
semja. ef ekki eru til, skýrslur
um líkur fyrir atómárás á land-
ið.
Enn mikilvægara en slik
skýrslugerð er að hefjast þegar
handa við að tryggja öryggi
allra Islendinga í atómstriði.
Riki, sem gerir öllum borgurum
skylt að líftryggja sig, getur
varla svikizt sjálft undan stóru
líftryggingunni, — almanna-
vðrnum. Slík trygging kostar
miklar fúlgur, en þær fúlgur eru
lftils virði miðað við það, sem
er í húfi.
Nútímaþjóðir eyða gjarna 10
—20% af ríkistekjum sínum l,
herbunað. Þá skattlagningu höf-
um við alveg sparað okkur. Það
ætti því ekki að vera ofverkið
okkar að verja 10% *áf' ríkis-
tekjum okkar til almannavarna
næstu fimm árin og miða að
þvf, að koma &. þeim tfma upp
fullkomriu kerfi almannavarna,
— áður en atómhættan f heim-
inum fer að verða alvarlega
þrúgandi.
þá menn, sem þykjast hafa
höndlað hinn innri sannleika
, tilverunnar. Maó deplar ekki
auga yfir þvf, að 300 milljónir
Kínverja og helmingur jarðar-
búa farist.
Raunar er atómmáttur Banda
T>að  þarf  að
handa  við
hefjast þegar
að grafa út
neðanjarðarbyrgi í þéttbýlinu, í
Reykjavik og öðrum kaupstöð-
um og kauptúnum landsins, út-
búa þau nauðsynlegum tækjum
og leiðbeiningum, og semja við
JÓNAS  £
m«A MIÐVIKUDAGSKVOLDI
erum 750 milljónir í Kína og
erum ekkert hræddir við atóm-
bombur. Ef 300 milljónir Kfn-
verja farast, er samt nóg eftir".
1 viðtali, sem bandaríski f rétta
ritarinn Edgar Snow átti við
Maó fyrir tæpu ári, kom 1 ljós,
að Maó gerði sér alrangar hug-
ríkjamanna slikur, að þeir geta
gereytt öllu mannlegu Iífi f
Kína.
TTin  margumrædda  hætta. af
stríðsþorsta     kínversku
mandarínanna mun Ifklega fara
vaxandi með ári hverju. Atburð
kaupmenn og kaupfélög, að þeir
aðilar noti byrgin að nokkru
leyti fyrir matvörugeymslur,
svo 'að tryggt sé, að þar séu á-
vallt nógar matarbirgðir til
langs tíma, og þær séu endur-
nýjaðar hæfilega oft. Þá þarf að
aðstoða  fólk f hinum  dreifðu
Þótt Bandarikjamenn og Rúss-
ar hafi fallizt f faðma, mun hætt
an á atómstríSl fara vaxandi
næstu árin meS aukinni út-
brelSslu kjarriorkunnar.
byggðum landsins og aðra einka
aðila, sem vilja, við að útbúa
byrgi í kjöllurum húsa sinna.
Til þessa fólks þarf að dreifa
sandpokum til að byrgja glugga
og hurðir, og dreifa listum um
nauðsynlegustu matvörur og
tæki, sem þurfa að vera í slíkum
byrgjum.
Almannavarnir hætta þá fyrst
að vera blekking. þegar þær
hafa gert öllum íslendingum
kleift að dveljast í byrgjum,
öruggum gegn geislun, i 2—3
mánuði samfleytt, ef til kast-
anna kemur.
En það þarf lfka að koma
stjórntækjum þannig fyrir, að
hægt sé að hafa raforkuver og,
aðrar lífæðar í gangi, þótt þjóð-
in hafi komið sér fyrir niðri
í jörðinni. Þá þarf að kanna ýtar
lega, hvað taka skuli til bragðs,
ef aðflutningar til landsins
stöðvast að einhverju eða öllu
leyti; hvað gera skuli, ef ekkert
benzín, engin olía, ekkert salt,
erigin lyf, engin matvæli eru
flutt til landsins.
Tjessari þjóð er það meira virði
að sigrast á vanda almarma
varnanna heldur en 2—3%
meiri árlegur vöxtur þjóðarfram
leiðslu eða þjóðarauðs. Riki-
dæmi kemur dauðri þjóð ekki
að gagni. Almannavarnir verða
að hafa algeran forgangsrétt.
Það getur verið gott að vita
af ýmsu dóti í skúr við Mývatn,
en það eru ekki þær almanna-
varnir, sem við þurfum á að
halda.
#
Vélvæðing  og  stöðlun  í  gluggasnúði
T Keflavík er að hefja starf-
semi sína ný verksmiðja,
Gluggaverksmiðjan Rammi s.f.
og mun hún framleiða glugga
og svalahurðir með nýjum og
hér áður óþekktum þéttingum,
svonefndum „Te-Tu" þétting-
um, sem er norsk uppfinnirjg.
Hér á landi hefur Rammi s.f.
einkaleyfi til framleiðslu á
gluggum með TeTu-þéttinum.
I     Verksmiðja þessi hefur mjög
fullkomnum vélum á að skipa
og er hvert framleiðsluatriði
gluggans samsetning, hengsl-
un, sem og annað unnið í þar
til gerðum vélum. Er því hér
um algjöra vélvæðingu að ræða
{ smíði plugga oe svalahurða.
Séreinkenni Te-Tu-gluggans
auk samsetningar eru þau, að
í fölsum opnanlegra glugga og
svalahurða er komið fyrir sér-
stökum  þéttilista  úr  plastefni,
sem leggst að skáfleti I flasi
fasta gluggans og gerir hann
vatns- og vindþéttann. Skáflöt-
ur þessi gerir það að verkum,
að opnun og lokun gluggans er
auðveld og festist hann ekki
( falsi við rakastigsbreytingu.
Jafnframt' þvi að leysa hið
gamla vandamál um þéttingu
gluggans, skapar þessi verk-
smiðia möguleika á að fram-
kvæma  nú  hugmyndina  um
stöðlun gluggastærða I íbúðar-
hús hér á landi. Mun öllum
vera ljóst hvilíkt hagræði yrði
að slfku fyrirkomulagi, auk
þess sem það myndi þýða veru
lega lækkun á gluggum og tvö-
földu gleri.
E'igendur hinnar nýju verk
smiðju eru Hafsteinn Ólafsson,
Keflavík, Gunnhallur Antons-
son, Keflavík og Hilmar Vil-
hjálmsson, Reykjavik.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16