Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						[ T*STTR . Föstudagur 29. oktðber 1965.
útlönd^'Í norAUH .    'útíoód í:'" mor'&uíi
•irbl önd i-.-.mörSÖaití
útl.önd; íi ¦'•' maiá&iir.
Fréttaritarar í Salisbury óttast
nú, að samkomulagsumleitanirnar
um sjálfstæði Rhodesíu reynist
gagnlausar og Wilson fari heim.
Harold Wilson forsætisfáðherra
Bretlands er sagður viðbúinn að
hverfa heim á morgun, vegna þess,
að viðræðurnar hafa engan árang
ur borið -r- að minnsta kosti ekki
telj-^idi — hvorki viðræður við
Sr.i' ;) né Nkoma og Sithole —
b'.': . •.•;::iannaIeiðtogana. Ef eitthvað
br :;.¦:. .'.Jt til batnaðar myndi Wilson
hins vegar fresta burtför.
Vegna þess að svo þunglega horf
ir kom til hvassra orðahnippinga
| geta fengið olíu frá Portúgal, og
að því er Zambiu — nágrannaland
Rhodesíu varðar — mundi hún vera
aðili að refsiaðgerðum. Ef Rhodes-
ia gripi svo til gagnaðgerða gegn
Zambiu svo sem með að neita
henni að nota járnbrautina um
Rhodesíu, en sú járnbraut er í raun
milli hans og Smiths í gær að lokn I Smith enn að nýju við afleiðing i samfylkja um yiðskiptalegar refsiað I inni lífæð fyrir Zambiu — myndu
WILSONSA ÚDURA FORUM HEIM
Ekkert samkomulog og refsiaðgerbir á næsta leiti
um miðdegisverði, sem fram fór í um einhliða yfirlýsingar. Hann kvað gerðir gagnvart Rhodesíu og þeirra
fundarhléi.                     48  ríki  f  samtökum  Sameinuðu meðal væru mestu olíuframleiðslu
Wilson  er  sagður  hafa  varað I þjóðanna þegar hafa ákveðið að j lönd heims, en Rhodesía myndi ekki
Bretar ef þörf krefði stofna til
„loftbrúar til Zambiu" í líkingu við
„Loftbrúna til Berllnar".
eldsvoði í nótt í Dyflinni
Mikill eldsvoði varð í nótt við Ihindra að eldurinn breiddlst í birgð jbrautar-slökkviliðsbíla auk annarra lingu, þar sem 60 manns voru að
höfnina í,Dyfllnni og var mörgum arskemmur, sem sprengiefnl var f. 'tækja gekk sigrandi af hólmi, eftir vinna, er eldurinn kom upp, en all-
járnbrautarvögnum, sem sem á voru   Baráttan við ekEnn stóð tvær j að eldurinn hafði lagt í rústir nokkr ir komust út. — Eldhaf ið sást um
tankar með nitro-glyserini bjargað klukkustundir,  en  að  kaHa  allt ar birgðaskemmur og járnbrautar- alla borgina.
á seinustu stundu. Einnlg tókst að Islökkvfuð borgarinnar með 15 járn Ivágna. Eldurinn kom upp f bygg j
þingsjá  Vísis
þ i ngsjá  Vísis
þ i ngsjá  Vísis
Nuuðsyn aðkomaafturásam-
starfi um verðlagninguna
Úr  ræðu  Ingólfs  Jónssonar  landbúnaðarráðherra  /  gær
Á dagskrá neðri deildar var
í gær frumvarp ríkisstjórnar-
innar um verðlagningu land-
bánaðarafurða. Framsbguræðu
flutti Ingólfur Jónsson land-
búnaðarafurða. Framsöguræðu
úr ræðu ráðherrans um málið
hér á eftir:
Með breytingu laganna árið
1960 var ákveðið, að tillit skyldi
tekið til hækkunar á rekstrar-
vöruliðunum og kauphækkunum
ársfjórðungslega. Var það mikil
leiðrétting frá því, sem áður hafði
verið. Hefði veriö eðlilegt, að
breytingar væru teknar til greina
mánaðarlega, en framleiðsluráði
landbúnaðarins hefur fundizt
erfitt að reikna út breytingar á
birgðum og ákveða nýtt verð með
svo stuttum fresti. Mikilverðasta
breytingin á lögum um verðlagn
ingu búvara 1960 var verðtrygg-
ing ,sem bændur fengu með út-'
flutningsuppbótunum. Utflutnings
tryggingin hefur gert fært að
greiða bændum að fullu það verð
sem 6 manna nefndin ákvað bænd
um, sem ekki tókst áður, meðan
bændur báru sjálfir hallann af
þvi, sem út var flutt. Útflutnings
uppbæturnar hafa oft verið gerð
ar að umtalsefni. Þykir ýmsum, að
ríkissjóði sé bundinn þungur baggi
með þessu lagaákvæði. Útfiutn-
ingsuppbætur urðu á siðaaa v&ið
lagsári 184 millj. kr. og er gert
ráð fyrir, að á yfirstandandi verö
lagsári fari þær riokkuð yfir 200
millj. Otflutningsuppbæturnar
geta þó aldrei farið yfir 10% af
heildarvérðmæti landbúnaðarfram
leiðslunnar. Er það vissulega hem
ill, sem kemur i veg fyrir, að sú
upphæð sem varið er í þessu skyni
hækki úr hófi fram. Niðurgreiðsl
urnar eru orðnar háar og þungar
í skauti fyrir ríkissjóð. Það er
misskilningur, sem stundum kem
ur fram, að niðurgreiðslurnar
komi bændum einum við og séu
jafnvel nokkurs konar styrkur til
þeirra.                    '
Niðurgreiðslurnar
Það er þó ljóst, að niðurgreiðsl
urnar eru gerðaraf efnahagsleg
um ástæðum í því skyni að hafa
hemil á verðlaginu og dýrtið-
inni., Það er ástæðulaust,að gera
lítið úr því framlagi, sem íslenzk
ur landbúnaður nýtur. Það er
einnig varasamt að mikla það fyr-
ir sér, sem til landbúnaðarins er
varið og halda því fram, að til
landbúnaðarins megi rekja mestan
þann vanda, sem við er að stríða
hverju sinni i dýrtíðar- og efna
hagsmálum. Það hefur oft verið
til þess vitnað, a?S aðrar þjóðir
verja miklum fjárhæðum til land-
búnaðarins og jafnvel tiltölulega
meira heldur en íslendingar gera.
Um leið op; betta er sagt. er sjálf-
sagt að viðurkenna. að brýna
nauðsvn ber til, að finna leiðir
til þess að lækka framleiðslu-
kostr.að landbúnaðarvara. Það
her br^rifi pnuðsy^ f"?! -5 vinna
úr landb'jnaðarvörunum innan-
Iahds og Hfirs þæ- hnrtn'.e vsrð-
mætari, áður en þær eru fluttar
út. Verði það gert, mun sá vandi,
sem urA er rætt í sambandi við
landbúnaðinn fara minnkandi og
hverfa, þegar tímar Hða.
IVelíun A.S.Í.
Lög þau, sem ákvarða reglur
um verðlagningu landbúnaðarvara
urðu ekki framkvæmd á þessu
hausti. vegna þess að Alþýðusam
bánd íslands neitaði að tilnefna
fuiltrúa í 6 manna nefndina eins
og lðg gera ráð fyrir. Er óskiljan
legt, hvernig á því stendur, að
A!b-''ði:?ambandið tók þessa af-
stöðu. Haustið 1964 varð fullt sam
lcomulao um verðlagningu bú-
vara. Fulltrúar neytenda og
bænda r.ömdu um það verðlag,
sem bóndinn skyldi fá. Það varð
einnig samkomulag um heildsölu
verð og smásöluverð. Það var fullt
samkomulag um dreifingarkostn-
aðinn haustið 1964, en oft er tal-
að um, að hann sé óeðlilega hár.
Þar sem samkomulag náðist á
fyrra ári, er erfitt að skilja, hvers
vegna Alþýðusambandið skerst úr
leik, áður.en á það reyndi. hvort
samkomulag gæti orðið á, þessu
hausti. Út af fyrir sig er þýðingar
laust að ræða um það, hvers
vegna Alþýðusambandið fór þessa
leið og afsalaði sér þannig rétt
inum til þess að hafa áhrif á
verðlagið i haust. Það, sem máli
skiptir, er framhaldið í þessum
málum. Bráðabirgðalögin, sem gef
in vóru út til þess að bjarga mál-
inu, miðast við það ástand, sem
brotthlaup Alþýðusambandsfull-
trúans úr 6 manna nefndinni skap
aði.
Það er alménnt álitið, að tekizt
hafi að leysa hnútinn með bráða
birgðalögum á sanngjarnan hátt.
Þannig að bændur geti unað sín
um hlut og neytendur geti ekki
með réttu talið, að boginn hafi
verið spenntur of hátt
Sami grundvöllurinn
Skv. I. gr. bráðabirgðalaganna
er kveðið svo á, að á verðlagsár-
inu 1965—1966 skuli byggt á verð
lagsgruAdvelli, er Hagstofa ls-
lands reiknar cftir -verðiagsgrund-
velli haustsins 1964. Við lauri
bónda og sjúkrasjóðsgjald bætist
geymd hækkun samkv. bókun í
fundargerðarbók 6 manna nefndar
innar 24. febrúar 1965 og við það
hvort tveggja skuii bætt viðbót,
sem er að hundraðshluta, jöfn
þeirri hækkun, er verður á bóta
upphæðum almannatrygginga á
síðari hluta ársins 1965. En bóta
upphæðir þessar miðast við þær
hækkanir, sem orðið hafa á kaupi
verkamanna. Með þessari viðmið-
un var bóndanum tryggð hækkun
búsafurða að þessu sinni. Þá er
gert ráð fyrir samkv. 1. gr., að
við aðkeypta vinnu bætist hlut-
fallsleg hækkun. Við fjárhæðir
vinnuliða þannig reiknaðar, bætist
verðlagsuppbót sbr. ákvæði 4. gr.
laga nr. 63 1964 um verðtrygg
ingu launa. Aðrir útgjaldaliðir
verðlagsgrundvallar  1964  skulu
færðir fram til verðlags
á hausti ' 1965 og' eftir
þeim reglum, sem gilda, þegar
grundveíli hefur ekki verið sagt
upp. Sama, gildir.uia Ifikjuliði yerð
lagsgrundvallar; -
Verðlag á ull og gærum í verð-
lagsgrundvelli 1965-1966 skal vera
meðalútflutningsverð þessara af-
urða 1964-1965 að frádregnum á-
föllnum kostnaði, er utflutningur
á sér stað skv. mati Hagstofunn
ar. Þá er Hagstofan hefur reiknað
verðlagsgrundvöll landbúnaðar-
vara samkv. 1. gr. þessara laga
afhendir hún hann nefnd þeirri
er um ræðir f 2. gr. frv. til frek-
ari meðferðar Samkvæmt 2. gr.
skal skip? þriggja manna nefnd
til þess að færa verðlagið út skv.
þeim grundvelli, sem Hagstofan
hefur fundið. f nefnd þessari eiga
sæti ráðuneytisstjóri landbúnað-
arráðuneytisins, forstjóri Efna-
hagsstofnunarinnar og fram-
kvæmdastjóri Framleiðsluráðs
landbúnaðarins Nefndin varð
sammála um verð 'á einstökum
vörum til bóndaris. Hún varð
einnig sámmála um heildsölu- og
smásöluverð. Meðalverðhækkun
til bændavvarð samkvæmt þessu
11.2%. Var verðhækkunin all-
miklu meira á k.iöti, á kostnað
mj^Ikurverðsins. . Eins og fram
kemur, ér ljóst, að verðlagið á
þessíi hausti er i samræmi við
það verð, sem ákveðið var með
samkomulagi haustið 1964. Þær
verðhækkanir, sem orðið hafa á
rekstrarvörum og kaupgjaldi á
verðlagsárinu hafa verið teknar
til greina og bóndinn því fengið
það bætt. Fáir munu hafa ætlazt
til að haldið væri á málunum
á annan veg. Þar sem samkomu-
lag varð um búvöruverðið milli
framleiðenda og neytenda á sl.
ári, verður að ætla, að almennt
sé litið svo á, að verðlagningin
að þessu sinni hafi verið sann-
gjörn fyrir báða aðila, framleið
endur og neytendur.
Eins og áður er að vikið, voru
bráðabirgðalögin ötgefin til þess
að leysa vanda sem boðið var
Ingólfur Jónsr.on
landbúnaðarráðherra.
heim með þvi að gera 6 manna
nefndina óstarfhæfa. Það er yfir
lýstur vilji ríkisstjórnarinnar að
gera tilraun til að koma aftur á
samstarfi milii framleiðenda og
neytenda um verðlagningu Iand
búnaðarvara. Þess vegna hef ég ..
skrifað Stéttarsambandi bænda
Framleiðsluráði Iandbúnaðarins
A.S.Í., Sjómannafélagi Reykjavík-
ur og Landssambandi iðnaðar-
manna og mælzt til þess að þeir
skipi fulltrúa í nefnd, sem hefur
það verkefni að finna samkomu-
lagsgrundvöll um verðlagningu
landbúnaðarvara framvegis.
Sanngirni þörf
Þeir aðilar, sem hér eru nefnd
ir skipuðu áður fulltrúa í 6
manna nefndinni. Líklegt er, að
ríkisstjórnin skipi 7. manninn,'
sem verði þó jafnframt formaður
nefndarinnar'. Bændasamtökin
hafa nú þegar tilnefnt fulltrúa af n
sinni hálfu og Landssamband iðn
aðarmanna, ' að ég hdd'. Ekki
er að efa, að Alþýðusambandið
og Sjómannafélag Reykjavíkur
munu einnig tilnefna fulltrúa í
nefndina og getur hún væntan-
lega bráðlega tekið til starfa. Það
er mikið atriði að sámkomulag
verði um endurskoðun þeirra
laga sem verðlagning landbúnað-
arins byggist á. Það er nauðsyn
legt að skilningur verði gagn-
kvæmur milli framleiðenda og
neytenda. Sanngirni þarf að ráða
á báða bóga. Það er von mín, að
svo geti orðið og á þessu stigi
megi takast að afgreiða löggjöf
sem verðlagning landbúnaðarvara
verði byggð á eftirleiðis.
-js_ ¦_. í.j<-."jjisBss!asE5sas?5saaŒ8'
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16