Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR . Laugardagur 9. október 1965.
Ábyrgðnrleysið --
tTarnhald af bls. 9.
ákvæði hafa verið sett um slíkt
á annað borð, ðkumenn sé
blóðalkóhól þeirra undir vissu
lágmarki (hér 0,5 pro mille).
Menn, sem mælast með blóð-
alkóhóli undir þessu lágmarki,
geta þó, samkvæmt gerðum
rannsóknum verið varasamir í
umferð á stundum, og eins geta
þeir, sem mælast nokkuð yfir
því, vafalítið verið sæmilega
færir í það og það skiptið. Þar
ræður oft ýmislegt annað, hvað
ofan á verður. Hið alvarlega í
málinu er, að mönnum skuli
koma til hugar að snerta vln er
þeir ætla sér að aka, treystandi
á, að hæfni þeirra verði óskert
og að þeir sleppi við afskipti
lögreglu.
Langholtsvegarslysið      er,
vegna allra aðstæðna, illkynj-
aðasta umferðarslys, sem orðið
getur. Þar er ekki hægt að
koma við ríeinni afsökun. Ég
tel mig ekki harðari mann en
gengur og gerist, eða mikið
fyrir að beita aðra harðræðum
en í svona tilfellum finnst mér
að ekki megi beita ofmikilli
linkind. Ýmsum mun kannski
finnast þetta hart, en verðum
við ekki að vera einbeittir vegna
heildarinnar?
Hins vegar held ég ekki, að
við í næstu framtfð komumst
svo langt að geta komið í veg
fyrir slys eins og hér um ræðir.
En við getum reynt að vinna
á móti þeim svo sem unnt er,
bæði með löggjöf, kennslu
úrvali og samtökum borgaranna.
Tillögur mfnar til úrbóta eru
eftirfarandi:
1. Ákvæði 25. greinar um-
ferðarlaganna, varðandi vín-
andamagn f blóði ökumanna,
verði breytt þannig, að í stað
0,5 0/00 (pro mille) komi
0,35 0/00 og í stað 1,20 0/00
komi 0,80 0/00. Við lítum þann-
ig á f BFÖ að löggjafinn ætti
ekki að sætta sig við, að menn
LÉTTLÉTTARALÉTTAST
VAXOL er nýr þvotta- og viðhaldslögur
fyrir plaat-, gúmmí- og linoleumdúk og
flísar, sem þvær og bónar samtímis.
VAXOL er framleitt úr jurtaolíu sem
rotnar ekki, það eykur slitþol gólfsins
og gefur fallega áferð.
VAXOL inniheldur glycerin, jsem fer vel
með hendur yðar.
HEILDSÖLUBIRGBIR
IUÖRN WEISTAD HEILDVERZLTJN
SIMI191S3  PÓSTHÓLF679
LÉTTLÉTTARALÉTTAST
vitandi vits dragi úr hæfni sinni
við akstur. Mark þetta er svo
lágt að erfitt mun að neyta á-
fengis án þess að komast yfir
það.
2. Ökukennurum sé gert skylt
að fræða nemendur sína mjög
verulega um skaðsemi áfengis
við akstur, einkum með tilliti til
dómgreindar og viðbragða-
öryggis. Nemendum sé gert
skylt að mennta sig í umferðar-
sálfræði og síðan sé hún gerð
að próffagi við almenna öku-
kennslu.
4. Ökunemendur séu sálfræði-
prófaðir af lærðum sálfræðingi
og vinsaðir úr þeir, sem ekki
standast það próf svo og al-
mennt greindarprðf.
5. Bifreiðastjórum, sem svipt-
ir hafa verið ökuleyfi .,ævi-
Iangt", vegna ölvunar við akst-
ur, sé ekki veitt ökuleyfi 6. ný,
nema að þeir geti fært sterk rök
fyrir því að þeir hafi verið
bindindismenn í samfleytt fimm
ár eftir brotið.
6. Gert sé verulegt átak f þá
átt að flýta dómum vegna um-
ferðarbrota. Það er skaðvæn-
legt, að ðkumenn, sem framið
hafa gróft umferðarbrot, séu
látnir bíða eftir dómum hálf og
heil árin, og fái að aka á með-
an, Dæmi munu til þess að slík-
ir menn hafi verið búnir að
valda öðru broti áður en dómur
fellur fyrir það fyrra. Skjót refs
ing er og áhrifamest, sálfræði-
lega séð.
7.   Ökubyrjendur fái aðeins
bráðabirgða ökuskírteini fyrsta
árið og lögreglustjóri svipti þá
því þegar í stað ef tilefni gefst
til og meðan þeir kannski bíða
nánari dóms. Sviptingu skírtein-
is á þessu tfmabili sé beitt ó-
vægilegar en endranær, sbr. 81.
gr. umferðarlaganna, 6. máls-
grein og ákvæðið um vikufrest
sé ekki látið gilda í hessuhi iil-
fellum.
8. Kenningarlega séð, og enda
líka í raunveruleikanum (mun
hafa komið fyrir hér á landi)
eru til svo vel afsakanleg brot
á 25. gr. umferðarlaganna, að
ekki sé rétt að beita ákvæðum
þeirra. Þetta er þó afar sjald-
gæft. Við almennum drykkju-
akstri legg ég hins vegar til að
auk sviptingar ökuleyfis sé
vægasta hegning alltaf skilorðs-
bundinn fangelsisdómur. Nafn
sé b'irt við fyrsta brot. Stórkost-
legir tjón- og slysavaldar séu
sviptir ökuleyfi ævilangt og
alltaf óendurheimtanlega, auk
annarrar refsingar. Ég sé ekki
annað en að nauðsynlegt sé að
herða viðurlög og beita þeim af
fullri einbeitni.
Samstarfsnefnd í umferðar-
málum, sem Slysavarnafélag ís-
lands (SVFÍ), Félag íslenzkra
bifreiðaeigenda (FlB) og Bind-
indisfélag ökum. (BFÖ) standa
að, hefur marg>ætt drykkju-
akstur og þann voða, sem af
honum stafar. Ég fullyrði að
nefndin og stjórnir allra hinna
nefndu félaga fordæmi hann og
telji hann engum ökumanni
sæmandi. Um þetta er mér vel
kunnugt því ég er einn þriggja
nefndarm. Hins vegar er það
sem ég hefi skrifað hér að fram
an, varðandi mér senda spurn-
ingu, á mína eigin ábyrgð að
miklu leyti.             '
Sundahöfnin --
Framhald af bls. 1.
andi borgarstjóri skýrði m. a.
frá því við umræðurnar að nú
í sumar hafi verið unnið að verk
fræðijegum undirbuningi að því
að bjóða út framkvæmd við
fyrsta áfanga Sundahafnar. Er
þeim undirbúningi lokið og fer
útboð fram á næstunni. Vonir
standa til að nauðsynlegt fjár-
magn fáist og á að hefja verkið
á næsta ári og verja þá til þess
35 milljónum króna.
Á borgarstjórnarfundinum i
gær voru til umræðu tillögur
um að hækka verulega ýmis
hafnargjöld, með tilliti til þeirra
stórfelldu og kostnaðarsömu
framkvæmda, sem nú á að fara
að ráðast í. Gaf borgarstjóri þó
greinargott yfirlit yfir það að
hækkun hafnargjaldanna hefði
sáralitla hækkun í för með sér
á vörurnar, og búizt væri við,
að innflytjendur myndu vinna
það upp með bættri aðstöðu við
höfnina og lækkun uppskipunar
kostnaðar.
Fulltrúar minnihlutaflokk-
anna í bæjarstjórn mæltu gegn
þessari gjaldahækkun hafnarinn
ar, en þeir viðurkenndu það
fyllilega, að þessar fyrirhuguðu
framkvæmdir í hafnargerð væru
raunhæfar og fögnuðu þeim.
Á fyrrnefndu fimm ára fram
kvæmdatfmabfli er lauslega á-
ætlað að verja til hafnarfram-
kvæmda í Reykjavfk 184 milljón
um króna. Af þeim eiga 113
miTTjonir króna að fara til þessa
fyrsta áfanga Sundahafnar en
71 milljón króna til endurböta á
gömlu höfninni.
Gamla Reykjavíkur-
höfn.
Þær framkvæmdir sem á-
kveðnar eru á gömlu höfninni
eru þessar:
Aukning á viðleguplássi verð
ur aðallega framkvæmd í Vest-
urhöfninni og áætlað, að þar fá-
ist 500—600 metra viðlegupláss
til viðbótar þvf sem nú er í
smfðum. Nú er sem kunnugt er
unnið að gerð viðlegupláss við
Norðurgarð rétt hjá Faxaverk-
smiðjunni.og verða framkvæmd
Trnár þarylð svolcallaðan Norð-
urgarð óg f Vésturkröknum.
Gert er ráð fyrir því að Vestur
höfnin verði fiskihöfn borgar-
innar, sérstaklega eftir að
Sundahöfn er komin upp, en
þangað verður ýmiskonar vöru-
flutningum í stórum stíl beint.
Fiskiskipaflotinn á að fá veru-
lega aukið viðlegurými á þess-
um slóðum og má einnig minna
á f þessu sambandi að fyrir
nokkru var frá þvf skýrt, að
fiskvinnslufyrirtækjum væri ætl
að rúm suður eftir Eiðisgranda,
þar sem öskuhaugarnir áður
voru.
Þá er ákveðið, að höfnin reisi
tvær stðrar hafnarskemmur.
önnur þeirra verður 2800 ferm.
á öbyggðri lóð á Grandagarðin-
sem hafnarskemma, en í fram-
um. Yrði han f fyrstu notuð
tíðinni hugsuð til nota fyrir fisk
iðnaðinn.
Hina hafnarskemmuna á að
reisa á Austurbakkanum og á
að verða stærsta vöruskemma
sem hér hefur verið gerð, allt
að 8 þúsund fermetrum. Kostn-
aður við byggingu á þessum
tveimur hafnarskemmum er á-
ætlaður samtals um 40 millj. Jtr.
Sundahöfnin.
Full ástæða er til þess að
hefjast handa um framkvæmdir
í Sundahöfn svo fljótt sem auð
ið er. Er nú gert ráð fyrir því
að framkvæmdir þar hefjist þeg
ar á næsta ári. Fyrsti áfangi
hennar sem þá yrði byrjað á
er gert ráð fyrir að gefi 400
metra viðlegupláss. Auk þess
verður að reisa þar hafnar-
skemmur og ýmsar aðrar fram
kv?emdir, þar sem um er að
ræða nýtt hafnarsvæði.
Það liggur nú þegar fyrir, að
með tilkomu hafnarmannvirkja
í Sundunum muni verða hægt
að taka upp hagkvæmari flutn-
inga á vissum vörutegundum til
landslns, jafnframt þvf sem var
an yrði flutt inn lftt unnin.
Gæti þar orðið um verulegan
gjaldeyrissparnað að ræða og
hafa innflytjendur sýnt þessu
máli áhuga.
Það er vissulega vel, að nú á
að fara að hefjast handa um
þessar stórþýðingarmiklu fram-
kvæmdir. Við upphaf þeirra
skapar það góða undirstöðu, að
fjárhagur Reykjavíkurhafhar er^
nú mjög góður. Höfnin eins og
hún nú er með þeim mörgu
mannvirkjum sem þar standa
er nú skuldlaus og af henni hef
ur verið nokkur tekjuafgangur.
Hann nam á s. I. ári um 9
milljónum króna.
Þær framkvæmdir sem nfl er
ráðizt í á næsta fimm ára tíma-
bili eru áætlaðar að muni kosta
alls 184 millj. kr. Reiknað er
með að eigin framlag Reykjavík
urhafnar geti orðið um 20 millj.
kr. á ári eða alls á þessum fimm
árum um 100 milljónir króna.
Samkvæmt því er reiknað 'með
að heildarlánsfjárþörfin verði'
um 80 milljónir króna.
Fríverzlunarbandalags Evrðpu
(EFTA), þar sem Htils árangurs
virðist mega vænta af tolla-
samningum innan GATT. — Að
öðrum kosti er viðbúið, að land
ið einangrist viðskiptalega, en
það mun bitna á lífskjörum þjóð
arinnar þegar til lengdar lætur.
— Fundurinn mælist til þess við
viðskiptamálaráðherra, að hann
láti semja ýtarlega og aðgengi-
lega greinargerð um þetta mál,
svo að sem flestir geti kynnt
sér það til hlítar".
Þá gerði fundurinn ályktanir
um, að verðlagsákvæði verði af
numin, frilisti aukinn, tollar
lækkaðir & flugfragt, stofnlána
deild verði stofnuð fyrir verzl-
unina, allir viðskiptabankarnir
fá leyfi til gjaldeyrisverzlunar,
athugun verði gerð á rekstrar-
fyrirkomulagi Áfengís- og tó-
baksverzlunar rfkisins, tollar á
ýmsum vörum verði lækkaðir,
greiðslufrestur verði veittur á
tollgreiðslum, meiri umbætur
verði gerðar á afgreiðslu inn-
flutningsskjala, ákvæði um
kaupþing komi til framkvæmda,
íslenzk sendiráð veiti verzlunar-
þjónustu, útflutningsverzlun
verði gefin frjáls og loks um
ýmsar endurbætur á skattaiög-
um.
Verzlunnrróð —
Framhald af bls. 1.
ríkisstjðrnina, að kannað verði
sem fyrst, hvaða samningum
megi ná til þess að tryggja við-
skiptahagsmuni landsins innan
Leifsdagur
í dag
1 dag klukkan 2 síðdegis
verður minnzt Leifs heppna Eirfks-
sonar með stuttrj athöfn við styttu
hans á Skólavörðuhæð. Það er
gert að tilhlutan íslenzk-amer-
íska félagsins, og er þetta í annað
sinn sem Leifsdagur er" haldinn
hátíðlegur. Þar munu flytja ávörp
dr. Bjarni Benediktsson forsætis-
'ráðherra 'og J. I^éhfiéld, sendiherra
•Bandaríkiartna.  .
1 kvöld verður svo árshá-
tíð Islenzk-ameríska félagsins, og
mun þar flytja erindi Einar Haug-
en frá Harvard háskóla, sem kom
hingað til lands íigærkvöldi. Pró-
fessor Haugen er mikill kunnáttu-
maður um norræn málefni, af
norsku bergi brotinn og kvæntur
norskri konu.
Alúðarþakkir færum við öllum, er vottuðu okkur
hluttekningu og vináttu vegna andláts
GUÐMUNDAR VILHJÁLMSSONAR
fv. framkvæmdastjóra.
Sérstaklega þökkum við h.f. Eimskipafélagi íslands
fyrir þá vinsemd og þann velvilja að gera hinum látna
virðulega útför.
Kristín Thors Vilhjálmsson
Börn og tengdabörn
Systkini.
Siálfstæðiskvennafélagið  HVÖT
Fyisti íundur félagsins eftir sumarfríin verður haldinn þriðjudaginn 12.
október kl. 8.30 e. h. í Sjálfstæðishúsinu.
DAGSKRÁ:
Landbúnaðarráðherra Ingólfur Jónsson talar um verð
á landbúnaðarvörum og samskipti milli sveita og
kaupstaða.
S k e m m t i a t r i ð i:
Savannah-tríóið leikur.
Kaffidrykkja.
Félagskonur, takið með ykkur gesti. Aðrar Sjálfstæðiskonur velkomnar.
STJÓRNIN.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16