Vísir - 20.10.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 20.10.1965, Blaðsíða 7
VÍSIR . Miðvikudagur 20. október 1965. KRISTJÁNSSON: A MIÐVIKUDAGSKVOLDI Líkamsviðgerðir og læknisfræði Tj'nn á ný þarf ég að fara með bílinn á verkstæði til þess að láta setja í hann nýjan hljóðkút. Talsverður hluti við- gerðakostnaðarins við bílinn, eins og við bíla yfirleitt, er vegna fastra liða. Sömu hlutirn- ir bila aftur og aftur. Bílavið- gerðamennimir em önnum kafn- ir við að gera við sömu hlutina æ ofan í æ, — hluti, sem ætti í upphafi að ganga svo frá, að þeir bili varla. Hjá tvö hundruð þúsund íbúa þjóð em tugir lækna önnum kafnir við að gera við mannslík- amann og anna því hvergi nærri. Á hverjum degi berjast læknar á sjúkrahúsum landsins um líf sjúklinga, sem em með biluð líffæri, — líffæri, sem ættu að vera í lagi. Barátta læknanna við sjúk- dómana er að mörgu leyti lík baráttu húsmæðranna við ó- hreinindi ög skít. Þær þvo upp mataráhöld á hverjum degi, þurrka ryk, ryksuga gólf og þvo borð og bekki. Og það, sem þær þvo og hreinsa í dag, er aftur orðið óhreint á morgun. Þá bíð- ur nýr uppþvottur, óhreinn fatn- aður og skítug gólf. Húsmæð- urnar vinna aldrei endanlegan sigur í stríði sínu við óhreinindi og skít, — þær halda aðeins í horfinu. Læknarnir vinna heldur ekki endanlegan sigur á sjúkdómun- um. Þegar einn sjúkíingur hefur læknazt, kemur nýr, og sömu sjúklingamir veikjast aftur og aftur. Stundum tekst læknunum að buga einn sjúkdóm, en þá er annar risinn upp. Og sjúkling- unum fækkar alia vega ekki. Læknar beita æ meiri hugvit- semi við að lækna sjúkdóma. Þeir reyna að greina fyrr en áður einkenni krabbameins, blóðtappa o.s.frv. Þeir revna að greina sjúkdóminn á fmmstigi til þess að auðveldara sé að grípa til aðgerða gegn honum. Hér á landi er risin upp krabba meinsleitarstöð, og í ráði er að opna hjartavemdarstöð, þar sem menn geta gengizt undir flóknar rannsóknir, sem miða að því að greina einkenni hjarta- og æða- sjúkdóma svo snemma, að hægt sé að bjarga lífi sjúkiingsins. Afi minn var héraðslæknir norður í landi. Hann fékk þá einföldu og skynsamlegu hug dettu að vænlegast tii árangurs í baráttunni við sjúkdóma væri að hindra, að þeir mynduðust, og að meira kapp ætti að leggja á að hindra sjúkdóma heldur en að lækna þá. Hann venti ævi- starfi sínu í kross og var þegar álitinn sértrúarmaður af starfs- bræðrum sínum. Það eru gömul og einföld sannindi, að á skal að ósi stemma. Heilbrigðisþjónustan verður auðveldari viðfangs, ef lögð er áherzla á að koma í veg fyrir sjúkdóma, I stað þess að berjast við þá, eingöngu eftir að þeir era komnir á kreik. Ef borið er saman tíminn, orkan ög peningamir, sem varið er til að koma i veg fyrir sjúk- dóma og sem varið er til að lækna þá, verður útkoman greinilega hagstæð viðgerðun- um. Færustu læknar heims era ðnnum kafnir að finna ný lyf og nýjar skurðaðgerðir og verður ekki fjár vant til þess, en hin hliðin, að stemma ána að ósi, nýtur lítillar eftirtektar. Hundr- uðum og þúsundum milljarða króna er varið á hverju ári í heiminum til viðgerðarþjónust- unnar við mannslíkamann. Við hliðina á þeim upphæðum fer mjög lítið fyrir því fé, sem varið er til að hindra, að þessir sjúk- Dekkbáfur brofn- \ Ölvun um helgina aði b rokinu í rokinu í fyrradag slitnaði 8 tn. dekkbátur upp frá bryggju í Sand- gerði. Var reynt að koma á hann böndum, en það tókst ekki og rak hann upp í fjöru, þar sem hann brotnaði. Er hann talinn ónýtur. Margir litlu bátarnir voru í hættu í höfninni í rokinu og slógust við bryggjurnar. Eigendur bátanna fóru í mörgum tilfellum með þá út til þess að liggja með þá úti meðan rokið stæði yfir. , Allmikil ölvun var í Reykjavík um síðustu helgi og þá voru m. a. 9 eða 10 ökumenn teknlr, allir grunaðir um ölvun vlð akstur. Einn þessara ölvuðu ökumanna lenti í árekstri við strætisvagn á gatnamótum Barónsstígs og Njáls- götu á laugardagsmorguninn. Slys urðu ekki á fólki. Kona, eitthvað undir áhrifum áfengis, hrasaði eða datt á húsatröppum við Sólvallagötu að- faranótt sunnudagsins. Hún var flutt í Slysavarðstofuna. Alllance sextíu ára Elzta togaraútgerð landsins, Alli ance, átti 60 ára afmæli í fyrradag. Alliance var lengi með stærstu útgerðarfélögum alndsins .Stofnend ur voru Thor Jensen, Halldór Kr. Þorsteinsson, Jón Ólafsson, Jón Sigurðsson, Jafet Ólafsson, Magn- ús Magnúss. og Kolbeinn Þorsteins son. Síðan 1930 hefur sonur Jóns Ólafssonar, Ólafur H. Jónsson verið framkvæmdastjóri þess. Nú á j Alliance togarann Jón forseta og fiskverkunarstöð. dómar skjóti npp kolhnum. Það væri fávíslegt að vera á móti lækningum og reyna að gera lftið úr gagninu af starf- semi á borð við krabbameinsleit og hjartameinsleit. En það er annað sem fyrst og fremst hef ur setið á hakanum. 1 heilsufræðilegum efnum eig- um við að vera komin upp á íþróttakennara og matreiðstu- bókahöfunda. Margt af þessu góða fólki lærði fög sín í Dan- mörku fyrir 20—30 áram, þar sem það las órökstuddar full- yrðingar eldri starfsbræðra sinna um, hvað geri menn heilsu hrausta. Einn íþróttakennari getur t. d. haft tröllatrú á þvi, að allra meina bót sé að draga djúpt andann sex sinnum á hverjum morgni, og matreiðslu- bókarhöfundur er mjög líklegur til að fullyrða, að hafragrautur sé afar hollur. En það liggja því miður engar áreiðanlegar rann- sóknir á bak við slíkar fullyrð- ingar og því síður neinar sann- anir. Mér virðist ríkja tilhneiging til að vísa hindran sjúkdóma á bekk óæðri læknisfræði, á bekk eins konar heilsufræði, sem eigi að vera verksvið íþróttakennara og matreiðslubókahöfunda, en viðgerðarþjónustan ein sé sam- boðin læknastéttinni. T æknar spyrja að vísu um L orsakir sjúkdóma, en rann- sóknir þeirar á þv£ sviði virðast oft vera handahófskenndar og illa undirbúnar. Þeir, sem lesa að staðaldri tímarit með alþýð- legu læknisfræðilegu efni, eins og Úrval og Readers Digest, komast fljótt að þvi, að allar reglur um orsakir sjúkdóma eru forgengilegar. 1 einni grein er sagt, að mjólk sé hið versta eitur, og er þá byggt á rannsóknum einhvers frægs læknisfræðiprófessors. Tveim árum síðar kemur önnur grein, þar sem jafn frægur pró- fessor hefur komizt að því, að mjólk sé allra meina bót. Einu sinni var þvi haldið fram, að eggjahvítuefni væru fitandi fremur en önnur fæða, í annan tíma, að kolvetni væru mest fitandi, og nú loks á sfðustu tímum era menn aftur farnir að telja fitu mest fitandi! Mesta sjokkið kom þó frá Sviþjóð um daginn. Eins og mönnum er kunnugt, hefur kól- esteról verið talið stórhættulegt I blóði og orsök hjartasjúkdóma, en nú þykjast læknar i Svíþjóð hafa komizt að því, að kólesteról sé mjög gott að hafa í blóðinu, því það komi í veg fyrir hjarta- sjúkdóma! Það er raunar engin furða, þótt almenningur taki niður- stöðum lækna um orsakir sjúk- dóma sem eins konar grfni. Þeir Hér stendur hópur lækna, sem hafa að baki 25 ára skólagöngu og langa reynslu, og á £ vonlítilli baráttu um lif blóðtappasjúkl- ingsins. Ef til vill hefði ein þörf ráðlegging í tíma forðað sjúklingn- um frá skurðarborðinu. menn eru þó verr settir, sem taka niðurstöðumar bókstaflega, þvf þeir verða að kúvenda hvað eftir annað í mataræði og lífs- venjum. Rannsóknir á sviði læknavfs- inda era erfiðar og einkum sein- unnar, en ég er samt sannfærður um, að þær eru ekki flóknari en margar þær rannsóknir, sem gerðar eru á óáþreifanlegum sviðum, svo sem í félagsfræði og sálfræði, og bera þó varanlegan árangur. 1 rannsóknum lækna- vísindanna skortir áreiðanlega rannsóknatækni, aga og áhuga. TTvers vegna reyna heilbrigð- 1 is' -' -völd í löndum jarðar- innar (. .i að rannsaka skipu- lega, hvaða atriði skilja á milli heilbrigði og sjúkleika? Því er ekki safnað saman öllum niður- stöðum af rannsóknum á orsök- um hvefs sjúkdóms, rannsókna- aðferðimar bornar saman, þær dæmdar úr leik, sem eru sprottn ar af hagsmunaástæðum, og einnig þær, sem ekki hafa ver- ið nógu vandlega gerðar? Ef tveir trúverðugir læknar komast að gagnstæðum niðurstöðum, hlýtur að vera hægt að finna með frekari rannsóknum, af hverju sá mismunur stafar. Þannig hlýtur að vera hægt að byggja smám saman upp kerfi af staðfestum niðurstöðum á þessu sviði, alveg eins og gert er í öðrum vísindagreinum. Þá þarf náttúrlega að beita rann- sóknatækni samanburðarhópa og koma við tölfræðilegum lík- indareikningi. Ef áhugi, fé og starfskraftar eru fyrir hendi, hlýtur endan- lega að vera hægt að segja fólki, hvemig það eigi að halda heilsu, án þess að til tvísýnna viðgerða þurfi að koma, — hvaða fæðutegundir það eigi að forðast og hvers konar matar- tilbúning, hvers konar hreyfing stuðli að heilbrigði, hvemig það eigi að létta sálarástand sitt, þannig að líkamleg vellíðan fylgi í kjölfarið. Þetta era að- eins fáein einföld dæmi. Ef hægt væri að segja til um þetta og annað slíkt, mundi það létta stórlega starfsemi heilbrigðis- eftirlits og læknaþjónustu og spara stórfé, sem mætti verja til enn virkari viðgerðaþjónustu. Við Islendingar getum lítið aðhafzt í þessum efnum, svo lítil er fjárhagsleg geta okkar. En heilbrigðisyfirvöld landsins ættu að gera það að forgangs- atriði að hafa vakandi auga með öllum vísindalegum rannsóknum erlendis á orsökum sjúkdóma, og koma þessum upplýsingum síðan á aðgengilegan hátt til almennings. |7ins og málin standa nú, vöð- L um við í villu og svima um, hvort kólesteról sé gott eða vont, hvort hangikjöt sé hollt eða óhollt, hvort mjólk sé holl eða óholl, hvort langar göngu- ferðir séu hollar eða hættulegar heilsunni og hvort það sé meira virði fyrir heilsuna að stunda íþróttir eða vera í góðu skapi. Ég fæ ekki skilið, af hverju læknum finnst viðgerðaþjónust- an vera virðulegra starf en „heilsufræði". Mér finnst verk- efnið: að hindra að sjúkdómar verði til — mun virðulegra starf og skynsamlegra. Sú starfsemi ætti að hafa viss for- réttindi fram yfir hina vonlitlu baráttu við sjúkdómana, þegar þeir era byrjaðir að leika lausum hala.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.