Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						8
xansmaa
visik . tMOstada^ur < ; o:c><rt>er 1965.
VISIR
Dtgefandi: Blaöaútgáían VÍSIR
Framkvæmdastjóri: Agnar ölafsson .
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ó Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Sölustjóri: Herbert Guðmundsson
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur)
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald: kr. 80.00 á mánuði innanlands
f lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f
Fað/Y haftanna
J>að kom gjörla fram í útvarpsumræðunum um fjár-
lögin að stjórnarandstaðan á í miklum erfiðleikum
með að finna gagnrýnisefni á ríkisstjórnina. Þessir
erfiðleikar hafa undanfarna daga endurspeglazt með
all kynlegum hætti í forystugreinum Tímans. Þar hef-
ur ekki verið um annað meira rætt en helztu ávirð-
ingu ríkisstjórnarinar að dómi skriffinna Eysteins
Jónssonar: hina illvígu haftastefnu sem stjórnarflokk-
arnir eiga að reka. Vitanlega hlýtur jafnvel sauð-
tryggustu Framsóknarmenn að reka í rogastanz þeg-
ar þeir lesa þessa vizku ,því fyrir það er núverandi
stjórn kunnust að hafa létt af höftunum en ekki
ef lt þau eða aukið. Hvörflum huganum andartak aftur
í fortíðina og virðum fyrir okkur myndina, er Ey-
steinn Jönsson var valdariSfesíí íiað%in^^f jármála-'
lífi landsins.
/
Á þeim árum voru heiðarlegir dugnaðarmenn sekt-
aðir tugum saman fyrir þá ávirðingu að dirfast að
byggja hús yfir sig og fjölskyldu sína, bíiskúr eða
girðingarstúf í kring um húsið sitt — vegna þess að
Eysteinn hélt við byggingarhöftum sem enga sinn
líka áttu í álfunni. Verzlun landsins var nær öll ó-
frjáls, það er að segja bundin við vöruskipti, sem
hvorki kaupmönnum né neytendum geðjaðistað.Vöru
skorturinn var hvarvetna og vöruúrvalið sára fátæk-
legt. Þetta voru verzlunarhöftin hans Eysteins.
Hvernig var ástandið í gjaldeyrismálunum? Svartur
markaður með gjaldeyri stóð með miklum blóma og
íslenzka krónan var vita verðlaus í öllum bönkum
nágrannalandanna. Eysteinn sat hnugginn yfir tóm-
um gjaldeyrissjóðum þjóðarinnar og kunni engin
ráð til þess að fylla þá. Allir sem muna nokkur ár
aftur í tímann kannast við þessa mynd og vita að
hún er sönn. Það þurfti leyfi til þess að lifa í landinu.
Enginn borgari gat snúið sér við nema spyrja ein-
hverja ríkisstofnun um'leyfi.
JJvernig er ástandið í dag? Gjörbreytt. Núverandi
ríkisstjórn hefur létt af höftunum og hömlunum.
Lengur þurfa menn ekki að sækja um fjárfestingar-
leyfi og húsnæðislánin hafa aukizt að raungildi um
100% frá því Framsóknarmenn stjórnuðu. Verzlunin
er nú 80% frjáls og vöruúrvalið hið mesta. íslenzku
krónunni er umyrðalaust skipt í bönkum Evrópu,
gjaldeyrisbraskið er horfið og nær tveir milljarðar í
gjaldeyrisvarasjóðum bankanna. Höftin þrengja ekki
lengur að hálsi þjóðarinnar, tími leyfanna er liðinn.
Því fagna allir nema Eysteinn Jónsson og menn hans.
Þeir biðja hugsjúkir um haftatímana aftur.
m. iómnms nordal
ALÞJÓÐ,
I
GJALDÍYRISMÁLUM
Dr. Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri hefur ritað forustugrein um
alþjóðasamvinnu í gjaldeyrismálum i nýútkomið hefti Fjármála-
tiðinda. Vísir hefur fengið leyfi Jóhannesar til að birta þessa grein.
¦yíðtæk og vaxandi sam-
vinna í fjármálum og
efnahagsmálum hefur mjög
sett svip sinn á hagþróun ár
anna eftir heimsstyrjöldina
síðari. Grundvöllur þessarar
samvinnu var stofnun Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins og Al
þjóðabankans í lok styrjald-
arinnar, en síðan hafa bætzt
við fleiri stofnanir, sem eru
svæðisbundnar í starfsemi
sinni, svo sem Efnahagssam-
vinnustofnunin í París, Efna
hagsbandalag Evrópu og Frí-
verzlunarbandalag Evrópu.
Margar aðrar stofnanir hafa
komið til, sem of langt yrði
upp að telja.
" Xð' baki 'þessárár þrðunar*.
liggur vaxandi skilningur
manna um allan heim á því,
hve mikilvæg frjáls alþjóða-
viðskipti eru fyrir hagþróun ,
ina og batnanii lífskjör_ Hitt
skiptir e.t.v. ekki minna máli
að árin eftir heimskreppuna
miklu höfðu fært mönnum
bitra reynslu af áhrifum hafta
og hvers konar viðskipta
tálmana á hagkerfi heimsins.
Árangur sá, sem náðst hef
ur í efnahagsmálum eftir
styrjöldina, er óneitanlega
stórkostlegur, þótt iíiörg
vandamál séu þar enn óleyst,
einkum í hinum vanþróuðu
hlutum heimsins. Þetta
tveggja áratuga tímabil hefur
hagvöxtur verið örari og sam
felldari en nokkru sinni fyrr
og er enginn vafi á því, að
aukning alþjóðaviðskipta, af
nám hafta, frjáls gjaldeyris-
viðskipti og lækkun tollmúra
hafa átt meginþátt í þessum
árangri.
En með hverjum áfanga
komk ný vandamál. Stórauk-
in alþjóð..-Tiðskipti og frjáls-
ræði í gjaldeyrisyfirfærslum
hljóta að kalla á sterkari pen
ingalegan grundvöll. Vaxandi
gjaldeyrisvarasjóðir verða að
vera fyrir u 'i og styrk al-
þjóðleg samtök til þess að
forðast þær hættur, sem jafn
vægisleysi í gjaldeyrisvið-
skiptum einstakra þjóða og
sveiflur í verðlagi og fram-
leiðslu hljóta ætíð að hafa
í för með sér. Hingað til hef-
ur þetta að mestu tekizt, en
þó ekki án bess, að nokkrum
sinnum hafi myndazt hættuá-
stand, sem stefnt hefði get
að þróun heimsviðcV'-*^nna
f hættu,  t.d.       'r tæpu  ári
vegna hinna miklu erfiðleika
sterlingspundsins.
Miklar umræður hafa orð
ið um það á alþjóðavettvangi
undanfarin tvö ár, hvaða ráð
stafanir megi gera til þess að
styrkja greiðslukerfi heims-
ins. Leiddi þetta til þess að
fyrir nokkrum árum var gerð
ur samningur tíu helztu iðn
aðarríkja heimsins um gagn
kvæmar lánveitingar í því
skyni að styrkja greiðslukerf
ið. Og í fyrra á aðalfundi Al
þjóðagjaldeyrissjóðsins var
samþykkt að hækka kvóta
þátttökuríkjanna almennt og
verður sú hækkun yfirleitt
um 25%. Mun þetta styrkja
aðstöðu gjáldéyrissjóðsins
verulega. Engu að síður er
það enn skoðun manna, að
þörf sé frekari aðgerða og
voru þau mál mjög til um-
ræðu á nýafstöðnum ársfundi
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og
Alþjóðabankans í Washing-
ton.
Þótt menn séu yfirleitt
sammála um það, að greiðslu
kerfið hafi undanfarin ár
starfað með mjög viðunan-
legum hætti og ekki sé á-
stæða til að óttast erfiðleika
í nánustu framtíð, er engu að
síður nauðsynlegt að styrkja
kerfið verulega, ef það eigi að
geta annað þeim verkefnum,
sem framtíðin ber í skauti
sér. Sérstaklega hefur verið
á það bent, að aukning gjald
eyrisvarasjóða heimsins hafi
að undanförnu að miklu leyti
byggzt á aukningu innstæðna
í dollurum, en vegna minnk-
andi gullforða Bandaríkjanna
verði óhjákvæmilegt, að sú
þróun taki enda, áður en
langt líður. Gæti þá orðið
þörf nýrrar greiðslueiníngar
i alþjóðaviðskiptum, er gæti
staðið við hlið gulls, dðllara
og sterlingspunda sem al-
þjóðlegur gjaldmiðill.
íslendingar hafa ástæðu
til að fylgjast vel með þróun
þessara mála. Þótt þeir hafi
orðið nokkuð seinni til en
aðrar þjóðir "-;stur-Evr6pu að
afnema höft og gjaldeyris-
hömlur eftir styrjöldina, hef
ur hin öra þróun hér á
landi undanfarin ár'ekki sízt
verið að þakka auknu frelsi
í utanríkisviðskiptum ná-
grannarfkjanna og hinni öru
Dr. Jóhannes Nordal
Seðlabankastjóri
þróun íslenzks útflutnings,
sem af því hefur leitt. Tví-
hliða viðskipti og innflutn-
ingshömlur eru nú að miklu
léyti úr sögunni, og útlit er
fyrir, að jafnvel Austur-Evr-
ópulöndin muni í framtíðinni
leggja' áherzlu. á að taka upp
márghliða viðskipti ¦ á sem
flestum sviðum.
Vaxandi gjaldeyrisforði á-
samt því öryggi, sem felst í
alþjóðlegri samvinnu í pen-
inga- og fjármálum, er sá
grundvöllur, sem nauðsynleg
ur er til þess að Islendingar
geti tekið þátt í þessari þró
un án áhættu. Þeir hljóta því
að styðja eftir mætti allar að
gerðir, er miða að því að
styrkja greiðslukerfið, svo að
dregið verði sem mest úr
hættunni á sveiflum og við-
skiptatruflunum, en jafn-
framt sköpuð þagstæð skil-
yrði vaxandi eftirspurnar á
heimsmarkaðnum.
Á síðasta Alþingi var sam-
þykkt tillaga Alþjóðagjaldeyr
issjóðsins um það, að kvóti
íslands hjá sjóðnum hækki
úr 11.25 millj. dollara f 15
millj. dollara. Mun Seðlabank
inn fyrir Islands hönd leggja
frám innan skamms gullfram
lag til sjóðsins vegna þessar-
ar kvótahækkunar, er nemur
tæpri milljón dollara. -
Þau yfirdráttarréttindi, sem
kvótahækkunin veitir íslandi
ef á móti blæs, er mjög mik
ilvægt viðbótaröryggi fyrir
þjóðarbúið. Getur jafnvel kom
ið til álita að kanna, hvort
frekari hækkun kvótans gæti
komið til greina með tilliti
til þeirrar sérstöku áhættu,
sem í utflutningsatvinnuveg-
um íslendinga felst.
^<
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16