Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VlSIR . Miðvikudagur 6. október 1965,
75
12.
'reikna með, að þó að Rússar réð-
ust á þá með öllu þvf kjarnorku-
vopnamagni, sem þeim er tiltækt,
mundu ekki nema sjötíu milljónir
manna vestur þar bíða bana þegar
'í stað og nokkrar milljónir síðar
áf geislavirkni. Helmingur þjóðar-
innar mundi sem sagt lifa af árás-
ina og það mundi ekki þurfa nema
tvær eða þrjár kynslóðir til þess
að hún rétti við aftur. Þjóð, sem
ráðizt væri á með djöflaveiru,
mundi hins vegar aldrei rétta við
aftur, af þeirri einföldu ástæðu,
að enginn mundi lifa þá árás af".
Mér hafði ekki missýnzt að Hard
'anger gerðist þurr um varirnar.
Hann varð að væta þær með tung-
unni áður en hann tók til máls.
Þetta mundi sumum þykja fróð-
legt að sjá, hugsaði ég. Að sjá
Hardanger skelfdan. Dauðskelfdan.
Það var talsvert af föngum í brezk
um dyflissum, sem aldrei fengjust
til að trUa þvl.
„Og þangað til?" spurði hann,
„þangað til ykkur hefur tekizt að
rækta þetta afbrigði, sem ekki lifir
nema takmarkaðan tíma ... hvað
þá?"
„Þangað til?" endurtók dr. Greg-
ori. Hann starði niður á stein-
gólfið. „Þangað til... látum okk-
ur sjá. Þessi fullræktaða veira, sem
við höfum nú yfir að ráða, er
sem örsmátt duft. Ef ég tæki te-
skeiðarfylli af þessu dufti og
dreifði því hér fyrir utan — hvað
þá? Innan klukkustundar yrði
hVer mannvera hér í stofunni látin,
undir kvöldið yrði allt gereytt af
mannfólki. Eftir viku ,eða i mesta
lagi tíu daga, væri brezka heima-
þjóðin aldauða. Og ekki nóg með
það, heldur allt Hf á Bretlandseyj-
um. Allt Hf. Og löngu áður en
síðasti maður þar hefði háð hel-
stríð sitt, mundi veiran hafa bor-
izt til meginlands Evrópu með skip
um. flugvélum, fuglum eða jafn-
vel hafstraumum. Við þekkjum
ekki neitt ráð til að koma I veg
fyrir slíka útbreiðslu hennar um
allan heim. Það mundi taka djöfla-
veiruna tvo mánuði að gereyða þar
öllu llfi, að ég tel... að minnsta
kosti alls ekki nema tvo mánuði".
„Reynið að gera yður þetta í
hugarlund, leynilögregluforingi, ef
þér eruð maður til. En það er
skilningi yðar áreiðanlega ofvaxið;
skilningi allra venjulegra manna.
Allt líf dautt, einungis fyrir það
að ég hvolfdi úr einni teskeið. Ekk-
ert, ekkert getur stöðvað morð-
mátt djöflaveirunnar. Kannski
mundi márinn lifa lengst, ellegar
fáeinir Eskimóar á afskekktustu
slóðum Norðurhjarans. En hafið
yrði banvænt, vindarnir lfka svo
að það yrði einungis tímaspurn-
ing hvenær þeir létu Hf sitt..."
Þegar hér var komið, fannst mér
að ég hefði þess fulla þörf að
kveikja mér í sígarettu, og gerði
það.
„Nú hljótið þið að hafa fengið
nokkurn grun um hvað það er,
sem ég óttast", mælti dr. Gregori
enn. „Það, sem bíður innan stál-
dyranna. Ég er ekki neinn leyni-
lögreglumaður; ;en ég'þykiet vit%
að sá sem brauzt inn í Mordon
hafi því aðeins lagt sig í þá hættu,
að hann hafi ætlað sér það her-
fang, er væri hennar virði. Þar
virðist um einungis eitt slíkt her-
fang að ræða — veirugeymana í
skáphillunum".
„1 skáphillunum?" Hardanger
hleypti slnum loðnu brúnum. „Þið
hljótið þó að loka þessar helvítis
veirur inni 1 öruggum stálskápum?"
„Því það?" spurði ég. „Veggir
rannsóknarstofunnar eru úr járn-
bentri steinsteypu og fóðraðir þykk
um stálplötum. Vitanlega glugga-
lausir. Þangað inn verður ekki kom
izt néma um þessar stáldyr. Hvers
vegna skyldi ekki vera öruggt að
geyma veiruna í venjulegum skáp?"
„Hvað veit ég?" svaraði Hard-
anger og sneri sér enn að dr. Greg-
ori. „Gerið svo vel að halda áfram
frásögn yðar".
„Henni er í rauninni lokið". —
Gregori yppti öxlum. „Fífldjarfur
maður, sem svífst einskis og verð-
ur auk þess að hafa hraðan á
Umræddur skápur er úr viði og
gleri .læstur — og hér er eini
lykillinn, sem að honum gengur.
Hann hefur þvl orðið að brjóta
skápinn upp. Hver veit hvað hon-
'um hefur orðið á í fátinu þegar
hann sá að hann varð að beita
kröftum ... hvaða skemmdum
hann hefur valdið, velt um sýkla-
geymunum, kannski brotið nokkra
þeirra. Hafi hitzt svo á, að einn
af þeim geymum innihéldi djöfla-
veiruna ,en þeir eru þrír talsins,
hvað þá? Kannski eru ekki beinar
líkur til þess, en það segi ég ykk-
ur af fyllstu sannfæringu, að þó
lfkurnar væru ekki nema ein á
móti hundrað milljónum fyrir þvf
að geymir með djöflaveirunni hefði
verið brotinn, þá réttlætir það fylli
lega að þessar dyr verði aldrei opn-
aðar aftur. Sé einn sllkur geymir
brotinn ... komist þó ekki nema
einn rúmsentimetri af veirumeng-
uðu andrúmslofti út fyrir þessar
stáldyr þá ..." Dr. Gregori fórn-
aði upp höndunum. „Getum við
tekið á okkur þá ábyrgð að gerast
banamenn alls lífs á þessari jörð?"
„Cliveden yfirforingi?" spurði
Hardanger
„Ég er hræddur um að ég sé
honum sammála".
„Weybridge höfuðsmaður?"
„Ég veit ekki hvað segja skal;
ég veit það ekki". Weybridge tók
ofan húfuna og renndi fingrum
sínum gegnum dökkt, stuttklippt
j hárið. „Og þó ... innsiglið þessar
bölvaðar dyr".
„Gott. Þið þrímenningarnir ætt-
uð svo sannarlega að vita um hvað
þið eruð að tala". Hardanger vætti
varirnar, leit síðan á mig. „Mér
leikur forvitni á að heyra hvað
Cavell hefur til málanna að leggja,
nú þegar sérfræðingarnir hafa lát-
ið f ljós álit sitt".
„Cavell lítur á þá sem móður-
sjúkar kerlingar", svaraði ég. „Ég
álft að þið hafið bitið ykkur svo
í það, að djöflaveiran leiki lausum
hala þarna inni, að þið séuð þess
ekki umkomnir að hugsa nokkra
hugsun til enda — enn síður að
hugsa rökrétt. Dr, Gregori byggir
allan ótta sinn á þeirri tilgátu,
að einhver hafi brotizt þarna inn
og stolið veirunni. Hann gerir og:
ráð fyrir því, að einn eða fleiri af
geymunum hafi verið brotnir, og
mannkynið sé þvf dauðadæmt ef
dyrnar verða opnaðar. En hafi
djöflaveirunni verið stolið, leiðir
af sjálfu sér að hún leikur ekki
lausum hala fyrir innan dyrnar,
og að mannkyninu er enginn voði
búinn þó að stálhurðinni sé ýtt
frá stöfum. Reynið í öllum guð-
anna bænum að svipta óttaskýl-
unni frá augunum; reynið að láta
ykkur skiljast það ,að okkur staf-
ar ósegjanlega meiri hætta af
manni, sem hefur komizt yfir veir-
urnar og leikur lausum hala, en
þeim örlitlu líkum, sem eru fyrir
þyf að hann hafi gloprað geymi
með veirunni úr höndum sér og
brotið hann. Það eru augljós rök,
að við verðum að snúast gegn
þeirri hættunni, sem alvarlegri er.
Við verðum því að opna þessar
dyr og athuga hvernig umhorfs er
inni í aðalrannsóknarstofunni.
Hvernig megum við annars komast
á slóð innbrotsþjófsins og morð-
ingjans, í þvf skyni að koma f veg
fyrir þá hættu, sem mest er? Við |
verðum - það er mitt álit..."   [
Ég gerði stutta málhvfld og bætti
svo við: „Eða, réttara sagt - ég
verð. Ég fer því í gasvarnarbún-
inginn, tek búrið með hamstrinum
og held inn fyrir. Lifi hamsturinn
—  gott og vel. Geri hann það
ekki — kem ég ekki aftur út það-
an. Liggur það ekki nægilega Ijóst
fyrir?."
„Þetta tel ég hámark alls kæru-
leysis", mælti Cliveden kuldalega.
„Af einkaspæjara að vera, gerist
þér að minnsta kosti djarfari en
góðu hófi gegnir, Cavell. Þér hljót-
ið þó að vita, að ég er æðsti mað-
ur yfir Mordon, og tek þvl allar
endanlegar ákvarðanir".
„Þannig var það, yfirforingi —
en þannig er það ekki lengur. Hin
sérstaka deild leyniþjónustunnar
fer hér nú með öll völd — skilyrð-
islaust. Það vitið þér".
Hardanger lét sem hann heyrði
ekki orðaskak okkar. Hann greip
þess í stað í síðasta hálmstráið,
sem hann kom auga á „Þið voruð
að minnast á að loftsiunarkerfið
þarna inni hefði verið sett í gang.
Er loftið þá ekki orðið hreint?"
spurði hann og sneri sér að dr.
Gregori.
„Það mundi vera orðið það, væri
einungis um að ræða aðrar veirur
en djöflaveiruna. Á henni vinnur
bókstaflega ekkert, eins og ég hef
þegar tekið fram. Og þarna er um
Iokað lofthreinsunarkerfi að ræða
—  sama loftinu dælt inn aftur,
eftir að það hefur hreinsazt í síun-
um . . . hreinsazt af öllu, nema
djöflaveirunni".
Nú varð drykklöng þögn, sem
ekki var rofin fyrr en ég sneri mér
að dr. Gregori og spurði: „Ef tauga
lömunarsýkillinn eða djöflaveiran
hafa sloppið úr haldi þarna inni —
hve lengi yrðu þær þá að vinna á
hamstrinum?"
„Fimmtíu sekúndur", svaraði
hann afdráttarlaust. „Hann fengi
krampaflog eftir þrjátíu sekundur
og væri dauður áður en ein mínúta
er liðin. Þetta gildir þó einungis
hvað djöflaveiruna snertir. Tauga
lömunarsóttkveikjan er eilítið sein
virkarif<» ' i  rrrrí?  M  fjl  íní  rtiqo
„Hindrið mig ekki í að fara
þarna inn", sagði ég við Cliveden.
„Ég fylgist með því hvernig hamst
urinn bregzt við. Ef honum verður
ekkert meint við. dvelst ég þar
inni í tíu mínútur og kem síðan
út".
„Ef þér þá komið út aftur". Clive
den var farinn að gefa sig. Hann
lét ekki hafa sig að fífli, og rök
þau, sem ég hafði fært fram fóru
ekki fram hjá honum.
„Hafi einhverju . . . hafi einhverj
um vírus verið stolið", mælti ég
enn, „þá hefur brjálaður maður
verið þar að verki. Héðan er ekki
nema stundar gangur út að Kennet
ánni, sem fellur í Thames. Hvernig
getum við talið það útilokað, að
þessi brjálaði maður standi ekki
á bökkum árinnar um þessar mund
ir og sé f þann veginn að hella
veirunni I vatnið?"
„Hvaða vissu höfum við fyrir
þvf að þér komið ekki aftur, Cavell
þó að hamsturinn drepist?" spurði
Cliveden í örvæntingu. „Hamingjan
sanna, þér eruð þó mannlegur —
ætlið þér að reyna að telja mér
trú um, að þér verðið um kyrrt
þarna inni og bíðið þar dauða yð-
ar, eftir að hamsturinn er dauður?"
I WILL T£Y TO COWVINCE YOUK.
PATHEK. TO HAVE THE EOTK.E
TKI5E IN0CULATEI71..THEN
MAY6E THEY WiLL STOP THEIE.
FOKAYS ASAINSTOUKCLINIG1.
auglýsing í
VÍSI
kemur víðo vrð
VISIR
er
auglýs'mgablab
almenníngs
auglýsingamóttaka
er sem hér segir:
smáauglýs-
i n g a r berist fyrir
kl. 18kl. 18 daginn
áður en þær eiga að
birtast, néma í
mánudagsblöð fyrir
kl. 9.30 sama dag.
s t æ r r i
auglýsingar
berist fyrir kl. 10
sama dag og þær
eiga að birtst

AUGLYSINGA-
STOFA  VISIS
INGÓLFSSTRÆTI 3
S'lMI 1-16-60
VÍSIR
ASKRIFENDAÞJÓNUSTA
Áskriftar-
Kvartana-
siminn er
11661
virka daga kl. 9-19 nema
laugardaga kl. 9 — 13.
Ó, Tarzan þetta er hræðilegt, hann reyndi
að drepa mig en hljóp, þegar þú :omst.
Mér þykir leiðinlegt að þetta er veiði-
hnífur Butustríðsmanna minna. Ég verð að
fara aftu' til þorps míns og ...
Ég ætla að reyna að sannfæra föður þinn
um að öll ættkvíslin sé bólusett þá stöðva
þeir kannski árásirnar á hælið okkar.
Heilsuvernd
Námskeið mfn I tauga- og
vöðvaslökunar- og öndunaræf-
ingum fyrir konur og karla
hef jast mánudag 4. október. —
Uppl f síma 12240.
VIGNIR ANDRÉSSON
_______— fþróttakennari— ___
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16