Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V1SIR . Föstudagur 29. október 1965.
Danmörk vann Island 16:9
Gekk vel meðan úthald entist — 7:6 i hálfleik fyrir Dani
Frá Frey Bjartmarz, f réttaritara Vísis £ Lyngbyhallen í gærkvöldl.
ísland tapaði fyrri landsleiknum gegn Danmörku
í gærkvöldi með 16:9 eftir að Danir leiddu í hálfleik
með aðeins eins marks mun, eða 7:6. í síðari hálfleik
kom í ljós mun minna úthald íslenzku stúlknanna og
sá hálfleikur var eins ójafn og hinn fyrri hafði verið
jafn og skemmtilegur.
Þetta þýðir jafnframt, að fsland á sáralitla mögu-
leika á að komast áfram í aðalkeppni heimsmeistara-
keppninnar í Þýzkalandi eftir viku, því til þess þarf
ísland að vinna með 8 marka mun í síðari leiknum á
laugardaginn. Það verður erfitt verkefni og vart við
því að búast að það gerist.
Danir skoruðu fyrsta mark leiks-
ins á 2. mínútu. Það var Anna
Marie Nielsen sem skoraði, en Sig-
ríður Sigurðardóttir jafnaði fyrir
Island 1:1 á 5. mín og var það
fallegt langskot. Island komst yfir
með marki frá Sigriði á 7. mínútu.
Þá bættu dönsku stúlkurnar við 3
mörkum f röð og komust yfir í
4:2.
Danir komust i 5:2 áður efl ísland
skoraði aftur. Það var Sigrún Guð
mundsdóttir sem skoraði nú með
góðu skoti úr uppstökki. Þá kom
mark Sigríðar Kjartansdóttur af
línu 5:4. Danir skora 6:4 en Sigríður
Sigurðardóttir skorar 6:5. Danir né
7:5 og rétt fyrir leikhlé skorar Syl
vía af línu 7:6.
<S>-
Á fyrstu mfnútu seinni hálfleiks
skora Danir 3 mörk I röð. Þetta var i
mi°g þýðingarmikið fyrir dönsku
stúlkurnar, sem höfðu nú 10:6 yfir.
Vigdis skorar 10:7, en Danir svara
með  11:7. Sigríður Kjartansdóttir
skoraði  11:8, en eftir það komu j
3 mörk f viðbót frá Dönum, 12:8, |
13:8 og 14:8, — staðan orðin von
laus og lokatölurnar voru 16:9 fyrir
Dani.
Sigurinn var verðskuldaður fyrir ,
Dani. Liðið býr yfir miklum hraða |
og úthaldi. Það fór eins og Pétur
Bjarnason sagði I viðtali við VIsi |
fyrir skömmu; danska liðið  er í,
góðri æfingu, en það íslenzka hefur
ekki nægilegt úthald. Fullur vilji
var á að æfa meira síðustu vik-
urnar, — en salur fékkst því mið-
ur enginn.
1 leiknum I gær var Sigriður Sig
urðardóttir bezt okkar stúlkna, en
Rut i markinu varði vel.
Síðari leikur liðanna fer fram á
laugardag I Rödovrehallen og verð
ur þeim leik sjónvarpað.
Gríska landsliðið
kom til ad hrópa
með íslendingum
Áhorfendur f LyngbyhaJten,
skammt fyrir utan Kaupmanna
hðfn í gærkvöldi voru eitrhvað
um 1000 talsins. Það var mikfl
.stemning" í fyrri hálflefk með
an leikurinn var jafn og ís-
lendingar virtust eiga gdða
bandamenn I röðum áhorfenda.
enda höfðu komið fjölmargir
námsmenn til að hvetja fsienzku
stúlkurnar og heill knattspymu
flokkur frá Grikklandi að auki.
Grikkirnir búa á sama hótefi og
við, Grand Hotel og má segja
að hrópin frá þeim hafi verið
endurgjald hrópa stúlknanna á
Idrætsparken I fyrrakvöld en þá
léku Danir og Grikkir f heims-
meistarakeppninni og lauk'leikn
um 1:1.
En því miður, hróp Grfkkj-
anna og Islendinganna vorn ekki
nóg eins og fyrr greinh*, í
seinni hálfleik opnaðist fslenzka
vörnin mjög illa og þá var sig
ur Dana orðinn að staðreynd.
—Freyr.
Aðgangsharður
Ijósmyndari
Þarna eru þær Sigrún Guðmunds-
dóttir og Sigrún Ingólfsdóttir á
hótelinu að „slappa af" fyrir leik-
inn f gær, en fremst er Vigdfs
Pálsdóttir. — Kvenljósmyndari frá
Extrabladet hringdi kl. 2 í Pétur
Bjarnason og baS hann um viðtal
og myndir af stúlkunum og var
það veitt kl. 5 um daginn. En
ljósmyndarinn lét sér ekki segjast,
i f ór upp á hótelið og vakti stúrkurn-
ar á tveim herbergjum og stillti
þeim upp til myndatöku 1 rúminu.
Pétur Bjarnas. fékk veSur af bessu
og kom kvenmanni þessum út, þvi
stúlkurnar áttu á þessum tima að
vera f næði og vera ótruflaSar.
Þannig eru blaðamennirnir vfða í
stórborgunum aðgangsharðir og
frekir og hefur fslenzka kvenna-
landsliðiS fengið að finna fyrir því
i  þessari  ferð  sinni.  —  Freyr.
DANSKILANDSÞJÁLFARINN 0G
FYRIRUÐINNI „NJÓSNAFFRD"
Fóru út í Lyngbyhallen til að fylgjast með æfinou íslenzku stúlknanna
Kaupmannahöfn 28. okt.:
Islenzka kvennalandsliðið I
handknattleik hafði ekki staðið
lengi við á Grand Hotel I Kaup-
mannahöfn, þegar allt fylltist af
blaðamönnum og ljósmyndurum.
Stúlkurnar, Pétur Bjarnason og
Sigurður Bjarnason urðu að
svara óteljandi spurningum og
myndir voru teknar af þeim frá
öllum hliðúm.
,  Morguninn  eftir  var  farið
snemma á æfingu í Rödovrehall
en og tekið á fyrsta hálftfmanri,
eða þar til „njósnarar" Dana birt
ust í salnum. Var þar sjálf
Elsa Birkemose Gunnarsson
(gift Grími Gunnarssyni, fslenzk
ættuðum íþróttaritstjóra hjá
Aktuelt), en hún er landsliðs
þjálfari kvennallðsins og að auki
mætti þarna ein af stjörnum liðs
ins, fyrirliðinn Anna Hansen. Þá
var tekið upp rólegt spll og létt
ur leikur til að koma ekkl upp
um leikaðferðir eða annað.
„Þetta var þó ekki melri lelk-
ur en svo að við sáum út þrjár
þær hættulcgustu", sagði Anna
Hansen við blaSamenn á ci'tir.
Viðurværi og aðbúnaður stúlkn-
anna er mjög góður á hótelinu.
Á þriðjudag var þeim leyft að
skoða sig svolítið um og farið
í búðir ,en tlminn mjög takmark
aður. Aðalatriðið er að hvílast
sem bezt. Þá þá var farið í bíó
og horft á myndina „My fair
lady".
I gær var svo farið út í Lyng-
byhallen þar sem fyrri leikúrinn
fór fram. Sá salur er af sömu
stærð og Rödovrehallen, en höll
in stærri og glæsilegri og tekur
1800 áhorfendur. Um kvöldið
var horft & Grikkina og Dani
keppa I knattspyrnu. Lauk þeim
leik með flösku- og skítkasti
í grlska markvörðinn. Danir
máttu þakka fyrir jafnteflið.
— Freyr.
Selfoss —
Framh. af bls. 7.
AÐUR
TOGARASJÓMAÐUR
„Hvað er iangt sfðan þú
komst í Tryggvaskála?"
„Það eru líklega ein 23 ár,
jú, ég kom 20. ágúst 1942. Fram
að því var ég sjómaður á tog-
ara, en síðan hef ég ekki á sjó
komið".
„Nú er Tryggvaskáli kominn
á áttræðisaldur. Verður hann
látinn standa eins lengi og hann
getur staðið?"
„Nei, ætli það. Það eru áætl-
anir um að endurbyggja hann
á lóð, sem er hér fyrir norðan,
nær ánni. Þegar að þvf kemur
verður gamli skálinn rifinn. Lóð
in hér liggur í þjóðbraut og er
því dýr. Það er ekki hægt að
halda upp á skálann til eilífðar,
eins og einhvern forngrip".
Þ.A.
esaBmm
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16