Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						
¦M»
VIS3K
Fimmtiidagur 7/. oktöber 1965.
Sögufrægt hús
Dvergshúsið verður nú ekki lengur fyrir umferðinni.
Eitt af sögufrægustu húsum
Hafnarfjarðarkaupstaðar er að
kveða sitt síðasta þessa dagana
og bíður þess að verða rifið og
brotið niður til grunna. Þetta
er Dvergur, hús sem Jóhannes
Reykdal byggði rétt eftir alda-
mótin síðustu yfir trésmíðaverk
stæði sitt. Og þar hefur tré-
smiðjan verið til húsa 1 hálfa öld
og lengur þó.
Jóhannes Reykdal keypti sér
trésmíðavélar í Noregi rétt eftir
siðustu aldamót og byggði yfir
þær tvílyft timburhús 16x8
metra stórt árið 1903. Hlaut það
nafnið Dvergur og hefur borið
það nafn æ síðan. Voru vinnu-
vélarnar niðri, en unnið að ann-
arri trésmiðavinnu á efri hæð-
inni.
Jafnhliða húsbyggingunni
stiflaði Jóhannes Reykdal læk-
Framh. á 6. síðu.
AÐ LEITA AÐ
SMJÖRMARKAÐI YTRA
A sfðasta árl, þ. e. 1964, fluttu
Islendingar út 555 lestir af smjöri,
langmest til Bretlands, en það sem
ekki seldlst þangað fór til Tékkó-
slóvakíu.
Frá þessu skýrði Sigurður Bene-
diktsson framkvæmdastjóri Osta-
og smjörsölunnar h.f. 1 stuttu við-
tali sem Vlsir átti viS hann í gær.
Hann sagði ennfremur að þrátt fyr-
ir þessa sölu á smjöri til útlanda
f fyrra væru sem stæði 1200 lesta
birgðir af smjöri til í landinu. Er
nú verið að leita fyrir sér um mark
aðshorfur erlendis, en Sigurður
sagði á þessu stigi væru viðræð
ur svo skammt á veg komnar að
ekki væri unnt að skýra frá því
hverjar markaðshorfur væru. Hins
vegar væri verið að kanna sölu-
möguleika á smjöri I nokkrum lönd
um eins og sakir stæðu.
Þá gat Sigurður þess ennfremur
að smjörneyzla landsbúa hefði verið
minni það sem af er þessu ári held-
ur en hún var á sama tima I fyrra,
og nemur sá mismunur um 6 lest-
um, sem er óneitanlega talsvert
magn.                 .     ¦ • .-.
Hins vegar sagði Sigurður að
komið væri yfir hámarksframleiðsl
una á smjöri í ár, og Ur þessu má
búast við að smjörframleiðslan
mihnki yfir alla vetrarmánuðina, a.
m. k. fram I marzmánuð, eins og
jafnan hefur verið á vetrum. Þurfi
Flugráð neitaði
Það vlrðast ekkl miklar lfk-
ur til að umsókn Alherts Guð-
mundssonar stórkaupmanns um
a» fá leyfi tíl a» hef ja þotuferð-
ir til Englands fái samþykki.
Flugráð hefur ekki séð ástæðu
til aS mæla meS því, hefur það
skilað slíku áliti til samgöngu-
málaráðherra Ingólfs Jónssonar.
Flugráð er andsnúið umsókn-
inni meðal annars á þeim grund
velli að sllkt leyfi myndi brjóta
í bága við loftferðasamning við
Breta, þar sem kveðið er svo
Aðalfundur
Verzlunarráðsins
H morgun
Á morgun fer fram aðalfundur
»Verzlunarráðs íslands. Hef st
>fundurinn kl. 10 f. h. f Þjóðleik
| húskjallaranum. Flytur við-
jskiptamálaráðherra dr. Gylfi Þ.
>Gíslason ræðu á fundinum kl.
,10,30. Síðan verður hádegis-
»verður fundarfulltrúa. Að hon-
n loknum flytur formaður
|Verzlunarráðsins, Þorvaldur
> Guðmundsson ræðu, f ram-
[ kvæmdastjóri samtakanna Þor-
(Varður J. Júlíusson flytur
>skýrslu' og reikningar verða
?lesnir.-Að-því búnu verður lýst
>úrslitum stjðrnarkjörs.
á 1 honum, að fjöldi flugferða
skuli miðast við flutningsþörf-
ina. Auk þer.s telur flugráð það
óráð að þriðja íslenzka flugfé-
lagið bætist inn á sömu áætl-
uriarflugleið til Bretlands,
Samgöngumálaráðherra barst
umsögn flugráðs í gær, en hann
hefur ekki enn svarað umsókn
Alberts Guðmundssonar, en það
mun gert á næstunni.
því ekki að óttast aukið smjörmagn
í landinu til næsta vors.
Hitt væri svo aftur mjög veiga-
mikið atriði, þegar rætt væri um
smjörbirgðir I landinu, sem rétt
væri að taka fram, að þessar miklu
smjörbirgðir nú stafa ekki hvað
sízt af stóraukinni mjólkurfram-
leiðslu þessa árs, sem hefur verið
mun meiri en nokkru sinni áður.
Þá gat Sigurður þess ennfremur
að 1200 lestir af smjöri sé ekki
miklu meira en það, sem við þyrft-
um að eiga sem varaforða I land-
inu ef kalt og óhagstætt sumar
kæmi fyrir og nyt kúnna stórfélli.
Hafnarfjarðarlækur var látinn snúa þessum ás, sem knúði vélar
verkstæðisins.
Herferðin hefur þegur
boriB árungur
j   Þótt  hin  eiginlega  fjársöfnun hungri" myndi hefja fjársöfnun I
| „Herferðar gegn  hungri"  sé enn | byrjun nóvembermánaðar og lands
iekki hafin, hefur hún þegar borlS ' menn beðnir að bregðast vel við.
¦ árangur.                      j Þeir hafa gert meira en það, þeir
' Frá því hefur verið sagt í blöð I hafa brugðizt svo skjótt við að
| unum fyrir nokkru, að fram- j peningasendingar eru þegar farn-
I kvæmdanefnd  „Herferðar  gegn j ar að streyma inn, og hringt er
utan úr bæ og framkvæmdanefnd
in beðin um að sækja þangað pen
inga. Þá hafa margir aðilar utan
af landi beðið um nánari upplýs-
ingar um starfsemina og um
fræðslukvikmyndir um herferðina;
Sagði Baldur Óskarsson fulltrúi
framkvæmdanefndarinnar Vísi, að
nefndin væri að sjálfsögðu mjög
ánægð með hinar skjótu undir-
tektir landsmanna og vonaði að
áhugi á þessu málefni ætti enn
eftir að aukast.
A vurp uómsmáluráðh. vegnu slysu
„Hin geigvænlegu og sívax-
andi umferðarslys valda öllum
almenningi ugg og kvíða og
líf og heilsa er í veði. Gífurlegir
fjármunir fara I súginn.
Hraði, — meiri hraði, stað-
festuleysi og skortur á tillits-
semi í samfélaginu eru ógnvald
ur þeirra tíma, sem við lifum á.
Vandamálin eru ekki einstæð í
okkar litla þjóðfélagi. Það Ieysir
okkur hins vegar ekki undan
þeirri ábyrgð, sem á okkur
hvilir að bregðast sjálfir við
vandanum með manndómi og
einurð.
Þau sár, sem umferðarslysin
skilja eftir sig i þjóðfélaginu,
— sorg, örkuml, ógæfa og fjár-
hagslegir stórskaðar samborgar-
anna hljóta að knýja okkur öll
til að beita viðnámi og aðgát.
Mér er ljóst, að þungi ábyrgð-
arinnar hvílir ekki hvað sízt á
opinberu stjórnvaldi. — fulltrú-
um sveitarstjórnarmála, lög-
gæzlu og annarra greina ríkis-
valdsins. Ég legg ekki dóm á,
hvort þar hefur verið staðið á
verðinum sem skyldi. Hitt veit
ég, að þar  hafa  margír lagt
margt gott til mála af einbeitt-
um áhuga og góðvild, til þess
að bæta úr misfellum og koma
góðu til leiðar. En ljóst er að
betur má, ef duga skal — og
að því skal stefnt.
En ég bið jafnframt um sam-
úð, samstarf og samstilltan á-
setning einstaklinganna, hvers
og eins  —  til þess að ráðast
gegn og sigrast á þeim vanda,
sem við okkur blasir.
Það þykir prýði og höfuðkost
ur einstaklinga og þjóða að
temja sér kurteisi i umgengni
við aðra. Einn þáttur slfkrar
kurteisi er að sýna hver öðrum
tillitssemi í umferðinni. Án
slikrar tillitssemi ná ekki strang
ari boð eða bönn eða hin
þyngstu viðurlög þess opinbera
því marki, sem að er stefnt.
Það er ósk mín og von, að
rísa megi alda samstilltra átaka
þess opinbera og einstaklinga
um gjörvallt land, er að því
stefni að forðast hin ðgnvekj-
andi umferðarslys. Að okkur
megi öllum lánast að skapa þá
umferðarmenningu, aðhald og
festu, er leiði skugga sorgar og
sóunar hjá dyrum borgaranna".

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16