Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR . Laugardagur 9. október 1965.
isa
HVILD OG HELG
KIRKJAN
Séra Óskar J. Þorláksson, dómkirkjuprestur, sem skrifar
hugvekju kirkjusíðunnar í dag ,er Skaftfellingur að ætt
og uppruna. Þar eystra byrjaði hann prestsskap sinn, er
hann vígðist að Kirkjubæjarklaustri 18. október 1931. Eftir
4 ára veru á Síðunni fékk hann Siglufjörð, þar sem hann
þjónaði til ársins 1951 er hann varð eftirmaður sr. Bjarna
við Dómkirkjuna. Sr. Óskar er mikill og farsæll starfs-
maður, enda hefur hann gegnt mörgum störfum fyrir
utan verkahring sinn eins og t. d. í Goodtemplarareglunni,
Rotaryhreyfingunni, Slysavarnafélaginu o. fl. Á morgun
messar séra Óskar í Dómkirkjunni kl. 5 Það er fyrsta síð
degismessan á þessu hausti.
Lúk.:  14.1—6.
Í>u8spjall þessa helgidags seg-
ir frá lækningu vatns-
sjúks manns á hvíldardegi, en
lækning þessa manns var eitt
af hinum mörgu kraftaverkum
Jesú.
Gyðingar voru mjög strangir
í hvildardagshaldi sínu á dög-
um Jesú, og svo kvað enn vera
í hinu nýja ríki þeirra í Israel.
Jesú Kristur var miklu frjáls-
lyndari en samtíðarmenn hans,
bæði hvað snerti helgihald
hvlldardagsins og I kenningum
slnum yfirleitt.
Að hans dómi hafði Guð uefið
mönnunum hvíldardaginn þeim
til blessunar, en ekki til þess að
þeir færu að hlaða utan um
hann múr af reglum og fyrir-
mælum, sem yrði þeim fjötur
um fót og enginn gæti farið
eftir, nema með alls konar und-
anbrögðum  og  lögskýringum.
Truareinlægni og kærleiks-
þjónusta var mælikvarði Jesú á
hvlldardagshelgma, og þess
vegna var það eðlilegur þáttur
í lífi hans, að ganga inn í sam-
kunduhúsin á helgum dögum og
hugleiða þar hin helgu rit, og
láta sannindi þeirra varpa Ijósi
yfir lífið. Og þess vegna lækn-
aði hann hiklaust á hvíldardegi
og vann önnur kærleiksverk.
Allir þekkja þessi ummæli
hans: „hvlldardagurinn varð til
mannsins vegna, en eigi mað-
urinn vegna hvíldardagsins
(Mark. 2.27).
sölubúða á helgum dögum og
skemmtanallf á stórhátíðum,
geta flestir gert það, sem þeim
sýnist á þessum dögum, innan
ramma almenns velsæmis.
En ef að vér lítur á hvíldar-
daginn sem guðlega ráðstöfun.
eins og Gyðingar forðum, og
eins og Kristur sjálfur leit á
helgihald hvíldardagsins, þá
fáum vér varla varizt þeirri
hugsun, að vér erum komin
langt frá þeirri hugsjón hvíld-
4mq  ui
Sr. Öskar J. 1'oWaksson dómklrkjuprestur;1 "nerföl
ii tmumiBfil
A vorum dögum þurfum vér
ekki að stynja undan marg-
brotnum reglum og fyrirmæl-
um varðandi helgihald sunnu-
dagsins. Vér höfum að vísu
helgidagalöggjöf, en sú löggjöf
er ekki ströng og lítill áhugi
að fylgja henni eftir.
Að frátöldum nokkrum ytri
reglum,  sem  gilda um  lokun
Mitt ærlego andlit
„Gott mannorð er gulli dýrmætara", segir í heil. ritningu.
Hér er saga, sem sýnir hvers virði það er að hafa traust
og álit samferðamanna sinna á lífsleiðinni:
1 janúar árið 1800 voru nokkrir menn á ferð í Vatns-
dal. Þeir voru að ganga suður í verið. Þegar þeir komu
um Ásr sáu þeir mannþyrpingu heima á hlaðinu og kom
saman um að ganga heim til að vita hvað væri um að
vera. Það reyndist orsök mannssafnaðarins, að uppboð
skyldi haldið og Ás seld, en hún er ein mesta jörð I Vatns-
dal.
1 vermannahópnum var maður einn á þrítugsaldri, mik-
ill á velli og vörpulegur, Guðmundur hét hann Halldórs-
son. Hvort sem var af rælni eða Guðmundi vann hugur
til jarðarinnar, þá tók hann að bjóða í hana og varð brátt
hæstbjóðandi.
Sýslumaður, Isleifur Einarsson á Geitaskarði, spurði
þennan djarflega aðkomumann að heiti og heimili og
því næst hvort hann gæti greitt jarðarverðið á tilsett-
um skildaga. Guðmundur kvaðst treysta því, en raunar
væri hann maður íélitill. Þá spurði sýslumaður hvort hann
gæti sett tryggingu fyrir skilvísri greiðslu.
„Ekki nema mitt ærlega andlit", svaraði hann og strauk
ennið hátt og mikið.
Félagar Guðm»ndar sönnuðu það með honum, að hann
væri skilamaður og drengur góður. Og með því sýslu-
manni gazt vel að manninum og fékk traust til hans, sló
hann honum jörðina Að þvi bunu héldu vermennirnir á-
fram ferðinni suður. Sagnir herma, að Guðmundur fengi
góðan hlut á vertíðinni.
(Heim.: Hrakhólar og höfuðból.)
ardagshelginnar,  sem  Kristur
sjálfur hélt á lofti.
Margt fólk er gjörsamlega
hætt að virða helgi hvíldar-
dagsins og notar hann yfirleitt
sem hvern annan virkan dag.
Menn eru meira að segja hættir
að tala um hvíldar og helgidaga,
en tala I þess stað um frldaga
og skemmtidaga. Menn nota
sunnudaginn oft til almennrar
vinnu, þeysa upp um fjöll og
firnindi og skemmta sér með
ýmsum hætti.
Vestfirzkir  prestar^ká
fundi  og  námskeiði
Þann 5. ágúst sl. héldu prestar
Vestfjarða aðalfund sinn hjá sr.
Lárusi í Holti. í sambandi við
fundinn hafði verið haldið nám
skeið í helgisiðafræðum og
messusöng. Kennarar voru sr.
Sigurður á Selfossi og söng-
málastjóri. Námskeiðið sóttu 7
prestar nokkuð af söngmáia-
fólki í Holtsprestakalli. í lok
námskeiðsins söng sr. Sigurður
Pálsson klassiska messu í Flat-
eyrarkirkju með aðstoð sr. Sig
urðar prófasts á Isafirði og sr.
Sigurpáls á Bílduda). Söngstjór;
var Robert A. Ottoson en org-
anisti frú Rannveig Sigurbjðms
dóttir.
Á fundinum drap formaður á
helztu atburði í vestfirzku
kirkjuiífi sl. ár. Kom þar ber-
lega fram, að í mörgu syna söfn
uðir kirkjunum .alúð og ræktar-
semi.
í stjórn Prestafélags Vest-
fjarða eru nú sr. Sigurður pró-
fastur á ísafirði formaður ,sr.
Jóhannes prófastur á Stað I
Súgandafirði ritari og sr. Tóm
as á Patreksfirði gjaldkeri.
III.
"P'n hvað er sunnudagurinn frá
kristilegu sjónarmiði? Hann
er hvíldar- og helgidagur, sem
Guð hefur gefið mönnunum til
líkamlegrar og andlegrar end-
urnæringar.
Þeir sem vinna vel alla virka
daga, þeir þurfa hvíldar, einn
dag I viku, það er nauðsynleg
heilbrigðisráðstöfun. En eins og
líkaminn þarf hvíldar, þarf sál
mannsins einnig andlega endur-
næringu, þess vegna tölum vér
um hvíldar- og helgidag.
„Maðurinn lifir ekki á brauði
einu saman, heldur á sérhverju
orði, sem fram gengur af Guðs
munni". (Matt.: 4.4).
Um leið og menn hvílast,
þurfa þeir að leggja rækt við
trú sína. opna hug sinn fyrir á-
hrifum Guðs anda, lifa bæna-
lífi, hugleiða hin opinberuðu
sannindi Guðs orðs, svo að þau
megi bera ávexti í lífinu sjálfu,
og leita samfélags við það fólk,
sem lifir trúarlífi.
Því miður eru helgistundir
hvíldardagsins, að mestu, horfn-
ar úr lífi margra. Menn dauf-
heyrast við kalli kirkjuklukkn-
anna, sem kalla til helgra tíða,
en um leið hverfur helgi og
hátíðleiki sunnudagsins, og þá
hverfur Ifka sá innri friður og
jafnvægi hugans, sem helgi-
stundir og truarsamfélag veitir
hjörtum mannanna.
Margir segja, að það þurfi
mikið til aS breyta þeirri þróun,
sem orðin' er í þessum efnum.
Ef að einstaklingurinri'Vaknaði
1.1*1
í m$.
og
ÞJÓÐIN
til meðvitundar um gildi hvíldar
dagshelginnar, þá kæmi breyt-
ingin af sjálfu sér.
Viltu nú ekki, lesandi góður,
íhuga, hvernig þú heldur sunnu-
daginn sem hvíldar- og helgi-
dag?
Viltu ekki prófa, að gera þenn
an dag að sönnum hvíldar og
helgidegi fyrir þig og f jölskyldu
þína?
Þá verður þess ekki langt að
biða. að þú sjáirJífiS-J- nýrra og
fegurra ljósi.
Óskar J. Þorláksson.
Asólfsskálakirkja
Ásólfsskáli undir Eyjafjöllum
er kenndur við Ásólf alskik.
Hann var vel kristinn og vildi
ekki eiga við heiðna menn og
eigi vildi hann þiggja mat af
þéim. Fljótt var byggð kirkja á
þeim bæ, e.t.v. með þeim
fyrstu á landi hér. Svo lagðist
hún niður og var reist á prests-
setrinu Holti, en þaðan varð
að flýja með hana undan vatna
gangí, því þá braut Holtsá land
ið og olli miklum spjöllum. Þá
reis kirkia aftur á Ásólfsskála
fyrst timburkirkja, ofarlega á
síðustu öld, en núverandi k'irkja
er úr steini mikið hús og stæði
legt.
Nýiega hefur Ásólfsskála-
kjrkju borizt rausnarleg gjöf
frá Sveinbirni Jónssyni Yzta-
skála og börnum hans, kr. 34.
265,- til minningar um Sigurjón
Sveinbjörnsson     Yzta-Skála,
sem andaðist á Vífilsstöðum í
apríl í vor og var jarðsettur að
Ásólfsskála laugardaginn fyrir
páska.
* íj t:-   gfeg

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16