Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VlSIR
Laugardagur 9. október 1965.
.HERBERT  GUÐMUNDSSON:
UM SVEIT BÆ OG BORG
Deilt um keisarans
skegg
'P'kki þykist Tíminn vera alveg
af baki dottinn í saman-
burðar„tækni" sinni varðandi
sknMabyggingar í Reykjavík og
Kópavogi. Lýsir hann hróðugur
£ pistli í gær glæsilegum ár-
angri sinum og upplýsir um
leið, að Morgunblaðið og Vís-
ir hafí ærzt yfir ósköpnnum.
Það er ekki að spyrja að því
að vitanlega eru allir ærðir,
sem ekki eru sama sinnis og
Tíminn eða vilja jafnvel hafa
þaS er sannara reynist. Tilgang
ur Tímans helgar þetta meðal
þegarbogalistin bregzt.
/í laugardaginn fyrir viku var
bent á það í þessmn þætti
að útfcoman úr samanburði
Tímans um skólabyggingar í
Reykfavík og Kópavogi væri
fengin með sjónhverfingum.
Þannig hafði Tíminn fram-
reitt samanburðinn, að þar
sem 10 sinnum fleirá fólk
byggi í Reykjavík en K^pavogi
bæri Reykjavík að framkvæma
allt tífalt á við Kópavog. Því
ættu Reykvíkingar að taka í
notkun 50 nýjar, kennslustofur
á þessu hausti, þar sem Kópa-
vogsbiíar fengju 5 stofur, og
Reykjavík hefði átt að verja
87 millj. kr. til skólabygginga
á þessu ári, vegna þess að
Kópavogur hefði varið tii þeirra
8.7 millj. kr. Um það skal ekki
fengizt i þessu sambandi þótt
2 nýju stofurnar í Kopavogi
standi hvergi nema á síðum
Tímans.
Nú er það svo, að flestir vita
sem vilja, við hvað skólabygg-
ingar eru miðaðar eins og aðrar
framkvæmdir. Þær eru miðaðar
við þðrfma á hverjum tfma, í
þesu tflfelli við ftrtla keimslu
allra skólabarna eftir námsskrá
frá fræðsluyfirvöldum-og árlega
fjölgun skölabarnanna.
Sé gengið út frá því, að öll
skólabörn { Reykjavík og Kópa
vogi, sem áður hafa komið í
skölana, hafi aðstöðu til þess að
njóta fullrar kennslu, er aðeins
um það að ræða á báðum stöð
unum að byggja yfir fjölgun
skóiabarnanna en vitað er m.a.
af pisöum Tímans, að fjölgun-
in er svipuð í Reykjavík og
Kópavogi. Þessar forsendur eru
Kópavogi mjög £ hag, þar sem
þvf fer f jarri að skölabörn þar
fái fuíla kennshi samkvæmt
námsskrá.
Það er mergurinn málsins, að
þörfin fyrir aukið skólahúsnæði
er svipuð á báðum stöðunum
Þess vegna nægði Reykjavík
að byggja aðeins iafn mikið og
Kópavogur af skölum tii þess
að standast samanburðinn. En
eins og Tíminn hefur rækilega
skýrt frá eru f ramkvæmdir
Reykjavfkur £ þessum efnum
margfaidar á við Kópavog.
Þannig eru refírnir
skornir
Tjö sniili Thnans sé ekkimeiri
, í þessu maíi en raun ber
vitni, skai ekki látið hjá líða
að benda á nokkur einstök at-
riði úr pistlum hans um þessi
mál, til þess að skýra enn frek
ar hvernig hann sker sína refi f
ógöngum.
1 pistli Tfmans í gær stendur:
„Það  er engum undrunarefni,
RHODESÍU-VIÐ-
RÆÐUR MISTÓKUST
Samkomulagsumleitanir .í Lond-
on um sjálfstæði Rhodesíu fóru út
um þúfur. Birt var tilkynning um
þetta frá brezku ríkisstjórninni.
Segir þar, að þrátc fyrir að reynt
hafi verið eftir megni að samræma
sjónarmiðin tiafi engin leið fund-
izt tíl þess.
Fundur Wilsons og Ians Smith
í forsætisráðherrabústaðnum í nr.
10 við Downing Street stóð iy2
klst. Smith sagði eftir fundinn:
— Hið eina, sem við vorum sam-
mála um, var að vera ósammála.
Hann var spurður hvort af þessu
leiddi, að samningaumleitunum
væri lokið, og svaraði hann:
-  Já, í bili.
Hann vildi ekki játa, að Rhodesía
hefði beðið ósigur f baráttunni.
Og nú er spurt: Birtir Rhodesíu-
stjórn einhliða yfirlýsingu um sjálf
Kennaror —
Framhald af bls. 1.
tækið sem völ er á. Yrðu kynnt tvö
tæki, svonefnt myndvarp (overhe-
ad projector) og 8 mm kvikmynda
sýningavél sem sérstaklega er gerð
til að sýna hnitmiðaðar stuttar,
3-8 mfnútna fræðslukvikmyndir.
T.d væri til mjög góð kvikmynd
fyrir þessa vél um hringrás blóðs-
ins. Þessi vél veitir í heild marga
möguleika á fjölbreyttari og ná-
kvæmari kennslu. Einnig átti að
sýna kópíerunartæki, sem einkum
er hentugt til að undirbúa myndir
í myndvarpið.
Þá átti að kynna ýmis tæki sem
bjóða upp á nýjungar varðandi
gerð stenslá fyrir fjölritara. Þessi
tæki hafa verið til um nokkurt
skeið ,en ekki kynnt fyrr en nú.
Eftir hádegið áttu svo kennararn
ir að fara hver f sinn skóla og
áttu þeir að reyna þar þau tæki,
sem fyrir eru, undir handleiðslu
kunnáttumanna
í dag og sunnudag kl. 2-6 verð
ar opin í Hagaskóla sýning á
kennslutækjum og er hún ætluð
kennurum.
jstæði og leiðir- yfir sig '• efnahags-
jjlegar refsiaðgerðir?
Kenya og Tanzanía' hafá 'haft' f
hótunum að segja sig Ur Brezka
samveldinu, ef það hefst ekki fram
að meirihluta landsmanna verði
tryggður réttur til ákvörðun-
ar um framtíð landsins.
Heima affur —
Framh. af bls. 1
gasolíu frá Rúmeníu til íslands og
gefst þannig tækifæri til að koma
heim á fimm til sex mánaða fresti.
— Og hvert er förinni svo heitið
næst?
— Við fáum aðeins að dvelja hér
heima í þrjá daga. Svo á að leggja
aftur á stað á sunnudaginn. Við
siglum til ojíuhafnarinnar Aruba f
Vestur-Indfum. Ég veit ekki enn
hvert sá farmur á að fara, til
Bandaríkjanna eða Evrópu,
Aðst oðarprestur —
Framh. af bls. 1
ensku og langoftast messaði ég
á því máli og framkvæmdi
kirkjulegar athafnir. Á hverjum
sunnudegi hafði ég þrjár guðs-
þjónustur i hinum ýmsu kirkj
um prestakallsins.
I Kanada líkaði bæði mér og
konu minni ákaflega vel. Fólk-
ið var afburða gott og hvarvetna
mættum við hinni mestu vin-
semd. Kirkjufélag I'slendinga í
Vesturheimi hefur nú verið
formlega lagt niður og starfaði
ég því hjá Lútherska kirkjufé-
laginu í Ameríku.
—  Og nú eruð þér ráðinn
aðstoðarprestur við Dómkirkj-
una?
—  Já, mér hefur boðizt að
taka við starfi sem aðstoðar-
prestur sr. Jóns Auðuns og hef
störf 15. þessa mánaSar. Ég
hugsa mjög vel' til hins nýja
starfs, þótt ég viti að það verð-
þótt hinn ungi og barnmargi
bær í Kópavogi eigi í vand-
kvæðum með skólahúsnæði,
þegar á aðstæður erlitið og hin
öra fjölgun er höfð í huga."
Af þessu er rétt að spyrja:
Er það engum undrunarefni, að
það verkefni Kópavogs sem bezt
hefur verið rækt, skuli vera jafn
erfitt viðureignar eftir 10 ára
baráttu, þó öll önnur verkefni^
hafi að meira eða minna leyti
setið á hakanum þess vegna?
Hverjar eru þessar aðstæður,
sem Tíminn kallar svo? Eru það
ekki afleiðingarnar af stjórn
bæjarins, samstjórn Framsokri
ar og komma? Því verður aldrei
breytt, að það hefur verið og
er hlutverk stjórnenda Kópa-
vogsbæjar, að kalla ekki yfir
sig meiri vanda en þeir með
góðu móti geti risið undir. En
skipuleg vinnubrögð hafa ekki
enn þann dag í dag verið mótuð
í stjórn Kópavogs.
Eitt af þeim dæmum, sem
Tíminn segir Morgunblaðið ög
Vfsi hafa tírit til um ófremdar
ástand f skólamálum Kópavogs,
er að „viðbygging við Gagn-
fræðaskólann er síðbúnari en
skyldi á þessu hausti. Ástæðan
til seinkunar gagnfræðaskóla-
álmunnar er þó sú að mennta-
málaráðherra stöðvaði allar
framkvæmdir, þegar þær áttu
að hefjast í vor og stóð lengi í
þðfi að fá það leiðrétt." segir
Tíminn.
Þetta þyrfti Tíminn að leið-
rétta, vegna heiðurs eins af
ritstjórum blaðsins, sem jafn-
framt er fprmaður Fræðsluráðs
Kópavogs. Ríkið tekur nefnilega
meiri þátt í skólaþyggingum £
Kópavogi f ár en því ber. Tafir
vegna bráðabirgðalaga um
stöðvun ákveðinna skólafram- •
kyæmda urðu engar á þessu
máli. Þær stöfuðu af því, að
breytingar á teikningum voru
ekki tilbúnar fyrr en eftir að
leyfi til áframhalds hafði feng-
izt og engar framkvæmdir hóf,
ust fyrr en þrem vikum sfðar.
Þetta veit formaður Fræðslu-
ráðs Kópavogs og einnig. að
ríkið hefur ekki fjötrað fram-
kvæmdir við 1. áfanga sund-
hallar, sem engar eru hafnar
ennþá en áttu að verða fyrir 2
millj. kr. á árinu, af óhjá-
kvæmilegri nauðsyn. Hann veit
einnig að seinagangur við inn-
réttingu á þrem stofum í við-
byggingu Kársnesskóla er ekki
ríkinu að kenna og ennfremur
að það vs.. ekki að boði ríkisins,
að viðhald gagnfræðaskólans
var dregið, þar til skólasetning
átti að fara fram, svo fresta
varð kennslu, vegna slysahættu.
Það ber allt að sama brunni.
Framkvæmd fræðslumálanna í
Kópavogi er kannski verðugasti
vottur um afrek Framsóknar
og komma um þessar mundir.
En það er ekki til að státa af.

^|QMip.i U R90P!!m'.' \'<'' 9.,n* ~p»'»
ur töluverð breyting frá prests-
skapnum vestra. En ég hefði
ekki tekið það að mér, ef mig
hefði ekki langað til þess að
koma aftur og starfa á vegum
þjóðkirkjunnar hér heima. Ég
geri ráð fyrir að starfið við
Domkirkjuna verði fyrst og
fremst æskulýðsstarf og barna-
samkomur.       u...
Séra Kristján Róbertsson varð
guðfræ^ðikándidat árið 1950. Að
loknu prófi vfgðist hann til
Raufarhafnarkirkju og þjónaði
þar í eitt ár. Þá var hann kos-
inn prestur á Siglufirði, þar sem
hann þjónaði í Jþrjú ár, og síðan
f sex ár á Akureyri. Þar lét
hann af prestsskap árið 1950 og
stundaði síðan kennslustörf i
Reykjavík í tvö ár áður en hann
var skipaður prestur við ís-
lenzku söfnuðina 4 Kanada.
-<$>
Yfirlitssýning —
Framh. af bls. 16
þetta er f svokölluðu Colby Coll
ege, þar sem listfræði er f háveg
um höfð og safn þetta f talsvert
miklu áliti vestanhafs. Komu m.
a. listgagnrýnendur frá Boston
til að skoða hana og skrifa um
f blöð sfn.
Og nú um miðjan mánuðinn
er fyrirhugað að sýningin verði
opnuð í New York hjá American
Federation of Art og munu á-
hugamenn þeir sem að sýning-
unni standa þá gera allt sem í
þeirra valdi stendur til að hvetja
fólk til að kynna sér íslenzka
list.
Frú Selma sagði að hún hefði
verið mjög ánægð með samsetn
ingu þessarar sýningar, vafa-
samt væri ,hvort nokkurn tíma
hefði verið sett saman sterkari
allqherjarsýning yfir íslenzka
málaralist. Þarna voru myndir
eftir þessa málara:
Ásgrímur Jónsson, Eiríkur
Smith, Guðmunda Andrésdóttir,
Gunnlaugur Scheving, Jóhannes
Jóhannesson, Kjarval, Jón Engil
berts, Jón Stefánsson, Júlfana
Sveinsdóttir, Kristján Davíðsson,
Nfna Tryggvadóttir, Snorri Arin
bjarnar, Steinþór Sigurðsson,
Þórarinn B. Þorláksson, og Þor-
valdur  Skúlason.  Eftir  hvern
málara voru þama fjögur og
fimm málverk.
Frú Selma segir að ýmsir sem
hún talaði við, hafi látið það I
Ijós við hana, að þetta hafi verið
ein allra fegursta og skemmti-
legasta sýning sem komið hefði
til Colby College.
Upphaf þessa mál er f raun-
inni það, að bandarískur auðmað
ur að nafni Ellerton Jette kom
hingað til Íands sumarið 1963.
Hann kom hingað eiginlega að-
eins til að renna fyrir lax, hafði
frétt það að hér væru góðar lax
veiðár. En hann uppgötvaði þá
annað um leið, að íslendingar
áttu fagra málaralist, en á
slíku hafði hann og raunar sér-
staklega kona hans mikinn á-
huga. Þau hafa um langt skeið
keypt mikið af listaverkum Og
haft ánægju af þvf að styðja
ýmis listasöfn í Bandarfkj\jnum.
En Colby CoIIege sem málverk-
in éru sýnd f er eitt af þeim
söfnum sem þau halda einna
mest upp á.
' Þegar Mr. Jette hafði kynnzt
lftiilega fslehzkri málaralist sum
arið 1963 gerði hann sér lítið
fyrir, hringdi vestur til Ameríku
til konu sinnar og bað hana
að koma hið bráðasta. Hún kom
innan fárra daga, fór að skoða
og kynna sér fslenzka list og
varð einnig mjög hrifin af ýmsu
sem hún s&.
Síðan kom hún hingað aftur
með kunningjakonu sinni frú
Gertude A. Mellon, sem einnig
er af auðugum ættum. Fengu
þær að sjá íslenzk listaverk víða
t. d. f Listasafni íslands, Ás-
grímssafni, safni Alþýðusam-
bandsins og hjá einkaaðilum og
listamönnunum sjálfum. Varð
það þá þegar úr, að þær keyptu
hér mörg málverk m. a. eftir
Kjarval, Jón Engilberts, Kristján
Davíðsson, Gunnlaug Scheving,
Nínu Tryggvadóttur og Þorvald,
Skúlason. Og upp úr því vaknaði
sú hugmynd þeirra að efna til
þessarar sýningar á íslenzkri
málaralist. Sýningin er kostuð
af þeim, nema hvað Loftleiðir
tóku að sér að flytja málverkin
endurgjaldslaust. Frú Selma seg
ir, að allur frágangur hjá þeim
hafi verið til fyrirmyndar. iUm-
búðir utan um listaverkin hafi
verið þær • vönduðustu sem ís-
Ienzk málverk á leið til útlanda
hafa verið send í, enda hafi ekki
komið hin minnsta rispa á þau f
flutningnum. Sýningarhúsnæðið
var fyrsta flokks og gefin var út
stór og mjög mikið myndskreytt
sýningarskrá, með myndum af
öllum listamönnum og nokkrum
verkum þeirra, og inngangi eftir
frú Selmu um íslenzka málara-
list.
Myndirnar valdi þetta banda-
ríska fólk en hlaut leiðbeiningar
hjá frú Selmu, Gunnlaugi Schev
ing og Þorvaldi Skúlasyni. Mik-
inn hluta málverkanna fengu
þau að láni bæði úr fslenzkum
söfnum og af einkaheimilum, en
sumt frá listamönnunum sjálfum
og þær síðastnefndu myndir til
sölu. Þarna uppi í Colby College
seldist svo ein mynd eftir Guð
mundu Andrésdóttur og tvær eft
ir Gunnlaug Scheving.
Við opnun sýningarinnar hélt
frú Selma Jónsdóttir fyrirlestur
með fjölda litskuggamynda og
var áheyrendasalurinn þéttskip-
aður fólki. Það var auðfundið á
þeim áheyrendum, að hér var
verið að opna fyrir þeim nýtt
svið, sem þeir höfðu mikinn á-
huga á.
Eftir dvölina í Maine hélt frú
Selma til New York og hitti þar
ýmsa áhrifamikla menn varð-
andi listasöfnun. Hún sat þar m.
a. alþjóðaráðstefnu fyrir safna-
fólk, sem fólk úr öllum heims
hlutum mætti á. Ekki er hér rúm
til að rekja ýmislegt fleira sem
gerðist í dvöl frú Selmu f New
York, en eitt má þó nefna. Hún
kveðst hafa hitt þar hinn kunna
bankamann David Rockefeller
og bauð hann henni að koma og
skoða hina' miklu nýju glæsi-
byggingu Chase Manhattans
bankans. — Það er mér ógleym
anlegur viðburður að heimsækja
þann stað, segir frú Selma. Því
að þar sér maður ekki aðeins
glæsilegan frágang á sjálfri bygg
ingtmni, heldur er þessi voldugi
skýjakljúfur eins og eitt stórt
listasafn. Þar hefur verið safnað
saman listaverkum, málverkum
og höggmyndum eftir frægustu
og dýrustu listamenn heimsins
<^g þau notuð til hússkreytinga
hvarvetna.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16