Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VlSIR . Fimmtudagur 7. október 1965.
15
12.
- „Þá það, yfirforingi — segjum
sem svo, að ég komi út aftur.
Mundi ég þá ekki vera í gasvarn-
arbúningnum, ef ég kæmi út eftir
að hamsturinn væri dauður?"
„Vitanlega — annars gæfist yður
ekki tími til að koma aftur, þvl
að þér væruð dauður áður".
„Allt I lagi", varð mér að orði
um leið og ég dró japönsku marg-
hleypuna úr hylkinu og tók hana
úr öryggislæsingunni. „Komi ég
fram í dyragættina, og sé enn í gas
varnarbúningnum, getið þið skotið
mig og skellt aftur dyrunum. Það
fer ekki hjá að þið hæfið mig í
dauðafæri".
Cliveden tók hikandi við marg-
hleypunni. En það var ekkert hik
í röddinni, þegar hann mælti: „Þér
gerið yður þá ljóst, að ég beiti
marghleypunni, ef til þess kemur".
Ég brosti. „Auðvitað. En álít
harla ólíklegt að til þess komi.
Raunar vil ég heldur falla fyrir
byssuskoti, en sem herfang djöfla
veirunnar, ef marka má þá lýsingu
á henni sem við hðfum heyrt".
„Mér þykir leitt að ég skyldi
láta skapið hlaupa með mig í gön
ur", mælti Cliveden rólega. „Þér
eruð hugaður maður Cavell".
„Ég reiði mig á að þér gleymið
því efcki I eftirmælagreininni 1
Times . . . Hvernig væri að þú
létir menn þína ljúka við að ljós-
mynda stálhurðina, Hardanger?"
Að tuttugu mínútum var allt und
ir það búið, að stáldyrnar væru
opnaðar og ég færi inn I aðalrann
sóknarstofuna. Þeir hinir virtu mig
fyrir sér, eins og þeim finndist ó-
viðeigandi að segja ekki eitthvað
fallegt við mig i kveðjuskyni, en
hefðu ekkj neitt slíkt á taktein-
um. Þeir gerðu því einungis að
kinka kolli og halda fram ganginn,
út fyrir næstu dyr, að Cliveden
undanteknum, sem stóð við stál-
dyrnar — með marghleypuna fyrir
aftan bak. sennilega af tillitssemi
við mig.
Gasvarnarbúningurinn var aðskor-
inn og gerði mér örðugra um hreyf
ingar; hið óeðlilega mikla súrefnis
magn frá öndunartækjunum gerði
mér þurrt í munni. Ég athugaði
enn einu sinni, að allt væri í
lagi með búninginn ,tók svo að
fást við hurðarlæsinguna sam-
kvæmt leynikerfinu, sem var hið
flóknasta ,auk þess sem hanzkarnir
á búningnum drógu úr fingrafim-
inni. Það tók mig þó ekki nema
mfnútu; það heyrðist lágur smellur
þegar hinir sterku rafseglar drógú
stálslagbrandana úr skorðum og
þvínæst ýttist hin þunga hurð frá
stöfum, en ég lagðist á hana með
öxlinni.
Ég greip búrið með hamstrinum,
gekk inn fyrir og Iokaði stáldyrun
um fljótt og vandlega. Fyrir innan
tók við lítið anddyri og úr því
dyr með gúmþéttilistum inn í að
alrannsóknarstofuna. Ég gekk þar
inn fyrir og lokaði einnig þeim
dyrum vandlega á eftir mér.
Ekki þurfti ég að hafa fyrir þvi
að kveikja rafjjósin; ,sá,.,sem.;jsíðast
var þarna á ferð .haffii ekki gefið
sér tíma til að slökkva þau og var
svo bjart inni, að hvergi bar á
skugga. Fyrst tók ég þó varla eftir
þessu, athygli mín beindist öll að
viðbrögðum og hátterni hamsturs-
ins, sem ég setti frá mér á bekk.
Ég taldi sekúndurnar. Dr. Gregori
hafði fullyrt að hamsturinn fengi
krampaflog og yrði dauður eftir
fimmtíu sekundur, ef djöflaveiran
léki lausum hala inni í rannsóknar
stofunni; það liðu þrjátíu sekúndur
og flogin áttu að gera vart við
sig, en hamsturinn sat hinn róleg-
asti hálfuppréttur á afturlöppunum
og klóraði sér um nefið með fram-
löppunum.
Fjörutíu og fimm sekúndur . . .
mínúta. Kannski hafði dr. Gregori
ofmetið banvæni veirunnar, eða þá
að hamsturinn var óvenjulega líf-
seigur af þeirri skepnu að vera. Enn
lét ég líða nokkrar sekúndur til
vonar og vara ,en Ioks opnaði ég
búrið og tók hamsturinn út úr því,
og bar ekki á að hann væri neitt
miður sfn eins og hann spriklaði f
hendi mér. Ég sleppti honum, og
hann tók stökk eftir gólfinu, sett-
ist upp á bekk fjarst mér, og tók
enn  að klóra  sér um nefið.  Þá
tók ég af mér hjálminn og öndunar
tækin og dró djúpt að mér andann.
Ramman ódaun lagði mér fyrir
vit. Nú fyrst skildi ég hvers vegna
hamsturinn klóraði sér stöðugt um
nefið. Ég greip sjálfur ósjálfrátt fyr
ir nasirnar og tók að svipast um
inni í rannsóknarstofunni, unz ég
kom auga á það, sem ég bjóst við
að sjá, en vildi þó ekk'i þurfa að
sjá. Hardanger þurfti ekki að leita
dr. Baxters lengur. Hann lá þarna
í hvítum vinnukufli sfnum á gólf-
inu. Hann hafði ekki látizt af blá-
sýrue'itrun, svo mikið var vfst. Þar
sem ég þóttist fara nærri um hvað
orðið hefði honum að aldurtila,
varaðist ég að snerta líkið. Bak
við annað eyrað gat að lita áverka
eftir högg og hafði blóð seitlað úr
en ekki vottaði fyrir bólgu, svo
brátt hafði dauðann borið að.
Skammt frá gat að líta brot úr
kúptu gleríláti og rauðan plast-
tappa, leyfar af einhvers konar
geymi, en ekk; sáust þess nein
merki hvað á honum hefði verið.
Það gaf auga leið, að h'inn óboðni
gestur hafði ekki beinlínis gleymt
að slökkva Ijósin — hann hafði
ekki gefið sér tfma til þess, heldur
hraðað sér á brott eins og hann
ætti lífið að leysa, hvað og ekki
var sönnu fjarri.
Á næsta vegg voru dyr, vandlega
I þéttar með gúmlistum milli stafs
og hurðar ,en þykkt gler í hurð-
inni. Á bak við þessar dyr var
„dýragarðurinn", eins og vísinda-
mennirnir kölluðu herbergið. Það
var gluggalaust. með hillum á öll
um veggjum. Á þessum hillum gat
að lfta f jölda búra með tilraunadýr-
um; skiptu búrin hundruðum og dýr
in áreiðanlega þúsundum ,mest-
megnis mýs en einnig naggrfsir og
kanfnur. Varð ekki annað á þeim
séð en að þau væru við beztu
|heilsu.
Ég hafði nú dokað við um tfu
Imínútur inni í rannsóknarstofunni.
jEkkert hafði enn~ orðið mér að
Imeini, oglftlár ííkur til að svo yrði
héðan af. Ég náði hamstrinum og
setti hann í búrið aftur og andar-
taki síðar stóð ég við stálhurðina
og minntist þess, að Cliveden yfir
foringi stóð fyrir utan með
japönsku marghíeypuna í miði. Þeg
ar hann sá mig koma fram í gætt
ina, lagði hann^fingur á gikk og þá
mundi ég að mér hafði láðst að
geta þess við hann, að lítið sem
ekkert mátti við gikkinn koma til
þess að skotið hlypi af. En ekki var
tími til þess nú; ég flýtti mér að
segja að allt væri í lagi og hann
lét byssuna sfga.
Það vottaði fyrir brosi á andliti
! hans ,en dauft var það. Kannski
| hefur honum allt f einu dottið það
f hug, að í raun og veru hefði
I hann átt að bjóða sig fram í þessa
Ihættuför — sem ekki hafði reynzt
nein hættuför — og að nú væri
það of seint séð.
„Eruð þér öldungis viss um það,
Cavell?"
„Er ég ekki á lífi eða hvað?"
spurði ég önuglega. „Þarf þá frekari
jvitnana við?" Ég sneri aftur inn
íí  rannsóknarstofuna.  Beið  eftir
I þeim hinum f anddyrinu.
Hardanger kom fyrstur inn fyrir.
„Hvers konar óþefur er þetta?"
spurði hann og gretti sig.
„Taugalömunarsýkillinn ..." varð
Weybridge höfuðsmanni. að orði.
Hann varð náfölur f framan og
hvíslaði:  „Taugalömunarsýkillinn".
„Hvernig vitið þér það?" spurði
ég.
„Hvernig?" Hann leit undan sem
snöggvast, leit svo á mig aftur.
„Það varð slys hérna fyrir hálfum
mánuði. Tæknifræðingur ..."
„En hvað í djöflinum..." Það
var Hardanger, sem tók til máls.
„Dauður maður", svaraði ég.
„Dauður af völdum taugalömunar-
sýkilsins. Hann liggur þarna inni
á gólfinu. Það er dr. Baxter"
Þeir litu spyrjandi á mig. Síðan
hver á annan. Fylgdu mér svo þang
að, sem líkið lá.
Hardanger starði á það. „Ertu
viss um að þetta sé dr. Baxter?"
spurði hann. „Þú manst að hann
lét stimpla sig út klukkan um
hálf sex í kvöld er leið?"
„Kannski hefur hann átt vir-
klippur f fórum sínum", varð mér
að orði. „Jú víst er það Baxter.
Það var einhver, sem rotaði hann
svo að hann féll þarna á gólfið.
Þvf næst tók sá hinn sami sér í
hönd geymi með taugalömunar-
sýkli, gekk ut að dyrunum og
grýtti geyminum yfir f vegginn
svo að hann brotnaði, en skauzt
um leið sjálfur út um millidyrnar
og skellti þeim aftur".
„Sá fjandi", mælti Cliveden
hrjúfum rómi. „Sá erkifjandi".
„Eða fjendur?" sagði ég. Dr.
Gregori hafði tekið sér sæti á stól
og fól andlitið í höndum sér. Ég
gekk til hans, lagði höndina á öxl
honum. „Mér þykir þetta leitt",
mælti ég, „eins og þér sögðuð, þá
eruð þér hvorki lögreglumaður né
hermaður, svo að það er eðlilegt,
að þessir hlutir taki á yður. En þér
verðið að vera okkur til aðstoðar".
„Vitanlega", mælti hann hlj<5m-
laust. „En, .Baxter . var ekki aem-
ungis samstarfsmaður minn, held-
ur og góður vinur. Hvaða aðstoð
get ég veitt?"
„Veiruskápurinn..." sagði ég.
„Aðgætið allt þar".
„Veiruskápurinn ... Auðvitað.
Ekki veit ég um hvað ég er eigin-
lega að hugsa". Hann starði með
skelfingu f svip á líkið og leyhdi
sér ekki um hvað hann var að
hugsa. „Ég kem strax", tautaði
hann.
Hann gekk yfir að skápnum, tók
í handfangið, en hurðin hreyfðist
ekki. Hann hristi höfuðið.
„Hann er læstur ..."
„Þér eruð með lykil að honum",
mælti ég óþolinmóður.
„Eina lykilinn", sagði hann. „Eng
inn á að geta komizt í skápinn,
nema hann hafi þennan eina lykil,
eða brjóti upp hurðina. Og þess
sjást ekki nein merki".
„Enga heimsku", sagði ég stutt-
ur í spuna. „Þér haldið kannski
að Baxter hafi látizt úr kvefi?"
Titrandi höndum sneri han'n lykl
inum í skránni og opnaði dyrnar.
Enginn  okkar  virti  líkið  viðlits,
jvið  störðum allir á  dr.  Gregori.
.Hann seildist inn í eina hilluna,
I tók þaðan dálftinn kassa, lyfti lok-
auglýsing í
VÍSI
kemur v/ðo v/ð
VISIR
er
auglýsingablab
almennings
auglýsingamóttaka
er sem hér segir:
smáauglýs-
i n g a r berist fyrir p
kl. 18kL 18 daginn
áður en þær eiga að
birtast, nema í
mánudagsblöð fyrir
kl. 9.30 sama dag.
s t æ r r i
auglýsingar
berist fyrir kl 10
sama dag og þær
eiga að birtst
AUGLYSINGA-
STOFA  VÍSIS
INGÓLFSSTRÆTI 3
SÍMI  1-16-60
VÍSIR
ASKRIFENDAÞJONUSTA
Askriftar-. .  .
Kvartana-
simmn er
11661
virka daga kl. 9-19 nema
laugardaga kl. 9 —13.
Nálægt Butuþorpinu. Moskitóflugur millj-
ðnir þeirra. Mér þætti gaman að vita hvort
Umtali höfðingi veit...
En að hann er svo upptekinn af skordýr-
unum, lætur apamanninn gleyma öðrum
hættum.
Svo næst.
Heilsuvernd
Námskeið mín i tauga- og
vöðvaslökunar- og öiidunaræl-
ingum fyrir konur og karla
hefjast mánudag 4. oktðber. —
Uppl f sfma 12240.
VIGNIR ANDRÉSSON
_______— fþrðttakennarj —
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16